Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR, sem búa í þéttbýlum borg- um, virðast viðkvæmari fyrir geð- sjúkdómum en þeir sem búa til sveita. Þeim er hættara við því að einangrast félagslega. Félagsleg einangrun getur kynt undir óraun- sæjum hugmyndum sem síðar þróast yfir í sjúklega andlega líð- an. Þetta kemur fram í nýrri hol- lenskri rannsókn en niðurstöður hennar voru birtar nýlega í tíma- ritinu Archives of General Psych- iatry. „Það verður æ ljósara að borg- arlíf tengist auknum líkum á bæði líkamlegum og andlegum sjúkdóm- um,“ segir dr. Jan van Os, prófess- or í geðlækningum við háskólann í Maastrict. Hann segir að rann- sóknir hafi sýnt að Hollendingar sem alast upp og búa í borgum eru líklegri en aðrir til að leggjast inn á sjúkrahús vegna geðklofa. „Það getur þó verið vegna þess að íbúar stórra borga hafa greiðari aðgang að læknisþjónustunni en aðrir,“ segir van Os. „Fyrir þá sök langaði okkur að rannsaka þetta nánar og beita aðferðum faraldursfræðinnar og taka viðtöl við úrtak úr þjóð- skrá.“ „Van Os og starfsbræður hans og -systur greindu upplýsingar rúmlega 7 þúsund Hollendinga sem bjuggu í 90 mismunandi borg- um í landinu. Þeir tefldu saman annars vegar greiningum á geð- sjúkdómum, tíðni ranghugmynda og ofskynjana auk ofsóknarkennd- ar, við það hversu þéttbýl heim- kynni fólksins voru hins vegar. „Við sáum að þeir sem búa í þéttbýli eru líklegri til að hafa væg geðveikieinkenni og auknar líkur á að þau þróist yfir í sjúkdóms- ástand,“ segir van Os. „Samt sem áður verða fæstir af þeim sem hafa þessi mildu einkenni veikir. En lík- urnar eru meiri.“ Að haldast heil á geðsmunum Einmanaleiki eykur einnig hætt- una á geðsjúkdómum, segir van Os. Hann segir að ýmsir sálfræð- ingar telji að þeir sem búi í borgun séu líklegri en aðrir til að búa við félagslega einangrun. Það geti skipt miklu máli vegna þess að við þurfum að eiga samskipti við ann- að fólk til að haldast „heil á geðs- munum,“ eins og hann orðar það. Samskipti verði til þess að brengl- aðar hugmyndir og tilhneiging til ofsóknarkenndar leiðréttist ósjálf- rátt. „Aðrar skýringar eru fyrir hendi, svo sem meira áreiti vegna streitu, sem við vitum að getur dregið fram í dagsljósið undirliggj- andi geðsjúkdóma í viðkvæmum einstaklingum,“ nefnir hann enn fremur. Hann bendir á að fólk sem ekki á traust annars einstaklings geti haft meiri tilhneigingu en aðr- ir til að finna fyrir ofsóknarkennd. „Rannsóknin er góð en niður- stöður hennar eru ekki endilega nýjar,“ segir dr. John Talbott, pró- fessor í geðlækningum við háskól- ann í Maryland í Baltimore í Bandaríkjunum, um hollensku rannsókina. „Fólk hefur lengi veitt þessu athygli, allt aftur til tíma Dickens, og velt því fyrir sér hvers vegna tíðni alvarlegra geðsjúk- dóma er meiri í borgum, og þá sér- staklega þéttbýlum borgum, en í dreifbýli.“ Leggja áherslu á geðvernd Hann segir að tvær tilgátur séu til um þetta. Önnur er sú að fólk sem hefur þróað með sér alvar- legan geðrænan sjúdóm, sem hefur mikil áhrif á hæfileika þess til þess að beita hugsun sinni, eigi í hvað mestum erfiðleikum með að laga sig að borgarlífi. Það endi með því að missa vinnuna og tengslin við fjölskyldu sína og missi smám sam- an öll samfélagleg tengsl og hrek- ist sífellt neðar í metorðastigann. Hin tilgátan er sú að fólk sem býr í þéttbýlum borgum sé berskjald- aðra en aðrir fyrir fólksmergð, um- ferð, mengun, hávaða, ofbeldi og fíkniefnum og að það smám saman hafi slæm áhrif á geðheilsu. Van Os segir að læknar og rann- sakendur verði að beina sjónum sínum að því hvaða þættir auki lík- ur á geðsjúkdómum í þéttbýlum borgum. Hann segir að hugsanlega verði að nota aðferðir sem hafi geðverndandi áhrif fyrir alla þegna í stað þess að einbeita sér fyrst og fremst að þeim sem eru nú þegar í áhættuhópum. Einsemd og einangrun í borgum Borgarbúum hættara við geðsjúkdómum The New York Times Syndicate. LANGTUM fleiri börn slasast á leikvellinum en í umferðinni, segir í grein sem barnalæknar við barna- spítalann Children’s Hospital & Medical Center í Cincinnati í Bandaríkjunum skrifa í júlíhefti tímaritsins Ambulatory Pediatrics. Rannsókn læknanna náði til barna og ungmenna undir tvítugu. Lækn- arnir rannsökuðu slys sem börnin og ungmennin urðu fyrir á árunum 1992 til 1997. Gögn yfir slysin fengu þeir hjá þeirri stofnun í Bandaríkjunum sem skráir og safnar tölulegum upplýsingum um heilbrigði þjóðarinnar. Á hverju ári leita um 200 þúsund börn á náðir bráðavakta á bandarískum sjúkra- húsum, vegna slysa sem þau hafa orðið fyrir á leikvelli. Fjórðungur áverkanna sem börnin urðu fyrir var vegna þess að þau duttu, langoftast úr leiktækj- um á skólalóðum. Einnig voru slys tíð vegna þess að börn duttu við leik í heimahúsum eða í almenn- ings- og tómstundagörðum. Á ár- unum 1992 til 1994 voru 44% miðl- ungi alvarlegra til alvarlegra slysa tilkomin vegna þess að börnin duttu við leik á leikvöllum, 22,5% vegna hjólreiðaslysa og 9% vegna bílslysa. Á árunum 1995 til 1997 var tíðni sams konar slysa, og upp- talin í sömu röð, 36,2%, 18,6% og 10,9%. Niðurstöðurnar komu á óvart Niðurstöður rannsóknarinnar komu rannsakendum nokkuð á óvart. „Flestir hafa þær hugmyndir að alvarlegustu meiðslin séu vegna bílslysa,“ er haft eftir dr. Kieran J. Phelan, aðalhöfundi greinarinnar. „Bílslys valda hins vegar fleiri banaslysum [en hjólreiðaslys og slys á leikvöllum].“ Á hverju ári deyja 6–8 þúsund börn og ungmenni í bílslysum í Bandaríkjunum en 15–20 vegna slysa á leikvöllum. „Við getum dregið þá ályktun af rannsókninni að það verður að gæta varkárni þegar leiksvæði eru hönnuð,“ segir hann og leggur til að hluti lausnarinnar felist í því að lækka leiktækin. „Það sýnir sig að um leið og leik- tæki eru orðin hærri en 1,5 metrar verða slysin alvarlegri. Það skiptir líka miklu hvernig flöturinn sem þau detta á er. Klifurgrindur, rólur og rennibrautir eru þau leiktæki sem flest slysin verða við.“ Þá bendir hann einnig á að skrúf- ur og boltar á leiktækjunum geti valdið slysum. „Börn á aldrinum 5–9 ára eru í mestri hættu, að því er fram kemur í rannsókninni. Börn á þessum aldri eru að uppgötva og kanna um- hverfi sitt og ríða oft á tæpasta vað þegar þau spreyta sig á nýjum við- fangsefnum. Þau eru ekki alltaf fær um að meta við hvaða ögrun þau ráða,“ segir Phelan. Leikvellir ekki öruggastir New York Times Syndicate. Reuters Við öruggar aðstæður. KARLAR leita síður en konur til læknis samkvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út í Bandaríkjunum af þeirri stofnun þar í landi sem sér um varnir gegn sjúkdómum og um forvarnir (Center for Disease Cont- rol and Prevention). Skýrslan nær einungis til áranna 1997 og 1998. Upplýsingarnar í skýrslunni eru fengnar frá bandarískum lækna- stöðvum auk göngudeilda og bráða- vakta á sjúkrahúsum. Tilgreint er af hvaða kyni sjúklingarnir eru, hvaða kynstofni þeir tilheyra, hvort og hvernig þeir voru sjúkratryggðir, hvers vegna þeir komu og hvaða meðferð þeir hlutu hjá lækninum. Konur reyndust þriðjungi líklegri en karlar til að fara til læknis. Var þó búið að draga frá þau skipti sem konur heimsóttu lækni vegna mæðraeftirlits. Með aldri söxuðu karlar þó á muninn. Enn meiri mun- ur, eða 100%, var á kynjunum með tilliti til þess hvort þau fóru í árlegt eftirlit eða til forvarna. Konur fengu auk þess mun meira af lyfjaávís- unum en karlar og gilti þá einu hvort læknir skrifaði upp á horm- ónalyf eða þunglyndislyf. Konur leituðu til læknis um 4,6 sinnum á ári að jafnaði. Konur á aldrinum 15–44 ára fóru að með- altali 3,8 sinnum á ári í læknisskoð- un en konur sem náð höfðu 65 ára aldri fóru u.þ.b. helmingi oftar. Ungar konur fóru aðallega til heim- ilislæknis eða á bráðavaktir en full- orðnar konur aftur á móti til sér- fræðinga. Konur af afrísku bergi brotnar voru mun duglegri en hvítar konur að leita til læknis vegna of hás blóðþrýstings, sykur- sýki eða vandamála sem tengdust meðgöngu. Fjórar af hverjum fimm læknisheimsóknum voru á almennar læknastofur. Aðrar heimsóknir deildust jafnt niður á bráðavaktir og göngudeildir. Algengast var að konunum væri úthlutað blóðþrýstingslyfjum og lyfjum sem höfðu áhrif á miðtauga- kerfið auk hormónalyfja. Karlar leita síður til læknis Reuters Karlar virðast hafa minni áhyggj- ur af heilsu sinni en konur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Félagsleg einangrun er algeng- ari í þéttbýli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.