Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 31 HUGBÚNAÐUR semtengdur er við eftirlits-myndavélar og getur ásjálfvirkan hátt borið kennsl á einstaklinga sem ber fyrir myndavélarnar verður að öllum lík- indum tekinn í notkun í Leifsstöð í næsta mánuði, skv. upplýsingum Jó- hanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða nýja tækni, svonefndan FaceIt-hugbúnað, sem farið er að nota m.a. við löggæslueftirlit á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Greinir augnumgjörð fólks sem ber fyrir eftirlits- myndavélarnar Tæknin byggist á því að hugbún- aður í myndavélunum greinir augn- umgjörð og and- litslögun einstaklinga sem koma inn í mynd- flöt vélanna. Hug- búnaðurinn býr svo til sérstakan töluramma úr and- litunum og ber hann jafnóðum og sjálfkrafa saman við andlitsmyndir sem settar hafa verið í gagnagrunn myndavélakerfis- ins, sem inniheld- ur t.d. myndir af eftirlýstum af- brotamönnum, al- þjóðlegum hryðju- verkamönnum, týndu fólki eða einstaklingum sem settir hafa verið í farbann. Gefur búnaður- inn merki ef and- liti sem kemur inn í myndflötinn ber saman við andlitsmynd sem geymd er í grunninum. Skv. upplýsingum framleiðanda FaceIt-tækninnar, Visionics Corporation í New Jersey í Bandaríkjunum, er búnaðurinn afar öflugur og nákvæmur, og getur framkvæmt allt að 70 milljónir að- gerða á mínútu. Fullyrt er að lík- urnar á að búnaðurinn geri mistök séu innan við 1%. Skýrar vinnureglur um notkun og upplýsingar í gagnagrunni Persónuvernd þarf að gefa sam- þykki sitt fyrir notkun þessa bún- aðar hér á landi og er málið nú til meðferðar hjá stofnuninni. Að sögn Jóhanns standa prófanir yfir en hann segist leggja mikla áherslu á að vanda vel allan undirbúning og að skýrum vinnureglum verði fylgt við notkun þessarar tækni. Fylgja á ströngum reglum um hvaða upplýs- ingar má setja í gagnagrunn mynda- vélakerfisins. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var ákveðið að setja upp umræddan hugbúnað í eftirlits- myndavélakerfi Leifsstöðvar í tengslum við aðild Íslands að Schen- gen vegna aukins öryggiseftirlits í flugstöðinni. Mikil umfjöllun um FaceIt í bandarískum fjölmiðlum Mikil umfjöllun hefur verið um þessa nýju tækni í fjölmiðlum í Bandaríkjunum að undanförnu og hefur verið greint frá því að Leifs- stöð sé fyrsta flugstöð í heiminum sem setur þennan sjálfvirka leitar- búnað upp. FaceIt-tæknin hafi einn- ig m.a. verið tekin í notkun af banda- rísku þjóðaröryggisstofnuninni (NSA), varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og varnarmálaráðu- neyti Ísraels, sem hafi sett leitar- búnaðinn í eftirlitsmyndavélar við Gaza-svæðið. Lögregla sé einnig farin að nota þessa tækni, m.a. til að hafa uppi á týndum einstaklingum, án árangurs til þessa, auk þess sem hugbúnaðurinn hafi þegar verið tengdur við eftirlitsmyndavélar í um það bil 100 spilavítum í Bandaríkj- unum. Umræða í fjölmiðlum í Bandaríkj- unum hófst í kjölfar frétta í febrúar sl. þegar lögregla í Flórída lét eft- irlitsmyndavélar tengdar FaceIt- leitarbúnaði greina andlit meðal tugþúsunda áhorfenda á íþrótta- kappleik í leit að hryðjuverkamönn- um. Til mótmæla kom svo í sumar í bænum Ybor í Tampa í Flórída þeg- ar greint var frá því að lögregla hefði tengt FaceIt-búnað við eftir- litsmyndavélar á götum bæjarins. Lögregla í Birmingham í Bret- landi hefur sett FaceIt-búnaðinn í eftirlitsmyndavélakerfi borgarinnar og hann hefur einnig verið tengdur við 300 eftirlitsmyndavélar í New- ham-hverfi í Lundúnum. Fullyrt er að þar hafi dregið úr tíðni glæpa um 34% frá því tæknin var tekin í notk- un fyrir tveimur árum. Mjög skiptar skoðanir eru um þessa tækni í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur halda því fram að búnaðinum fylgi hætta á misnotkun. Útbreiðsla tækninnar og notkun stangist á við persónuvernd og stefni hraðbyri í átt að eftirlitsþjóð- félagi ,,stóra bróður“. Að mati sér- fræðinga býður þessi tækni hins vegar upp á mikla möguleika við leit að afbrotamönnum og eftirlýstu fólki. Þá þurfi almenningur engar áhyggjur að hafa því myndavélarnar leiti eingöngu uppi afbrotamenn eða eftirlýsta, sem skráðir eru í gagna- grunninn. Mikilvægt sé þó að settar verði strangar reglur um hvaða upplýs- ingar má setja í grunninn. Almenningur finni til aukins öryggis og stafi ekki ógn af Jóhann segir að umfjöllun erlend- is að undanförnu og fregnir af fyr- irhugaðri notkun FaceIt-búnaðarins í Leifsstöð hafi vakið töluverð við- brögð og margir erlendir aðilar sem hafi áhuga á að setja búnaðinn upp hafi haft samband til að kynna sér fyrirhugaða notkun þessarar tækni hér. Hann segir að vegna þess hversu stórt mál sé um að ræða verði myndavélabúnaðurinn ekki tekinn í notkun fyrr en allri heimavinnu er lokið. „Nota má alla svona nýja tækni til góðs eða ills en það er mér keppi- kefli að reglur um notkun bún- aðarins verði það skýrar að almenningur finni til aukins öryggis af bún- aðinum en stafi ekki ógn af hon- um. Þess vegna tökum við okk- ur þann tíma til undirbúnings sem þarf,“ segir hann. Securitas hefur annast uppsetningu búnaðarins í Leifsstöð í sam- starfi við Vision- ics. Pálmar Þór- isson, deildarstjóri tæknideildar Securitas, segir að þessi búnaður geti bæði nýst við aðgangsstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum, sem og við að bera kennsl á fólk. „Það eru teknir ákveðnir punktar í kringum augnumgjörð mannsins og út frá því myndar [búnaðurinn] ákveðinn töluramma og reiknar út líkur á að viðkomandi sé í grunn- inum. Það þýðir, að ekki skiptir máli þótt menn láti sér vaxa skegg, breyti um háralit eða hafi elst,“ segir hann. Pálmar segir að búnaðurinn sé þó þeim takmörkunum háður að myndavélarnar þurfi að hafa nokkuð gott sjónarhorn og helst megi ekki vera fleiri en fimm til tíu manns í myndfletinum hverju sinni. Þá þurfa myndavélarnar að geta greint bæði augu viðkomandi einstaklings þótt þær geti raunar borið kennsl á and- lit frá allt að 45 gráða sjónarhorni. Örar framfarir hafa orðið í svo- kallaðri manngreiningartækni sem byggist á líffræðilegri tölfræði, í þeim tilgangi að greina á áreiðanleg- an hátt sundur einstaklingsbundin sérkenni fólks. Að sögn Pálmars er svokölluð lithimnuskönnun áreiðan- legasta tæknin sem fram hefur kom- ið til þessa. Hann segir að Securitas hafi að undanförnu haft lithimnu- skanna til skoðunar fyrir nokkur ís- lensk fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þessa nýju tækni í notkun við aðgangstakmarkanir að húsnæði sínu í stað aðgangskorta, PIN-núm- era o.þ.h. Viðkomandi horfa þá inn í sérstaka linsu sem skannar lithimnu augans áður en þeim er veittur að- gangur. „Öll þessi nýja tækni er hins vegar talsvert dýr enn sem komið er,“ segir Pálmar. Fyrsta flugstöð heims sem setur búnaðinn upp FaceIt-myndavélabúnaðurinn getur borið kennsl á andlit í mannþröng af mikilli nákvæmni, borið það sjálfkrafa saman við myndir af afbrota- mönnum í gagnabanka og gert viðvart, skv. upplýsingum framleiðand- ans Visionics Corp. Tengja á sjálfvirkan leitarhugbúnað, sem getur borið kennsl á fólk, við eftirlitsmynda- vélar flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli í haust. Fram kemur í grein Ómars Friðriks- sonar að Leifsstöð er fyrsta flugstöðin í heim- inum sem tekur þessa nýju tækni í notkun. omfr@mbl.is Sjálfvirkur leitarbúnaður í eftirlitsmyndavélum Leifsstöðvar tekinn í notkun í haust ft mikil í Kaup- m það að ina stór- Skúla nu 1751. ir um að rvinnslu í um- „Það var ir væru ugmynd- rið hafn- jórnvöld mkvæma ki síður stofnuð stofa í na upp- innlenda rska rík- þessum því verið og ann- að styðja a hluta- Íslend- nmeti Árnason s konar ndinu til ldi hann ing og í rðarækt. í Kaup- ðan kom af fáum ætu veitt og ekki na því. ngar lík- em þeir ví sat við i danski Thott 35 að það ra í mál- efnum Íslands væri að líkindum að draga landið sunnar á jarðarkúluna og þar sem það kæmi víst ekki til greina væri lítið hægt að gera. Síð- ar gerðist hann mikill stuðnings- maður viðreisnaráforma Hins ís- lenska hlutafélags. Algeng skoðun á Innréttingun- um er að þær hafi verið misheppn- aðar tilraunir til viðreisnar og breytinga og gengið illa. Bendir Hrefna á að það hafi að mörgu leyti verið raunin. „Þrátt fyrir rekstr- arörðugleika voru Innréttingarnar stórfyrirtæki í einn til tvo áratugi og starfsemi vefsmiðjanna og brennisteinsvinnslan var við lýði í yfir hálfa öld.“ Meginmarkmið að bylta at- vinnuvegum landsmanna Hrefna telur að þegar meta eigi árangur af starfi sem þessu sé einn- ig nauðsynlegt að að leita eftir þeim markmiðum sem samtímamenn hafi stefnt að með viðreisnaráform- um sínum, en að skoða það með hliðsjón af rekstrarlegum eða þjóð- hagslegum ávinningi. „Meginmark- mið með starfi Hins íslenska hluta- félags var að bylta atvinnuvegum landsmanna til lengri tíma með því að kenna landsmönnum ný vinnu- brögð á mörgum sviðum. Þrátt fyr- ir fræðslumarkmiðið töldu hluthaf- arnir framan af þó engan vafa leika á um að starfsemin myndi borga sig og vel það og væntanlegur arður hefur verið forsenda þess að fé var lagt í framkvæmdirnar,“ segir Hrefna. Innréttingarnar voru undirstaða þéttbýlismyndunar í Reykjavík Hrefna bendir á að starfsemi Innréttinganna hafi skilað heil- miklu þó að starfsemi þeirra hafi liðið undir lok og þar hafi einkum tvennt komið til. Verkþekking hafi skilað sér út um landið að einhverju marki, annars vegar í breyttri með- höndlun ullar og bættri spunaþekk- ingu og að nokkru í vefnaðarþekk- ingu. Þá hafi orðið til vísir að verksmiðjuþorpi í Reykjavík og þar með upphaf þéttbýlismyndunar þar. „Reykjavík var áður kirkjujörð og konungur afhenti hlutafélaginu jörðina ásamt nærliggjandi svæð- um og innan fimm ára var kominn þarna vinnustaður fyrir yfir 100 manns og þar af marga útlendinga því allir handverksmenn voru er- lendir fyrstu árin. Þar á meðal voru beykjar, húsasmiðir, skipasmiðir, lóskerar, sútarar, vefarar, litarar og fleiri. Þeir sáu um að kenna Ís- lendingum handverkið og eftir fimm til tíu ár fóru Íslendingarnir að taka við þessum störfum. Starf- semi Innréttinganna olli því gríð- arlegum breytingum á Reykjavík en í manntali frá því rétt fyrir 1760 kemur fram að 100–200 manns störfuðu þar við Innréttingarnar fyrir utan fólk sem úr nágrenninu sem vann ýmis störf fyrir Innrétt- ingarnar, eins og spunavinnu eða seldi þeim vistir og fleira.“ Nýir möguleikar á atvinnu fyrir Íslendinga Í einum kafla bókar sinnar rekur Hrefna ævisögu eins vefaranna, Franz Illugasonar, sem kaus að fara í handverksnám í stað þess að vera í vinnumennsku í sveit en ör- lög hans sýna fram á hvernig póli- tísk viðreisnaráform birtust ís- lenskum almenningi á seinni hluta 18. aldar og gefur mynd af því hvernig þessar hugmyndir sneru við venjulegum Íslendingum og möguleikum þeirra á að tileinka sér þær. „Fólkið sem hóf störf við vef- smiðjur Innréttinganna skömmu eftir 1750 var flestallt innan við þrí- tugt svo það má segja að þá þegar hafi ungdómurinn farið að safnast saman í miðbænum. Slíkur þétt- býlisvinnustaður var ekki til á Ís- landi áður og ýmis vandkvæði komu því upp í kjölfarið. Til dæmis var um tíma erfitt að útvega fæði og klæði fyrir allt þetta fólk. Hrefna bendir á að eftir allsherj- arviðreisnin árið 1752 þegar farið var af stað með fjölda atvinnu- greina hófst, hafi ríkt togstreita innanlands um hversu stór stökk ætti að taka í einu. Sú togstreita hafi snúist um að hvaða marki ætti að byggja viðreisnina á því að kaup- staðir yrðu stofnaðir sem miðstöðv- ar með þeirri fjölbreytni í atvinnu- háttum sem þeir byðu upp á, eða hvort aðaláherslan ætti að vera á að aðlaga nýjungarnar að sveitunum. Þessi togstreita hafi sett mark sitt á starfsemi hlutafélagsins alla tíð. em stóð fyrir Innréttingunum í Reykjavík . Starfsemi Innréttinganna hófst í gömlum bæjarhúsum Reykjavíkurbæjarins við tir þetta fóru ýmsar stofnanir að flytjast til bæjarins og Reykjavík fór smám sam- eð góðfúslegu leyfi Árbæjarsafns. Morgunblaðið/Ásdís ifauppgröftur á lóðinni Aðalstræti 14 og þá s þessi göngustígur sem lagður var á tímum uvefsmiðja Innréttinganna var reist sem s með rúmgóðu porti, girðingu og lás. býlismyndun elva@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.