Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurlaug ÞóraGuðbrandsdóttir fæddist á Siglufirði 13. október 1919. Hún lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 5. ágúst 2001. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Flóvents- dóttir, f. 31. júlí 1886 á Kálfsskinni á Ár- skógsströnd, d. 3. október 1974, og Guðbrandur Sigfús- son, f. 12. júlí 1888 í Skarðdalskoti við Siglufjörð, d. 10. febrúar 1951. Bróðir Sigurlaugar er Ólafur Guðbrandsson, f. 13. mars 1924, kona hans er Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20. júní 1923, frá Eskifirði. Sigurlaug giftist 31. maí 1941 Sigþóri Guðjónssyni frá Enni á Höfðaströnd, f. 24. febrúar 1908, d. 5. janúar 1990. Börn Sigurlaugar og Sigþórs eru: 1) Guðbrandur, f. 20.12. 1941, kvæntist Svöfu Ingi- mundardóttur, f. 17.8. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru Ómar Þór, f. 26.10. 1965, giftist Ellen Sigurð- ardóttur, þau skildu, sonur þeirra er Ingibjörn, f. 21.7. 1989, sam- býliskona hans er Edda Rún Jóns- dóttir, f. 18.9. 1973, barn þeirra er Marteinn Víðir, f. 25.12. 1999. Elfa Dögg, f. 6.4. 1975, sambýlismaður hennar er Jón Ágúst Arason, f. 3.6. 1969, dóttir þeirra er Áslaug Marta, f. 5.9. 1999, börn Jóns Ágústs eru Thelma Sól, f. 7.8. 1992, og Helgi Óttarr, f. 11.5. 1995. Sam- býlismaður Guðbjargar er Guðni Gunnarson, f. 10.3. 1951, börn hans eru Sigurbjörg Anna, f. 25.4. 1971, og Guðrún Rósa, f. 12.7. 1973. 3) Páll Marel, f. 22.4. 1958, kvæntur Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur, f. 22.6. 1962, barn þeirra er Helga Maren, f. 15.6. 1993, börn Páls eru Álfheiður Maren, f. 12.11. 1977, og Guðmundur, f. 7.9. 1984. Ung réðst Sigurlaug til vinnu á saumastofu í Reykjavík. Síðar vann hún í síldarsöltun og við aðra almenna fiskvinnslu á Siglufirði, allt til 70 ára aldurs. Sigurlaug og Sigþór bjuggu allan sinn búskap á Hólavegi 19 á Siglufirði. Eftir að Sigþór féll frá bjó hún þar áfram eða alls í sextíu ár. Síðasta árið dvaldi hún á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar. Útför Sigurlaugar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. býliskona Ómars er Anne Gjestad og eru börn hennar Karl Tomas og Benedikte; Sigurlaug f. 9.6. 1967, sambýlismaður henn- ar er Sævar Guðjóns- son, f. 7.1. 1967, börn þeirra eru Örvar Andri, f. 5.6. 1990, Svava Stefanía, f. 11.6. 1993, og Atli Örn, f. 8.9. 2000; Ester f. 10.2. 1975, sambýlis- maður hennar er Jó- hannes Bjarki Jó- hannesson, f. 3.10. 1966, börn þeirra eru Ástrós Ósk, f. 7.11. 1996, og Hera Björk, f. 14.12. 2000, börn Bjarka eru Jó- hannes Veigar, f. 15.10. 1986, og Birgir Ingvar, f. 10.9. 1997. Sam- býliskona Guðbrands er Signý Jör- undsdóttir, f. 5.1. 1956, börn henn- ar eru Sif Heiða og Silvía Hanna. 2) Guðbjörg, f. 7.6. 1949, giftist Mar- teini Marteinssyni, f. 4.4. 1948, d. 16.10. 1982, börn þeirra eru Krist- ín Jóhanna, f. 22.10. 1969, sam- býlismaður hennar er Magnús Rúnar Skúlason, f. 5.8. 1967, barn þeirra er Rakel Hanna, f. 22.5. 1998, Sigþór, f. 18.2. 1974, sam- Elsku Lauga amma. Ég veit að þér líður vel núna uppi hjá guði. Þar hittir þú líka Sigþór afa minn sem ég hitti aldrei. Hvíl í friði. Kær kveðja, Helga Maren Pálsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær ljúfu stundir sem við höfum átt saman og allar þær stundir sem ég átti með þér og afa á Hólaveginum. Þegar ég hugsa um þig streyma minningarnar fram um þessar ljúfu stundir sem ég geymi í hjarta mér. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þína síð- ustu daga í þessu lífi. Ég veit það, elsku amma mín, að þér líður vel núna og að afi hefur tekið vel á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Ég kveð þig með söknuði, elsku amma mín, þín eina, Álfheiður. Okkur langar til að minnast ást- kærrar ömmu okkar, hennar Laugu Brandar eins og hún var ávallt kölluð. Við minnumst ömmu okkar sem sterkrar og lífsglaðrar kjarnakonu sem virtist allt mögulegt. Stundirnar okkar með henni og afa voru margar og góðar. Þeim okkar sem veittist sú ánægja að kynnast Laugu ömmu síðar á lífs- leiðinni ber öllum saman um að þar hafi farið sterk og góð kona, sem við áttum margar góðar stundir með. Alltaf var gott að koma á Hólaveginn og þá voru bornar fram kræsingar eins og henni einni var lagið enda var hún einstakur gestgjafi. Fyrir okkur hafa jólin og jólahaldið alltaf tengst ömmu mjög mikið enda munum við varla þau jól sem hún var ekki hjá okkur eða við hjá henni en þá var oft glatt á hjalla. Við minnumst einnig allra góðu stundanna sem við áttum sem börn í sumarbústaðnum inni í Fljótum með ömmu og afa, þar sem þau undu bæði glöð við sitt og við lékum okkur í kringum þau. Þar var oft mikill gesta- gangur úr sveitinni og ávallt vel tekið á móti gestunum. Okkur þætti það ekki undarlegt ef amma og afi væru komin aftur í bústaðinn, sameinuð á ný og að bardúsa og snurfusa eitthvað skemmtilegt. Minningarnar eru margar og góðar en sorgin er mikil. Við getum leitað okkur huggunar í því að við fengum að fylgja ömmu síðasta spölinn. Í síð- ustu orðaskiptum hennar við okkur sagði hún: „Þetta er búið að vera mjög gaman en nú verð ég að fara.“ Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Kristín, Magnús, Sigþór, Edda, Elfa Dögg og Jón Ágúst. Leiðir okkar Laugu lágu saman fyrir rúmum átta árum þegar ég kynntist henni Guðbjörgu minni, dóttur Laugu. Við fyrstu kynni fann ég að á ferðinni var kraftmikil kona sem hafði gaman af að umgangast fólk og ræða málin. Hún naut sín best í faðmi fjölskyldunnar eða í góðra vina hópi. Hún bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og fjölskyldum þeirra. Lauga var vinur vina sinna, stund- um gat tekið tíma að ávinna sér þá vináttu. Margar góðar minningar á ég frá samverustundum okkar, ekki síst móttökunum þegar við Guðbjörg sóttum hana heim á Hólaveginn. Þá var ávallt slegið upp góðum matar- veislum að íslenskum sið og gert eitt- hvað skemmtilegt. Oft sátum við ein og horfðum á myndbandsspólur, smekkur okkar Laugu fór vel saman á vali þeirra. Fyrir nokkrum árum fórum við þrjú saman til Kaupmanna- hafnar að heimsækja dætur Guð- bjargar og sambýlismenn þeirra. Átt- um við þar marga góða daga, bæði í borginni sjálfri og í sumarhúsi á Sjá- landi. Ekki duldist að Lauga var dugnaðarkona, sem fyrr á árum vann hörðum höndum við fiskvinnslu á sama tíma og hún sinnti heimili sínu af stakri prýði og snyrtimennsku. Dugnaðurinn fylgdi henni alla tíð þar til heilsan brast. Henni þótti erfitt að sætta sig við að flytja að heiman og láta aðra annast sig, henni var eðl- islægt að að sjá um dagleg störf sjálf. Lauga var mikill Norðlendingur í sér og talaði oft um hvað bjart og sól- ríkt væri á Siglufirði. Síðastliðinn sunnudag þegar hún kvaddi þennan heim var einmitt afar sólríkt og bjart, eins og hún hefði óskað eftir því. Greinilegt var að hún var búin með þá orku sem henni var úthlutað fyrir jarðvistina. Ég bið Laugu blessunar og þakka fyrir samfylgdina og vináttu síðustu ára. Guð veiti fjölskyldunni styrk í sorg- inni. Guðni. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ók.) Elsku langamma. Þótt við söknum þín mikið vitum við að þú ert í góðum höndum hjá Guði með langafa. Brosið þitt lifir með okkur um ókomin ár. Við vitum að þú vakir yfir okkur. Helgi Óttarr, Rakel Hanna, Áslaug Marta, Marteinn Víðir. SIGURLAUG ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR ✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist í Gröf í Lundarreykja- dal 28. desember 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Þor- steinsson og Guð- finna Guðmundsdótt- ir á Mið-Fossum í Andakíl. Systkini hennar eru Sigrún, f. 1928, lést tveggja ára, Þorsteinn, f. 1930, og Rúnar, f. 1937. Hinn 15. júní 1944 giftist Kristín Jóni Gíslasyni á Innri-Skelja- brekku. Hann er sonur hjónanna Gísla Jónssonar og Þóru Þorvalds- dóttur á Innri-Skeljabrekku. Börn Kristínar og Jóns eru: 1) Gísli, f. 17. júní 1946, kvæntur Oddbjörgu Leifsdóttur, eiga þau fimm börn, Jón, Áslaugu Ellu, Kristínu, Leif og Guðfinnu. 2) Óskírður drengur, f. 14. ágúst 1947 (lést í fæðingu). 3) Pétur, f. 25. des. 1949, kvæntur Svövu Sjöfn Krist- jánsdóttur, eiga þau þrjú börn: Ómar, Kristján Inga og Kristínu. 4) Þorvald- ur, f. 28. maí 1954, kvæntur Dagnýju Sigurðardóttur, eiga þau þrjá syni, Jón Þór, Sigurð Ágúst og Hákon Garðar. Barnabarnabörnin eru orðin átta. Kristín stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Staðarfelli 1943–1944. Árið 1944 hófu Kristín og Jón búskap á Innri-Skeljabrekku og bjuggu þar til starfsloka. Með bú- skapnum tók Kristín þátt í ýmsum félagsstörfum. Hún var einn af stofnendum kirkjukórs Hvanneyr- arkirkju og söng með honum í fjölda ára. Einnig tók hún virkan þátt í Kvenfélaginu 19. júní, sat í hreppsnefnd Andakílshrepps o.fl. Útför Kristínar fer fram frá Hvanneyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Stína tengdamóðir mín er lát- in. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Margar minn- ingar koma upp í hugann á þessum tímamótum og rifjast þá upp fyrstu kynni mín af Stínu þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar á Skeljabrekku fyrir þrjátíu og þremur árum þegar ég kynntist Pétri syni hennar og hitti þessa glæsilegu konu fulla af lífsorku í blóma lífsins. Ég bar strax virðingu fyrir henni og hennar fasi, þar sem góð stjórnun á heimilinu og mikil vinnusemi var henni efst í huga. Það vakti strax athygli mína dugn- aður og einstök samheldni hennar og Jóns mannsins hennar þar sem þau unnu að stóru búi saman af brenn- andi áhuga. Þarna var mannmargt heimili fullt af sumarfólki á sumrin og allir alltaf að vinna að búinu í hey- skap eða öðrum bústörfum. Stína gekk í öll verk úti sem inni af miklum dugnaði og gaf ekkert eftir. Það var farið snemma á fætur, matartímar voru reglulegir, mikill matur á borð- um hvort heldur sem þurfti að færa fólkinu út á tún, í heyskapinn, rétt- irnar eða hvar sem fólkið var að vinna, alltaf var heitur matur og grautur á eftir. Eftir að synir þeirra Jóns og Stínu eignuðust fjölskyldu bar hún mikla umhyggju fyrir velferð þeirra. Hún fylgdist af lífi og sál með öllum og vildi það þannig til að öll bjuggum við í nágrenninu svo mikill samgangur var á milli. Það var henni kappsmál ef eitthvað var um að vera í fjölskyld- unni að allir væru með. Strákarnir okkar Péturs voru hjá afa sínum og ömmu í sveit og var það mikið gæfu- spor því þar lærðu þeir að vinna og þakka ég fyrir það. Stína hafði mik- inn áhuga á öllum framkvæmdum sem verið var að gera í kringum hana í sveitinni, hvort sem það voru bygg- ingar, vegaframkvæmdir eða annað, og fylgdist með þessu öllu af miklum áhuga alveg fram til hins síðasta. Oft mátti ég passa mig á að vita hvað Pétur og hans menn voru að byggja þegar ég kom í heimsókn til hennar því hún spurði alltaf og vissi jafnvel betur svo vel fylgdist hún með öllu sem hennar fólk var að gera. Mikill gestagangur var á heimili þeirra Stínu og Jóns alla tíð og alltaf heitt á könnunni og kökur með fram á síð- asta dag. Síðustu árin var heilsu Stínu farið að hraka og hún orðin slitin eftir vinnusama ævi. Þau fluttu í lítið og fallegt hús í túnfætinum á Skelja- brekku fyrir sex árum þegar þau hættu búskap og fór vel um þau þar. Eftir að Stína hætti að geta unnið við búskapinn fór hún að snúa sér að hannyrðum, var í Handverksfélaginu Hnokka, málaði myndir og dúka og nú síðustu árin fór hún að prjóna svo- kallaðar „borgfirskar“ peysur og var hún búin að prjóna á alla sína afkom- endur fyrir utan þær sem hún seldi. Henni féll aldrei verk úr hendi þótt hún væri orðin slitin. Stína og Jón voru einstaklega sam- heldin hjón og höfðu mikið yndi af hestum og ferðalögum. Ef einhvern tímann var frístund þá nutu þau þess. Síðustu mánuðina hafa þau ver- ið einstaklega dugleg að ferðast þrátt fyrir að heilsan væri ekki upp á það besta. Árin þeirra saman í ellinni hefðu mátt vera fleiri en það er hugg- un að Stína þurfti ekki að liggja lengi, en hún lést eftir nokkurra daga legu á Sjúkrahúsi Akraness 2. ágúst sl. Elsku Stína, ég þakka þér sam- fylgdina í gegnum öll árin sem við höfum búið hér í nágrenninu og notið hlýju þinnar og velvildar í okkar garð og allrar fjölskyldunnar. Við söknum þess að hafa þig ekki lengur í litla húsinu ykkar og geta komið við í kaffi og spjallað um hvað allir eru að gera núna, ræða landsmálin eða bara um lífið og tilveruna en minning um mæta konu lifir. Ég bið góðan Guð að styrkja Jón tengdaföður minn í sorginni en minn- ingin um yndislegan lífsförunaut er mikil huggun. Svava Kristjánsdóttir. Þegar Svava Kristjánsdóttir hringdi til mín að morgni 2. ágúst og sagði: „Hún Stína dó í nótt,“ brá mér mikið. Ég held að enginn sé nokkru sinni viðbúinn andláti náins ættingja eða vinar en að hún Stína systir væri að fara kom mér ekki í hug þegar ég heimsótti hana tveimur dögum fyrr á Sjúkrahúsi Akraness. Hugurinn hvarflar nú meir en hálfa öld aftur í tímann, þar sem við vorum að slíta barnsskónum heima á Mið-Fossum. Kristín, sem alltaf var kölluð Stína, var næstum 12 árum eldri en ég, svo mínar fyrstu minn- ingar snerta hana sem unga stúlku, fullvinnandi, hvort sem var í úti- eða inniverkum. Hún mun snemma hafa verið vel verki farin og til þess að bæta um betur gekk hún í Hús- mæðraskólann að Staðarfelli í Dala- sýslu, sem hún bar alla tíð vel sög- una. Andakílshreppur var í þá tíð, eins og nú, fjölmennt og þéttbýlt sveitar- félag. Stína þurfti því ekki að leita langt eftir maka, því á Innri-Skelja- brekku í sömu sveit var ungur og glæsilegur bóndasonur, Jón Gísla- son. Þau felldu hugi saman og giftu sig 15. júní 1944 og fóru í brúðkaups- ferð til Þingvalla á lýðveldisstofn- unina tveimur dögum síðar. Óneitan- lega glæsileg byrjun, sem lýsti langt inn í framtíðina. Þau hófu búskap á Innri-Skeljabrekku og bjuggu þar saman hátt í 60 ár. Þótt Innri-Skeljabrekka sé ekki landmikil jörð bjuggu þau Stína og Jón þar stóru búi. Bústofninn var í fyrstu hefðbundinn, kýr, kindur og hestar, en síðar bættust svínin við. Heyskapur var þá stundaður víðar en á heimajörðinni, svo miklar annir voru á því stóra heimili árið um kring. Gaman er að geta þess, að þau ungmenni, sem voru í sumarvinnu hjá þeim Skeljabrekkuhjónum, hafa haldið mikilli tryggð við þau og ósjaldan hitti maður þetta fólk í heimsókn þar. Þetta held ég að segi meira en mörg orð um vinsældir þeirra hjóna. Þeim Stínu og Jóni fæddust fjórir synir, en einn þeirra dó í fæðingu. Vorið 1954 fæddist yngsti sonurinn, einmitt í önnum sauðburðar og vor- verka. Þá var sá er þetta ritar lán- aður til starfa á Skeljabrekku, ný- kominn úr Reykholtsskóla. Mjög er þetta vor mér minnisstætt. Mér er til efs, að mörg hjón hafi verið jafnsam- hent og afkastamikil og þau Stína og Jón. Í endaðan maí var sauðféð rúið. Stína hamaðist í rúningnum, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Að því loknu var féð rekið í sumarhagann, upp í „Kirkjutungur“. Jón sneri heim, áður en reksturinn komst í áfangastað, en þegar við hin komum heim var fæddur drengur. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst, að þau Stína og Jón voru miklar hamhleypur til vinnu og sást það KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.