Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 45 HÓLAHÁTÍÐ verður á morgun, sunnudaginn 12. ágúst. Guðsþjón- usta verður í Hólakirkju kl. 14. Karl Sigurbjörnsson biskup predikar, fyrir altari þjóna sr. Hannes Bland- on, sr. Gísli Gunnarsson og Karl Sig- urbjörnsson, organisti verður Rögn- valdur Valbergsson. Að lokinnni guðsþjónustu leggur Davíð Oddsson forsætisráðherra hornstein að Auð- unarstofu. Ávarp Hólanefndar flytur Hjálmar Jónsson, ávarp Norðmanna flytur Ole Didrik Lærum. Hátíðar- samkoma verður kl. 17, samkomuna setur sr. Bolli Gústavsson vígslu- biskup, hátíðarræðu heldur Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumála- ráðherra. Sumargleði í Fríkirkjunni í Hafnarfirði HELGIHALD er nú að hefjast að nýju í Fríkirkjunni í Hafnarfirði að afloknu sumarleyfi starfsfólks. Verð- ur kvöldguðsþjónusta í kirkjunni sunnudagskvöldið 12. ágúst kl. 20. Sungnir verða léttir og fallegir sálm- ar sem að sjálfsögðu tengjast sumri og sól! Að lokinni þessari stund verð- ur svo opið kaffihús í safnaðarheim- ilinu þar sem sest verður niður og rifjaðir upp brekkusöngvar sumars- ins. Starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði væntir þess að sjá sem flesta nú þegar starf kirkjunnar fer að hefjast. Einar Eyjólfsson. Fjölskyldumessa í Háteigskirkju Á MORGUN, sunnudag, mun Stopp- leikhópurinn taka þátt á fjölskyldu- messu kl. 11.00 í Háteigskirkju með sýningu á leikritinu „Ævintýrið um óskirnar tíu“ í leikgerð Eggerts Kaaber. Leikritið byggist á bókinni „Við Guð erum vinir“ eftir norska höfundinn Kari Vinje. „Ævintýrið um óskirnar tíu“ fjallar um Óskar, lítinn strák sem finnur töfrastaf uppi í sveit hjá ömmu og afa. Hann kynn- ist álfi nokkrum sem á stafinn og fær auk þess að óska sér tíu sinnum. Leiksýningin, sem er blanda af fræðslu og skemmtun, er predikun sunnudagsins og vonumst við í Há- teigskirkju til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta. Að messu lokinni ætlum við að grilla saman í garðinum fyrir utan kirkjuna. Það er því um að gera að mæta með grillmat og með- læti í poka. Þá ætla Guðrún Helga Harðardóttir, sem hefur umsjón með yngribarnastarfi Háteigskirkju, og Pétur Björgvin Þorsteinsson fræðslufulltrúi að fara í leiki með öll- um sem hafa gaman af að hlaupa í skarðið, fara í snúsnú og taka þátt í hressilegum leikjum. Prestur í fjöl- skyldumessunni verður sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og organisti Douglas Brotchie. Starfsfólk Háteigskirkju. Kvöldstund í kirkjunni við tjörnina LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 18. ágúst kl. 20:30 verður kvöldstund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin byggist upp af stuttri hugleiðingu og ritningarlestrum. Að venju mun tón- listin skipa stóran sess í stundinni. Popparinn Páll Rósinkrans og pían- istinn alkunni Jónas Þórir sjá um all- an tónlistarflutning. Umsjón með stundinni hafa þeir sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Hreiðar Örn Stefánsson. Safnaðarstarf Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12–12.30. Petr Rajnoha frá Tékk- landi leikur. Hólahátíð KIRKJUSTARF     Nú þegar hún Helga Einarsdótt- ir föðursystir mín er farin langar mig að skrifa örfá orð. Hún lést nú 16. júlí sl. eftir löng veikindi á Blönduósi. Hún var Borgfirðingur að ætt og uppruna, ein af sex systk- inum, börnum Einars Helgasonar og Helgu Jónsdóttur sem bjuggu sín síðustu búskaparár í Borgar- nesi en höfðu áður en þau fluttu þangað stundað búskap í héraðinu. Hún hleypti ung heimdraganum vegna fjölskylduástæðna og fór að vinna fyrir sér og innan við tvítugt fór hún sem kaupakona að Bergs- stöðum í Húnavatnssýslu og sneri ekki aftur til Borgarfjarðar aftur en bjó alla sína tíð í Húnavatns- sýslu. Hún hóf búskap með bónd- anum á Bergsstöðum, Gísla Pálma- syni, sem þá var orðinn ekkjumaður og eignaðist með hon- um son, Pálma Sigurð. Gísli varð ekki langlífur og lést er Pálmi var u.þ.b. 4 ára. Helga vann fyrir sér eftir það á Blönduósi og víðar um sýsluna en gekk síðan að eiga Kristmund Stefánsson frá Smyrla- bergi og reistu þau sér bú í landi Smyrlabergs, sem þau nefndu Grænuhlíð, þar sem þau bjuggu uns sonur þeirra tók við búi fyrir u.þ.b. 20 árum og þau fluttu til Blönduóss. Kristmundur lést 1987. Þau eignuðust saman 5 börn, Ein- ar, Guðrúnu, Önnu, Helgu og Bergdísi. Á mínum æskuárum í Borgarnesi kynntist ég Helgu ekki fyrr en ég var orðinn talsvert stálpaður. Faðir minn, bróðir Helgu, hafði verið í sveit hjá systur sinni á búskaparár- um hennar á Bergsstöðum en þeg- ar ég var á bernskuárum var bændafólk norður í landi ekki á far- aldsfæti, bæði voru þá samgöngur öðru vísi og fólk bundið af sínu búi. HELGA EINARSDÓTTIR OG PÁLMI SIGURÐUR GÍSLASON ✝ Helga Einars-dóttir fæddist í Selhaga í Stafholts- tungum 27. desem- ber 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduós- kirkju 22. júlí. Pálmi Sigurður Gíslason fæddist á Bergsstöðum í Svart- árdal í A-Húnavatns- sýslu 2. júlí 1938. Hann lést af slysför- um 22. júlí síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 30. júlí. Síminn var þá notaður eða bréfa- skriftir. Það var ekki fyrr en ég var orðinn talsvert stálpaður sem ég kynntist henni og hennar fjölskyldu þegar ég fór í sveit norður í land og dvaldist í sveitasælunni sumar- parta þegar ég var 12–13 ára. Fyrir mér var þetta talsvert ævintýri haf- andi ekki kynnst sveitabúskap að ráði og svo var þetta á þeim árum umtalsvert ferðalag, sem ég fór þá með yfirhlöðnum ullarbíl frá kaup- félaginu, sem oft þurfti að fara í fyrsta gír svo tíma tók að komast norður. Svo var ég sóttur á jepp- anum þeirra í Grænuhlíð til Blönduóss en stutt var frá Grænu- hlíð og þangað. Já, minningin um langa sólríka sumardaga í sveitinni og hana Lúllu, eins og fólkið henn- ar í Borgarfirði kallaði hana Helgu, er alltaf góð. Ég held að ég hafi nú ekki nýst sérlega vel til búskaparverka, þó veit ég það ekki, en nóg fékk ég að borða hjá Lúllu því húsmóðir var hún góð, ég held að máltíðir og kaffitímar hafi verið 7–8 á dag og nóg var af kökum. Verst þótti mér hrossakjötið en það borðaði ég ekki en ég held hún hafi smyglað því of- an í mig samt. Einnig var það þessi bráðnauðsynlegi hræringur sem ég leit hornauga. Ýmsum verkum þurfti að sinna, vitja um silunganet í Laxárvatni, mjólka kýr og snúa heyi, maður flaut svona með í þessu. Mér fannst hún Lúlla alltaf halda svolítið upp á mig og það var gagnkvæmt, hún var ósköp væn og hlý við mig og Kristmundur bóndi hennar skrafaði við mig á sinn mjúka hátt og lygndi aftur aug- unum, já, hann hafði gaman af því að ræða ýmis mál og svo var hann örlátur á fé því ég man eftir því að hann reiddi fram til mín sett af því sem Laxness kallaði „bánkuseðla“ í lok sveitardvalar minnar vegna misskilins vinnuframlags. Í Grænuhlíð þurfti ekki kalltæki því maður heyrði alls staðar vel í húsmóðurinni, hún hafði sterkan og góðan talanda og kom frá sér skila- boðum á bæjarlandinu. Hún gekk einnig rösklega til verka sinna í fjósi og víðar og bæjarbarnið kynntist með öllu þessu hinum ljúfa brag í Grænuhlíð á fyrripart sjö- unda áratugarins. Það eru orðin ár og dagar frá þessum tíma en þessar myndir koma nú í hug mér er ég nú kveð frænku mína, sem þráði orðið hvíld. Góð kona er gengin. Það varð stutt á milli þeirra mæðgina Pálma og Helgu en hann fórst í hörmulegu bílslysi undir Hafnarfjalli sex dögum eftir lát móður sinnar 22. júlí sl. Ég ætlaði vart að trúa því er ég fékk af þessu fréttir, en forlögin eru oft óútreikn- anleg, hann komst ekki til að fylgja móður sinni síðasta spölinn. Ég man Pálma fyrst þegar hann heim- sótti ömmu sína og afa, sem ég átti sömu hlutdeild í, í Borgarnes þá er hann stundaði nám í Reykholti á sjötta áratugnum en þau bjuggu þá í sama húsi og ég. Einnig þegar hann stundaði nám í Bifröst og kom í Borgarnes. Hann var elsta barna- barn þeirra og uppáhald og auðvit- að leit maður upp til þessa frænda síns þá og síðar. Einnig kom Pálmi í sveitina í Grænuhlíð þegar ég var þar og við kynntumst þar. Þá stundaði ég nám í Bifröst áratug eftir að hann var þar og áttum við margar stundir saman þegar hann heimsótti skólann og síðar í tengslum við félagsmálastarf vegna skólans. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur var ég síðan alltaf með bankaviðskipti mín hjá honum í bankanum. Hann var lengst af bankastarfsmaður og útbússtjóri í Samvinnubanka og Landsbanka og ég rellaði stundum í honum sér- staklega fyrr á árum um lán sem hann veitti þessum frænda sínum nær undantekningarlaust og greiddi þannig götu mína. Í þeim félagsstörfum sem ég var með hon- um og þegar hann kom fram t.d. á skemmtunum eða kvöldvökum þá finnst mér að Pálmi hafi verið einn mesti húmoristi sem ég hef kynnst og kom einstaklega vel frá sér á hnyttinn hátt því sem hann vildi segja. Hann hafði gaman að vera innan um fólk vera með í leik og starfi, jákvæður og ljúfur. Ég ætla ekki að fara frekar yfir æviágrip Pálma, það hafa aðrir gert, en kveð þennan góða frænda minn og sendi konu hans og fjölskyldu samúðar- kveðju. Jónas H. Jónsson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag … það má segja um Hen- nýju vinkonu mína. Henný fæddist í Lu- beck í Þýskalandi 26. febrúar 1930 og ólst þar upp í faðmi fjölskyldu sinnar en stríðs- árin settu mark sitt á hana eins og alla þýsku þjóðina. Árið 1949 kom Henný til Íslands sem vinnukona og var henni ætlaður staður í Eyja- firði á bænum Garðshorni í Öxna- dal hjá Frímanni bónda og hans stóru fjölskyldu. Eins og í ævintýr- unum kynnist hún elsta bóndasyn- inum Kristjáni og saman eignuðust þau sex börn, Ingólf, Adolf, Har- ald, Frímann og dæturnar tvær, HENNÝ MARTHA EMMI ✝ Henný MarthaEmmi Frímanns- son fæddist í Lubeck í Þýskalandi 26. febrúar 1930. Hún lést 10. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kettinge í Dan- mörku 14. júlí. Maríu og Helgu, þau setjast að á Akureyri og þar er Henný með barnahópinn sinn en Kristján stundar að mestu sjóinn. Leiðir þeirra skilur 1962 og fer Henný með fjögur af börnunum til Kaup- mannahafnar, hafði þá kynnst dönskum manni, en eftir verða Adolf og Frímann hjá afa sínum og fjöl- skyldu í Garðshorni. Þeir fara svo síðar til Kaupmannahafnar en Frímann festi ekki rætur og kemur aftur til Íslands. Ég man fyrst eftir Hennýju þeg- ar ég var stelpa í Þingvallastræt- inu en þá bjó hún í efsta húsinu sem kallað var Bæjarhúsið. Hún gekk oft niður götuna í sumarblíð- unni, í rósóttum kjól og á hæla- skóm, það gustaði af Hennýju, hún var glæsileg kona. Næst man ég eftir henni sumarið 1976, þá kom hún til landsins og bjó með Krist- jáni. Ég hitti hana hjá vinkonu hennar Fanneyju og var hún þá að gæta sonarsonar hennar það sum- ar. Aftur fer hún til Kaupmanna- hafnar en kemur alkomin 1982 og taka þau aftur saman Kristján og Henný. Við urðum miklar vinkonur og aldrei bar skugga á vinskapinn. Henný hugsaði oft um börnin fyrir mig og ég reyndi að gera eitthvað fyrir hana í staðinn. Það var gaman að vera með Hennýju og Mæju dóttur hennar, bæði í Danmörku og Þýskalandi, en Mæja lést aðeins 44 ára gömul og var það Hennýju og Kristjáni mikil raun, því Mæja var mjög dugleg að koma til Íslands. Í nóv- ember 2000 greindist Henný með krabbamein og ákvað hún að enda þetta líf í Danmörku hjá Helgu dóttur sinni og fjölskyldu. Ég og dóttir mín vorum svo lánsamar að heimsækja Hennýju og Kristján í febrúar síðastliðnum þar sem þau nutu þess að vera í návist Helgu, en maður hennar Vagn var búinn að útbúa notalega íbúð fyrir þau til að njóta elliáranna. En þó fór það svo að við hjónin stóðum við kistu vinkonu minnar 14. júlí í kirkjunni í Kettinge, því Henný lést í örmum Helgu á heimili hennar 10. júlí síð- astliðinn. Ég og fjölskylda mín söknum sárt kærrar vinkonu, en minningarnar lifa. Kristín Kristjánsdóttir. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. textil.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.