Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 19 SOJAMJÓLK frá Provamil hækkaði í febrúar síðastliðnum um 9,5%. Ástæðan er hækkun á virðisauka- skatti, en innflytjandinn hafði verið á undanþágu fram að þeim tíma og varan því seld samkvæmt neðra skattþrepi sem er 14%, en fellur nú undir það hærra, 24,5%. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins fellur sojamjólk einungis í neðri virðisaukaskatt- sflokkinn ef hún er skýrlega merkt í þágu unga barna og sjúkra. Það á við bæði um sojamjólk í dufti og fljót- andi. Ef mjólkin er notuð til al- mennra nota fellur hún í hærri virð- isaukaskattsflokkinn. Neysluvörur í hærra virðisaukaskattsflokki eru að- allega sælgæti, sætt kex, gos og áfengi auk hreins ávaxtasafa, vatns og sojamjólkur. Aðrar undantekn- ingar á þessari reglu er ekki hægt að gera fyrir sojamjólk og til að lækka hana eina og sér í 14% skattþrepið þarf lög frá Alþingi. Að sögn Sigurðar Gunnlaugsson- ar, markaðsstjóra hjá Vífilfelli, inn- flytjanda Provamil-sojamjólkurinn- ar, hefur verið athugað hvort unnt sé að fá mjólkina merkta í þágu barna og sjúkra. „Við erum einfaldlega svo lítill markaður að það er erfitt fyrir okkur að fá framleiðendann til að merkja vöruna sérstaklega fyrir okkur, því miður. Þetta er þó enn í skoðun hjá okkur, en auðvitað ætti að breyta lögunum þannig að öll sojamjólk falli í lægra skattþrepið.“ Breyta þyrfti lögum Sojamjólk er drukkin af börnum og öðrum sem eru með mjólkurof- næmi. Sigurjón Högnason hjá virð- isaukaskattstofu segir almennu skattprósentuna vera 24% á mat- og drykkjarvöru. Tollayfirvöld ákveða hvaða vorur falla undir tiltekin toll skrárnúmer, það ræðst meðal ann- ars af efnisinnihaldi varningsins. t.d. sykurmagni í drykkjum hvort þeir falli undir efri eða neðri skattflokk- inn. Þær vörur sem falla í 14% skatt- þrepið eru matvörur sem eru sér- staklega tilgreindar í lögum og því þyrfti, að sögn Sigurjóns, að breyta lögum til að sojamjólk falli öll í 14% þrepið. Sojamjólk flokkuð með sælgæti og gosi Sojamjólk, sem ekki er merkt skýrlega í þágu ungra barna og sjúkra, fellur í hærri virðisaukaskattsflokk. Morgunblaðið/Jim Smart Sojamjólk er drukkin m.a. af börnum og öðrum með mjólkurofnæmi. Ný hús fokheld eða tilbúin undir tréverk Ný hús eru ýmist auglýst til sölu fokheld eða tilbúin undir tréverk. Hvað þýðir það að hús sé tilbúið undir tréverk, hver er munurinn á því og fokheldu? Munurinn á þessum tveimur byggingarstigum er umtalsverður, samkvæmt íslenskum staðli um byggingarstig húsa frá 1998 eru fok- held hús einfaldlega hús sem lokað hefur verið fyrir veðri og vindum. Þá eiga veggir og þök að vera frágengin og endanlegt þakefni komið. Glugga- op eiga að vera lokuð með plasti eða betra efni og útidyr lokaðar með bráðabirgðahurðum. Öll innsteypt rafmagnsrör skulu vera komin, svo og innsteyptir töflukassar. Lóð á að vera grófjöfnuð í um 25 cm hæð und- ir endanlegu yfirborði. Þegar fjöl- býlishús, rað- og parhús eru boðin fokheld til sölu eru þau þó venjulega boðin fullgerð að utan, án lóðafrá- gangs. Tilbúið undir tréverk er gamla heitið yfir það sem nú er kallað tilbú- ið til innréttingar. Á þessu bygging- arstigi er sameign í húsum fullgerð og hægt að hefjast handa við innrétt- ingu íbúða. Þá eiga veggir að vera múrhúðaðir og fínhúðaðir eða sand- sparslaðir. Gólf eiga að vera tilbúin undir gólfefni. Gluggar eiga að vera lokaðir með gleri og fullbúnir að ut- an. Útihurðir og hurðir að íbúðum skulu vera fullgerðar og læsanlegar. Í húsi sem er tilbúið til innrétt- ingar eiga fráveitulagnir að vera til- búnar og neysluvatnslagnir frá- gengnar að tækjum. Stofninntak rafmagns á að vera tengt og frágeng- ið, rafmagnsrásir tilbúnar og dregið í fyrir vinnuljós í öllum herbergjum. Að utan á byggingin að vera tilbúin samkvæmt byggingarlýsingu. Lóðir eiga að vera tilbúnar í réttri hæð. um neytendamál Spurt og svarað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.