Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 9 SKIPTAR skoðanir eru meðal tals- manna fyrirtækja í ferðaþjónustu innanlands um hugmyndir um að- gangseyri að þjóðgörðum landsins. Margir telja slíka gjaldtöku sjálf- sagða ef henni er stillt í hóf og gjaldið notað til uppbyggingar og viðhalds innan þjóðgarðanna en aðrir telja óvíst að gjaldtaka myndi skila sér í aukinni þjónustu og vænlegra væri að taka hærra gjald fyrir hverja þá þjón- ustu og aðstöðu sem boðin er. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að í framtíðinni yrðu tekin upp gjöld í formi aðgangseyris og rekstrarleyfis- gjalda á stöðum sem margir ferða- menn fara um, en hún er nýkomin frá Kanada þar sem hún kynnti sér rekstur þjóðgarða. Biðraðir passa ekki Sigríður Gunnarsdóttir, sölustjóri innanlandsdeildar Samvinnuferða- Landsýnar, segir að huga verði vel að útfærslu hugmynda um gjaldtöku á vinsælum ferðamannastöðum. „Þetta er allt í lagi meðan smekklega er að þessu staðið og gjaldið ekki of hátt. Við myndum reikna þetta inn í ferð- irnar á svipaðan hátt og við reiknum inn söfn, heimsóknir á bóndabæi og annað slíkt. Okkur finnst allt í lagi að reikna inn lágar upphæðir en við mundum aldrei láta okkar fólk standa í biðröð með peninga til að borga. Það passar ekki,“ sagði hún og áréttaði að gjaldtakan gæti orðið til að bæta að- stöðu á ferðamannastöðum. Signý Ei- ríksdóttir, markaðsstjóri hjá Ferða- skrifstofu Íslands, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst sjálfsagt að taka gjald á þessum svæðum ef það er svo notað til að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamennina og til að vernda svæðin betur. Enda er þetta gert með góðum árangri víða erlendis,“ sagði hún. Tryggvi Árnason, markaðs- og sölustjóri Austurleiða SBS, segist gjörsamlega mótfallinn aðgangseyri að ferðamannastöðum og frekar fylgjandi því að innheimt sé gjald fyr- ir veitta þjónustu. „Fólk á að borga fyrir það sem það fær. Þótt gengið sé í gegnum þjóðgarð kallar það ekki á neina þjónustu, en vilji maður fá leið- sögn eða komast á salerni á að sjálf- sögðu að greiða fyrir það. Menn nota þau rök að mikill kostnaður fylgi við- haldi göngustíga og annars slíks en það er auðvitað rekstrarkostnaður sem þjónusta á viðkomandi stað á að borga, rétt eins og ekki er tekið gjald fyrir að komast inn í Kringluna að versla,“ sagði Tryggvi og taldi að gjaldtaka gæti fælt ferðamenn frá því þjónusta í sumum þjóðgörðum væri lítil sem engin. „Ég óttast að mann- skapurinn yrði bara settur í að rukka, en minna yrði um þjónustu á stöðun- um,“ sagði hann. Hentar ekki á Þingvöllum Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fær án efa flesta gesti af þjóðgörðum lands- ins en Sigurður Oddsson þjóðgarð- svörður telur ekki vænlegt að taka upp gjald inn í garðinn. „Þessi mál hafa verið rædd í Þingvallanefnd og það er ekki vilji fyrir því að rukka fyr- ir aðgang að þjóðgarðinum. Bæði er það nú landfræðilega erfitt vegna þess að inn í þjóðgarðinn eru þrjár að- alleiðir og þjóðvegur liggur í gegnum svæðið og síðan erum við með ýmsa þjónustu sem okkur finnst ekki koma til greina að rukka fyrir. Þar má nefna þjónustu við hópa skólabarna sem við fáum hingað á vorin en í vor fengum við hingað um 1.500 börn. Þau fá fræðslu um þjóðgarðinn og náttúru og er það í raun tengt nám- skrá grunnskólanna,“ sagði hann en telur þó ekki loku fyrir það skotið að það hentaði í öðrum þjóðgörðum, þar sem landfræðilegar aðstæður væru aðrar, að innheimta aðgangseyri. Ragnar Frank Kristjánsson, þjóð- garðsvörður í Skaftafelli, slær vissa varnagla við þróun í þá átt að taka gjald fyrir aðgang að þjóðgarðinum en finnst sjálfsagt að skoða hugmynd- ina þar að lútandi nánar. Hann segir að meta þyrfti hversu stór hluti gesta myndi í raun greiða fyrir aðgang að þjóðgarðinum. „Þetta eru um 140 þúsund ferðamenn sem sækja okkur heim á hverju ári og nokkur stór hluti þessa hóps gæti verið ellilífeyrisþegar og börn sem að öllum líkindum myndu ekki þurfa að borga. Við fór- um til skamms tíma fram á greiðslu fyrir aðgang að gestastofu en það gafst ekki vel því leiðsögumenn forð- ast staði þar sem gjöld eru innheimt. Þar með næst síður til gestanna með upplýsingar og fræðslu sem við vild- um koma á framfæri. Við höfum verið að gera tilraunir með minjagripasölu, en peningarnir koma frekar inn þann- ig,“ sagði Ragnar og bætti við að til að gjaldtaka inn á svæðið borgaði sig þyrftu tekjurnar að vera nokkuð miklar því henni myndi fylgja aukinn tilkostnaður í mannahaldi og tækja- kosti. Skiptar skoðanir um gjaldtöku að ferðamannastöðum Gjaldtaka ýmist talin sjálfsögð eða óþörf ÁSGEIR Ólafsson átti góða ferð í Eyjafjarðará á dögunum. Eyjafjarð- ará er ein af betri sjóbleikjuveiðiám landsins, en ávallt veiðast í henni enn fremur fáeinir laxar á sumri hverju. Ásgeir hafði heppnina með sér. „Ég var fyrir miðju neðsta svæð- inu. Það svæði breytir sér alltaf mik- ið frá ári til árs og ég var að kasta Lippu á ómerktum stað þegar tekið var með offorsi. Ég var tuttugu mín- útur að ná fiskinum sem reyndist vera 14 punda lax. Ég hef lesið mér nokkuð til og hef ekki séð að jafnstór lax hafi veiðst þarna, a.m.k. ekki í mörg ár,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Auk þessa veiddi Ás- geir átta vænar bleikjur á svæðinu þennan dag. Góð veiði hefur annars verið í Eyjafjarðará í sumar og nokkrir stórfiskar veiðst, m.a. tvær bleikjur yfir 9 pund og aðrar tvær yf- ir 7 pund. Eyjafjarðará er mikil stór- bleikjuá og gefur 9–10 punda fiska flest sumur. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Fékk boltalax í Eyja- fjarðará Ásgeir Ólafsson með 14 punda laxinn úr Eyjafjarðará. mbl.is VIÐSKIPTI Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Ný sending CAROLINE ROHMER - INFINITIF Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-14. Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Verðhrun Ótrúleg tilboð - Stærðir 36-52 Allt nýleg, vönduð vara á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n Tilboðsdagar í ágúst 10-50% afsláttur Húsgögn, lampar, púðar glös og skart Útsala 20-75% afsláttur Opið frá kl. 11-16 • • •mkm v i ð Ó ð i n s t o r g 1 0 1 R e y k j a v í k s í m i 5 5 2 5 1 7 7 7.900 kr. HELGARTILBOÐ 19.900 kr. 9.900.- 3.900.- Tilboð Tilb oð Opið til kl. 16 á laugardögum R Ý M I N G A R S A L A Nú er tækifærið til að gera góð kaup á antikhlutum. Við breytum. 20-30% AFSLÁTTUR Laugavegi 101. sími 552 8222 Opið mán-fö. kl. 11-18 lau. 11-16 Bankastræti 9, sími 511 1135 Í t ö l s k h ö n n u n velkomin á heimasíðuna www.jaktin.is Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra Góður afsláttur í dag af öllum jökkum og vestum. Erum að taka upp glæsilegar haustvörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.