Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 25 TVEGGJA ára íslensk börn fá að meðaltali 32 grömm af sykri á dag, eða sem samsvarar 15 sykurmolum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á matarvenjum tveggja ára barna sem Björn S. Gunnarsson vann á rannsóknarstofu í næringarfræði í fyrra. Börnin fengu að meðaltali 12,5% af orku úr sykri en ekki er talið ráðlegt að fólk fái meira en 10% af daglegri orkuþörf úr sykri. Þá kom fram að um tvö af hverjum þremur barnanna höfðu fengið gos á því þriggja daga tímabili sem rann- sóknin stóð yfir. Óhóflegt sykurát íslenskra barna er mikið áhyggjuefni og hafa rann- sóknir leitt í ljós að 15 ára börn fá að meðaltali rúmlega 100 grömm á dag, að því er fram kemur á heimasíðu Manneldisráðs, en slíkt magn sam- svarar um 44 sykurmolum. Þess má geta að í einum lítra af kóladrykk eru um 50 grömm af sykri eða um 22 sykurmolar. „Mikil sykurneysla getur hæglega leitt til næringarskorts, því sykur er bætiefnalaus vara sem dregur úr lyst á hollum mat,“ segir Brynhildur Briem næringarfræðingur og lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í rann- sókn sem gerð var á næringar- ástandi íslenskra skólabarna fyrir nokkrum árum kom verulega á óvart hvað fæði þeirra var næring- arríkt þrátt fyrir að sykurneyslan sé óvenju mikil hérlendis, að sögn Brynhildar. „Þá kom í ljós að þau borða flest vítamínbætt morgun- korn og fá þannig nægilegt magn bætiefna. Slíkt fyrirkomulag er þó alls ekki æskilegt því mun hollara er að fá bætiefni með því að borða fjöl- breytt fæði. Óeðlilegt er að næring- arástand fjölda barna sé undir því komið hvort framleiðendur ákveð- inna vara bæti vítamínum í fæðuna.“ Sætt morgunkorn í sælgætishillur Hún segir íslenskar neyslukann- anir sýna að börn neyti hlutfallslega mun meiri sykurs en fullorðnir sem sé slæmt því sykurneysla sé í raun uppeldislegt atriði, börn sem fái mikinn sykur venjist á það og finnst að maturinn eigi alltaf að vera sæt- ur. „Þá er sykri að mörgu leyti hald- ið að fólki. Til dæmis má nefna upp- röðun í verslunum, en yfirleitt er sælgæti raðað við kassana þar sem fólk þarf að bíða nokkra stund, oft með börnin í innkaupakerrunni. Einnig er sælgætissala hér á ólík- legustu stöðum eins og í blómabúð- um og stórum byggingavöruverslun- um, sem er fáránlegt.“ Þá nefnir hún sætt morgunkorn sem sé í mörgum tilvikum aðeins dulbúin sætindi. „Margt af því morgunkorni sem hér er á markaði inniheldur yfir 40% sykur. Mér finnst að í versl- unum ættu slíkar vörur að vera í hillunum með sælgætinu en ekki hjá morgunkorninu.“ Hún segir að í rauninni sé oftast auðveldara að nálgast óhollar en hollar matvörur. „Í sjálfsölum eru til dæmis yfirleitt gosdrykkir og sæl- gæti en æskilegt væri að geta valið sér ávexti í stað sætinda. Ef sælgæti fæst alls staðar finnst börnunum líka eðlilegt að alltaf sé verið að borða það.“ Tveggja ára börn fá ígildi 15 sykurmola á dag Mikil sykurneysla getur leitt til næringarskorts Óhóflegt sykurát íslenskra barna og unglinga þykir mikið áhyggju- efni, en fimmtán ára unglingar fá að meðaltali 100 grömm af sykri á dag, eða sem samsvarar 44 sykurmolum. GEITUNGAR virðast vera mun fleiri í ár en í fyrra, en nú fer sá tími í hönd þegar þeir fara úr búum sínum og gerast ágengir, að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Ég hef séð mikið af trjágeitungi og holu- geitungurinn er að fara á stjá en hann er alltaf seinni til. Hann er orð- inn nokkuð ágengur, sérstaklega þegar bjart er í veðri og sólin skín. Þeir eru forvitnir og eru aðallega að skoða fólk.“ Þernurnar ágengastar Erling segir þernurnar vera ágengastar, þær séu að fara úr búun- um eftir að hafa lokið þar hlutverki sínu. Karldýrin séu aftur á móti ró- leg og góð og ekkert að áreita fólk. „Við fáum margar hringingar á dag frá fólki sem þarf aðstoð við að fjar- lægja bú. Fólk er mikið að klippa trén hjá sér núna og rekast þá á búin inn á milli greinanna. Gljámispill virðist vera sérstaklega vinsæll bú- staður hjá þeim í ár.“ Erling segir að sumir vilji ekki láta fjarlægja búin úr görðunum hjá sér heldur vilji leyfa þeim að vera og finnst gaman að fylgjast með þeim. „Þó er æskilegt að fjarlægja búin þar sem mikill umgangur er, til dæmis við göngustíga og við svæði þar sem börn eru að leik. Ég mæli ekki með því að neinn reyni að fjar- lægja búin sjálfur nema hafa til þess viðeigandi búnað og kunnáttu, það getur verið varasamt.“ Hann segir aldrei of oft minnt á að börn sem séu látin sofa í barnavögnum séu á bak við flugnanet. „Mjög mikilvægt er að netin séu heil og hvergi göt á því. Um daginn var ungbarn stungið af geit- ungi sem hafði flogið inn um óþétt net og komst svo ekki út aftur.“ Þá vill hann minna fólk á að drekka ekki úr dósum úti við. „Flugurnar sækja stíft í gos og bjór og geta svamlað lif- andi í dósinni í nokkurn tíma. Mjög slæmt er að fá þær upp í sig, en stungur í kok geta verið hættulegar, bólgnað hratt upp og lokað öndunar- vegi.“ Geitungar eru sólgnir í sæta fæðu og sækja stíft í gos og bjór. Sumir vilja hafa búin í garðinum Óvenju mikið af geitungum í ár VEITINGASTAÐURINN Sticks’n Sushi mun opna sushi-bar í Kringlunni um miðjan mánuðinn og verður hann staðsettur í Ný- kaup þar sem kaffihúsið Róm- arkaffi var áður, að sögn Snorra Birgis Snorrasonar eiganda Sticks’n Sushi. „Staðurinn verður sjálfstæð eining fremst í búðinni, þar verður stórt barborð þar sem fólk getur setið og borðað og horft á kokkana vinna. Einnig verður hægt að taka matinn með heim.“ Hann segir Íslendinga hafa tek- ið japanskri matarmenningu vel. „Á veitingastaðnum okkar í Að- alstræti er hægt að taka matinn með heim en við vildum auka þá þjónustu. Nýkaup er falleg verslun og okkur fannst slíkur staður vel eiga heima þar.“ Við Nýkaup í Kringlunni verð- ur opnaður sushi-bar þar sem svona góðgæti verður að finna. Sushi-bar í Kringlunni KOMNAR eru á markað nýjar náttúruvörur frá danska fyrirtæk- inu Eurovita. Vörurnar eru unnar úr engiferrót. Þær vörutegundir sem komnar eru á markað hér eru fimm, þrennskonar töflur ásamt húðkremi og fótakremi. Það er Thorarensen Lyf sem flytur inn. Nýtt Náttúru- vörur úr engifer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.