Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 27 „ÞETTA er einstök upplifun,“ segir Eiður Guðnason, aðalræðismaður Ís- lands í Winnipeg í Kanada, um hátíð- arhöldin í kringum Íslendingadaginn í Gimli, sem fóru fram um nýliðna helgi. Að vanda var fjölbreytt dagskrá, en auk hefðbundinna liða var tekin upp sú nýbreytni að vera með ís- lensk-kanadíska kvikmyndahátíð, The 1st Gimli Film Festival, og voru kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Þór Friðriksson og Sturla Gunnars- son séstakir gestir hennar. Neil Bar- dal, kjörræðismaður Íslands í Gimli, flutti minni Íslands og Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, minni Kan- ada. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands í Ottawa, flutti ræðu og nokkrir menn fluttu ávörp, þar á meðal Eiður Guðnason og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba. Margret Lovisa Bjornson Wishnowski var fjallkona og Álafosskórinn, undir stjórn Helga Einarssonar, söng, en hann hélt tónleika í Calgary, Edmon- ton, Gimli og Riverton. Brett Arna- son sýndi íslenska hesta og keppni fyrir alla fjölskyldumeðlimi var í ýmsum greinum eins og til dæmis sandkastalabyggingum á ströndinni, strandblaki, koddaslag á stólpa við höfnina og hlaupum. Á laugardaginn fór jafnframt fram athöfn í Riverton, þar sem minnst var 125 ára landnáms Íslendinga á því svæði, en við það tækifæri fluttu Eiður og Hjálmar ræður og fjallkonan lagði blómsveig að minnisvarða um landnámið. Vel heppnuð hátíð Íslendingadagurinn var nú haldinn hátíðlegur í 112. sinn. Hann var fyrstu árin haldinn hátíðlegur í Winnipeg en hátíðin var flutt til Gimli 1932 og hefur verið þar síðan. „Hátíðin tókst sérstaklega vel,“ segir Harley Sigurdur Jonasson, for- seti Íslendingadagsnefndar undan- farin tvö ár. „Kvikmyndahátíðin vakti mikla athygli og var frábær og Ála- fosskórinn stóð sig með mikilli prýði.“ Um 100 manns voru í undirbún- ingsnefnd hátíðarhaldanna og um 100 manns unnu að auki í sjálfboða- liðsvinnu á hátíðinni sjálfri um helgina. Harley Sigurdur Jonasson segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Það var mjög heitt og rakt á laugardaginn, um 35 stiga hiti, og um kvöldið voru eldingar sem lýstu upp himininn eins og um flugeldasýningu væri að ræða. Það var stórfengleg sjón.“ Engin vandamál Um 50.000 gestir sóttu hátíðar- höldin sem stóðu yfir í þrjá daga, rétt eins og skemmtanir um verslunar- mannahelgina á Íslandi. En þessi fjölmennasta hátíð Manitoba ár hvert er laus við vandamál eins og nauðg- anir, líkamsmeiðingar, fíkniefna- neyslu og ölvun. „Þetta er órafjarri útihátíðarhöldunum sem setja svip sinn á verslunarmannahelgina heima en hér er fyrst og fremst um fjöl- skylduhátíð að ræða,“ segir Eiður Guðnason og bætir við að kvik- myndahátíðin hafi sett mikinn svip á hátíðina. Íslensku myndirnar hafi vakið mikla athygli og sérstaklega hafi fólk verið snortið og hugfangið af Englum alheimsins og myndin hafi haft mikil áhrif á áhorfendur. Kvikmyndahátíðin tókst vel Jón Einarsson Gústafsson, kvik- myndagerðarmaður, átti hugmynd- ina af kvikmyndahátíðinni, sem stjórn Íslendingadagsnefndar og skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í samvinnu við íslenska sendiráðið í Ottawa stóðu að. „Ég er óhemju ánægður með árangurinn og held að kvikmyndahátíðin hafi tekist vel,“ segir Jón. Að sögn Jóns er stefnt að því að kvikmyndahátíðin verði fastur liður í tengslum við Íslendingadaginn. Um sé að ræða nýjan vettvang fyrir ís- lenskar myndir. „Vonandi verður ís- lenski hlutinn áfram stór og sterkur þó önnur lönd bætist við en hug- myndin er að þetta verði alþjóðleg kvikmyndahátíð í framtíðinni,“ segir hann og bætir við að hún geti opnað ýmsar dyr. „Verði draumurinn að veruleika er ljóst að þarna koma leik- stjórar og framleiðendur í stærri mæli og þá getur þetta orðið dyr fyrir íslenskar myndir inn í Kanada. Eins vil ég að hátíðin verði flutt á milli staða í Kanada og í því sambandi má nefna að Englar alheimsins og 101 Reykjavík verða sýndar í Ottawa á sunnudag, en stjórn kvikmyndahátíð- arinnar og íslenska sendiráðið í Ott- awa standa að því.“ Eiður Guðnason segir það mikla og ánægjulega lífsreynslu að taka þátt í umræddri hátíð. Allir Íslendingar hafi heyrt talað um Íslendingadaginn í Gimli og nokkuð margir hafi verið viðstaddir hátíðarhöldin í áranna rás, en þau séu einstök. Hann segir að þessi gífurlegi fjöldi fólks hafi komið sér mest á óvart og hversu ættræknir Vestur-Íslendingar séu. „Það er ekk- ert í veröldinni sem er eins og þetta.“ Um 50.000 manns á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada „Einstök upplifun“ Ljósmynd/Markús Örn Antonsson Við minnisvarða um landnám Íslendinga í Riverton fyrir 125 árum. Frá vinstri: Anna Birgis sendiherrafrú, Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, Margret Lovisa Bjornson Wishnowski fjallkona, Harl- ey S. Jonasson, forseti Íslendingadagsnefndar, Eiður Guðnason, að- alræðismaður Íslands í Winnipeg, og kona hans, Eygló H. Haraldsdóttir. Ljósmynd/Jón Einarsson Gústafsson       Um 50.000 manns sóttu hátíðarhöldin í tengslum við Íslendingadaginn, en Brett Arnason á hestinum til hægri fór fyrir skrúðgöngu dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.