Morgunblaðið - 11.08.2001, Side 21

Morgunblaðið - 11.08.2001, Side 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 21 Listmeðferð (myndþerapía) Verklegt námskeið Námskeiðið er aðallega ætlað starfsfólki á heilbrigðis-, kennslu- mála og félagsmálasviðum. Æfingar byggjast á grunnaðferðum í listmeðferð. Námskeiðið getur komið að notum sem undirbúningur fyrir réttindanám í listmeðferð og sem sjálfsstyrking. Hámarksfjöldi: 6 manns. Upplýsingar og innritun í síma 551 7114 aðeins á morg- un, sunnudaginn 12. ágúst, og nk. mánudag 13. ágúst. Kennari: Sigríður Björnsdóttir, löggiltur listmeðferðarfræðing- ur og félagi í The British Association of Art Therapists, BAAT. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Heinaberg ehf. á Hornafirði hefur keypt tog- bátinn Víði Trausta EA af Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf. Að sögn Ólafs Vilhjálmssonar, útgerð- armanns á Hornafirði, verður bát- urinn gerður út á net til að byrja með. Hann segist hafa keypt tæpra 40 tonna þorskkvóta á bát- inn en mun væntanlega stóla á leigumarkaðinn að öðru leyti. „Ég tel að nú sé ágætur grundvöllur fyrir að hefja útgerð, annars væri ég ekki að þessu. Varanlegi kvót- inn hefur lækkað töluvert í verði og á sama tíma hefur fiskverð hækkað mjög. Það eru þrjú fyr- irtæki á Hornafirði sem berjast um fiskinn og útgerðarmenn því nokkuð vel settir að því leytinu til. Ég mun að öllum líkindum leggja aflann upp hjá Bestfisk á Horna- firði,“ segir Ólafur. Víðir Trausti EA er rúmlega 60 tonna stálbátur, smíðaður á Seyð- isfirði árið 1971 en var lengdur ár- ið 1988. Ólafur segir bátinn vel útbúinn til trollveiða og dragnóta- veiða auk þess sem hann henti vel til bæði neta- og línuveiða. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Víðir Trausti EA er rúmlega 60 tonna stálbátur, smíðaður á Seyðisfirði. Víðir Trausti EA til Hornafjarðar SÓKNARDÖGUM krókabáta fækk- ar úr 23 í 21 um næstu fiskveiðiára- mót, að óbreyttum lögum um fisk- veiðar krókabáta. Þá verða sóknardagarnir auk þess framseljan- legir en á því verða þó ýmsir ann- markar. Bátum sem reru á sóknardögum eftir 1. september árið 2000 var út- hlutað 23 sóknardögum en þessum bátum er aðeins heimil sókn á tíma- bilinu frá 1. apríl til 30. september ár hvert og mega þeir eingöngu fiska á handfæri. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að veita leyfi til annarra sérhæfðra veiða, s.s. á grásleppu. Ekkert þak er á afla hvers báts á ári en dögum getur fækkað eða fjölgað eftir heildarveiði hópsins á hverju ári. Fjöldi sóknardaga fyrir hvert fiskveiðiár er fundinn út með því að reikna meðalþorskafla á hvern sókn- hve mikið bátunum hefur verið hald- ið til veiða á síðustu tveimur fisk- veiðiárum. Hafi bátur þannig ekki nýtt neinn sóknardag síðustu tvö fiskveiðiár er honum ekki heimilt að framselja neinn af þeim 23 sóknar- dögum sem honum verður úthlutað að loknum aðlögunartímanum. Hafi hann hinsvegar nýtt helming dag- anna síðustu tvö ár getur hann fram- selt helminginn. Hafi þeir fullnýtt alla sóknardagana mega þeir fram- selja alla dagana í nýja kerfinu. Séu sóknardagar framseldir skerðast þeir dagar sem ekki eru framseldir. Ef bátur sem sóknardagar eru fluttir til er stærri, í tonnum talið, en sá bát- ur sem dagarnir eru fluttir af, skerð- ast fluttir dagar í hlutfalli við stærð- armun bátanna. Á sama hátt fjölgar sóknardögum sem fluttir eru til minni báts af stærri. ardag fiskveiðiársins á undan og deila honum í heildarþorskafla bátanna. Sóknardögum getur þó ekki fækkað um meira en 25% milli fisk- veiðiára. Heildarveiði sóknardaga- báta er að jafnaði mun meiri en þeim er ætlað og því ljóst að dögunum mun fækka á milli fiskveiðiára. Þannig verða dagarnir 21 á næsta fiskveiði- ári verði lögunum ekki breytt, 19 á fiskveiðiárinu 2002/2003, 17 á fisk- veiðiárinu 2003/2004 og 15 fiskveiði- árið 2004/2005 en fækkar væntanlega um einn dag á ári eftir það. Dagarnir framseljanlegir Eftir 1. september nk. verður framsal sóknardaga heimilt, innan hvers fiskveiðiárs eða varanlega. Misjafnt er þó eftir bátum hve marg- ir af sóknardögum þeirra verða framseljanlegir en það fer eftir því Sóknardögum fækkar í 21 FISKUR og aðrar sjávarafurð- ir njóta æ vaxandi vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar í Noregi. Á síðasta ári fóru 75.000 tonn af sjávarafurðum til neyzlu á heimilunum, en það er um 3% aukning frá árinu áð- ur. Sé neyzlu sjávarafurða á veitingahúsum bætt við, nemur heildarneyzlan um 90.000 tonn- um af fiski. Norðmenn leggja mikla áherzlu á fiskneyslu og hefur útflutningsráði sjávarafurða meðal annars verið falið að kynna fiskinn fyrir landsmönn- um með það í huga að auka neyzluna. Norðmenn auka fiskneyzlu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.