Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAGA Simons Alberts Norling sem var sænskur að uppruna, en bjó lengst af hér á landi hefur verið af- komendum hans mikil ráðgáta og eru nýjar upplýsingar um ferðir hans og afdrif í upphafi síðustu ald- ar, enn að koma í ljós. Norling hvarf sporlaust frá bæn- um Hede í Härjedalen í Svíþjóð árið 1908. Hafði hann farið í vöruskipta- leiðangur ásamt fjölda samferða- manna, en kom aldrei aftur og fengu kona hans Gertrud Norling og dóttir þeirra, aldrei skýringu á því hvað um hann hefði orðið. Spunnust sögusagnir þess efnis að hann hefði farist á skútu á leið til Íslands. Árið 1917 var hann úr- skurðaður látinn, enda hafði ekkert spurst til hans í níu ár. Raunin var hins vegar sú að hann lifði til 78 ára aldurs, en hann lést árið 1957 á Þingeyri við Dýrafjörð. Vitjaði leiðis afa síns á Þingeyri sumarið 1999 Frá því var sagt í Morgunblaðinu í ágúst árið 1999 að Alf Hedstrom, dóttursonur Norling, hefði komið til Þingeyrar ásamt Lenu konu sinni til að vitja leiðis afa síns. Alf hafði alla tíð haft mikinn áhuga á að afla sér vitneskju um afa sinn sem hvarf með svo dularfullum hætti. Þegar hjónin komu til Íslands höfðu þau hjónin nýlega uppgötvað að hann hefði sest að hér á landi og búið lengst af á Þingeyri. Komust þau á snoðir um þetta eftir að Alf skrifaði í Velvakanda Morgunblaðs- ins þar sem hann bað þá sem kynnu að hafa upplýsingar um Norling að hafa við sig samband. Meðal þeirra sem það gerðu var Ólafur Ágústs- son sem bjó á Þingeyri og þekkti Norling. Hann sagði þeim að talið væri að Norling hefði komið hingað til lands upp úr 1920, búið víða um land, en sest að á Þingeyri árið 1937. Ennfremur að hann hefði aldrei kvænst hér á landi og enginn hefði vitað til þess að hann ætti fjöl- skyldu í Svíþjóð. Sérstök athöfn var haldin í kirkjugarðinum á Þingeyri þar sem Alf lagði stein á leiði afa síns. Hvarf einnig sporlaust frá konu og börnum í Noregi En sögunni lauk ekki þarna því skömmu eftir ferðina hingað til lands sumarið 1999, komust Alf og Lena að því að Norling hefði haft viðkomu í Bergen í Noregi áður en hann kom til Íslands, eignast þar konu og með henni tvíburadætur. Þetta mun hafa verið rétt eftir að hann hvarf frá Svíþjóð árið 1908 og var hann í Bergen í tvö til þrjú ár, en þá hvarf hann sporlaust á ný. Ólafur Ágústsson hefur verið í sam- bandi við Alf og Lenu síðan þau voru hér og segir hann það að von- um hafa verið þeim merkileg upp- götvun að finna ættingja sína í Nor- egi og bæta þessu broti inn í söguna. „Þau fóru til Bergen strax þarna um haustið og hittu þetta fólk, það er að segja afkomendur tvíbura- systranna. Þau voru afskaplega glöð að hitta þarna ættingja sína og hafa verið í miklu og góðu sam- bandi við þau síðan. Dóttir ann- arrar systurinnar, Bente Menger, kom svo hingað til lands nýverið ásamt manni sínum og tveimur börnum og fóru þau í einskonar pílagrímsför til að vitja slóða Norl- ings,“ segir Ólafur. Afkomendur í Noregi vissu hvorki um fortíð hans né afdrif Ólafur segir að afkomendur Norlings í Bergen hafi ekkert vitað um fortíð hans í Svíþjóð. Það hafi því komið þeim algjörlega í opna skjöldu að heyra af því að hann hefði átt konu og barn í Svíþjóð áð- ur en hann kom til Noregs og svo horfið frá þeirri konu og því barni eins og hann hvarf frá þeim í Nor- egi. Um afdrif hans eftir að hann hvarf frá Noregi vissu þau ekki heldur. „Báðar eiginkonur hans áttu það sammerkt að tala aldrei um hvarf hans og segja bæði Alf og Bente að óvíst sé hvort þær hafi nokkuð vit- að um ástæður þess að hann hvarf, en hafi þær vitað eitthvað létu þær ekkert uppi,“ segir Ólafur. Nú er svo komið að litlar líkur eru taldar á því að fleira komi í ljós um afdrif Norling. Þó eru enn um tíu ár sem ekki hefur verið gerð grein fyrir, það er að segja frá 1910 til 1920, sem eru árin milli þess sem hann hvarf frá Noregi og þangað til að talið er að hann hafi komið til Ís- lands. Ólafur segir að Alf og Lena séu þó orðin mjög sátt við þann ár- angur sem leit þeirra hafi borið þótt enn vanti einhver púsl í spilið, en það sé hreinlega í anda þessa máls að yfir því hvíli áfram einhver ögn af dulúð. Einkennileg saga Alberts Norling sem hvarf sporlaust í Svíþjóð árið 1908 Fór tvisvar frá konu og börnum Bente Manger, dótturdóttir Norling, heimsótti Ísland ásamt eiginmanni sínum Paul og börnum þeirra Jens og Thoru. SKIPTAR skoðanir eru um hvort sá sem veitir leyfi til framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun sé bundinn af endanlegum úrskurði um mat á um- hverfisáhrifum. Í 16. grein laga um mat á umhverfisáhrifum segir að þegar leyfi er veitt fyrir matsskyldri framkvæmd skuli leyfisveitandi taka tillit til úrskurðar um umhverfismat. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að verið sé að skoða þetta álitaefni í ráðuneytinu en meiri líkur séu á að fylgja verði endanlegum úrskurði um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar við útgáfu fram- kvæmdaleyfis. Sigurður Líndal, fyrr- verandi lagaprófessor, segir hins vegar að í þessu tilfelli hafi Alþingi endanlegt ákvörðunarvald. Alvarlegir gallar taldir á ákvæði laganna Aðalheiður Jóhannsdóttir, lög- fræðingur og sérfræðingur í um- hverfisrétti, sagði í viðtali við Morg- unblaðið um síðustu helgi að réttaróvissa væri uppi vegna alvar- legra galla á ákvæði laganna um mat á umhverfisáhrifum sem fjallar um úrskurði Skipulagsstofnunar. Breyta þurfi lögunum svo raunveruleg ábyrgð á því hvort fallist er á fram- kvæmd eða lagst gegn henni sé ótví- rætt hjá leyfisveitanda framkvæmda. Þegar sjónarmið Aðalheiðar voru borin undir Magnús sagði hann orða- lag 16. greinar laganna, um að leyf- isveitandi framkvæmda skuli taka til- lit til úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum, vera túlkunarat- riði. ,,Við erum að skoða þetta í ráðu- neytinu. Það hefur ekki reynt á þetta í máli af þessu tagi. Okkur sýnist fljótt á litið að ýmislegt bendi til þess að fylgja verði endanlegum úrskurði um mat á umhverfisáhrifum við út- gáfu framkvæmdaleyfis. Það eru auðvitað álitaefni uppi í þessu sam- bandi, en ég get nefnt sem dæmi að í 27. grein skipulags- og byggingarlag- anna er beinlínis vikið að því að meiriháttar framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyting lands með jarðvegi og efnistöku, skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum þar sem það á við,“ sagði hann. Álitaefni verði skoðuð við endurskoðun laganna Kæra má úrskurð Skipulagsstofn- unar til umhverfisráðherra fyrir 5. september og er úrskurður ráðherra fullnaðarúrskurður á stjórnsýslu- stigi. Engin kæra hafði þó enn borist ráðuneytinu þegar rætt var við Magnús. ,,Þótt við séum ekki komin að end- anlegri niðurstöðu í málinu, því það er að okkar dómi ekki alveg einfalt, þá sýnist okkur ýmislegt frekar benda til þess að endanlegur úr- skurður um mat á umhverfisáhrifum sé ekki bara leiðbeinandi heldur sé hann endanlegur úrskurður,“ sagði Magnús. Aðspurður sagðist hann telja eðli- legt að þetta álitaefni yrði skoðað sérstaklega í þeirri endurskoðun lag- anna sem fyrirhuguð er en þau kveða á um að lögin beri að endurskoða fyr- ir 1. janúar 2003. Alþingi hefur endanlegt ákvörðunarvald í þessu tilviki Sigurður Líndal segir að fram- kvæmdaraðili samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum geti eftir at- vikum verið ríki, sveitarfélag, stofn- un og aðrir lögaðilar eða einstakling- ar sem hyggjast hefja framkvæmd sem lögin ná til. Í þessu tilfelli, byggingu Kára- hnjúkavirkjunar, sé Landsvirkjun framkvæmdaraðilinn, sem hafi látið gera skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum hinnar fyrirhuguðu fram- kvæmdar. Skipulagsstofnun hafi svo farið yfir matsskýrsluna og kveðið upp úrskurð skv. 11. grein en í ann- arri málsgrein hennar segir að ,,í úr- skurði Skipulagsstofnunar skal taka ákvörðun um hvort: a. fallist er á við- komandi framkvæmd, með eða án skilyrða, eða b. lagst er gegn viðkom- andi framkvæmd vegna umtals- verðra umhverfisáhrifa“. Sigurður bendir á að ef úrskurð- urinn er svo kærður til umhverfis- ráðherra skuli ráðherra, skv. 13. grein, kveða upp rökstuddan úr- skurð, sem sé fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi. „Þegar þetta liggur allt saman fyr- ir reynir á 16. grein um leyfi til fram- kvæmda, en þar segir: „Óheimilt er að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir fyrr en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir og skal leyfisveitandi taka tillit til hans.“ Samkvæmt skilgreiningum laganna er leyfisveitandi lögbært yfirvald, sem veitir leyfi til framkvæmda. Það fer þá eftir einstökum lögum hvert þetta lögbæra yfirvald er. Í þessu til- felli fellur þetta leyfi undir 10. grein orkulaga en þar segir að til þess að reisa orkuver, stærra en 2000 kw, þurfi leyfi Alþingis. Þó að þarna sé um fullnaðarúr- skurð á stjórnsýslustigi að ræða sé ég ekki annað en yfir þessu sé Al- þingi með sitt vald og það hafi þá endanlegt ákvörðunarvald. Alþingi hlýtur þarna að hafa síðasta orðið, þannig að mér sýnist þetta ekki vera neitt vandamál í þessu tilfelli. Ég lít ekki svo á að Alþingi sé jafngildi stjórnvalds í þessu sambandi. Alþingi verður auðvitað að vinna málefnalega og taka tillit til úrskurðarins, en það merkir ekkert annað en að Alþingi skoðar úrskurðinn og teflir þá vafa- laust fram þeim rökum sem styðja niðurstöðuna, hver svo sem hún verð- ur. Mér finnst þetta því ekki vanda- mál í sjálfu sér og engin réttaróvissa í þessu tilfelli,“ segir Sigurður Líndal. Vandamál geta komið upp vegna annarra framkvæmda Að hans sögn horfir málið öðruvísi við og geta vandamál komið upp ef um einhverjar aðrar framkvæmdir er að ræða, t.d. vegna leyfis sem ráð- herra orkumála veitir Landsvirkjun til framkvæmda við minni virkjanir o.fl., sem ekki falla undir 10. grein orkulaga. Þá vaknar sú spurning, að sögn Sigurðar, hvort ráðherra orku- mála geti leyft framkvæmd ef um- hverfisráðherra sem kveður upp fullnaðarúrskurð um mat á umhverf- isáhrifum hefur bannað hana. ,,Þarna eru tveir jafnsettir stjórn- sýsluhafar þar sem annar hefur fulln- aðarúrskurðarvald. Ég skil lögin þannig að þegar þarna er komið sögu gildi úrskurður umhverfisráðherra því hann er fullnaðarúrskurður og önnur stjórnvöld eru ekki yfir hann sett. Hið sama yrði upp á teningnum um aðra handhafa stjórnvalds. Ég get verið sammála Aðalheiði hvað þetta varðar, því það er nátt- úrlega óeðlilegt að einn leyfisveitandi sé bundinn af einhverjum ákvörðun- um annars, sem byggir kannski á allt öðrum forsendum. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar reglur á sviðum sem þessum vegna þess að þarna er um umdeilt mál að ræða og þá er alltaf hætta á því að menn teygi lögin hver í sína átt. Þess vegna er óheppilegt að hafa þetta ekki alveg skýrt,“ segir Sigurð- ur að lokum. Ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis um áhrif úrskurðar um Kárahnjúkavirkjun Líklegt að fylgja verði úrskurðinum við útgáfu leyfis Sigurður Líndal segir Alþingi hafa síðasta orðið omfr@mbl.is ÖLLUM starfsmönnum Skjávarps- ins, tólf talsins, hefur verið sagt upp störfum, en Íslenska sjónvarpsfélag- ið, sem á og rekur Skjá Einn, hefur keypt öll hlutabréf Gagnvirkrar miðlunar í Skjávarpinu. Fyrir átti Ís- lenska sjónvarpsfélagið helming hlutafjár í Skjávarpinu. Kaupin fóru fram í júní og fengu starfsmennirnir uppsagnarbréf um síðustu mánaða- mót. Sex þeirra starfa í höfuðstöðv- um Skjávarpsins á Höfn í Horna- firði, einn á Egilsstöðum, einn í Hveragerði, tveir á Akranesi og tveir í Reykjavík. Árni Þór Vigfússon, sjónvarps- stjóri Skjás Eins, segir að ekki sé bú- ið að taka neinar ákvarðanir um hvernig starfsemi Skjávarpsins verði háttað í framtíðinni. Hann seg- ir að starfsemin sé nú til endurskoð- unar. „Ákveðið var að segja starfs- fólkinu upp þar sem verið er að endurskoða reksturinn. Það er verið að skoða marga möguleika og það er hugsanlegt að reksturinn haldi áfram í óbreyttri mynd. Hvort sama starfsfólk kemur að rekstrinum verður þá að koma í ljós,“ segir Árni. Skjár Einn nær nú til 64% þjóð- arinnar, en dreifikerfi Skjávarpsins nær til 230 þúsund íbúa, eða um 85% landsmanna. Árni segir að verið sé að vinna að því að koma útsending- um Skjás Eins á alla þá 22 staði sem dreifikerfi Skjávarpsins nær til. Hann segir að ætlunin sé að klára það verkefni á næstu misserum. „Við vonum að það verði í haust, en ég hef áður fengið upplýsingar um ákveðn- ar dagsetningar sem hafa síðan ekki staðist tæknilega svo ég vil helst ekki gefa neina dagsetningu núna. Við vinnum hörðum höndum að þessu,“ segir Árni. Starfs- mönnum Skjávarps sagt upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.