Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 35
manna um kaupverðið til Jóhanns Óla. Honum ætti alla vega að vera orðið þetta ljóst nú. Það blasir við, að hér var gerð tilraun til að af- henda þessum stóra hluthafa í LÍ fjármuni út úr félaginu, sem nema sýnilega meira en 700 milljónum króna, fyrir ekki neitt. Það er sér- kennilegt, svo ekki sé meira sagt, að formaður bankaráðs Seðlabank- ans skuli ekki bara hafa viljað taka þátt í þessu, heldur halda sig við réttmæti málstaðarins nú, eftir að staðreyndir málsins hafa verið upplýstar. Svo bítur hann höfuðið af skömm sinni með því að veitast opinberlega með svikabrigslum að þeim mæta manni Margeiri Pét- urssyni, sem var meðal þeirra sem áttu heiðurinn af því að koma í veg fyrir þessa óskammfeilnu sjálf- töku. Hótun um minnisblöð Í viðtalinu við DV hótar Ólafur G. Einarsson að draga fram í dags- ljósið, „ef málið haldi áfram“, minnisblöð undirrituð upphafsstöf- um stjórnarmanna í LÍ. Þau sanni að Margeir hafi verið með í ráðum hvað varðar hin umdeildu kaup á Frumafli. Að vísu er ekki þörf á að sanna þetta, þar sem það hefur legið fyrir allan tímann, að Mar- geir var með í þessum ráðum, þó að Ólafur virðist ekki hafa skilið það. Ég skora á Ólaf að birta þessi minnisblöð opinberlega. Fyrir því hlýtur hann að hafa fengið fullt til- efni. Það verður fróðlegt að fá að sjá þessi leyndardómsfullu blöð. Í dómsmálinu, sem gekk alla leið til Hæstaréttar, lá frammi minnisblað undirritað með upphafsstöfum stjórnarmanna. Var við málflutn- inginn deilt hart um þýðingu þess. Raunar hafði áður verið aflað ekki færri en tveggja lögfræðiálita um minnisblaðið. Ég vona Ólafs vegna að það séu einhver önnur minn- isblöð sem hann hefur undir hönd- um. Ég óska Ólafi G. Einarssyni vel- farnaðar í starfi sem formaður stjórnar Seðlabanka Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 35 K O R T E R ÁGÚST Einarsson, prófessor og varaþingmaður, heldur því fram á vefsíðu sinni í þessari viku að samningsdrög Reyðaráls hf. við Hydro Aluminium séu fáránleg, svo notað sé hans eigið orðalag. Þessa fullyrðingu hefur prófess- orinn síðan endurtekið í fjölmiðl- um síðustu tvo daga. Það sem Ágúst telur aðfinnsluvert er að Reyðarál muni kaupa hluta að- fanga af og selja fullunnar afurðir í gegnum Hydro Aluminium. Það er með ólíkindum að maður sem hefur ekki séð samningsdrög Reyðaráls við Hydro Aluminium telji sig vera í þeirri stöðu að geta dæmt um kosti og galla þeirra samninga. Slíkt ber vott um óvönduð vinnubrögð, sem sæma ekki hagfræðiprófessor. Við gerð samninga milli Reyð- aráls og Hydro Aluminium hefur Hæfi hf. farið með alla samnings- gerð fyrir hönd Reyðaráls. Í þeim samningum hafa samningamenn Hæfis leitast við að tryggja Reyð- aráli traust flæði aðfanga á alþjóð- legu markaðsvirði. Reyðaráli hef- ur ekki borið nein skylda til þess að kaupa aðföng af Hydro Alum- inium, en það er ekki óeðlilegt að Reyðarál kaupi aðföng af öðrum eiganda sínum eða fyrir milli- göngu hans, ef þau aðföng fást á alþjóðlega samkeppnishæfum kjörum. Þetta á við um tiltekin að- föng – önnur aðföng verða keypt af öðrum aðilum. Jafnframt hefur verið unnið að gerð samninga um sölu afurða fyrir milligöngu Hydro Aluminium á alþjóðlegum markaðskjörum. Allir þessir samningar verða til afmarkaðs tíma, eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Sú fullyrðing Ágústs að „[Hydro] skammti okkur í báða enda, það sem þeir vilja,“ er því ekki einungis hrokafull í garð samningamanna Hæfis heldur al- röng. Það ber einnig merki um ótrú- lega vanþekkingu prófessorsins á verkefnisfjármögnun stóriðju að hann skuli telja eitthvað óeðlilegt við samninga sem þessa. Það er þvert á móti mjög eðlilegt að helstu aðföng og sala afurða sé tryggð með langtíma samningum, a.m.k. meðan verið er að greiða niður fjárfestingarlán verksmiðj- unnar. Slíkt dregur úr áhættu fjárfesta (lánardrottna og hlut- hafa) og styrkir verkefnið. Það er því verið að gera verkefnið að betri fjárfestingarkosti fyrir væntanlega hluthafa Hæfis. Erlendur Magnússon Fáránleg fullyrð- ing prófessorsins Höfundur er stjórnarformaður Hæfis hf., sem á helmingshlut í Reyðaráli hf. á móti Hydro Aluminium. inniskór í miklu úrvali Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin                                
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.