Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HLUTI glæpanna er að verða mun alvarlegri. Eins og við öll vitum eru glæpir barnaníðinga og dreifing á barnaklámi mjög alvarlegt mál,“ seg- ir Inger Marie Sunde, saksóknari og forstöðumaður tölvuafbrotadeildar norsku lögreglunnar. Hún er hér stödd ásamt fleiri sérfræðingum frá Ökokrim, tölvuafbrotadeild efna- hagsbrotadeildar norsku lögreglunn- ar. Þau halda þessa dagana námskeið um tölvuglæpi fyrir efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra og lögreglu- skólann, og kynna hvernig nýta megi rafræn sönnunargögn við úrlausnir mála. Inger telur það greinilegt að kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi farið versnandi með tilkomu Netsins, menn vilji alltaf nýjar myndir og það stuðli að kynferðislegri misnotkun á börnum. Að hennar sögn er mynstrið í þessum myndum sífellt að verða verra, börnin verða yngri, ofbeldið harðara og mjög algengt er að á myndunum sjáist nauðganir á ungum stúlkum. Staðreynd að þetta ofbeldi á sér stað alls staðar „Við höfum séð töluvert af svona myndum í norskum málum. Við vit- um af eigin reynslu að margt fólk sem yfirleitt myndi segja að það for- dæmdi barnaklám skoðar þetta á sín- um tölvum. Ég hugsa að ef þið lítið á einkatölvur inni á heimilum og í fyr- irtækjum hér á Íslandi, munið þið finna það sama. Þetta er mjög alvar- legt alþjóðlegt vandamál,“ segir Ing- er og bendir á að enn séu refsing- arnar við þessum brotum lægri heldur en efni standi til. Í Noregi sé hámarksrefsing við dreifingu barna- kláms tvö ár, en oftast sleppi menn með fésektir. Hún telur að refsing- arnar þurfi að herða og gefa þurfi mjög skýr skilaboð í þessum málum. Inger segir að lög- reglan þurfi að þróa að- ferðir svo hún geti þekkt fórnarlömbin á myndunum og stoppað misnotkunina á börn- um. Það mikilvægasta sé að bjarga börnunum. Mikið átak hafi þó verið gert hjá bæði Interpol og Europol við að finna aðferðir til að greina fórnarlömbin jafnt sem glæpamennina. „Þetta er mjög alvar- leg kynferðisleg mis- notkun sem á sér stað og það er stað- reynd að þetta ofbeldi á sér stað í öllum löndum, en þegar talað er um skipulagða glæpi þá er það ef til vill ekki eins mikið í okkar norrænu lönd- um. Við vitum að Rússar eru stórir framleiðendur og nú er til dæmis stórt mál í gangi í Bandaríkjunum. Sumir þessara barnaklámhringja ná yfir allan heim,“ segir hún. Inger telur að það skipti engu máli hversu miklar heimildir lögreglunni séu látnar í té til að vinna úr, hún geti ekki ein unnið á þessu vandamáli. Beita þurfi netiðnaðinn þrýstingi, þeir sem þar starfi þurfi að hreinsa þjónustu sína af þessum síðum og einnig þurfi að læsa þá notendur úti sem nýti kerfi í þessum tilgangi. Aðspurð segir hún Netið sem slíkt ekki standa utan laga, en hins vegar sé það að miklu leyti stjórnlaust. Það gildi sömu lög um tölvuheiminn sem og raunveruleikann, þann- ig að þetta sé ekki spurning um lög heldur að ná stjórn á hlutun- um. „Það er vandamál að fá netiðnaðinn til að bera einnig ábyrgð á því sem er að gerast. En þetta er eins og ef þú rekur veitingastað getur þú verið dreginn til ábyrgðar ef þú sérð að einhver stundar fíkniefnaviðskipti inni á staðnum þín- um. Mér finnst það sama eigi að gilda um netiðnaðinn.“ Nýting rafrænna sönnunar- gagna við úrlausn glæpa „Það sem er að gerast er að þjóðfé- lagið er að verða sífellt tölvuvæddara og það sama gildir um glæpamenn- ina. Í öllum tegundum afbrota er hægt að finna mikilvæg sönnunar- gögn í tölvum. Við vorum hér í fyrra og vorum með byrjendanámskeið og nú erum við hér með framhaldsnám- skeið,“ segir Inger og lýsir hversu mikla möguleika lögreglan hafi til að uppræta allar tegundir afbrota með nýtingu rafrænna sönnunargagna, ef hún aðeins fái til þess góða þjálfun. „Í hvert skipti sem þú notar tölvuna þína skilur þú eftir þig rafræn spor, sem við getum nýtt okkur við rann- sóknir á glæpum.“ Tölvuafbrotadeild efnahagsbrota- deildar norsku lögreglunnar hefur tekist að leysa um 85 prósent mála sem hún hefur fengið til úrlausnar og er það mjög hátt hlutfall að sögn Ing- er. Hún telur ástæðuna fyrir þessum góða árangri vera margþætta og nefnir að deildin hafi verið stofnuð 1995, sem er heldur fyrr en víða í hin- um vestræna heimi. Einnig er deildin þrískipt og starfsmennirnir séu rann- sóknarlögreglumenn, lögfræðingar og tölvunarverkfræðingar, sem hjálpist að við að rannsaka mál. Þar með sé hægt að nálgast málin frá þremur mismunandi hliðum. „Það eru miklu fleiri möguleikar á að nýta rafræn sönnunargögn ef einstakling- ar hafa einhverja tölvukunnáttu fyr- ir, það er þess vegna sem við reynum að bæta árangur lögreglunnar með því að ráða fólk með þessa þekkingu og það reynist mjög vel. Við mælum með að sama aðferð sé notuð í öðrum löndum,“ segir Inger. Hún segir aðalástæðuna fyrir því að þeim hafi ekki tekist að leysa hin 15 prósentin vera yfirleitt samskipta- vandamál við aðrar þjóðir, upplýsing- ar berist ekki á milli landa og þess háttar. Hins vegar bendir hún á að reynsla þeirra sé að þau fái fleiri mál til úrlausnar eftir því sem þau leysi fleiri, traust til þeirra aukist sífellt. Ökokrim hefur þjálfað og kennt um tvö hundruð lögreglumönnum, víða í Noregi að hagnýta sér rafræn sönnunargögn. Hún telur að nýting rafrænna gagna ætti að vera orðin sjálfsagður hluti af starfsháttum lög- reglu í mörgum málum í dag. En til þess að það geti orðið þarf að fræða fólk og þjálfa lögreglumenn, svo þeir viti eftir hverju þeir eigi að leita. Norskir sérfræðingar í tölvuafbrotum fræða íslenska lögreglumenn Inger Marie Sunde Tölvuglæpir eru sífellt að verða alvarlegri Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er sí- fellt að verða alvarlegra, að sögn forstöðu- manns tölvuafbrotadeildar norsku lögregl- unnar. Netið á þátt í að útbreiða glæpina. HEIÐRÚN Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, segir að GSM-kerfið hafi aldrei verið hugs- að sem öryggiskerfi. Hins vegar hafi verið lagður mikill metnaður í að byggja upp kerfið í þéttbýli. Í frétt Morgunblaðsins í fyrra- dag af rútuslysinu á Fjallabaksleið nyrðri deildi Hörður Davíðsson, formaður Rauða kross deildarinn- ar á Kirkjubæjarklaustri og björg- unarsveitarmaður í Kyndli, á Landssímann fyrir skort á GSM- símasambandi, sem hafi leitt til þess að aðeins náðist í brot björg- unarsveitarmanna. Þar segir hann að meira en helmingur björgunar- sveitarmanna hafi ekki fengið SMS-skilaboðin sem send eru til að kalla menn út. GSM ekki öryggiskerfi Heiðrún segir 98% landsmanna vera í GSM-sambandi á heimaslóð- um sínum, það er í þéttbýliskjörn- um sem telja 200 manns eða fleiri, og verið sé að þétta kerfið enn frekar, til að mynda á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar, en í ár hafa 19 stöðvar verið ýmist efldar eða nýreistar á þeirri leið og von er á frekari þéttingu netsins á þessu ári. NMT-kerfið hafi hins vegar, frekar en GSM-kerfið, verið hugsað sem öryggis- eða dreif- býliskerfi. Ekkert NMT-samband á Fjallabaksleið Á yfirlitsmynd yfir útbreiðslu NMT-farsímakerfisins, sem finna má á vef Landssímans, sést að enn eru nokkur svæði á hálendinu símasambandslaus og að þær slóð- ir þar sem rútuslysið varð eru ein- mitt án NMT-sambands. Að sögn Tryggva Árnasonar hjá Austur- leið-SBS er þetta svæði geysilega fjölfarið, Austurleið-SBS flytji 250 farþega daglega um þetta svæði yfir sumarið í áætlunarferðum. Þá séu ótaldar hópferðirnar og þeir sem eru á eigin vegum. Á vetrum sé þessi leið einnig mjög fjölfarin, jeppafólk fari þá mikið inn í Veiði- vötn og Landmannalaugar. Bíl- stjóri rútunnar sem valt á mánu- dag gat ekki tilkynnt slysið gegnum NMT-síma heldur var það aðvífandi bílstjóri sem ók í hálf- tíma niður að Búlandi til að hringja í neyðarlínuna. Tryggvi segir ófremdarástand á þessari leið og þjónustan hjá Landssíma- num sé frámunalega léleg á þessu svæði. „Þetta bara byggist á því að setja einhvers staðar upp endur- varpa á þessum leiðum til að hægt sé að ná sambandi. Mér skilst á kunnugum að það þurfi lítið, það þurfi ekki að bæta við nema einum eða tveimur endurvörpum, þá sé þessi leið orðin þokkaleg.“ Erfitt að finna hentugan stað Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur er svæðið sem um ræðir á áætlun hjá Landssímanum og hafa verið gerðir út leiðangrar, bæði í fyrra- sumar og í sumar, til að finna út hentugustu staðsetninguna fyrir senda. Heiðrún segir að það hafi reynst erfitt á þessu svæði að finna hentuga staðsetningu, bæði með tilliti til þess hversu langt sendirinn nær og þess að hægt sé að þjónusta hann. Gott aðgengi þarf að vera að sendinum til að komast með eldsneyti og til reglu- legs viðhalds og viðgerða. „Þeir eru búnir að skoða þetta bæði í fyrra og í sumar og munu fara aft- ur nú í haust til að skoða svæðið.“ Síminn leitar að hentugum stað fyrir NMT-sendi Lélegt farsímasamband á Fjallabaksleið MENNINGAR- og fjölskylduhátíðin „Galdrastef á Ströndum“ verður haldin þessa helgi á Hólmavík. Und- anfarin ár hafa Strandamenn unnið að uppbyggingu galdrasýningar á Ströndum, en sýningin var fyrst opn- uð á Jónsmessunótt árið 2000. Hún átti til að byrja með að vera lítil í sniðum en stækkaði fljótt í hugum manna og nú ber svo við að menn sjá fyrir sér galdraslóð um alla Stranda- sýslu með fjórum sýningum á mis- munandi stöðum þar sem tekin yrðu fyrir ákveðin þemu tengd galdraöld- inni. Sýningin er yfirgripsmikil og má m.a. finna umfjöllun um galdra sem tengjast þjóðsögum í bland við stað- reyndir um fjölda dómsmála, fjölda galdrabrenna, hverjir urðu fyrir barðinu á ofsóknunum og hvar galdramál komu upp á Íslandi. Einn- ig er hægt að fræðast um tilbera, uppvakninga og nábrækur. Auk þess er gerð grein fyrir réttarkerfinu á 17. öld, galdraskræðum frá öllum tímum og fjallað um nokkur fræg og athygl- isverð galdramál og persónur frá brennuöld. Sérstaklega er fjallað um lífshlaup Jóns lærða Guðmundssonar frá Ströndum, en talið var að hann kynni ýmislegt fyrir sér. Sigurður Atlason er framkvæmd- arstjóri verkefnisins „Galdrastef á Ströndum“. Að hans sögn er ástæða þess að þessi hátíð var skipulögð sú að Strandamönnum varð ljóst að þeir gætu ekki opnað annan áfanga- galdrasýningarinnar í sumar eins og til stóð og urðu menn þá smeykir um að aðsóknin á sýninguna myndi dala. Nýi hlutinn mun hins vegar opna næsta vor. „Strandamönnum hefur líka lengi verið ljós þörfin á sameig- inlegu átaki til að efla ferðaþjón- ustuna sem atvinnugrein og er þessi sýning skemmtileg og fræðandi af- þreying.“ „Í gær hófst dagskráin á því að draugar og aðrir óárar voru hraktir burtu af galdramönnum af Ströndum en eftir það flutti sönghópurinn Gríma tónlist frá 17. öld og var meg- inþorri tónlistarinnar komin frá séra Ólafi Jónssyni, Söndum í Dýrafirði en hann var uppi 1560 til 1627. Þá var komið að tónleikum Sigurrósar og voru þeir með strengjasveitina Anima með sér. Steindór Andersen kvæðamaður tók með þeim lagið. Eftir tónleikana var mjög falleg og táknræn minningarathöfn um það fólk sem varð fyrir galdraofsóknum á Íslandi á 17. öld. Anima spilaði tónlist sem Hilmar Örn Hilmarsson samdi sérstaklega fyrir hana. Þegar fiðlu- tónarnir fylltu loftið hljómaði rödd Hilmars, sem flutti erindi um galdra- ofsóknirnar á Íslandi, en tuttugu og einn var brenndur á báli fyrir meinta galdra. Þá las Edda Heiðrún Bachm- an upp nöfn allra þeirra er brenndir voru og stutt æviágrip.“ Dagskráin heldur áfram í dag, en í kvöld koma fram m.a. Andrea Gylfadóttir og Megas auk annarra listamanna. Menningarhátíðin Galdrastef á Ströndum um helgina Tileinkuð þeim er urðu fyrir ofsóknum MÆÐGUR voru fluttar á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi síðdegis í gær. Þær kenndu eymsla í mjöðmum en reyndust áverkar þeirra vera minni háttar og voru þær útskrifaðar eftir rannsókn. Tveir til viðbótar voru í bílnum og sakaði þá ekki. Til- drög slyssins eru óljós. Bifreiðin er mikið skemmd og þurfti að flytja hana á brott með kranabíl. Morgunblaðið/Golli Bílvelta á Kjalarnesi VIÐHORFSVAKT Vímulausrar æsku hefur sent formönnum allra þingflokka bréf þar sem þess er farið á leit að Alþingi skipi sérstaka rann- sóknarnefnd til að rannsaka til hlítar allt sem viðkemur Eldborgarhátíð- inni um verslunarmannahelgina. Í bréfinu segir að þess verði að gæta sérstaklega að mótshaldarar, björg- unarsveitir, lögregla og aðrir sem kynnu að hafa hagsmuni af því að fría sig ábyrgð komi ekki nálægt rann- sókninni. Meðal verkefna nefndarinn- ar sem nefnd eru í bréfinu er að upp- lýsa hvernig mótshaldið fór fram, kanna hverjir beri ábyrgð á því ástandi sem þar skapaðist og draga viðkomandi til ábyrgðar. Sérstaklega þurfi að kanna þátt lögregluyfirvalda við undirbúning mótsins og löggæslu á því. Kanna þurfi hvaða peningalegu hagsmunir tengist því að efna til útihátíða af þessu tagi og hvernig staðið sé í skilum með skattgreiðslur. Eldborgarhátíð verði rannsökuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.