Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku besta amma „lamma“ mín, eins og ég hef alltaf kallað þig frá því ég var lítil, frá því við bjuggum allar á Holtsgötunni ég, þú og mamma, frá því ég fæddist 21. maí 1984, daginn eftir að þú varðst sextug, já, þú fékkst mig svo sann- arlega í afmælisgjöf, meira að segja tókst þú á móti mér í þennan heim og hefur átt mig síðan og átt mig enn, allavega munt þú ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu því þar óx rót sem hefur vaxið og vax- ið ár eftir ár og orðið að rótum sem aldrei verða reyttar. Já, ég man eftir því þegar við vorum á Holtsgötunni nr 21 þegar þú fórst út í búð og keyptir handa okkur kók í gleri, lakkrísrör og Öldu- súkkulaði og leigðir mynd handa mér, já, það var Disney-mynd með Andrési Önd og Mikka Mús, og alltaf þegar ég og mamma komum í vinnuna til þín á Nýja-kökuhúsið og ég hljóp alltaf inn fyrir og fékk mér kransaköku og appelsínusvala og þegar ég fékk köku hjá þér á Holtsgötunni sagði ég alltaf „amma ninna“ og það þýddi amma vinna, þá komstu stundum með kökur og svoleiðis úr vinnunni. Og manstu líka þegar ég og mamma vorum fluttar á Vesturgötu 21. Þegar ég var þriggja ára og og var búin að fá bleika og svarta þríhjól- ið sem þú gafst mér, eins og allt annað, þá komst mín sko á milli staða og ætlaði sko til hennar ömmu minnar og hjólaði til þín niður á Holtsgötu. Já, það var allt- af svo gott að koma til þín, t.d. ef ég var veik og kom til þín þá batn- aði mér alltaf strax. Og þegar þú fluttir í Ofanleitið nr. 17 náðum við að flytja allt dótið inn á einum degi og um kvöldið þegar við ætluðum á Hard Rock var svo skrýtinn lásinn á útidyrahurðinni að pabbi varð MARÍA PÁLSDÓTTIR ✝ María Pálsdóttirfæddist 20. maí 1924 í Reykjavík. Hún lést í Landspít- alanum við Hring- braut 11. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 20. júlí. eftir að reyna að læsa og tókst það loksins með trikkinu. Og þá fórum við líka oft í Kringluna og alltaf þegar við vorum bún- ar að rölta nóg um fórum við alltaf á Léttir réttir þar sem báðar Siggurnar voru að vinna og Sigga dökkhærða alveg dýrkaði þig, enda vor- uð þið nú orðnar góð- ar vinkonur. Ég man nú eftir því þegar þú fórst í Tékk-kristal og keyptir handa henni lyklakippu með S inni í svona lítilli krist- alkúlu. Og þegar við fengum okkur elsku köttinn okkar Daisý sem varð svo vinsæl í hverfinu að allir krakkarnir þóttust eiga hana og hún fór í Kringluna og í Borg- arleikhúsið og lék á sýningu. Hún fór bara ekkert af sviðinu og svo var hringt í þig og þakkað fyrir hana og hún var alltaf að veiða fyr- ir þig og kom með poka og allar tegundir af hönskum og þú sagðir eitt sinn við hana að koma með hanskann á hina höndina og jú jú hún kom með hann, þessa fínu leð- urhanska og þegar Helgi var stundum að gera at í okkur og þóttist bara vera vinur hennar Daisýar og var að spyrja eftir henni. Og alltaf kom ég til þín fyr- ir jólin að skreyta og pakka inn gjöfum fyrir þig. Það var alltaf svo gaman hjá okkur og dúlla okkur saman og horfa á sjónvarpið á sakamálamyndir og spjalla saman um hitt og þetta, alla heima og geima. Og svo hlakkaði ég svo til að fá bílprófið og geta farið með þig á rúntinn og í búðir og út á land, svona að ferðast aðeins og skoða. Já og svo núna þegar ég fór til Danmerkur þá komum við til þín ég, mamma, Ási og pabbi um kvöldið sem við fórum að kveðja þig ég og Ási eða reyndar ég og þá fékk ég pening hjá þér og plokk- fisk svo það var víst kveðjustundin okkar og seinasta máltíðin sem ég fékk hjá þér var víst góður plokk- fiskur að hætti Maríu Páls þótt mig hefði nú aldrei grunað það væri okkar seinasti tími saman. Já, elsku amma mín, þú hefur alltaf verið mér svo góð og skemmtileg, þú ert svo falleg og sterk kona, svo gáfuð og sniðug með stórt hjarta (ekki skrýtið að þú hafir verið kos- in snædrottning Reykjavíkur) og þú varst með svo mjúkar og hlýjar hendur og ef þær voru kaldar sagðir þú eitt sinn við mig að ef maður væri með kaldar hendur væri maður með gott hjarta. Þú ert alveg guðdómleg, svo sérstök og æðislegur karakter, þú ert kona sem allir elska. Já, amma mín, al- veg ómetanleg, þér verðuyr varla lýst með orðum, alveg einstök. Sú besta amma sem hægt er að hugsa sér, sú heimsins besta og ekki bara það heldur mín besta vinkona, æskuvinkona, trúnaðarvinkona og elilífðarvinkona. Að hafa þekkt þig og að vera komin af þér er gjöf sem mun lifa með mér allt mitt líf og líka seinna þegar ég kem upp til þín þá mun ég sko faðma þig að mér og knúsa þig og kyssa því ég elska þig og hef alltaf gert og mun alltaf gera. Elsku María amma mín, já, það er búið að vera sárt að missa þig héðan frá okkur. En í rauninni ertu ekkert farin heldur ert bara hérna hjá okkur öllum og í okkur og nú færðu líka að hitta þá sem þú varst búin að missa á þinni lífsleið, t.d. mömmu þína og pabba, ömmur þínar og afa og Benna afa minn og manninn þinn og vini þína og vinkonur og marga fleiri sem eru eflaust æð- islega ánægð að hitta þig og hafa þig hjá sér og Guðsríki og engl- arnir ljóma af hamingju og gleði og góðri orku af að fá þig og þú munt sjálf verða fallegasti engill á himnum. Og hefur alltaf verið al- gjör dýrlingur og engill í þér og þessa bæn kenndir þú mér: Ó Jesús bróðir besti, og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína, á barnæskuna mína. Og alltaf þegar ég fer með hana er hún ætluð þér og ég mun hitta þig í draumum mínum og koma seinna til þín og hitta þig en nú ertu komin á betri stað og getur nú líka ferðast um eins og þú vilt, sem þú hafðir svo gaman af. Og verið hjá Guði og öllum englunum og hjá mér og öllum þeim sem þú vilt og nú þakka ég þér allan tíma sem við áttum saman og býð þig bara velkomna í Guðsríki fyrir þína hönd. Þúsund og milljón koss- ar. Þín eina Birgitta Ben. Hún Tóta er dáin. Fyrst kom söknuður og sorg, en líka léttir, því síðustu vikur og mánuðir hafa ekki ver- ið það sem við hefðum kosið fyrir Tótu. En Tótu líður vel núna. Ég sit hér og hugsa um hvað á ég að skrifa, hverju á að sleppa, því þó ekki sé langt síðan við Tóta kynntumst er margs að minnast. Við kynntumst er hún og tengda- pabbi minn, Gunnar Helgason, fóru að vera saman. Hún varð fljótt ein af fjölskyldunni. Því Tóta var hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. Tóta vildi öllum vel og vildi ekk- ert þras og engan óþarfa misskiln- ing, sem kom oft í ljós. Ef það leið vika á milli heimsókna hringdi hún og spurði hvort við værum í fýlu, því þau væru það ekki! Eitt sinn var ákveðið að taka okkur hjónakornin í bridge-kennslu. Það lá mikil eftir- vænting í loftinu, því Tótu fannst gaman að spila, rétt eins og tengda- pabba. Þegar stressið var að ná tök- um á nemendunum sagði Tóta: „Það má ekki gera þetta of alvar- legt, það á að hafa gaman af þessu, blessaður leyfum þeim að spila sögnina og ekki segja svona hátt.“ En keppnismaðurinn í hópnum gat ekki slakað á, svo áður en spilin flugu út um allt stakk Tóta upp á því að spila vist, því það væri svo gaman. Svo bridge-kennslan var lögð á hilluna. Strákar spiluðu á mótu stelpum og allir héldu góða skapinu. Tóta sá oft spaugilegu hliðarnar á svo mörgu og oft á undan okkur hinum. Þá hló hún svo mikið að hún gat ekki sagt okkur hvað það var sem var svona afskaplega fyndið. Oft kom það ekki að sök því hún smitaði okkur með hlátri sínum svo við gátum hlegið með. Svo þegar róaðist kom skýringin og þá gátum ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Þóra Ólafsdóttirfæddist 7. júlí 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 19. júlí. við hlegið aftur. Tótu þótti vænt um dýr, þegar hún kom í heimsókn tók Keli kisi á móti henni eins og hann gerir við alla gesti, með misjöfnum árangri þó. En Tóta kunni að meta þessi gæði og spjallaði við hann og klappaði hon- um og hló mikið að Gunnari tengdapabba sem lítið vildi með Kela hafa. Enda fór svo að Keli leitaði meira til Tótu, því þar átti hann von á klappi og spjalli. Hún hafði yndi af hannyrðum og hún saumaði í stóla, púða og dúka þó lítið gerði hún hin síðari ár. Dúk- arnir sem hún saumaði, já, sumir voru hrein listaverk, hvítsaumur og grunnar, kúnstverk ýmiss konar sem fáir kunna í dag. Eitt sinn spurði ég hana hvort hún gæti sýnt eða kennt mér þenn- an eða hinn sauminn, þá hló hún og sagði að þetta hefði verið svo flókið á sínum tíma, að hún gæti engan veginn munað hvernig hún fór að. Í stað þess gaf hún mér einn dúkinn og sagði: Nú þarftu ekkert að sauma svona. Tóta hafði mikið gaman af tónlist, spilaði á píanó og harmonikku og söng með á góðum stundum. Oft entist ekki veislustundin fyrir öll óskalögin sem hún var beðin um að spila. Stundum var gantast með að annar í veislu yrði annaðkvöld svo við næðum að klára. Flest allt kunni hún og oft var nóg að raula laglín- una á þeim lögum sem hún þekkti ekki til að hún gæti spilað þau. Við fylgdum Tótu síðasta spölinn hinn 19. júlí síðastliðinn og lagðist hún í sína hinstu hvílu við hlið Laugu sinnar. Fyrir rúmum 2 árum ræddum við um jarðarfarir eftir að hafa verið í einni slíkri. Þá barst í tal hvernig hver og einn vildi hafa sína jarðarför. Ekki tala mikið um mig, þegar ég er öll, ég vil hafa lif- andi músík og mikið af henni, sagði Tóta og henni varð að ósk sinni. Það er margt sem rifjast upp á kveðjustund. Eitt er víst að Tótu verður saknað. Blessuð sé minning hennar. Helga og Gunnar Örn. AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R „Au pair“ í Bandaríkjunum Íslensk fjölskylda í Maryland óskar eftir „au pair“ til að gæta tveggja drengja (5 og 8 ára). 18 ára og eldri hringi í síma 866 1994. Starfsmenn vantar strax! Vegna aukinna verkefna vantar starfsmenn til starfa við eftirlit o.fl. Í boði er: Starfsþjálfun — góð laun. Yngri en 30 ára koma ekki til greina. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Starf — 1113“. Varnir-Eftirlit er leiðandi fyrirtæki í meindýravörnum og -eftirliti. Varnir-Eftirlit vinnur eftir HAACP (Gámes) staðli. Varnir-Eftirlit er aðili að NPCA National Pest Control Association og NPLA National Pest Technicians Association. Fagmenn að störfum. Vönduð vinnu- brögð. Leitið ávallt eftir ráðgjöf fagmanna. Yfirdýralæknir Laus störf dýralækna Auglýst eru laus til umsóknar eftirtalin störf dýralækna. Starf efirlitsdýralæknis við embætti héraðsdýra- læknis í Skagafjarðar - og Eyjafjarðarumdæmi. Staða sóttvarnardýralæknis. Skriflegar umsóknir skulu sendar embætti yfir- dýralæknis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk. Laun eftirlitsdýralækna og sóttvarnadýralæknis eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við Dýralæknafélag Íslands. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa embættis yfirdýralæknis í síma 560 9750. Embætti yfirdýralæknis, 26. ágúst 2001. Vaktformenn og yfirvélstjóri Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS óskar eftir metnaðarfullum einstaklingum til framtíð- arstarfa á rækjufrystitogara. Æskilegt er að vaktformenn hafi reynslu af vinnslu- stjórn á rækjufrystitogara og séu vanir netamenn. Ekki er gerð krafa um að vakt- formenn séu með stýrimannsréttindi. Gerð er krafa um að yfirvélstjórar hafi lokið 4. stigi (VF II). Viðkomandi þurfa að vera reglusamir og búa yfir góðum samskiptahæfileikum. Enskukunnátta er nauðsynleg. Í boði eru störf hjá vaxandi fyrirtæki sem gerir kröfur til starfsmanna sinna og veitir þeim kjör til samræmis. Umsóknir sendist með tölvupósti til hjalmar@iec.is eða á faxnr. 588 7635. Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Vil- hjálmsson í s. 588 7666. Umsóknareyðublöð verða send þeim sem óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.