Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 49
FJÖLBREYTT dagskrá verður á Árbæjarsafni um helgina. Herdís Jónsdóttir og Steef van Oosterhout leika saman á víólu og marimbu í safninu í dag, laugardag, kl. 14. Efnisskráin samanstendur af íslenskum þjóðlögum og öðrum kunnum lögum. Á morgun, sunnudag, verður handverksdagur og mun fjöldi handverksmanna og -kvenna sýna gamalt handverk. Eins og aðrar helgar verður mikið um að vera fyrir börnin í Dillonshúsi. Tónlist og handverk í Árbæjarsafni ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 49 v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber- te@islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Frá 21.5. til 19.8. er opið sem hér segir: mán.–fös. kl. 9–17, lau. 10–14. Sun. lokað. Þjóðdeild og handritadeild lokaðar á laugard. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op- ið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Að- gangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/ E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja- vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið- vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–sept- ember kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575- 7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safn- búð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kand- ís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/El- liðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffi- stofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp:// www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánudaga - laugardaga kl. 11.00 - 16.00 STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 10–18. Opnað fyrir hópa utan þess tíma. Forsýning á safni Landmælinga Íslands. Maríukaffi býður upp á góm- sætar veitingar. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handveerk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steina- riki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pantað leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861- 0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lok- aðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. Í DAG, laugardag, mun umhverfis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, afhjúpa nýja útsýnisskífu á Reykjaneshyrnu í Árneshreppi á Ströndum. Athöfnin markar upphafið á umfangsmiklu verkefni undir handleiðslu Land- verndar um að merkja sérstaka staði til að vekja athygli á gildi menning- ar- og búsetuminja í Árneshreppi á Ströndum og styðja framþróun ferðaþjónustu og útvistar á svæðinu. Verkefnið í Árneshreppi á Strönd- um er styrkt af The Seacology Foundation, Umhverfissjóði versl- unarinnar og Þjóðhátíðarsjóði. Ný útsýnisskífa á Reykjanes- hyrnu FERÐAFÉLAGIÐ Útivist tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrr í sumar með göngu um Reykja- veginn, gönguleiðina sem liggur eftir endilöngum Reykjanesskaganum frá Reykjanestá til Þingvalla. Sunnudaginn 12. ágúst verður gengin 6. áfangi af 10 og er farið frá Vatnsskarði í Bláfjöll. Brottför er kl.10.30 frá BSÍ og ekin Krýsuvíkur- vegur í Vatnsskarð þaðan sem gengið er um Breiðdal og Grindaskörð til Bláfjalla og er þetta 6–7 klst. ganga. Verð. er 1.500 kr. fyrir Útivistar- félaga en 1.700 kr. fyrir aðra. Far- miðar eru seldir í miðasölu BSÍ. Gengið um Reykjanes GUNNAR Hamnöy, starfsmaður norska lúterska kristniboðssam- bandsins, og Helgi Hróbjartsson kristniboði verða aðalræðumenn á samkomuþrennu sem Samband ís- Samkomu- þrenna í Kristni- boðssalnum TÍÐAGJÖRÐ og staðarskoðun verð- ur daglega í Strandarkirkju í Selvogi 11.–17. ágúst. Morgunbænir verða kl. 9 og aftansöngur kl. 18 og stað- arskoðun kl. 14. Tíðagjörðin er sungin eftir hefð- bundnu Gregortóni sem þróaðist í Vesturkirkjunni, sérstaklega í klaustrum frá fimmtu öld og sungið var hér á landi frá upphafi kristni til þess að stólsskólarnir voru lagðir niður á Hólum og í Skálholti. Kirkjuvörður í Strandarkirkju þessa daga er Dr. Pétur Pétursson guðfræðiprófessor. Tíðagjörð í Strandarkirkju ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FLUGMÁLASTJÓRN Íslands sendi í gær frá sér eftirfarandi yf- irlýsingu: „Í ljósi þeirrar umræðu, sem fram hefur farið undanfarna daga um björgunaraðgerðirnar í Skerjafirði í kjölfar hins hörmulega flugslyss fyrir rúmu ári, er óhjákvæmilegt að eftirfarandi staðreyndir komi fram: 1. Í byrjun júní á síðastliðnu ári tók gildi þjónustusamningur um slökkvi- og björgunarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli þar sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) tekur að sér að annast slökkvi- og björgunarstörf og verk- efni sem lúta að öryggismálum. Á sama tíma var Slökkvilið Flugmála- stjórnar á Reykjavíkurflugvelli lagt niður og starfsmenn þess fluttust til SHS eða hættu störfum. Samkvæmt samningnum tekur SHS á sig víð- tækar skyldur við endurnýjun á slökkvi- og björgunarbúnaði á flug- vellinum auk þess að bera ábyrgð á rekstri þjónustunnar, þ.m.t. stjórn- un björgunaraðgerða. Óútkljáð var með hvaða hætti ætti að fjármagna kaup á björgunarbáti en á fundi þann 7. ágúst sl. var samstaða um að þetta væri samstarfsverkefni og báturinn því fjármagnaður af báð- um aðilum. 2. Á vegum SHS var svo- nefnd innri skýrsla slökkviliðsins um björgunaraðgerðirnar samin þann 31. ágúst á síðasta ári, þ.e. rúmum þremur vikum eftir slysið. Skýrslan var afhent Flugmálastjórn 27. júlí síðastliðinn eða tæpum ellefu mánuðum frá samningu hennar. Allt fram til þess tíma hafði Flugmála- stjórn enga vitneskju um þessa skýrslu og aldrei fengið aðrar upp- lýsingar um atburðarásina en þær að björgunin hefði gengið eftir eins og best var á kosið við þær aðstæður sem voru á slysstað og lífgunartil- raunir hafi hafist þegar í stað. Myndband, sem íbúi í Skerjafirði tók af björgunaraðgerðunum og SHS hafði fengið í hendur, var af- hent Flugmálastjórn á fundi FMS með fulltrúum SHS þann 7. ágúst síðastliðinn. 3. Í innri skýrslu SHS um björgunaraðgerðirnar kemur fram að 8 mínútur líði frá því að fyrsti farþeginn er kominn um borð í björgunarbát flugvallarins þar til endurlífgun hefst. Þessar upplýs- ingar hafa verið margendurteknar í umfjöllun fjölmiðla á undanförnum dögum í tengslum við yfirlýsingar Jóns Viðars Matthíassonar varas- lökkviliðsstjóra um atburðarásina. Í þessari umfjöllun hefur stærð björgunarbátsins verið gerð að aðal- atriði, sem hafi gert það að verkum að ekki hafi verið hægt að hefja end- urlífgunartilraunir fyrr en í landi. Í innri skýrslu SHS um björgunarað- gerðirnar kemur þó eftirfarandi skýrt fram: Þrátt fyrir plássleysi í 616 (björgunarbátnum) er athug- andi hvort ekki hefði verið hægt að gera frumtilraunir við endurlífgun. Það er athyglivert að þessar upplýs- ingar hafa hvergi komið fram í um- fjöllun fjölmiðla eða hjá þeim sem hafa tjáð sig um málið og haft hafa innri skýrsluna undir höndum. 4. Yfirmaður leitar og björgunar FMS, Hallgrímur N. Sigurðsson, leggur til í minnisblaði dagsettu 14. nóvember 2000 að keyptur verði nýr björgunarbátur og hann fjármagn- aður af flugmálaáætlun árið 2002. Enda hafði samgönguráðherra lýst þeim vilja stjórnvalda á rýnifundi átta dögum eftir slysið að ekkert yrði til sparað til að besti fáanlegi björgunarbúnaður væri til staðar á flugvellinum. Ljóst er af fundar- gerðum frá samráðsfundum FMS og SHS um málefni slökkviliðs flug- vallarins að full samstaða var hjá báðum aðilum um þann framgang málsins sem yfirmaður leitar og björgunar lagði til, þ.m.t. tímasetn- ingu þessara kaupa. Í kjölfar þess- arar tillögu fóru fram nokkrar um- ræður um hvort eðlilegt væri að FMS bæri allan kostnað af þessum innkaupum í ljósi þess þjónustu- samnings sem er í gildi milli aðila. Þessi skoðanamunur, sem reynt hefur verið að blása upp í umfjöllun sumra fjölmiðla, var endanlega leiddur til lykta á fundi SHS og FMS síðastliðinn þriðjudag eins og áður hefur verið frá greint. 5. Í umfjöllun um framangreint minnisblað yfirmanns leitar og björgunar, sem Flugmálastjórn af- henti einum aðstandenda fórnar- lambs flugslyssins þann 4. maí síð- astliðinn, hefur öll áhersla verið lögð á mat hans á núverandi björgunar- bát flugvallarins. Tillögur hans til úrbóta, og þá sérstaklega tímasetn- ing þeirra, hafa einhverra hluta vegna ekki þótt jafnathygliverðar. Flugmálastjórn hefur aldrei legið á þeirri skoðun sinni að þeir sem komu að björguninni hafi staðið sig mjög vel. Þessi skoðun stofnunar- innar hefur ekki breyst þrátt fyrir þær upplýsingar sem fram koma í innri skýrslu Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins og hafa verið uppistað- an í umræðu fjölmiðla um málið undanfarna daga. Það er sérkenni- legt hvernig reynt hefur verið að snúa út úr þessari skoðun stofnun- arinnarsem flugmálastjóri setti fram í viðtali við Ríkisútvarpið. Sjálfsgagnrýni af því tagi, sem fram kemur í skýrslu SHS, er hins vegar sett fram til að bæta megi alla þætti björgunaraðgerða þ.m.t. vinnu- brögð og búnað og endurspeglar vilja björgunaraðila til að skoða eig- in gerðir. Sú viðleitni tekur engan endi fremur en stöðug vinna Flug- málastjórnar að bættu flugöryggi.“ Yfirlýsing frá Flug- málastjórn Íslands LAUGARDAGINN 11. ágúst mun Evró hf., umboðsaðili Piaggio-vespa á Íslandi, standa fyrir svokölluðum vespudegi. Öllum eigendum vespa á Vespudagurinn haldinn á Íslandi ♦ ♦ ♦ lenskra kristniboðsfélaga gengst fyrir dagana 13. til 15. ágúst í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut í Reykjavík. Samkomurnar hefjast kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson hefur um ára- bil starfað að kristniboðs- og hjálp- arstörfum í Eþíópíu og Gunnar Hamnöy hefur nokkrum sinnum áð- ur komið til Íslands og talað á sam- komum Kristniboðssambandsins. Mun Gunnar tala á samkomu á mánudag og sýna myndir en Helgi verður aðalræðumaður á samkomum þriðjudag og miðvikudag. Þá mun Gunnar Hamnöy tala á samkomu í húsi KFUM og K við Holtaveg næst- komandi sunnudag kl. 17. MENNINGARMIÐSTÖÐ Horna- fjarðar stendur fyrir fjölskylduferð um söguslóðir Þórbergs og Stein- þórs Þórðarsona á Hala sunnudag- inn 12. ágúst nk. Farið verður í rat- leik sem tengist útiveru og fræðslu um sögu og mannlíf. Valdir kaflar úr bókum Þórbergs og Steinþórs verða á hverjum stað. Mæting er við minnisvarðann ofan við Hala á tímabilinu kl. 13–15. Söguferð með Þórbergi ♦ ♦ ♦ Íslandi er boðin þátttaka. Samkvæmt bifreiðaskrám er enn þó nokkuð af vespum árgerða fyrir 1970 skráðar. Elsta vespan er frá árinu 1954 og verður hún til sýnis í sýningarsal Evró á laugardaginn. Skráning í Vespuklúbb Íslands stendur yfir. Klúbburinn stendur fyrir hópakstri um Reykjavík á laug- ardaginn. Lagt verður af stað frá Evró í Skeifunni um kl. 13:30. ♦ ♦ ♦ Helga Möller á Players- Sportbar HLJÓMSVEITIN Hot and Sweet og Helga Möller sem slógu í gegn á kántrýhátíð á Skagaströnd um versl- unarmannahelgina verða á Players- Sportbar í Kópavogi föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Helga Möller, Birgir J. Birgisson og Hermann I. Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.