Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 530 30 30 Lúdó og Stefán Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld Hinn árlegi stórdansleikur á B r o a d w a y í k v ö l d RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Forsala miða alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 • Fax 533 1110 Miðasa la í a l l an dag á B roadway og v i ð dy rna r í kvö ld . MÆRINGARNIR MILLJÓNA O G S Ö N G V A R A R N I R P á l l Ó s k a r, R a g g i B j a r n a , S t e p h a n H i l m a r z o g B j a r n i A r a Húsið opnað klukkan 23:00. Miðaverð aðeins kr. 1.800. St af ræ na H ug m yn da sm ið ja n / 2 81 0 WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Í kvöld lau 11. ágúst kl. 20 - AUKASÝNING, ÖRFÁ SÆTI LAUS MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST KL. 20.00 LAUGARDAGINN 01. SEPTEMBER KL. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Sigurður Sævarsson REQUIEM — SÁLUMESSA Sýnt í Dráttarbrautinni við smábáta- höfnina í Keflavík (þvottastöð SBK) 2. sýning 11. ágúst kl. 20.00 3. sýning 12. ágúst kl. 20.00 Aðeins þessar 2 sýningar. Listrænn stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Miðasala í síma 690 0558. Skólaskór 25% af sláttur á Löngum laugard egi Litir: Grátt, blátt og rautt. Domus Medica, Egilsgötu 3 ÓKRÝNDIR konungar hins svokall- aða dauðarokkstímabils, þegar mað- urinn með ljáinn tók sér gítar í hönd og sveif yfir vötnum hér á landi á ögn vinalegri máta en hann gerði á tím- um svarta dauða, er án efa hljóm- sveitin Strigaskór nr. 42. Hljómsveit- in var uppi nánast allt tímabilið, var stofnuð í lok níunda áratugarins en lagðist í dvala árið ’95, eða á svip- uðum tíma og dauðinn dró sængina yfir höfuðið. Þeir náðu þó að gefa út eina breið- skífu, Blót, sem hlýtur að teljast ein metnaðarfyllsta rokkplata íslenskrar tónlistarsögu. Ný plata á leiðinni Þau gleðitíðindi eru svo farin að renna sér manna á milli þessa dag- ana að Strigaskórnir séu að vakna upp úr dvalanum og við það að hefja göngu á ný. „Já, við byrjuðum að æfa fyrir ári. Með miklum hléum samt. Við erum búnir að vera eignast börn og svona,“ segir Hlynur Aðils Vilmarsson gítar- leikari og aðal lagahöf- undur sveitarinnar og snöggbreytir þannig orð- róminum í staðreynd. „Við erum að taka upp plötu,“ bætir Kjartan Ró- bertsson bassaleikari við, blaðamanni til mikillar undrunar og ánægju. „Við erum bún- ir að taka upp alla grunna og allt svo- leiðis, við eigum bara eftir að bæta nokkrum hlutum inn í og hljóðblanda hana.“ „Við erum í rauninni að koma aftur til þess að gera þessa plötu. Síðan gæti þetta þess vegna verið búið,“ segir Hlynur. „Við ætlum bara að skoða stöðuna í framhaldinu. Við byrjuðum fyrst að æfa aftur fyrir tónleika sem átti að halda í minningu Fróða Finnssonar. Þeir duttu upp fyrir, en þá ákváðum við bara að drífa í þessu fyrst við vor- um byrjaðir að æfa.“ Hvað verður að finna á plötunni? „Þetta eru þau átta lög sem við sömdum og spiluðum í Baal, leikriti sem leikfélag MR, Herranótt, setti upp árið ’95 auk tveggja nýrra laga. Þetta er mun pönkaðra efni en við gáfum út á Blóti. Það stóð alltaf til að gefa þetta út en svo hætti hljómsveit- in óvart,“ segir Hlynur og blaðamað- ur verður eitt stór spurningarmerki í framan. „Þetta voru bara mistök. Ég og Ari ætluðum út í nám en það endaði bara með þriggja mánaða sukkferð,“ segir Kjartan og þeir félagar skella upp úr. Tónleikar á mánudag Eina breiðskífa Strigaskósins til þessa, Blót, er nánast ófáanleg, en eins og allir alvöru drekar situr Hlynur á fjársjóði í helli sínum. „Ég á kassa af diskum heima, mað- ur ætti kannski að fara með hann í búðirnar?“ spyr Hlynur og brosir að lokum. Þeir sem hafa ráfað um stræti borgarinnar Strigaskólausir síðustu 7 ár ættu að taka upp gleði sína á ný við þau tíðindi að hljómsveitin hyggst leika á sínum fyrstu tónleikum í mörg ár á mánudagskvöldið. Tón- leikarnir verða á Gauk á Stöng og þar verða einungis leikin lög af væntan- legri plötu. Liðsmenn segja það þó vel koma til greina í náinni framtíð að halda tónleika tileinkaða Blóti. Hljómsveitin Klink sér um upphitun, miðaverð er 700 kr. og það er 18 ára aldurstakmark. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ást og friður í augliti dauðans, Strigaskórnir í dag (f.v.) Kjart- an, Ari, Hlynur og Gunnar. Strigaskórnir enn óslitnir biggi@mbl.is Ein magnað- asta dauða- rokksveit landsins snýr aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.