Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIRÍKUR Bragason, fram- kvæmdastjóri Línu.net, segir að ákveðið hafi verið að bíða með næstu áfanga við að tengja ljósleiðara inn á heim- ili þar sem þjónusta fyrir heimatengingar var ekki full- mótuð. Fyrirtækið muni hins vegar bjóða upp á netþjón- ustu í gegnum raflínu og verður það kynnt nánar í haust. Segir hann tengingu í gegnum raflínu mjög hag- kvæman kost. „Við byrjuðum á tveimur áföngum við að tengja ljós- leiðara inn á heimili, en þjón- usta yfir heimtengingar var ekki fullmótuð auk þess sem þetta verkefni er mjög fjár- frekt og hefur þar af leiðandi verið sett í bið. Á hinn bóginn er ljósleiðarinn notaður fyrir fyrirtæki og stofnanir og er stöðugt verið að tengja fleiri inn á netið. Við munum svo nota raflínutengingu fyrir einstaklinga.“ Gæðin háð þeim þjónustuaðila sem skipt er við Spurður um gæði sam- bandsins í gegnum raflínu í samanburði við ljósleiðara sagði hann að gæðin væru mjög háð þeim þjónustuaðila sem skipt væri við. „Ljósleiðaranetið nær inn í spennustöðvarnar en þaðan er sent merki inn á rafdreifi- kerfið. Það þarf ekki að grafa neitt til að tengja húsin, held- ur er staðsettur móttakari inni í húsinu sem sendir boð út í spennustöðina. Í rauninni á það ekki að skipta megin máli hvernig tengingin frá húsinu er svo framarlega sem hún er nógu góð til næsta int- ernetþjónustuaðila.“ Aðallega síma- og netþjónusta Að sögn Eiríks er aðallega hægt að fá síma- og netþjón- ustu í gegnum raflínu. „Það er ekki hægt að fá sjónvarpsefni í gegnum raf- línu en fólk fær í staðinn mjög öfluga og stöðuga internet- tengingu. Með ljósleiðara er hins vegar hægt að fá mun meira efni, sjónvarpsstöðvar, myndbönd og fleira.“ Mun Lína.net bjóða upp ódýrari þjónustu til almenn- ings með raflínu en sam- keppnisaðilar? „Það er mjög erfitt að tjá sig um það á þessari stundu en það verður kynnt í haust, hvaða þjónusta er í boði, hvar verður byrjað, hvað þetta mun kosta o.s.frv.“ Lagning breiðbands til heimila hófst 1995 Landssími Íslands hf. stefnir á að auka notkun á ljósleiðara í framtíðinni í breiðbandinu og leggja ljós- leiðara alla leið inn á heimilin, segir Þór Jes Þórisson, fram- kvæmdastjóri breiðbands- sviðs Símans. Hann segir að búið sé að leggja breiðbandið að 30 þúsund heimilum á höf- uðborgarsvæðinu, eða tæp- lega helming, en um fimm þúsund á landsbyggðinni. Hann segir að jafnaði séu tengd um þrjú til fjögur þús- und heimili yfir árið og nær sú tala yfir landið allt. Að sögn Þórs hóf Síminn að leggja breiðbandið til heimila árið 1995, en fyrstu ljósleið- arastrengirnir í burðarneti Símans voru lagðir 1985. „Það þarf að grafa inn í húsin þar sem um nýjar lagn- ir er að ræða og þess vegna tekur þetta svona langan tíma. Við leggjum ljósleiðara í öll ný hverfi og einnig þar sem endurnýj- unar er þörf. Ljósleiðarinn liggur inn í kjallara ef um er að ræða fjöl- býlishús með níu íbúðum eða fleiri en annars liggur hann inn í götuskáp sem er að há- marki 200 metrum frá íbúð- inni.“ Þór segir að breiðbandið sé uppfærsla á notendakerfinu og sé framtíðin. Um sé að ræða mikla samnýtingu fyrir netið, sjónvarp, margmiðlun og margt fleira. Uppbygging tekur 10 ár „Síminn hefur markað sér þá stefnu að breiðbandið sé framtíðin. Hingað til höfum við notað koparstrenginn sem ber símaþjónustuna og inter- netið eins og við þekkjum það í dag. Það mun taka sinn tíma þangað til þetta verður orðið almennt eða allt að 10 ár mið- að við núverandi uppbygging- arhraða.“ Breiðband Símans nær að 30 þúsund heimilum Á kortinu má sjá hvar búið er leggja breiðband en taka skal fram að ekki er búið að tengja breiðbandið við öll heimili. Lína.net bíður með að tengja ljósleiðara við heimilin Höfuðborgarsvæðið Boðið upp á netþjónustu í gegnum raflínu FRAMKVÆMDIR við um 7 þúsund fermetra útivistar- svæði við Hörðuvelli í Hafn- arfirði standa nú sem hæst og eru áætluð verklok 1. nóvember. Eins og sést á greinar- góðri yfirlitsmynd af svæð- inu, sem fékkst frá lands- lagsarkitektum á teikni- stofunni Landmótun ehf., sést vaðpollur, sem grafið verður verið fyrir í syðri enda svæðisins. Niður að pollinum verða gerð þrep, þar sem bæta á aðstöðu til að gefa öndum brauð og meðfram Tjarnarbrautinni verður endurhlaðinn rúm- lega 70 ára gamall stein- kantur. Í nyrðri enda svæð- isins verður komið fyrir leiktækjum og malbikaður stígur lagður í gegnum svæðið með tengingu niður að nýrri brú við Lækjar- skóla. Grasflötin inni á svæðinu verður hækkuð upp um nokkra tugi cm og að- staða til leikja og útivistar bætt um leið. Lögð er rík áhersla á að Hörðuvellir gegni áfram því hlutverki sem þeir hafa haft fram til þessa sem útivistarsvæði í Hafnarfirði. Ennfremur stendur til að endurbæta að- komu inn á svæðið og þá verða gönguleiðir við svæðið teknar í gegn og settir upp bekkir og gróðursettur trjá- gróður sem fellur vel að svæðinu. Í næsta áfanga verður Tjarnarbrautin endurnýjuð og leiðir fyrir gangandi veg- farendur stórbættar. Sagt var að verklok við Hörðuvallasvæðið yrðu 15. september í Morgunblaðinu í gær, en þar var átt við endurgerð gatnamóta Lækj- argötu og Hverfisgötu í Hafnarfirði. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Útivistarsvæði við Hörðuvelli endurbætt Hörðuvellir Hafnarfjörður REYKJAVÍKURBORG og Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) hafa gert með sér samning til þriggja ára sem felur í sér að Reykjavíkur- borg greiðir GR 80 milljónir á samningstímanum. Greidd- ar verða 30 milljónir 1. febrúar 2002, 30 milljónir 2003 og 20 milljónir árið 2004. Samningurinn var undir- ritaður síðastliðinn fimmtu- dag en þá hófst jafnframt Ís- landsmótið í höggleik sem fram fer í Grafarholti. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri og Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómastundaráðs, undirrituðu samninginn fyrir hönd borgarinnar en Gestur Jónsson, formaður GR, og Stefán Svavarsson gjaldkeri fyrir hönd golfklúbbsins. Í samtali við Morgunblað- ið sagði Gestur að klúbbur- inn hefði lagt fram beiðni til borgarinnar um fjárframlag svo að hægt yrði að sinna ákveðnum framkvæmdum á golfvöllunum í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Æfingasvæði verður byggt upp í Grafarholti „Langstærsti hluti fram- kvæmdanna felst í uppbygg- ingu æfingasvæðis, svokall- aðs „driving-range“, í Grafarholtinu. Þetta er verk- efni sem mun kosta yfir 60 milljónir. Einnig ber að nefna mikið viðhald við golf- skálann í Grafarholti, þá stendur til að bæta æfinga- aðstöðuna úti á Korpu og svo eru ákveðnar framkvæmdir við vellina sjálfa.“ Gestur sagði að framlag borgarinnar væri afar mik- ilvægt fyrir GR þar sem nú væri hægt að halda áfram að bæta aðstöðu félagsmanna. „Það eru um 1.870 manns sem greiða ársgjald þetta ár- ið og við tökum ekki við fleiri félögum þannig að nýir menn komast einungis í klúbbinn ef einhverjir hætta. Í dag er til að mynda á þriðja hundrað manns á bið- lista.“ Reykjavíkurborg og GR gera með sér samning Golfklúbburinn fær 80 milljóna fjárfram- lag á þremur árum Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sló upphafshögg Íslandsmótsins klukkan hálfátta um morguninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.