Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 21 Listmeðferð (myndþerapía) Verklegt námskeið Námskeiðið er aðallega ætlað starfsfólki á heilbrigðis-, kennslu- mála og félagsmálasviðum. Æfingar byggjast á grunnaðferðum í listmeðferð. Námskeiðið getur komið að notum sem undirbúningur fyrir réttindanám í listmeðferð og sem sjálfsstyrking. Hámarksfjöldi: 6 manns. Upplýsingar og innritun í síma 551 7114 aðeins á morg- un, sunnudaginn 12. ágúst, og nk. mánudag 13. ágúst. Kennari: Sigríður Björnsdóttir, löggiltur listmeðferðarfræðing- ur og félagi í The British Association of Art Therapists, BAAT. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Heinaberg ehf. á Hornafirði hefur keypt tog- bátinn Víði Trausta EA af Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf. Að sögn Ólafs Vilhjálmssonar, útgerð- armanns á Hornafirði, verður bát- urinn gerður út á net til að byrja með. Hann segist hafa keypt tæpra 40 tonna þorskkvóta á bát- inn en mun væntanlega stóla á leigumarkaðinn að öðru leyti. „Ég tel að nú sé ágætur grundvöllur fyrir að hefja útgerð, annars væri ég ekki að þessu. Varanlegi kvót- inn hefur lækkað töluvert í verði og á sama tíma hefur fiskverð hækkað mjög. Það eru þrjú fyr- irtæki á Hornafirði sem berjast um fiskinn og útgerðarmenn því nokkuð vel settir að því leytinu til. Ég mun að öllum líkindum leggja aflann upp hjá Bestfisk á Horna- firði,“ segir Ólafur. Víðir Trausti EA er rúmlega 60 tonna stálbátur, smíðaður á Seyð- isfirði árið 1971 en var lengdur ár- ið 1988. Ólafur segir bátinn vel útbúinn til trollveiða og dragnóta- veiða auk þess sem hann henti vel til bæði neta- og línuveiða. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Víðir Trausti EA er rúmlega 60 tonna stálbátur, smíðaður á Seyðisfirði. Víðir Trausti EA til Hornafjarðar SÓKNARDÖGUM krókabáta fækk- ar úr 23 í 21 um næstu fiskveiðiára- mót, að óbreyttum lögum um fisk- veiðar krókabáta. Þá verða sóknardagarnir auk þess framseljan- legir en á því verða þó ýmsir ann- markar. Bátum sem reru á sóknardögum eftir 1. september árið 2000 var út- hlutað 23 sóknardögum en þessum bátum er aðeins heimil sókn á tíma- bilinu frá 1. apríl til 30. september ár hvert og mega þeir eingöngu fiska á handfæri. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að veita leyfi til annarra sérhæfðra veiða, s.s. á grásleppu. Ekkert þak er á afla hvers báts á ári en dögum getur fækkað eða fjölgað eftir heildarveiði hópsins á hverju ári. Fjöldi sóknardaga fyrir hvert fiskveiðiár er fundinn út með því að reikna meðalþorskafla á hvern sókn- hve mikið bátunum hefur verið hald- ið til veiða á síðustu tveimur fisk- veiðiárum. Hafi bátur þannig ekki nýtt neinn sóknardag síðustu tvö fiskveiðiár er honum ekki heimilt að framselja neinn af þeim 23 sóknar- dögum sem honum verður úthlutað að loknum aðlögunartímanum. Hafi hann hinsvegar nýtt helming dag- anna síðustu tvö ár getur hann fram- selt helminginn. Hafi þeir fullnýtt alla sóknardagana mega þeir fram- selja alla dagana í nýja kerfinu. Séu sóknardagar framseldir skerðast þeir dagar sem ekki eru framseldir. Ef bátur sem sóknardagar eru fluttir til er stærri, í tonnum talið, en sá bát- ur sem dagarnir eru fluttir af, skerð- ast fluttir dagar í hlutfalli við stærð- armun bátanna. Á sama hátt fjölgar sóknardögum sem fluttir eru til minni báts af stærri. ardag fiskveiðiársins á undan og deila honum í heildarþorskafla bátanna. Sóknardögum getur þó ekki fækkað um meira en 25% milli fisk- veiðiára. Heildarveiði sóknardaga- báta er að jafnaði mun meiri en þeim er ætlað og því ljóst að dögunum mun fækka á milli fiskveiðiára. Þannig verða dagarnir 21 á næsta fiskveiði- ári verði lögunum ekki breytt, 19 á fiskveiðiárinu 2002/2003, 17 á fisk- veiðiárinu 2003/2004 og 15 fiskveiði- árið 2004/2005 en fækkar væntanlega um einn dag á ári eftir það. Dagarnir framseljanlegir Eftir 1. september nk. verður framsal sóknardaga heimilt, innan hvers fiskveiðiárs eða varanlega. Misjafnt er þó eftir bátum hve marg- ir af sóknardögum þeirra verða framseljanlegir en það fer eftir því Sóknardögum fækkar í 21 FISKUR og aðrar sjávarafurð- ir njóta æ vaxandi vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar í Noregi. Á síðasta ári fóru 75.000 tonn af sjávarafurðum til neyzlu á heimilunum, en það er um 3% aukning frá árinu áð- ur. Sé neyzlu sjávarafurða á veitingahúsum bætt við, nemur heildarneyzlan um 90.000 tonn- um af fiski. Norðmenn leggja mikla áherzlu á fiskneyslu og hefur útflutningsráði sjávarafurða meðal annars verið falið að kynna fiskinn fyrir landsmönn- um með það í huga að auka neyzluna. Norðmenn auka fiskneyzlu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.