Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÖruggur sigur hjá Stjörnumönnum/B2 Örn Ævar og Ólafur jafnir eftir tvo hringi/B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM SVEITARFÉLAGIÐ Dalabyggð lagði síðdegis í gær inn kæru til Sam- keppnisstofnunar fyrir hönd sauð- fjárbænda í Dalabyggð. Kæruefnið er fyrirhuguð lokun sláturhúss Goða hf. í Búðardal þar sem sveitarfélagið og bændur telja að meint misnotkun á markaði hafi átt sér stað, sem brjóti í bága við samkeppnislög. Ver- ið sé að koma í veg fyrir samkeppni á þessum markaði með því að meina öðrum aðgang að sláturhúsinu með sölu eða leigu á því, líkt og vilji hefur staðið til meðal bænda að gera. Telja bændur í Dalabyggð að þeir eigi ekki annarra kosta völ en að leggja inn dilka hjá öðrum sláturhús- um Goða fyrir lægra verð og á lakari kjörum. Heimamenn í Dalabyggð hafa ennfremur gert formlegt tilboð í leigu á sláturhúsi Goða í Búðardal og er óskað eftir að svar liggi fyrir ekki seinna en á hádegi á mánudag. Starfshópur landbúnaðarráðherra um aðgerðir vegna þess vanda sem búfjárslátrun á við að etja skilaði bráðabirgðaskýrslu til ráðuneytisins í gær, en ekki verður gert uppskátt um hvað felst í tillögum starfshóps- ins að svo komnu samkvæmt upplýs- ingum landbúnaðarráðuneytisins. Haraldur L. Haraldsson, sveitar- stjóri í Búðardal, sagði í samtali við Morgunblaðið að óskað hefði verið eftir því við kaupfélagsstjórann í Borgarnesi að Dalamenn kæmu inn í viðræður um fyrirkomulag slátrun- ar. Þá hefði lögfræðingur þeirra sent Goða bréf þar sem ítrekaðar væru fyrri óskir um viðræður um leigu á sláturhúsinu í Búðardal. Þar væri Goða einnig gert formlegt tilboð um leiguverð fyrir húsið. Jafnframt væri óskað eftir því að svar við tilboðinu og/eða viðræður hæfust ekki seinna en á hádegi á mánudaginn kemur. Forsendur fyrir úrelding- aráformum brostnar Haraldur sagðist ekki sjá annað en að forsendur fyrir úreldingar- áformum Goða væru brostnar eftir það samkomulag sem gert hefði ver- ið um leigu á sláturhúsum fyrir aust- an. Sláturhúsið á Breiðdalsvík virtist komið þar inn og þar með væru eng- ar forsendur lengur fyrir því að úti- loka húsið í Dalabyggð. Það gæti ekki verið á forsendum úreldingar- sjónarmiða og því hlytu að verða teknar upp viðræður við Dalamenn í framhaldinu. Haraldur sagðist aðspurður telja öruggt að slátrað yrði í húsinu í Dalabyggð í haust. Þeir undirbyggju málið með tilliti til þess. Viðræður við bankastofnanir um afurðalán væru hafnar, auk þess sem þeir teldu sig vera komna með 30–35 þúsund dilka skráða til slátrunar í Búðardal í haust, sem væri svipuð tala og slátr- að hefði verið í húsinu í fyrra. Það þýddi að tuttugu ársverk héldust í byggðarlaginu. Ef ákvörðun um slátrun lægi fyrir í dag eða á morgun mundi dilkunum örugglega fjölga enn frekar, sem væri mun meira en talað væri um að slátra í þeim kaup- félagshúsum, sem verið væri að semja um. Hann sæi því ekki hvaða réttlæti það væri að loka á þetta slát- urhús eitt og sér. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði að starfshópur landbúnað- arráðherra hefði kynnt ráðherra drög að tillögum sínum, en ekki yrði gerð grein fyrir þeim að svo komnu. Það yrði ekki gert fyrr en tillögurnar hefðu tekið á sig endanlegt form. Málið yrði til áframhaldandi með- ferðar og unnið yrði að því eins hratt og mögulegt væri. Tilboð hefur verið lagt fram um leigu á sláturhúsi Goða í Búðardal Bændur kæra til Samkeppn- isstofnunar VIÐARSTAUR sem settur var upp í vor við hlið þar sem ekið er inn á skjólbeltissvæði við Sætún á Kjal- arnesi hefur sýnt og sannað að hann er ekki dauður úr öllum æðum, enda tók hann upp á því að laufgast eins og hvert annað lifandi tré. Gunnsteinn Olgeirsson, verk- stjóri hjá garðyrkjudeild Reykja- víkur, segir að í vetur hafi síma- staur, sem hafi verið notaður í hliðið, brotnað og því hafi nýr verið settur í staðinn í vor. Segir hann að núverandi staur sé ösp sem söguð hafði verið niður en aspir eigi það til að skjóta rótum nánast hvar sem er eins og gerðist í þessu tilfelli. Aspirnar væru því hálfgert illgresi. „Ég vissi svo sem að þetta myndi gerast þar sem öspin gerir þetta alltaf. Hún laufgast yfirleitt fyrsta sumarið eftir að hún er söguð niður, en oftast drepst hún. Hún er bara að nýta forðabúr sem hún hefur í stofninum,“ segir Gunnsteinn. Að sögn hans þekkist slíkt nánast eingöngu hjá öspum en þó einnig hjá víði. Aspirnar séu þó kröftug- astar hvað þetta varðar. Gunn- steinn segir jafnframt að þetta sé kostur þar sem erfitt sé að rækta tré hér á landi en víða erlendis séu aspirnar litnar hornauga þar sem ræturnar dreifast svo víða. Morgunblaðið/Billi Staurinn hefur laufgast talsvert en aspir eiga það til að skjóta rótum nánast hvar sem er. Staurinn laufgaðist Morgunblað- inu fylgir blaðauki, „Ísa- fjarðarbær um aldamót“. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær þá tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra að fela ráðu- neytisstjórum forsætis-, fjármála- og iðnaðarráðuneyta að leita lausna á vandkvæðum sem upp hafa risið vegna kröfulýsingar ríkisins um þjóðlendumörk í Vestur-Skaftafells- sýslu. Hætta er á að áform Kötluvik- urs ehf. um vikurnám í löndum sem tilheyra jörðunum Reynisbrekku, Höfðabrekku og Hjörleifshöfða í Mýrdal fari út um þúfur verði námu- svæðið að hluta eða í heild lýst þjóð- lenda. Kötluvikur ehf., sem er í eigu land- eigenda framangreindra jarða, KPMG ráðgjafar, KPMG Sinnu og Hönnunar hf., hyggst reisa verk- smiðju í Vík, er vinni vikur til notk- unar í landbúnaði, til að mynda sem byggingarefni, og skapa muni um 20 störf. Hafa undirbúningur og rann- sóknir staðið frá árinu 1998 og munu erlendir fjárfestar hafa sýnt málinu áhuga en þátttaka þeirra er forsenda þess að unnt sé að ráðast í verkið. Kröfulýsing ríkisins mun hins veg- ar hafa leitt til þess að fjárfestar halda að sér höndum. Því hefur rík- isstjórnin falið ráðuneytisstjórunum m.a. að kanna hvort ríkið geti veitt tryggingu fyrir því að kröfulýsing um þjóðlendumörk haggi ekki rétti Kötluvikurs ehf. til námavinnslu samkvæmt samningi, sem eigendur framangreindra jarða stóðu að. Ráðuneytisstjórar settir í starfshóp Vikurnám í uppnámi vegna þjóðlendu- krafna ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála hefur staðfest þá ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar að Lína.Net hafi ekki form- lega heimild til notkunar á tíðni- sviði sem Gagnaveitan ehf., sem sameinaðist Línu.Neti, hafði. Nefndin fellir jafnframt úr gildi þá ákvörðun stofnunarinnar að Gagnaveitan hafi ekki fengið leyfi til rekstrar almenns fjarskiptanets á örbylgjusviði eða verið úthlutað tíðnisviði. Reyndar voru sættir í málinu en án árangurs og að loknum mál- flutningi lögmanna deiluaðila var málið tekið til úrskurðar. Málsaðil- ar hafa sex mánaða frest til að bera þennan úrskurð undir dóm- stóla. Óheimilt að framselja leyfi Lína.Net sendi kæru til úrskurð- arnefndarinnar sl. vor þar sem þess var m.a. krafist að fyrirtækið teldist formlega réttur handhafi þeirra leyfa sem Gagnaveitan hafði frá Póst- og fjarskiptastofnun. Lína.Net krafðist þess einnig að Póst- og fjarskiptastofnun yrði gert skylt að gefa út leyfisbréf þar sem stofnunin hefði tekið bindandi ákvörðun um að veita Gagnaveit- unni leyfi til rekstrar fjarskipta- nets á örbylgjusviði. Úrskurðarnefndin vísar í niður- stöðu sinni til ákvæðis í fjarskipta- lögum þar sem segir að heimild til tíðninotkunar skuli vera bundin við nafn og framsal á þeirri heimild sé óheimilt. Rekstrarleyfið sé heldur ekki framseljanlegt, hvorki að hluta né í heild. Því er það niðurstaða úrskurð- arnefndarinnar að rekstrarleyfi Gagnaveitunnar og tíðniheimildir hafi ekki verið yfirtekin af Línu.- Neti við samruna fyrirtækjanna í apríl á þessu ári. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála Línu.Neti óheimilt að nýta tíðnisvið Gagnaveitunnar BÍLVELTA varð á Bjarnar- fjarðarhálsi í gær. Að sögn lögreglunnar voru ökumaður og farþegi fluttir á heilsu- gæsluna á Hólmavík. Ekki var talið að um alvar- leg meiðsl væri að ræða. Bíll- inn er ónýtur. Bílvelta á Bjarnar- fjarðarhálsi NÆRRI tuttugu smærri jarð- skjálftar mældust skammt norður af Grímsey frá hádegi í gær og fram á kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá jarðeðlissviði Veðurstofu Ís- lands eru skjálftar frekar al- gengir á þessu svæði en í gær mældist sterkasti skjálftinn tæplega 2 stig á Richters- kvarða. Flestir voru skjálftarn- ir í kringum 1 stig. Jarðskjálftar við Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.