Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 52
DAGBÓK
52 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er nýkominn úr sum-arleyfi og dvaldi að þessu sinni í
borginni Barcelona á Spáni, sem
hann gerði reyndar líka í fyrrasum-
ar. Það segir auðvitað sína sögu um
hversu vel Víkverji kann við sig í
þessari fallegu og skemmtilegu borg,
enda býður hún upp á nánast flest
það sem hugurinn girnist þegar
menn eru í sumarfríi og vilja láta sér
líða vel, fræðast og skemmta sér.
Borgin iðar öll af fjölskrúðugu
mannlífi, listir og menning í hávegum
höfð og stórbrotinn arkitektúr setur
svip sinn á borgina, en í því sambandi
nægir að nefna verk Antonio Gaudi.
Mikið er um hvers konar listsýning-
ar, bæði ungra listamanna á uppleið
og eins geta menn skoðað söfn ekki
ómerkari manna en Picasso og Miro
og Dali-safnið í Figueras er aðeins í
tveggja tíma lestarferð norður af
Barcelona. Tónlistarlíf stendur með
miklum blóma, hvort heldur um er að
ræða sígilda tónlist, djass eða dæg-
urtónlist. Í stórborg eins og Barce-
lona geta menn svo vitaskuld stund-
að villt næturlíf ef sá gállinn er á
þeim og fyrir þá sem vilja stunda sjó-
böð eru þarna ágætar baðstrendur.
Ferðamenn í Barcelona verða þó
að vera á varðbergi gagnvart smá-
þjófum og besta ráðið til að forðast
þá er að reyna að falla inn í fjöldann
og hegða sér ekki eins og dæmigerð-
ur ferðamaður. Það er til dæmis ekk-
ert vit í því að láta seðlaveski, troð-
fullt af peningum og greiðslukortum,
standa upp úr rassvasanum og konur
ættu ekki að geyma fjármuni sína í
handtöskum.
x x x
VÍKVERJI leigði íbúð ofar í borg-inni þar sem nær eingöngu inn-
fæddir búa. Ef til vill var það lykilinn
að velheppnaðri dvöl í Barcelona.
Þarna þufti maður að semja sig að
siðum innfæddra og það gerði bara
dvölina áhugaverðari og skemmti-
legri en ella. Það er til dæmis upp-
lifun út af fyrir sig að ferðast um í
strætó meðal innfæddra í Barcelona
og neðanjarðarlestarkerfið er fljót-
virkt og fullkomið.
Matarmenningin í Barcelona er þó
ef til vill það sem stendur upp úr í
huga Víkverja og þar er hann loksins
kominn að kjarna málsins og kveikj-
unni að efni þessa pistils. Það rifj-
aðist nefnilega upp fyrir Víkverja,
sem var nánast búinn að gleyma því
hvernig það er að borða góðan og vel
matreiddan fisk, að fiskur er herra-
mannsmatur sé hann matreiddur
rétt og af kunnáttu, en matreiðslu-
listin virðist Spánverjum í blóð borin.
Einkum og sér í lagi bragðaðist salt-
fiskurinn vel á litla veitingahúsinu á
„horninu heima“. Veitingamaðurinn
fullyrti að saltfiskurinn kæmi frá Ís-
landi og sú spurning gerðist áleitin í
huga Víkverja hvernig í ósköpunum
standi á því að sjálfir virðast Íslend-
ingar hvorki kunna að meta saltfisk-
inn að verðleikum né að matreiða
hann með þessum hætti. Og hvernig
má það vera að fiskflakið, sem komið
er um óraveg norðan úr ballarhafi, er
kostar aðeins fimmtung framreitt á
borð á spænsku veitingahúsi, (jafn-
vel með glasi af hvítvíni inniföldu), á
við það sem það kostar út úr búð á Ís-
landi?
SÍÐASTLIÐNA verslun-
armannahelgi fór ég með
fjölskyldu minni og tjald-
aði við Laugarvatn. Þetta
er í sjálfu sér ekki í frá-
sögur færandi enda fleiri
á faraldsfæti þessa helgi.
En ástæða þess að ég sest
nú niður og rita þessar
línur er umgengnin á
svæðinu sem mér fannst
heldur slæm. Það skal nú
viðurkennast að ekkert
var þetta nú í líkingu við
Eldborgarsóðaskapinn en
hafa ber í huga að þarna
var að megninu til fjöl-
skyldufólk með börn og
jafnvel „búpening“. Það
sem furðaði mig mest var
að þetta virtist nú allt
vera vel stætt fólk því
þarna mátti sjá nýja eða
nýlega bíla, gjarnan jeppa
og oftar en ekki með
stærðar fellihýsi í eftir-
dragi. En af ávöxtunum
skuluð þér þekkja þá, því
allt of margir hentu frá
sér rusli þar sem þeir
stóðu, sígarettustubbarnir
fuku út í runna, sælgæt-
ispokarnir, Svalafernurn-
ar, barnamatskrukkurnar,
klósettpappírinn og bjór-
dósirnar, allt fauk þetta
sömu leið. Að ógleymdum
hundaskítnum á miðju
leiksvæði barnanna.
Viti einhver upp á sig
skömmina að hafa gengið
illa um síðastliðna helgi
ætti viðkomandi að hugsa
sinn gang. Það er ekki nóg
að eiga fallega bíla, felli-
hýsi og falleg föt. Við eig-
um fallegt land og ættum
að ganga um það af virð-
ingu. Hvers konar fyrir-
mynd er svona umgengni
fyrir börnin okkar? Er
það þetta sem við viljum
að þau læri? Ætli fólk
gangi svona um heima hjá
sér? Það er ekki þvílík
vinna að safna ruslinu í
poka og tína svo upp smá-
rusl í kringum tjaldið okk-
ar eftir að það hefur verið
tekið upp. Þetta er hluti af
því sem gerir okkur að
betri manneskjum, virð-
ing við landið og góð um-
gengni. Sýnum það í verki
og látum aldrei svona um-
gengni sjást til okkar, því
við erum Íslendingar og
erum stolt af því.
Guðríður Arnardóttir
húsfrú, Galtalind 4,
Kópavogi.
Fólk framtíðar-
innar fann viljann
og fyrirgaf
ÉG hef fylgst með máli
Árna frá Vestmannaeyj-
um með sorg í hjarta.
Þessi drengur, sem vildi
aðeins gott gera, varð fyr-
ir því að hafa ekki að-
greiningu á eigin og al-
mannafé. Vissulega
slitnaði taugin, en ég tel
hana hnýtta aftur með
glæsilegum brekkusöng á
Þjóðhátíð – þegar fólk
framtíðar fann viljann og
kraftinn og fyrirgaf.
Hvers vegna ekki? Árni
hefur engum gert nema
gott. Ég finn þá virðingu
fyrir komandi kynslóðum
að þau fundu þann
breyskleika í eigin hjarta
að meta kosti umfram
galla. Þótt taugin sé hnýtt
sést hnúturinn samt alltaf.
Árni vill allt fyrir alla gera
og sjaldan er það þakkað.
En þegar það er þakkað
er gleðin í fyrirrúmi. En
hnúturinn er og verður
aldrei aftur tekinn. Það
veit hann, ég eins og þú og
allir hinir sem þetta lesa.
En er ekki tími til kominn
að horfa í okkar eigin af-
glöp og okkar hnúta og
meta eins og fólkið á
Þjóðhátíð, einstaka per-
sónu Árna og gefa honum
– og hans, framtíðina –
eins og við öll teljum okk-
ur geta gefið hana.
Helgi Steingrímsson,
Jörfabakka 18,
108 Reykjavík.
Tapað/fundið
Titanic-hálsmen
tapaðist
ÞETTA hálsmen týndist á
Samfésballinu í Hauka-
heimilinu í Hafnarfirði
síðastliðið vor. Ef einhver
veit hvar það er að finna,
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 588-5590 eða
691-6252.
Dýrahald
Kannast einhver
við kisu?
ÞESSI köttur hefur verið
á flækingi í nokkrar vikur
í Seljahverfi í Reykjavík
og sníkt sér mat. Hann er
steingrár en hvítur á
bringu, höfði og loppum,
með steingráan blett á
trýni.
Hann er blíður og
auðsjáanlega heimiliskött-
ur sem hefur orðið við-
skila við heimili sitt af ein-
hverjum sökum. Hann
þarf að finna aftur heimili
sitt eða að eignast nýtt.
Upplýsingar í síma 557-
7787.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Gestir á
Laugarvatni
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Kyndill og Sapphire
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Bit-
land kom og fór í gær.
Kyndill kemur í dag.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga
til Viðeyjar kl. 13, kl.
14 og kl. 15, frá Viðey
kl. 15.30 og kl. 16.30.
Laugardaga og sunnu-
daga: Fyrsta ferð til
Viðeyjar kl. 13 síðan á
klukkustundar fresti til
kl. 17, frá Viðey kl.
13.30 og síðan á
klukkustundar fresti til
kl. 17.30. Kvöldferðir
eru föstu- og laug-
ardaga.: til Viðeyjar kl.
19, kl. 19.30 og kl. 20,
frá Viðey kl. 22, kl. 23
og kl. 24. Sérferðir fyr-
ir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyj-
arferjan, sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl. 10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími
892 0099.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3 og Dal-
braut 18-20. Sumarferð
verður þriðjudaginn 14.
ágúst kl. 13. Farið
verður á Reykjanes.
Sædýrasafnið í Höfnum
skoðað, einnig Jarð-
sögusafnið Svartsengi.
Kaffiveitingar í Bláa
lóninu. Uppl. og skrán-
ing í Lönguhlíð 3. s.552-
4161 og Dalbraut 18-20
í s. 588-9533.
Bólstaðarhlíð 43.
Fimmtudaginn 23 ágúst
kl. 8 verður skoð-
unarferð, Hrauneyj-
arfossvirkjun og ná-
grenni. Heimsækjum
Þjóðveldirbæinn, Vatns-
fellssvæðið, Hrauneyj-
arfossvirkjun og
Sultartangastöð, komið
við hjá Hjálparfossi.
Hádegisverður, kjöt og
kjötsúpa, snæddur í
Hálendismiðstöðinni.
Hlýr klæðnaður og
nesti. Uppl. og skrán-
ing í s.568-5052 eigi síð-
ar en mánud. 20. ágúst.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Morgungangan verður í
dag, rúta frá Firðinum
kl. 9.50 og kl. 10 frá
Hraunseli. Félagsheim-
ilið Hraunsel verður
opnað aftur eftir sum-
arleyfi starfsfólks
mánudagin 13. ágúst
með félagsvist kl 13.30
og kynningarfundi
Pragfara kl. 15. Þor-
steinn Magnússon far-
arstjóri kynnir ferðina
og tekur við loka-
greiðslu.
Gerðuberg, félagsstarf.
Þriðjudaginn 14. ágúst
opnað að afloknu sum-
arleyfi samkvæmt sum-
ardagskrá. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10-16.
Vesturgata 7. Hálfs-
dagsferð miðvikudaginn
15 ágúst, lagt af stað
kl. 13, ekið um Hellis-
heiði og Grímsnes að
Ljósafossvirkjun. Þar
verður skoðuð tréút-
skurðarsýning á vegum
Þjóðminjasafns Íslands.
Ekið um Grafning til
Þingvalla að Hótel Val-
höll. Glæsilegt kaffi-
hlaðborð. Fræðslu-
fulltrúi þjóðgarðsins,
Einar A.E. Sæmunds-
son, tekur á móti hópn-
um. Fræðsla um stað-
hætti og Þingvalla-
kirkja skoðuð.
Leiðsögumaður Nanna
Kaaber. Upplýsingar og
skráning í síma 562-
7077. Ath. Takmark-
aður sætafjöldi.
Félag eldri borg-
ara,Kópavogi. Púttað
verðu á Listatúni í dag
laugardag kl. 11. Mæt-
um öll og reynum með
okkur.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur
verður í kvöld kl. 21 í
Konnakoti, Hverfisgötu
105, Nýir félagar vel-
komnir. Muni gönguna
mánu- og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Nánari uppl. á
skrifstofu GÍ, sími
530 3600.
Minningarkort
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s. 552-
2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skógum
fást á eftirtöldum stöð-
um: Í Byggðasafninu
hjá Þórði Tómassyni,
sími 487-8842, í Mýrdal
hjá Eyþóri Ólafssyni,
Skeiðflöt, sími 487-1299,
í Reykjavík hjá Frí-
merkjahúsinu, Laufás-
vegi 2, sími 551-1814 og
hjá Jóni Aðalsteini
Jónssyni, Geitastekk 9,
s. 557-4977.
Minningarkort, Félags
eldri borgara, Selfossi,
eru afgreidd á skrifstof-
unni, Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13–15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482-1134, og versl-
uninni Íris í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S. 570
5900. Fax: 570 5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils. Minning-
arkort Kvenfélagsins
Hringsins í Hafnarfirði
fást í blómabúðinni
Burkna, hjá Sjöfn, s.
555-0104 og hjá Ernu,
s. 565-0152.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins eru til
sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni, s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæj-
arskrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort. Þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697. Minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Háteigs-
veg.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju,
s. 520-1300 og í blóma-
búðinni Holtablóminu,
Langholtsvegi 126.
Gíróþjónusta er í kirkj-
unni.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
sími 520 1300 og í
blómabúðinni Holta-
blómið, Langholtsvegi
126. Gíróþjónusta er í
kirkjunni.
Minningarkort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í
Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn, s. 555 0104
og hjá Ernu, s. 565
0152 (gíróþjónusta).
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28, í sími 588
8899 milli kl. 10 og 17
alla virka daga. Gíró-
og kreditkortaþjónusta.
Í dag er laugardagur 11. ágúst,
223. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur
synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir
utan líkama hans. En saurlífismað-
urinn syndgar á móti eigin líkama.
(1. Kor. 6, 18.-19.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 stór hópur, 4 troðning-
ur, 7 klampinn, 8 ófrægir,
9 þræta, 11 strengur, 13
muldra, 14 eldstæði, 15
fórnfæring, 17 áflog, 20
gyðja, 22 tákn, 23 velta,
24 dóni, 25 rannsaki.
LÓÐRÉTT:
1 kuldi, 2 bjórnum, 3
glymja, 4 þörungur, 5
nöbbum, 6 málmvafn-
inga, 10 vinnuflokkur, 12
hrygning, 13 blóm, 15
stúfur, 16 ómerk, 18
snaginn, 19 hani, 20
vendi, 21 ágeng.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 Grindavík, 8 lungu, 9 drasl, 10 mör, 11 teina, 13
ásinn, 15 bákns, 18 slæga, 21 kút, 22 borða, 23 árinn, 24
gullaugað.
Lóðrétt: 2 rindi, 3 nauma, 4 andrá, 5 Írani, 6 hlýt, 7 Hlín,
12 nón, 14 sál, 15 babb, 16 kærðu, 17 skafl, 18 stálu, 19
ævina, 20 agns.