Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                   !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MAÍ á síðasta ári ritaði ég grein í Mbl. undir heitinu, „Þorskar í Reykjavík“. Þar bjó ég til drauma- dæmi um friðun þorsks í hrygn- ingarorlofi til Reykjavíkur en Reykjavík var afmarkað svæði á milli Gróttu og Kjalarness þar sem ég vildi friða þorsk fyrir netum á hrygningartíma. Ég lék mér þar að tölum, lagði saman, dró frá, margfaldaði og deildi samkvæmt uppskrift úr kennslubókum um náttúrufræði sem ég hafði áður notað sem kennari í grunnskóla á Íslandi. Ég sem íslenskur ríkisborgari er hluthafi í „sameign þjóðarinnar“, íslenskum fiskistofnum. Þannig er mér ekki sama um hvernig örlög þeirra verða því það hefur áhrif á örlög mín og okkar í íslensku sam- félagi. Í áðurnefndri grein tók ég 80 tonn af þorskhrygnum og 800 tonn af hængum og makaði saman á 10 árum í friðuðu umhverfi og fékk út 563.000 tonn af þorski með veiði- stofn upp á 280.000 tonn. Þetta reiknilíkan mitt bar ég saman við tölur frá Hafrannsóknastofnun um hryggningarstofn upp á 440.000 tonn. Þá fór mig að gruna að eitt- hvað verulega mikið væri að í sam- setingu stofnsins um fjölda hrygna og hænga í stofninum. Niðurstað- an varð sú að ég taldi alvarlegt ójafnvægi vera á milli fjölda hænga og hrygna í stofninum og að hrygnan væri komin í útrým- ingarhættu. Ég gat mér til um það að líklega ættu þorskanet einhvern þátt í að skapa þetta ójafnvægi, að belgmiklar hrygnur festust frekar í netum en þvengmjóir hængar. Sérfræðingur í málefnum haf- rannsókna hélt því fram í opinberu viðtali að „Guð einn vissi hversu margir þorskar væru í sjónum“. Þetta er að mörgu leyti rétt en það þarf ekki Guð til að meta hversu margir þorskar gætu verið í sjón- um ef málið er skoðað á réttum forsendum. Ég bað Fiskistofu um að kanna fyrir mig hversu mörg tonn af þorskhrognum bærust á land í gegnum opinbert eftirlits- kerfi sjávarútvegsráðherra síðustu 10 árin. Frá stofnuninni fékk ég yfirlit 11 ára með þeim fyrirvara að tölur áranna ’90 til ’97 væru vanmetnar um allt að 30%. Ég vil vekja sérstaka athygli á árunum ’98, ’99 og 2000. Það er sérstakt rannsóknarefni að kanna af hverju tölur tvöfaldast á milli ’98 og árs- ins 2000 úr 740 tonnum í 1.606 tonn. 1990 ............................. 591 tonn 1991 ............................. 607 tonn 1992 ............................. 538 tonn 1993 ............................. 674 tonn 1994 ............................. 592 tonn 1995 ............................. 597 tonn 1996 ............................. 401 tonn 1997 ............................. 510 tonn 1998 ............................. 740 tonn 1999 ............................ 1.188 tonn 2000 ............................ 1.606 tonn Hér verður hrygningarstofninn fyrir þungu áfalli. Ég ætla nú að sýna fram á að það má meta það hversu margir þorskar gætu verið í sjónum að gefnum forsendum Fiskistofu fyrir árið 2000 ef 1.606 tonn af þorskhrognum hefðu feng- ið að klekjast út. Þetta ár komu á land eitt þúsund sex hundruð og sex tonn af þorskhrognum. Í einu kílói af þorskhrognum eru u.þ.b. 700.000 þúsund hrogn. Ef ég margfalda þetta fæ ég út trilljónir þorskhrogna. Ég ætla að fara eftir aðferðafræði íslenskra fiskifræð- inga og fyrna við hrygningu (drepa) 98% af þessum 1.606 tonn- um af þorskhrognum og hef eftir það 157 tonn af hrognum sem ég ætla að klekja út. Ég einfalda þetta mál fyrir les- endur Mbl. þannig að ég fyrni 1 kíló hrogn sem eru 700.000 hrogn um 98% og fæ þannig út 14.000 hrogn sem verða 14.000 fiskar sem þyngjast um eitt kíló á ári og verða þannig 14.000 kíló eða 14 tonn. Nú verður eitt kíló af hrogn- um 14 tonn, 10 kíló 140 tonn 100 kg 1.400 tonn og 1.000 kg hrogn 14.000 tonn. 157 tonn af hrognum gefa af sér 2.198.000 tonn. Tvær milljónir eitt hundrað níutíu og átta þúsund tonn af ársgömlum þorski. Þorskurinn þyngist um eitt kg á milli ára. Þegar fiskurinn er tveggja ára verður magnið 4.396.000 tonn, þriggja ára 6.594.000 tonn og svo koll af kolli. Ég met upplýsingar um hrogn í umferð á þann hátt að fiskveiði- flotinn sæki af fullum þunga í hrygningarstofninn en ekki í sjálf- an veiðistofninn og ef það er rétt ályktað er það mjög alvarlegt mál fyrir hrygnur í útrýmingarhættu. Þetta hnignunartímabil hófst árið 1998 og er í hámarki nú fiskveiði- árið 2000 til 2001. Ef þorskar í fæðingarorlofi uppi við fjörur Ís- lands fengju frið fyrir þorskanet- um allt hrygningartímabilið frá janúar til júní eru miklar líkur á því að stofninn nái að stækka all- verulega næstu árin. Ég sem með- eigandi að stofninum krefst þess og ætla að vona að sjávarútvegs- ráðherra sé mér sammála. GUÐBRANDUR JÓNSSON, Stýrimannastíg 13. Þorskhrygnur í útrýmingarhættu Frá Guðbrandi Jónssyni: Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.