Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 47
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 47 FRÉTTIR Í dag, 11. ágúst, er Vigdís Ferdinandsdótt- ir vinkona mín 80 ára. Hún dvelst nú á Nátt- úrulækningahælinu í Hveragerði í fallegu og kyrrlátu umhverfi laufgaðra trjá og garða og er þar að ná sér eftir mjaðmagrindarbrot. Það er oft gaman að tala við hana Vigdísi, hún er fjölfróð, fylgist svo vel með öllu, man vel liðna tíð. Hún er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og þekkti vel Reykjavík á fyrri áratugum 20 aldarinnar. Vigdís er ein þeirra sem mikla ekki fyrir sér erfiðleikana. Hún hefur lengst af ævinnar haft vindinn í fangið en hin síðari ár hafa verið henni léttari þó varla sé hægt að tala um meðvind. Nú þegar hún þerrar svitann af enni sér eftir mörg hand- tök og andstreymi liðinna ára lætur hún oft hugann reika um slóðir minn- inganna og umhverfi uppvaxtarár- anna. Þá koma eðlisþættir Vigdísar vel fram, traust minni, þekking á mönnum og málefnum, greind henn- ar og heilbrigt lífsviðhorf. Vigdís Ferdinandsdóttir er fædd 11. ágúst 1921 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ferdinand Róbert Ei- ríksson skósmíðameistari og kona hans, Magnea Ólafsdóttir. Ferdinand var eldri Reykvíkingum að góðu kunnur, hann rak skósmíðaverkstæði í borginni í 60 ár, þar af hálfa öld á Hverfisgötu 43. Umsvif hans voru talsverð, hann hafði um tíma 5 lær- linga og heimilið var vel stætt á þess tíma mælikvarða. Magnea var fædd á Ólafsvöllum á Skeiðum og meðal systkina hennar má nefna Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara, Guðna sem stofnaði og rak Ingólfsapótek og síðar Heildversl- unina G. Ólafsson og Gísla föður Er- lings leikara. Vigdís ólst upp í Reykjavík og var elst sjö systkina og eina stúlkan. Hún var 7 ára þegar 6. systkinið fæddist. Systkini hennar eru: Gunnar Óli, lengi járnsmiður hjá Sindra, Eiríkur Róbert skósmíðameistari, Árni Gret- ar heildsali, Gísli skósmíðameistari, Jón Júlíus, teiknikennari og mynd- listarmaður, sem nú er látinn, og Ferdinand búfræðingur, nú forstöðu- maður Arnarholts. Það gefur auga leið að umönnun og uppeldi bræðr- anna hefur lent mjög á Vigdísi sem var elst og eina systirin. Fjölskyldu- tengsl voru sterk og móðurbræður Vigdísar dvöldust oft á heimili for- eldra hennar þegar þeir voru í bæn- um. Eins og geta má nærri héldu þeir mikið upp á þessa fallegu, glaðlegu og greindu frænku sína. Vigdís lauk prófi frá Verslunarskólanum 1939. Hún var óvenjulega glæsileg ung stúlka sem sjá má á myndum frá þessum árum og reyndar ber hún það með sér enn þrátt fyrir háan aldur. VIGDÍS FERDINANDSDÓTTIR Vigdís hefur alla ævi verið listhneigð og skemmti á verslunar- skólaárunum stundum sem eftirherma, Vigdís eftirherma stóð á aug- lýsingaskiltum skemmtikvölda í skól- anum. Á skólaárum Vigdísar og fyrstu ár- unum eftir að hún lauk prófi var hér kreppa og atvinnuleysi. Vigdís vann fyrstu árin ýmis skrifstofustörf og sjö ár vann hún í atvinnu- og samgönguráðuneytinu. Árið 1941 kynntist Vigdís bandarísk- um lækni af frönskum ættum, Har- vey Georg Tousignant, og hafði það mikil áhrif á lífshlaup hennar. Þau Vigdís trúlofuðust en fengu ekki að giftast. Harvey læknir var sendur til Írlands áður en Harvey sonur hans fæddist. Eftir stríðið hittust þau Vig- dís í Washington DC en lentu í alvar- legu bílslysi. Harvey var sendur á hersjúkrahús en Vigdís á almennt sjúkrahús og leiðir skildi. Þau héldu þó alltaf tengslum og læknirinn reyndist Vigdísi vel. Harvey Georgsson er einn af mínum bestu vinum og Vigdísi móður hans kynnt- ist ég fyrst þegar við Harvey fórum að setjast að tafli. Fáir munu þeir skákmenn íslenskir sem ekki þekkja Harvey Georgsson. Um tíma var hann einn af sterkustu skákmönnum Íslendinga og varð t.d. Reykjavíkur- meistari 1972, tefldi í landsliðsflokki og tók þátt í alþjóðlegum skákmót- um. Jóhann Þórir Jónsson, sá mikli frömuður skáklistarinnar á Íslandi, lýsti því yfir í skáktímaritinu að Har- vey væri vinsælasti skákmaður á okkar landi. Harvey hefur reynst móður sinni hjálparhella en örlögin höguðu því þannig að uppvaxtarár hans urðu bæði honum og móður hans erfið. Þriggja ára gamall smitaðist Harv- ey af berklum, fyrst í rist. Sex ára gamall fékk hann berkla í mjaðma- grind og var þá lagður inn á sjúkra- hús. Í tvö ár lá hann á sjúkrahúsinu í gipsi á hægri fæti frá tám upp að mitti. Síðar tóku berklarnir sig aftur upp og lá Harvey aftur í gipsi í tvö ár frá 10 ára til 12 ára aldurs. Lengi hef ég þekkt Harvey Georgsson en aldrei heyrt hann kvarta vegna þessarar sjúkrasögu sinnar. Einhvern tíma þegar þetta tímabil ævi hans barst í tal svaraði hann „Ég held margir hafi lent í verra.“ Það er karlmannlegt svar manns sem missti stóran hluta æsku sinnar og skólagöngu vegna veikinda. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að þessi ár hafa ekki verið þeim mæðginum auðveld. Vigdís var einstæð móðir og vann úti og aðstoð þjóðfélagsins var minni en nú er. Stundum finnst mér í samræðum og orðavali Vigdís bera þess merki að hún hefur staðið lengst af þar sem öldurótið er mikið. Hún vílar ekki allt fyrir sér og ósjálfrátt kemur þá oft fyrir hugskotssjónir sjómaður sem siglt hefur lengi um úfinn sæ. Þegar Harvey var 13 ára giftist Vigdís Ragnari Frímannssyni, sjó- manni, og eignaðist með honum tvo syni, Róbert og Ragnar Frímann. Þau skildu eftir átta ára sambúð. Í rúman áratug bjó ég í sama húsi og Vigdís. Ég hafði ekki verið þar lengi þegar ég áttaði mig á því að húsfélagið í stigahúsinu var Vigdís. Hún var allt í öllu, skipulagði fram- kvæmdir og viðhald, tók ákvarðanir og sá um hússjóðinn. Hún ein þekkti sögu viðhalds hússins og til hennar var leitað ef upplýsinga var þörf. Ófá kvöld skaust ég niður á hæðina fyrir neðan og tók skák við Harvey. Alltaf var mér tekið jafnvel og Vigdís hitaði ævinlega handa mér kaffi, þótt stundum væri orðið áliðið. Þessar ánægjustundir koma oft upp í huga mér og vel skynjaði ég að þarna átti ég góða vini. Ævinlega hafði Vigdís eitthvað að segja um ástand þjóð- mála eða helstu atburði líðandi stundar. Vigdís hefur sterka réttlæt- iskennd og skoðanir sínar segir hún óhikað og oftast umbúðalaust. Hún er margfróð og minnið sterkt. Hún er hjálpsöm og telur ekki eftir sér að gera viðvik fyrir kunningjana. Hún er trygglynd og tekur óhikað málstað vina sinna. Upplagið er gott og góða heimanfylgju hefur hún haft úr for- eldrahúsum bæði frá erfðum og upp- eldi. Hún hefur yndi af listum og nefni ég í því sambandi höggmynda- list sem hún hefur kynnst vel af tengslum sínum við Sigurjón Ólafs- son, móðurbróður sinn, myndlist og tónlist. Ég held að það hafi verið skrifaðar bækur um ómerkari örlög en hennar Vigdísar. Þessi greinda, heiðvirða og góða kona hefur tekist á við erfiðleika og mótvind án þess að láta það buga sig. Örlög manna eru á ýmsa lund. Segir ekki Davíð einhvers staðar: „Sá faðmar ekki gæfuna grá- hærða og feiga, sem gengur út úr log- unum einn með hreinan skjöld.“ Ég held að Vigdís Ferdinandsdóttir geti mætt áttatíu árunum með heiðríkju í huga. Hún hefur innt sitt hlutverk vel af hendi, skilað sínu ævistarfi, eign- ast marga vini sem meta hana mikils. Ég minnist með þakklæti ánægju- stunda í Gnoðarvoginum með kaffi- bollann í hendinni, taflmennina fyrir framan mig hlustandi á Vigdísi rifja upp liðna tíma af glöggskyggni og fróðleik. Þessari vinkonu minni sendi ég bestu vinarkveðjur á 80 ára afmæli hennar með von um að hún nái sér að fullu og megi enn eiga ánægjurík æviár. Þá koma mér í hug orð skálds- ins og bið þess að í þeim megi fyrir Vigdísi felast nokkur sannleikur: „Bak við þyrna og þrautir þar eru sléttar brautir og grasivaxnar gróðurlautir.“ Guðm. G. Þórarinsson. STJÓRN Blaðamannafélgs Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er hneykslun á framgöngu lög- regluþjóna við eftirlit með mótmæl- um vegna kjaramála sjómanna í Reykjavíkurhöfn nýverið. „Lögreglan hindraði þar enn og aftur blaðamenn við störf og braut stjórnarskrárvernduð réttindi þeirra, m.a. með því að taka fyrir linsu á ljósmyndavél, sem er hvort tveggja ofbeldisverknaður og lög- brot. BÍ krefst þess að lögreglan í Reykjavík biðji hlutaðeigandi ljós- myndara afsökunar og tryggi að ósv- inna af þessu tagi endurtaki sig ekki. Því miður virðist ljóst af síendur- teknum atburðum af þessu tagi sem lögregluþjónar séu almennt skeyt- ingarlausir um réttindi og þýðingu fjölmiðla. Stjórn BÍ hefur þungar áhyggjur af því að framkoma lög- reglu í garð blaðamanna batni ekki þrátt fyrir fögur fyrirheit af hálfu lögreglumanna um að bæta sam- skiptin. Stjórn BÍ bindur þó vonir við að nefnd ríkislögreglustjóra um sam- skipti lögreglu við fjölmiðla, sem BÍ á aðild að, takist að koma á verklags- og samskiptareglum fyrir lögreglu sem blaðamenn geta unað við,“ segir í ályktun Blaðamannafélagsins. Stjórn Blaðamannafélags Íslands ályktar um framgöngu lögreglu Blaðamenn hindraðir við störf sín GULA húsinu tjaldað heitir myndlist- arsýning Maríu Pétursdóttur sem hún opnar í dag, laugardag, kl. 14 í Gula húsinu að Lindargötu 49. Sýningin er innsetning með hljóði en verkið byggir á viðtölum við þrjár kynslóðir fólks sem þekkja sögu húss- ins eða hafa dvalið þar í einhverri mynd. María Pétursdóttir útskrifaðist úr fjöltæknideild MHÍ 1998 og er þetta hennar þriðja einkasýning. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 24. ágúst og er opin mánudaga, miðvikudaga, föstu- daga og sunnudaga frá kl. 14–18. Þrjár kynslóðir í Gula húsinu NÚ stendur yfir sýning á leirverkum Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Þetta er önnur einkasýning Kristínar. Verkin eru úr postulíni steyptu í gifs- mót, einnig handmótuð form úr postulíni og grófum steinleir. Kristín lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1997 og stund- aði framhaldsnám við Danmarks De- sign Skole í Kaupmannahöfn 1998– 1999. Hún hlaut á þessu ári lista- mannalaun í sex mánuði úr Listasjóði. Sýningin er opin virka daga kl. 11– 18, laugardaga kl. 11–16 til 29. ágúst. Verk úr postul- íni hjá Ófeigi Haust- og vetr- arlistarnir frá Otto komnir NÚ er Otto haust- og vetrarlistinn kominn út, tæplega 1.400 blaðsíður að stærð. Vöruúrvalið í stóra listanum er tískufatnaður á alla fjölskylduna í öllum stærðum, vefnaðarvara og úr- val af húsgögnum og borðbúnaði auk margs konar gjafavöru. Sérlistarnir eru nokkrir og þar er höfðað til ákveðinna markhópa. Eins og undanfarið verður einnig boðið upp á listann á geisladiski fyrir tölvur, en þar er hægt að fletta list- anum síðu fyrir síðu. Á honum eru einnig hreyfimyndir, þ.e. fyrirsæt- urnar sýna fötin frá nokkrum hlið- um. Sérlistar sem Otto vörulistar bjóða upp á: Klitzeklein, þar er með- göngufatnaður, föt fyrir börn að 3ja ára aldri, húsgögn. Kidoki, föt á krakka 2ja til 6 ára. Teens & Kids, föt á krakka 3ja til 16 ára. Ps. Company, nýjasta tíska fyrir unga fólkið. Apart kvenfatnaður, Chic & Charme, dömufatnaður, So Bin Ich, föt fyrir konur í stórum númerum, 40–58. Fair Lady, klass- ísk og kvenleg föt í öllum stærðum. Heine, tískufatnaður, húsgögn og húsbúnaður. Otto vörulistar eru með afgreiðslu í Njarðarnesi 1 á Akureyri. Þess ber að geta að Otto er með heimasíðu á Netinu þar sem hægt er að fletta listanum ásamt því að panta vörur og lista. www.otto.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.