Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 39 ✝ Tómas Ingi Már-usson fæddist á Ystu-Grund í Blöndu- hlíð í Skagafirði 26. júlí 1937. Hann lést á heimili sínu 4. ágúst síðastliðinn. Tómas var sonur Márusar Guðmundssonar bónda á Bjarnastöð- um, f. 25.7. 1902 á Ill- ugastöðum í Flókadal í Fljótum, d. 18.11. 1982, og konu hans Hjörtínu Tómasdótt- ur, f. 25.8. 1906 á Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Hjörtína dvelst nú á dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki. Systkini Tómasar eru: Hall- dóra, f. 17.6. 1925, Guðmundur, f. 1.6. 1928, Sigríður, f. 1.3. 1930, Sig- urbjörg, f. 6.5. 1933, Þrúður, f. 14.5. 1939, Salbjörg, f. 29.9. 1945. Hinn 26.7. 1966 kvæntist Tómas Þórdísi Jónsdóttur, f. 23.8. 1947 frá Axlarhaga í Blönduhlíð. Þau slitu samvistir. Foreldrar hennar eru: Jón Pálmason frá Svaðastöðum og Arnfríður Jónasdóttir frá Hofdöl- um í Viðvíkursveit. Synir Tómasar og Þórdísar eru: 1) Sævar Þröstur, f. 27.12. 1965, í sambúð með Rögnu Þórðardóttur, f. 13.7. 1954. Sonur Þrastar: Tómas Már, f. 4.9. 1993. Móðir hans er Kolbrún Þorvalds- dóttir, f. 12.10. 1953. 2) Ingi Þór, f. 17.1. 1972, í sambúð með Katrínu S. Gísla- dóttur, f. 4.9. 1968. Sonur þeirra er Hjörtur Már, f. 20.3. 1997. 3) Jónas Rafn, f. 4.12. 1973, í sam- búð með Andreu G. Gunnlaugsdóttur, f. 12.2. 1970. Sonur þeirra er Elís Máni, f. 10.7. 2000. Börn hennar eru Agnes Sara, f. 11.8. 1989, og Kristinn Þeyr, f. 28.4. 1993. Tómas ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Ystu- Grund og síðar á Bjarnastöðum. Um tvítugsaldurinn fór hann að stunda vertíðarvinnu í Vestmanna- eyjum, en stundaði jafnframt bú- störf heima hjá foreldrum sínum á sumrin og haustin. Einnig starfaði hann við byggingarframkvæmdir í héraðinu með bróður sínum Guð- mundi. Tómas og Þórdís hófu bú- skap á Bjarnastöðum árið 1966 og bjuggu þar til ársins 1973 er þau keyptu jörðina Þormóðsholt sem er nýbýli út úr Bjarnastöðum. Þar bjuggu þau fram að sambúðarslit- um árið 1983. Hann hélt áfram bú- skap allt til dánardags. Útför Tómasar fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, það er svo skrítið að þú sért dáinn, við skiljum þetta ekki ennþá. Núna erum við í sveitinni og þegar einhver kemur inn höldum við að það sért þú, og við bíðum til að spyrja þig hvar þú hafir verið. Við vorum á áttunda og fjórða ári þegar við eignuðumst þig fyrir afa. Þá byrjuðu mamma mín og Jónas pabbi að vera saman. Þú tókst okkur vel, leyfðir okkur að taka þátt í sveita- lífinu, fara í fjárhúsin og gefa geml- ingunum niðri í fjósi. Og að tína bagga á sumrin með þér var það skemmtilegasta í sveitinni sem við gerðum. Við munum líka svo vel hvað þér og okkur öllum þótti gaman þeg- ar við fórum saman í sjóstangveiði um verslunarmannahelgina 1999, þú afi, við tvö, Hjörtur Már og svo auð- vitað pabbi, mamma, Ingi og Kata. Við öll vorum búin að ákveða að gera eitthvað skemmtilegt með þér núna um verslunarmannahelgina. Við fór- um upp á Hóla og tjölduðum á laug- ardaginn og buðum þér að koma í mat um kvöldið og svo ætluðum við að gera eitthvað skemmtilegt á eftir, en þú komst aldrei til okkar, þú varst farinn upp til Guðs og englanna. Fyrir þremur árum fæddust nokk- ur folöld hjá þér og mig (Agnesi) langaði mikið að eignast eitt þeirra. Ég spurði þig að því hvort þú vildir ekki selja mér eitt folald og þú sagðir já. Ég spurði þá um verð og þú sagð- ist ætla að hugsa málið því að folöld væru dýr, og ég var svo spennt. Þeg- ar við komum næst í heimsókn sagðir þú að ég fengi það á 100 kr. ef ég borgaði strax. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, á 100 kr., ég sem var búin að telja allt spariféð margoft. En ég veit að þú varst bara að kenna mér að það væri ekki hægt að fá allt sem mann langar í og að það kostar fé og fyr- irhöfn. Þannig eignaðist ég hann Gust minn. Núna á Gustur átta folöld úti á túni, brún eins og hann, og svo falleg. Þegar ég (Kristinn) lærði að lesa þá æfðir þú mig mikið þegar við kom- um í heimsókn og hafðir svo mikla þolinmæði. Þú vildir líka alltaf spila við mig eða tefla. Og elsku afi, hann Elís Máni litli bróðir er bara búinn að eiga þig í eitt ár. Þið voruð nú samt saman þegar við komum í heimsókn, þú hélst á honum, spjallaðir við hann og röltir með hann um gólf ef hann var óróleg- ur. Elsku afi, nú segjum við bless og takk fyrir allt. Það verður erfitt að koma í sveitina og enginn afi, en við hugsum bara um þig og þá ertu með okkur. Við ætlum að hjálpa til við að hugsa um dýrin þín með pabba og bræðrum hans og hugsa vel um sveit- ina þína. Agnes Sara og Kristinn Þeyr. Elsku afi minn, það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért dáinn og að við eigum ekki eftir að fara aftur sam- an niður í fjós að gefa gemlingunum og athuga hvort hrúturinn sé ekki á sínum stað. Marka lömbin í fjárhús- unum, hjálpa þér með baggana á túninu og fara með þér í veiðiferðir. En ég mun hugsa um þig og þú munt alltaf vera í huga mínum, elsku afi minn. Nú kveð ég þig með bæn sem mamma mín kenndi mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginn yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn Hjörtur Már. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Tómasar frænda míns eða Tomma frænda eins og ég kallaði hann þegar ég var ungur drengur. Ég man eftir Tomma jafnlengi og ég man sjálfan mig. Þegar ég heimsótti ömmu og afa með systkinum mínum eða foreldrum var ég hlaupinn niður í Þormóðsholt um leið og komið var í hlað. Þar skottaðist ég í kringum þig og lék mér með frændum mínum, en það þótti mér sérstaklega eftirsókn- arvert, enda fengum við oftast að vera í friði við iðju okkar. En árin liðu og aðstæður breyttust, en ekkert var þó betra fyrir baldinn ungling en að takast á við bagga í heyskapnum og vinna undir stjórn manns með svo gott jafnaðargeð og hlýtt hjartalag sem þú barst. Þetta var frábær tími fyrir mig, og ein af mínum dýrmæt- ustu æskuminningum. Tommi hafði gaman af stangveiði, og getur vonandi sinnt því áhugamáli á nýjum slóðum. Það er bjart yfir minningunni um Tomma frænda, en nú er hann farinn þessi góði og vel- viljaði maður, sem alltaf var gaman að hitta og spjalla við. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér. Ég kveð þig með virðingu og bið guð að geyma þig og varðveita. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Guðmundur Ingvar Guðmundsson. TÓMAS INGI MÁRUSSON glöggt á glæsilegu búi þeirra áratug- um saman. Þar kom þó, að heilsunni hnignaði hjá þeim báðum. Stína þurfti t.d. að fara í liðskipti á hnjám og mjöðmum og hjartveiki háði Jóni. Af þessu leiddi, að þau drógu búskap- inn saman og hættu honum að lokum, nema þau héldu eftir fáeinum hest- um, enda miklir hestaunnendur. Fyrir tæpum sex árum reistu þau sér 60 fm hús, rétt við íbúðarhúsið á Innri-Skeljabrekku. Þetta er afar hlýlegt og notalegt hús og ég veit, að í því leið þeim vel. Sonurinn frá 1954, sem áður er um getið, og hans fjöl- skylda keyptu Innri-Skeljabrekk- una. Annar sonur býr á Hvanneyri með sinni fjölskyldu og sá þriðji í næstu sveit. Það var því stutt að fara til þess að hitta sína nánustu og þeir munu líka hafa hlúð vel að foreldr- unum og þar mun hlutur tengda- dætranna vera stór. Það er gleðilegt til þess að vita, að í vor og sumar voru þau Stína og Jón búin að ferðast mikið um landið á bílnum sínum. Þá voru þau að heim- sækja vini og kunningja víða um land og eins að skoða ættjörðina, sem þau unnu svo heitt. Fyrir sex árum eignuðumst við hjónin sumarbústað í landi Mið- Fossa í Andakíl. Þangað er fullur hálftíma akstur frá heimili okkar á Akranesi. Þetta varð til þess að heim- sóknum til þeirra Stínu og Jóns fjölg- aði mikið, enda liggur vegurinn um túnfótinn hjá þeim. Oft var komið við í báðum leiðum, þegar sýnt var að fólk væri heima og sjaldan brást það, að komið væri við í a.m.k. annarri leiðinni. Þá var hellt á könnuna og ótrúlega oft voru nýbakaðar pönnu- kökur á borð bornar, ásamt jólaköku eða hjónabandssælu. Núna gleðj- umst við mjög yfir þessum tíðu heim- sóknum, því það hendir svo oft, að maður rækti ekki vináttu og frænd- semi sem skyldi. Ég vil svo að lokum votta Jóni, mági mínum, sonum þeirra, tengda- dætrum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Mér finnst Stína vera tekin frá okkur allt of snemma því að andleg heilsa hennar var óskert. Hún hefði aftur á móti ekki orðið sátt við langa sjúkdómslegu, svo dugleg og áhugasöm sem hún var. Henni hefur örugglega verið vel fagnað á grænum grundum fyrirheitna landsins. Rúnar Pétursson. Elsku amma mín. Mikið finnst mér skrítið að þú sért farin frá okkur öll- um. Það er einhvern veginn svo skrít- ið að sjá þig ekki sitja í sætinu þínu við eldhúsborðið að prjóna þegar ég kem í heimsókn. Já, ég man að alltaf þegar ég kom í heimsókn varstu að dunda þér eitthvað. Þar á meðal prjónaðirðu þínar fallegu og sér- stöku ullarpeysur og varst búin að prjóna peysur á öll börn þín, barna- börn og barnabarnabörn. Ég dáðist að þér. Svo varstu alltaf með hlaðið kaffi- borðið af ömmukræsingum og sást alltaf til þess að ég smakkaði á öllu og borðaði vel. Þú spurðir mig líka alltaf fregna og fylgdist vel með því sem var að gerast í lífi mínu og þannig varstu við allt þitt fólk. Þér var sko greinilega ekki sama um okkur, amma mín. Að skoða myndaalbúmin ykkar afa er yndislegt. Þar settirðu skemmti- lega saman myndir af fjölskyldu þinni og þar föndraðirðu líka gamlar og nýjar úrklippur úr blöðum af okk- ur og settir saman og skrifaðir svo texta alls staðar við. Þetta finnst mér sýna svo vel umhyggju þína og hversu yndisleg þú varst. En nú ertu farin, elsku amma, ég þakka þér samfylgdina. Guð veri með þér. Elsku afi, ég bið Guð að styrkja þig í söknuðinum. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín nafna, Kristín Pétursdóttir. Með þessum línum er minnst Kristínar Pétursdóttur frá Innri- Skeljabrekku í Andakíl. Hún lést eft- ir skamma legu aðfaranótt fyrra fimmtudags. Þá var ein þessara draumabláu nátta, eins og segir í kvæði Davíðs, þegar jörðin svaf sum- argræn og Andakílsáin leið lygn og tær með engjalöndin til beggja bakka er stóðu með öll sín grös í full- um skrúða og alþroska. Starfsríkri ævi mætrar bóndakonu var lokið. Við áttum von á að árin yrðu fleiri, já miklu fleiri, en öllu er víst afmörkuð stund. Ég heyrði fyrst af Stínu á Brekku, en svo var hún jafnan kölluð af kunn- ingjum, í gegnum sameiginlegt vensla- og frændfólk. Lærði af því að þar fór kjarnakona. Mér lék því for- vitni að sjá til hennar er ég kom þar í sveit sem skólastrákur – fyrir lifand- is mörgum árum. Og einn daginn var athygli mín vakin á henni á Hvann- eyrarhlaði; þar var Stína á Brekku komin á heimilisbílnum, Willys- jeppa. Á þessum árum var það afar fátítt að húsmæður til sveita ækju bíl. Það rann líka upp fyrir mér fljótlega að hún Stína gerði ekki stóran mun á því hvort verkin voru innan stokks eða utan sem vinna þurfti: hún gekk í þau öll ákveðin en án fyrirgangs. Stína á Brekku var því ein fyrsta nú- tímakonan sem ég kynntist. Mér fannst Stína á Brekku alltaf vera ung. Því þótti mér skrýtið er hún sagði mér sögur af því til dæmis er hún var kúskur með Mið-Fossa- hestana föður síns að vegagerð hér í sveitinni þegar fyrst var verið að gera sæmilega fært á milli bæja. Þessa dagana hins vegar ganga að sömu verkum í sömu sveit fjölmörg vélknúin tæki, tugatonna þung og tjarga nýju Borgarfjarðarbrautina á eftir sér. Tveimur dögum fyrir stofnun lýð- veldisins á Þingvöllum giftist Stína eftirlifandi bónda sínum, Jóni Gísla- syni á Innri-Skeljabrekku. Þau hjón- in höfðu því fylgst að lýðveldistímann allan, og notið þeirra forréttinda að móta að sínum hluta þann nútíma sem við lýðveldisbörnin njótum nú. Þeirra hlutur stóð á Innri-Skelja- brekku þar sem þau byggðu upp öfl- ugan búrekstur að kröfum tímanna. Bæði nutu þau Stína og Jón þess að neyta starfskrafta sinna, og að verk- um var gengið með gleði og einstakri atorku. Samhent bæði svo sérstakt var, þannig að í hugann koma nöfn beggja þegar á annað þeirra er minnst. Tímar breyttust, árin liðu og unga kynslóðin tók við. Þau Brekkuhjón færðu sig ögn til þar í túninu: reistu sér lítið og notalegt hús, og tóku að njóta rólegri daga í návist vaxandi af- komendahóps þar heima og í næsta nágrenni. Gripu í búverk eftir þörf- um og hætti, og nutu stundanna – saman. Stína á Brekku var ákaflega félagslynd kona, og ekki var þar á hjónamunur heldur. Þau nutu þess bæði að fá gesti og að bregða sér á mannamót. Sem heimamaður á Hvanneyri minnist ég sérstaklega þess hve iðin þau hjón voru við að sækja samkomur og aðra atburði á skólastaðnum. Mikilvægt hefur verið að finna áhuga þeirra og hlýhug til staðar og skóla. Hann er nú þakk- aður af alhug. Um fjölda ára söng Stína í kór Hvanneyrarkirkju; var þar í hópi stofnenda, muni ég rétt. Þrátt fyrir annir og nokkurt ferðalag, einkum á fyrri árum, sinnti hún kórstarfinu, og þau hjón raunar bæði, af stakri trú- mennsku og varð okkur yngri kór- félögum góð fyrirmynd. Í hugann kemur líka stúss fyrir fjórðungi aldar þegar leikstarfsemi var endurvakin hér í sveit. Stína lagði verkinu lið, þá nokkuð eldri að árum en aðrir sem að verkinu komu. Enginn veitti þó ald- ursmuninum athygli. Stína var, sem jafnan ella, ein af hópnum. Í hreppsnefnd Andakílshrepps sat Stína eitt kjörtímabil, fyrst kvenna; reyndist þar sem annars staðar hinns trausti fulltrúi: áhugasöm, jákvæð og fundvís á farsælar lausnir mála. Starfaði mikið með kvenfélagi sveit- arinnar sem kaus hana heiðursfélaga sinn í virðingar- og þakklætisskyni. Ótalin eru ýmis trúnaðarstörf önnur sem hún gegndi í byggð sinni. Stína á Brekku var greind kona og glögg; það var fjarska gaman til dæmis að heyra hana segja frá, bæði í fámennisspjalli og við formlegri að- stæður – frásögn hennar var skýr, góðleg og gjarnan skotin notalegri glettni. En nú er þetta allt minningin ein… Og áin líður lygn og tær, og lindin sefur perluskær. Í dvala hníga djúpin hljóð og dreymir öll sín týndu ljóð… Ekki veit ég hvort Davíð skáld Stefánsson átti oft leið um Andakíl, en sjálfum finnst mér hið fallega kvæði hans, sem þetta erindi er úr, hljóti að hafa orðið til þar. Í Andakíl átti hún Stína nær öll sín spor; sem ung stúlka á Mið-Fossum en síðan sem húsfreyja handan árinnar á Innri-Skeljabrekku. Stína var hluti af þessari sveit og sveitin var hluti af henni. Nú dreymir allt um dýrð og frið, við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð… Í fegurð þessa borgfirska um- hverfis vakir minningin um Stínu á Brekku. Við hjónin þökkum hin góðu og traustu kynni. Við biðjum Jóni styrks og allrar blessunar, og sendum hon- um og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Pétursdóttur. Bjarni Guðmundsson. Í dag kveðjum við kæra vinkonu, hana Stínu okkar á Brekku, eins og við öll kölluðum hana. Það var snöggt og óvænt sem kallið kom og sárt að hafa ekki getað kvatt hana, en enginn fær ráðið örlögum sínum. Það var árið 1959 sem ég (Ingi- björg) kynntist þeim heiðurshjónum Jóni og Stínu á Brekku. Þá var ég flutt að Hvanneyri og gekk strax til liðs við kirkjukórinn á staðnum sem var undir stjórn Ólafs Guðmundsson- ar frænda míns. Í þeim kór voru m.a. þau hjón Stína og Jón og strax tókst með okkur góður vinskapur sem aldrei bar skugga á og hefur haldist allar götur síðan. Tryggð þeirra hjóna var einstök. Þegar flutt var frá Hvanneyri 1962 með tvær dætur og sonurinn á leiðinni var það ákveðið að um leið og börnin hefðu aldur til kæmu þau til sumardvalar að Brekku. Allt stóð það eins og stafur á bók og Halldóra, Kristín og Björn Leví voru fleiri sumur á Brekku og Björn var þar líka sem vetrarmaður um tíma. Þetta var óskaplega skemmtilegur tími hjá þeim og þau eiga margar og góðar minningar frá þessum árum á Brekku. Þegar Hall- dóra vann sumarlangt síðar á Hvann- eyri fór hún „heim“ að Brekku um helgar. Ekki leið heldur það sumar að við fullorðna fólkið færum ekki í heimsókn að Brekku og þau hjón komu einnig í heimsókn til Reykja- víkur. Stína var afskaplega glaðleg og hress, en ákveðin og hafði mikla starfsorku og þau hjón bæði. Það var ekki legið í leti á Brekku á þessum árum, mikið unnið en einnig mikið glaðst og hlegið. Halldóra, Kristín og Björn Leví hafa alltaf litið á Stínu og Jón sem eins konar fósturforeldra. Þegar þau stofnuðu sínar fjölskyldur var það jafn sjálfsagt að kynna alla fyrir Brekkuhjónum og fyrir fjöl- skyldunni. Og alltaf var jafn innilega tekið á móti fjölskyldunum öllum á Brekku og fylgst með hverjum nýj- um fjölskyldumeðlimi. Síðustu árin hafa verið erfið hjá þeim hjónum vegna veikinda Jóns, en alltaf var þetta á góðri leið að þeirra sögn þeg- ar hringt var á milli eða litið inn. Bjartsýni höfðu þau til að bera alla tíð. En nú hefur dregið ský fyrir sólu og þetta eru erfiðir tímar hjá þér, elsku Jón. Stína var þitt akkeri. Guð gefi þér, Gísla og Oddu, Pétri og Svövu, Þorvaldi og Dagnýju og barnabörnunum öllum styrk í sorg- inni. Elsku Stína. Engin orð fá nokkru sinni þakkað þér allt sem þú varst okkur öllum. Guð launi þér tryggðina og vináttuna og gefi þér góða heimkomu. Við vitum að þar munt þú taka Jóni þínum opnum örmum þegar þar að kemur. Guð blessi minningu Kristínar Pétursdóttur. Ingibjörg Björnsdóttir, Halldóra, Kristín og Björn Leví Viðarsbörn og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.