Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Johnsen alþingismaður keypti nokkra glugga og fjórar útidyra- hurðir í maí sl. hjá Trésmíðaverk- stæði Sigurjóns Jónssonar á Stokks- eyri fyrir rúmar 400 þúsund krónur út á beiðni frá Ístaki. Sigurjón sagði í samtali við Morgunblaðið að Árni hefði pantað efnið í apríl og sótt það sjálfur í byrjun maí með beiðni frá Ís- taki undir höndum. Ístak greiddi Sig- urjóni reikning upp á 418 þúsund krónur nokkrum dögum síðar og Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, stað- festi við Morgunblaðið að reikning- urinn hefði verið sendur áfram til Framkvæmdasýslu ríkisins og feng- ist greiddur vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið. Samkvæmt heimild- um blaðsins eru þessi viðskipti, og fleiri, meðal þeirra sem Ríkisendur- skoðun er að kanna varðandi um- sýslustörf Árna sem formanns bygg- inganefndar Þjóðleikhússins. Sigurjón sagði að þegar mál Árna hefðu komið fyrst upp hefðu vaknað hjá honum grunsemdir um að ekki hefði verið allt með felldu með hurð- irnar og gluggana. Honum hefði þótt viðskiptin upphaflega eðlileg þó að teikningar gæfu vart í skyn að efnið yrði notað í Þjóðleikhúsinu. Árni hefði sagt að hann ætti eitthvað inni hjá Ístaki og myndi láta fyrirtækið greiða reikninginn. Forstjóri Ístaks segir Árna hafa misnotað fjórar beiðnir „Það er ljóst að við höfum verið misnotaðir,“ sagði Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær vegna þessa máls. Hann staðfesti að þessi beiðni hefði fengist greidd hjá Fram- kvæmdasýslunni sem og aðrar sem tengust framkvæmdum í Þjóðleik- húsinu. Páll sagði að beiðnin væri ein af fjórum sem vitað væri að Árni hefði fengið frá Ístaki vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið. Páll vildi ekki upp- lýsa um hvaða beiðnir væri að ræða. „Ég get staðfest að það eru fleiri en ein beiðni sem hafa verið misnotaðar frá okkur. Þetta eru beiðnir sem við vorum beðnir að gefa út fyrir Þjóð- leikhúsið. Þegar við erum beðnir um það þá verðum við við því. Síðan gengur málið sinn gang, varan er af- hent, reikningurinn kemur til okkar og við greiðum hann. Síðan er hann sendur áfram. Annars er málið hjá Ríkisendurskoðun og við höfum sent henni alla okkar pappíra,“ sagði Páll. – Þið vitið ekki hvers eðlis þessir reikningar voru? „Nei, okkur var ekki kunnugt um að það væri verið að misnota okkur. Þá hefðum við væntanlega ekki látið misnota okkur.“ – Er þetta mál ekki litið alvarleg- um augum innan fyrirtækisins? „Að sjálfsögðu, en ég tek það fram enn og aftur að enginn innan fyrir- tækisins hefur gert neitt rangt, ekki nokkur maður.“ – Þið hafið gengið úr skugga um það sérstaklega? „Já, enginn hefur gert neitt af sér,“ sagði Páll. Í sundurliðuðu yfirliti frá Fram- kvæmdasýslunni, sem sent var Morgunblaðinu 16. júlí, yfir fram- kvæmdir ársins við Þjóðleikhúsið kemur fram að Ístaki hafi á árinu verið greiddar 12 milljónir króna. Þar af voru þrjár greiðslur inntar af hendi 9. júlí sl. vegna frágangs í kjall- ara, eins og það er orðað í yfirlitinu. Tvær greiðslur eru upp á 2,9 millj- ónir kr. hvor og ein upp á 4,6 millj- ónir. 30. mars sl. fékk Ístak greiddar 1,5 milljónir fyrir „ýmsa viðhalds- vinnu“. Þegar þessi verkefni voru borin undir Pál sagðist hann ekki kunna á þeim skil og vísaði aftur til rannsóknar Ríkisendurskoðunar. Árni Johnsen tjáir sig ekki Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Árna Johnsen vegna þessa máls í gær vildi hann ekki tjá sig á meðan hans störf fyrir Þjóðleikhúsið væru til opinberrar rannsóknar. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, vildi hvorki játa því né neita að reikningur Ístaks hefði verið greiddur, þegar rætt var við hann í gær. Hið sama var að segja um ríkisendurskoðanda, hann vildi ekki tjá sig um mál Árna á þessu stigi. Guðrún Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjóðleikhússins, sagði við Morgunblaðið að hvorki hún né Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri hefðu vitað af þessum viðskiptum Árna en ekki náðist í Stefán. Forstjóri Ístaks um glugga- og hurðakaup Árna Johnsen út á beiðni fyrirtækisins „Ljóst að við höfum verið misnotaðir“ FRÁ síðustu áramótum hafa rekstr- argjöld á Morgunblaðinu vaxið hrað- ar en rekstrartekjurnar og því hefur verið ráðist í aðhalds- og hagræðing- araðgerðir að sögn Hallgríms Geirs- sonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Þær hafa m.a. í för með sér ákveðna fækk- un starfsfólks. Hallgrímur segir að fyrst og fremst verði reynt að ná sett- um markmiðum með því að ráða ekki í stöður sem losna, en óhjákvæmilega komi einnig til einhverra beinna upp- sagna. „Í lok síðasta árs og í upphafi þessa höfum við eins og önnur fyrirtæki orðið vör við samdrátt,“ sagði Hall- grímur. „Kostnaður vegna kjara- samninga, óheppileg gengisþróun og meðfylgjandi verðbólga eru í aðalat- riðum ástæður þessa.“ Hallgrímur segir að þótt áskriftar- tekjur hafi staðið í stað, eða aukist lít- illega, hafi auglýsingatekjur dregist saman frá áramótum. „Þetta endur- speglar almennan samdrátt á auglýs- ingamarkaði eins og sést af fréttum af öðrum fjölmiðlum og auglýsingafyr- irtækjum,“ sagði Hallgrímur. „Þótt við höfum í upphafi þessarar þróunar brugðist við með almennum aðhaldsaðgerðum var fljótt ljóst að ganga yrði lengra en við höfðum í upphafi vonað,“ segir Hallgrímur. Hann segir að ástæðan sé ekki síst sú að launakostnaður Morgunblaðsins sé óvenjulega hátt hlutfall af heildar- útgjöldum. „Af því leiðir að til þess að ná nauð- synlegustu markmiðum um niður- skurð kostnaðar er óhjákvæmileg fækkun starfsfólks sem mun koma niður á flestum deildum útgáfufélags- ins. Fyrst og fremst mun verða reynt að ná þessum markmiðum með því að ráða ekki í stöður sem losna, en fyr- irsjáanlegt er að ekki verður komist hjá einhverjum beinum uppsögnum,“ sagði Hallgrímur Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs. Hallgrímur Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs Ráðist í hagræðingu VERULEGAR endurbætur hafa verið gerðar á WAP-þjónustu Morgunblaðsins á Netinu, mbl.is. Sem fyrr er hægt að lesa þar nýj- ustu fréttir, en nú má einnig nálg- ast ýmsar fjármálaupplýsingar, lesa veðurspá, skoða atvinnuaug- lýsingar af Vinnuvef mbl.is og grennslast fyrir um komu- og brott- farartíma flugvéla. Á endurbættum WAP-vef mbl.is er hægt að nálgast yfirlit helstu frétta, innlendra og erlendra og frétta af tölvum og tækni. Hægt er að lesa helstu viðskiptafréttir, nálg- ast upplýsingar um gengi gjald- miðla, erlendar vísitölur, mestu við- skipti dagsins og töflu yfir mestu hækkun og mestu lækkun síðustu fjórtán daga. Helstu íþróttafréttir eru aðgengi- legar og einnig er hægt að skoða stöðuna í símadeildum karla og kvenna og 1. og 2. deild karla. Einn- ig er hægt að sjá stöðu efstu manna og liða í Formúlu 1 keppninni. Notendur WAP-vefjarins geta nú lesið atvinnuauglýsingar á Vinnu- vef mbl.is, séð þar nýjustu auglýs- ingar og listað auglýsingar eftir flokkum. Undir liðnum Samgöngur er hægt að nálgast upplýsingar um komu- og brottfarartíma flugvéla í millilanda- og innanlandsflugi. Veðurspá er aðgengileg á WAP- vefnum, hægt að fá spá fyrir veð- ursvæði á landinu öllu, stutt spá er- fyrir morgundaginn og næstu daga og einnig sérspá fyrir Reykjavík og nágrenni. Hægt er að leita að eignum á fast- eignavef Morgunblaðsins eftir gerð eigna, stærð, herbergjafjölda, stað- setningu eða verði. Einnig má skoða stjörnuspá á WAP-vefnum og lesa fréttir af frægu fólki. Samkvæmt upplýsingum frá símafyrirtækjunum og helstu sölu- aðilum eru ríflega tíu þúsund WAP- símar í notkun hér á landi, og fjölg- ar óðfluga, því flestir nýir símar eru með WAP-stuðningi. WAP- símar eru því nú um 10% af far- símaeign landsmanna. Flestir WAP-símanna eru af gerðinni Nokia 6210, en einnig hefur arftaki Nokia 3310, 3330, selst mjög vel, að sögn seljenda. Á vefsetrum síma- fyrirtækjanna þriggja er að finna upplýsingar um stillingar á WAP- símum svo hægt sé að nálgast efni á WAP-vef mbl.is. Bein slóð á WAP- þjónustu mbl.is er http:// wap.mbl.is. Endur- bættur WAP-vefur mbl.is ÞAÐ er hreint með ólíkindum hversu fjölbreytt lit- brigði náttúrunnar geta orðið. Það sýndi sig og sannaði í Eyjafirðinum eitt kvöldið í vikunni, þegar náttúran skartaði sínu fegursta. Sannarlega eru það forréttindi að fá tækifæri til að berja þetta sjónarspil augum. Ljós- myndari var staddur í kvöldstemmningunni í Eyjafirð- inum og okkur hinum til happs var myndavélin með í farteskinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kvöldstemmning við Eyjafjörð Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorgun voru rædd viðbrögð við aukinni tíðni sjálfsvíga hér á landi og samþykkt tillaga um að leita eftir fjárveitingu á fjárauka- lögum þessa árs. Jón Kristjáns- son, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, segir að aukafjárveitingin eigi að fara í að ráða starfsmann til landlæknis- embættisins sem sinna muni mál- um tengdum sjálfsvígum. Vinna hefjist sem fyrst „Hann mun koma upp forvarn- aráætlun gegn sjálfsvígum í hér- uðunum með þverfaglegum hóp- um sem veita virka þjónustu. Í því sambandi er verið að hugsa um heilbrigðiskerfi, skólakerfi, félagsmálaþjónustu og kirkjuna ásamt áhugahópum og fleirum.“ „Þetta er í framhaldi af nefnd sem vann undir stjórn Högna Óskarssonar geðlæknis og skilaði áliti til mín í lok apríl síðastliðins,“ sagði Jón. Hann segir starfið til komið vegna þess að sjálfsvígum hafi farið fjölgandi hér á landi og málum sé nú þannig farið að fleiri farist á landinu vegna sjálfsvíga en í umferðarslysum. „Fjármálaráðuneytið gerir til- lögu um aukafjárveitingu á fjár- aukalögum á þessu ári og sækist ég eftir því svo að koma megi þessari vinnu strax af stað en ekki þurfi að bíða eftir fjárlögum næsta árs til að gera landlækn- isembættinu kleift að ráða þennan starfsmann,“ sagði Jón. Hann bætti við að embættið gæti hafið undirbúning vegna ráðningarinn- ar jafnskjótt og fjáraukalögin hefðu hlotið samþykki þingsins í haust. Aukin tíðni sjálfsvíga Samþykkt að leita eftir auka- fjárveitingu LANDSLIÐ Íslands í hestaíþrótt- um var kynnt í vikunni og vakti það athygli hestaáhugamanna að Sigurbjörn Bárðarson var ekki val- inn í liðið. Mun það hafa verið í fyrsta sinn í 24 ár sem hann er ekki valinn. Sigurbjörn mun þó keppa með liðinu með titilvörn sem hann á rétt á að keppa á verð- launahrossinu Gordon frá Stóru- Ásgeirsá en Sigurbjörn setti heimsmet og vann tvo HM-titla á Gordon á síðasta heimsmeistara- móti. Eigandi Gordons hafði áður ákveðið að senda hrossið ekki til keppni en skipti um skoðun seint í gærkvöld á síðasta degi skráningar til keppni. „Það var mikil spenna og óvissa í kringum þetta mál allt saman og mér er mjög létt að mál- ið hafi fengið þessar lyktir og leið- in á heimsmeistaramótið sé greið,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson keppir með landsliðinu Kemst inn með titilvörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.