Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 27
EF Sofia Coppola ætlar að hasla sér völl á kvikmyndasviðinu, bend- ir allt til þess að athafnasvæðið verði aftan við tökuvélarnar. Faðir hennar, Francis Ford, reyndi á leikhæfileika stúlkunnar í Guðföð- urnum 3., með lítt minnisstæðum árangri. Í frumrauninni Virgin Suicides, kemur hinsvegar í ljós ótvíræð geta á leikstjórnar- og handritunarsviðinu. Afraksturinn er metnaðarfullt og vandvirknis- legt verk með mýmörgum, vel unn- um og vitrænum þáttum í handriti og stjórn og skemmtilegri áherslu á vigtarmikil smáatriði, þótt heild- aráhrifin séu blendin. Sofia byggir Virgin Suicides á samnefndri bók sem kom út snemma á 10. áratugnum og vakti talsvert umtal og athygli. Bak- grunnurinn er úthverfi Detroit um miðjan áttunda áratuginn, þegar unglingar bjuggu almennt við auk- ið frelsi eftir sviptingarnar á þeim sjöunda. Virgin Suicides er sögð í afturhvörfum, sögumaður (Gio- vanni Riblisi), rifjar upp draum- kenndar minningar af fimm, ljós- hærðum og laglegum systrum sem heilluðu þá, félagana í hverfinu, upp úr skónum – uns draumarnir breyttust í martröð. Lux (Kirsten Dunst), er elst Bishopsystranna, dætra íhalds- samra foreldra (James Woods, Kathleen Turner), sem voka eins og gammar yfir hópnum. Einkum er það móðirin sem reynir að gæta velferðar dætranna, svífst einskis við að halda þeim frá samneyti við jafnaldra sína utan veggja heim- ilisins. Hún er móðursjúkur, of- sóknaróður siðgæðisvörður, sem að endingu steypir fjölskyldu sinni í glötun. Pabbinn er litlaus menntamaður, geðlurða sem forð- ast að standa á eigin fótum eða í vegi fyrir ráðríki konu sinnar. Engu breytir þótt yngsta dóttirin fremji sjálfsmorð, að því er virðist af andlegum áföllum uppeldisins. Strákarnir, grannar þeirra, eru hrifnir af þessum leyndardóms- fullu og fallegu systrum og þar að kemur að foringja þeirra, kvenna- gullinu Trip (Josh Hartnett), tekst að leysa systurnar úr álögum eina kvöldstund, með þeim ægilegu af- leiðingum sem titillinn greinir frá. Atburðarásin til þess tíma er um- fjöllunarefni myndarinnar, orsakir atburðanna og afleiðingarnar verða þeim eilíft umhugsunarefni. Að mörgu leyti athyglisverð mynd, sem Sofia hefur greinilega nostrað við og slípað eftir fremsta megni og umhyggjusemin skilar sér best í hárréttu leikaravali og vandvirknislegu yfirbragði. Þó kemur þessi átakanlega raunasaga lítið við mann, leikstjóranum/hand- ritshöfundinum tekst ekki að koma áhorfandanum í nána snertingu, hvorki við óhamingjusama fjöl- skylduna né strákana. Megingall- inn er sá, að aðstæðurnar eru of ótrúverðugar til að það geti tekist. Slíkur múr sem Bishopfrúin og mannleysan hennar, byggja utan um skírlífi dætranna, er nánast vísindaskáldsögulegur á tímum Bee Gees, Kiss og diskósins. Þá ætti öllu, nokkurn veginn óbrjál- uðu fólki, að vera ljóst að bak við þvílíka fangelsisveggi býr aðeins ógæfa, slík siðgæðislöggæsla kall- ar aðeins á skelfingu. Þótt hún geti vonandi aldrei orðið jafn hræðileg og hér er lýst. Forvitnilegt verður að sjá hvort Sofia fær annað tækifæri, þá velur hún sér vonandi meðfærilegra efni sem skilur meira eftir sig en nokk- ur, fínlega unnin augnablik og óað- finnanleg endurgerð genginna tíma. Vonandi laðar hún einnig fram jafn góðan leik og raun ber vitni hjá leikurunum. Josh Hart- nett, sem var furðu brattur í Pearl Harbor, miðað við allar aðstæður, sýnir hér að sú frammistaða var ekki tilviljun. Ber höfuð og herðar yfir flesta leikarana, val hans í hlutverkið sýnir góða dómgreind hjá Sofiu. Kirsten Dunst slær einn- ig á rétta strengi, og við öðru er ekki að búast af atvinnumönnum eins og Woods og Turner, sem bregðast ekki frekar en fyrri dag- inn, þótt hlutverkin séu talsvert ólík þeim sem við eigum að venjast úr þeirri áttinni. Martröð draumadísa Systurnar í Virgin Suicides. KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri: Sofia Coppola. Handrits- höfundur: Sofia Coppola, byggt á skáldsögu Jeffreys Eugenides. Tón- skáld: Richard Biggs. Kvikmynda- tökustjóri: Edward Lachman. Aðal- leikendur: James Woods, Kathleen Turner, Kirsten Dunst, Josh Hart- nett, Danny De Vito, Scott Glenn. Sýningartími 95 mín. Bandarísk. Paramount Classics. 2000. Virgin Suicides 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 27 Kr.922.900 FZS600 Útsalan Kringlunni (við hliðina á Nýkaup) í fullum gangi VELDUR hver á heldur. Jap- anskir morgnar, heimildarmynd Jónasar Knútssonar, er laufléttur samanburður á Japan og Íslandi, tveimur þjóðum í sitt hvoru heims- horninu í austri og vestri. Þvert á skoðanir flestra þeirra sem maður hefur heyrt, séð og lesið fór ekki mikið fyrir þeim vegg, sumir segja hyldýpi, í mynd Jónasar, sem að- skilur austræna og vestræna menningu og daglegar lífsvenjur. Ágætur maður, að mig minnir James Clavell, lýsir þeim andstæð- um á þann veg að maður þurfi að búa í sjö ár í Japan – til að komast að því einu að verða aldrei annað en útlendingur í því fjarlæga landi. Sem til skamms tíma, eða allt að niðurlægingu stríðslokanna, og síðar sigri Japans á vesturlöndum í rafeindaiðnaði, bílaframleiðslu, ofl., notuðu miður gott orð yfir út- lendinga almennt. Jónas bregður sjónum sínum á tengsl og viðhorf þessara framandi þjóðfélaga með því að ræða við fjölmarga aðila sem kynnst hafa báðum löndunum. Margt af því ágæta fólki hafði lítið annað að segja en lítt upplýsandi yfirborðs- hjal, aðrir brugðu upp skemmti- legum og fræðandi skissum sem segja meira en mörg orð, líkt og Ólafur B. Thors með dæmisöguna af Canon-vélinni, Hrafn Gunn- laugsson kom með lunkna sögu af brúðkaupi þar sem gjörólíkir menningarheimarnir fléttuðust saman, svona eins og olía og vatn, en rúmuðust þó í hnotskurninni og Berglind Jónsdóttir var einkar skilmerkileg. Viðmælendur komu flestir inn á það aga- og virðingarleysi sem plagar íslenskt þjóðfélag en er á hinn bóginn eitt af aðalsmerkjum Japanskrar menningar. Á því sviði, sem flestum öðrum, getum við margt lært af andfætlingum okkar í austri. Áberandi andstæð- ur er einnig að finna í sambúð- arforminu þar sem japanskar konur hverfa gjarnan af vinnu- markaðnum þegar þær giftast og barneignir utan hjónabandsins eru nánast óþekkt fyrirbrigði. Illa væri komið fyrir hinni íslensku þjóð ef konur tækju upp á slíkum óvanda! Þótt hún segi í rauninni ekki margt og sýni okkur aðeins mjúku hliðina á japönsku mannlífi þar sem í blóð borin, hefðbundin kurt- eisi ræður ríkjum, og aðeins sýnd átakanlega hliðin á átökunum í síð- ari heimsstyrjöld (hvergi getið grimmdarinnar sem einkennir hina hliðina á yeninu), skila Japanskir morgnar sinni huggulegu úttekt á viðeigandi, snyrtilegan hátt, eins og til var ætlast. Sínatra og samúræinn RÚV S J Ó N V A R P Umsjón, stjórn upptöku, klipping: Jónas Knútsson. Kvikmyndataka: Jónas Knútsson, Halldór Árni Sveinsson. Hljóð: Halldór Árni Sveinsson. Framleiðandi: Jónas Knútsson, í samvinnu við Japansk- íslenska félagið og Kvikmyndasjóð 2001. Sjónvarpið, júlí 2001. JAPANSKIR MORGNAR Sæbjörn Valdimarsson Gullsmiðir Verð frá kr. 30.875,-stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.