Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRESKIR fylgjendur stofnfrumu- rannsókna voru þeirrar skoðunar að ákvörðun Bush um að veita opinbert fé til stofnfrumurannsókna innan ákveðinna marka hafi verið mála- miðlun. „Hann veitti eins varfærn- islegt samþykki við stofnfrumurann- sóknum og hann mögulega gat. Ég er viss um að hann hefur kannað málið vandlega, en þetta er svolítið eins og engin ákvörðun,“ sagði Juliet Tizzard, framkvæmdastjóri rann- sóknarhópsins Progress Education Trust í London. Hópurinn tók þátt í því að fá breska þingið til að sam- þykkja fyrr á þessu ári heimild til stofnfrumurannsókna. Talsmenn breska stjórnmála- flokksins Prolife Alliance kváðust vonsviknir yfir ákvörðun Bush „vegna þess að þetta málefni varðar skilyrðislausa virðingu fyrir upphafi mannslífs, og snýst ekki um mála- miðlun“. Í Þýskalandi fögnuðu andstæðing- ar rannsóknanna ákvörðun Banda- ríkjaforseta. „Hann hefur sett áköf- ustu fylgismönnum tilrauna með fólk og tilrauna á fólki stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Jörg-Dietrich Hoppe, forseti stærstu læknasamtaka lands- ins. „Þetta er klárt bann frá Banda- ríkjunum.“ Stofnfrumur til lækninga Stofnfrumur eru eins konar grunnfrumur sem hægt er að láta þroskast og verða að hvaða vef eða frumu í líkamanum sem verkast vill. Vísindamenn vonast til að geta, með því að rækta þessar frumur á rann- sóknarstofum, látið þær verða að til dæmis nýrna-, hjarta- eða jafnvel heilavef. Slíka vefi verði síðan hægt að nota til að lækna sjúkdóma á borð við Alzheimer, og að jafnvel yrði mögulegt að þetta kæmi í staðinn fyrir hefðbundnar líffæraígræðslur. Hægt er að ná stofnfrumum úr mannafósturvísum sem falla til við frjósemisaðgerðir eða fóstureyðing- ar. Þegar stofnfrumurnar hafa verið einangraðar er hægt að rækta þær á rannsóknarstofum og geyma þær og nota síðar. Hver og ein stofnfrumu- uppspretta, sem fengin er úr einum fósturvísi, kallast stofnfrumulína. Með því að fjölfalda, eða klóna, fósturvísa beinlínis í þeim tilgangi að fá úr þeim stofnfrumur væri hægt að tryggja betur að stöðugar birgðir væru til af stofnfrumum. Með þeim hætti gæti einn fósturvísir orðið uppspretta þúsunda stofnfrumna. Þetta ferli, sem nefnt hefur verið klónun í lækningalegum tilgangi, er leyft í Bretlandi, en samkvæmt ákvörðun Bush verður þetta ekki leyfilegt í Bandaríkjunum. Glatað tækifæri Tizzard, hjá Progress Education Trust, sagði að með niðurstöðu Bush hefði glatast tækifæri til að hraða framförum á sviði stofnfrumurann- sókna. Bandaríkin setja meiri fjár- muni en nokkur önnur þjóð í heim- inum í vísindarannsóknir. „Það var ótrúlegt hversu vel rannsóknir gengu á genamengi mannsins. [Bandaríkjamenn] settu gífurlega peninga í það og þokuðu því veru- lega hratt fram.“ Hoppe, hjá þýsku læknasamtök- unum, sagði að með ákvörðun Bush hefðu ríkisstjórnir í Bandaríkjunum og Evrópu færst nær í afstöðunni í þessu máli. Níu af fimmtán aðild- arríkjum Evrópusambandsins hafa bannað stofnfrumurannsóknir á fósturvísum. Girolamo Sirchia, heilbrigðisráð- herra Ítalíu, sagði í viðtali við blaðið Corriere della Sera að ákvörðun Bush hentaði ekki fyrir Ítalíu. „Hlutskipti hans er annað en okk- ar,“ sagði Sirchia í viðtalinu, sem tekið var áður en Bush tilkynnti ákvörðun sína. „Helmingur Ítala er andvígur tilraunum með fósturvísa, og ég fæ ekki séð hvers vegna við ættum að ganga gegn vilja meiri- hluta landsmanna þegar aðrar leiðir eru færar.“ Falwell sáttur Svo virtist sem ákvörðun Bush hafi fallið bæði fylgismönnum hans og andstæðingum heimafyrir í Bandaríkjunum vel í geð. Miðju- menn fögnuðu því að hann skyldi veita opinbert fé til rannsóknanna og íhaldsmenn fögnuðu þeim tak- mörkunum sem forsetinn þó setti. Í pólitísku tilliti virtist sem Bush hefði tekist að koma í veg fyrir alls- herjaruppreisn meðal íhaldssöm- ustu stuðningsmanna sinna og sumir hörðustu andstæðingar stofnfrumu- rannsókna lýstu sig reiðubúna til að fara sömu leið og forsetinn í málinu. „Ég er sáttur við það sem ég heyrði [forsetann] segja í kvöld,“ sagði sjónvarpspredikarinn Jerry Falwell, einn helsti leiðtogi trúaðra hægrimanna. Andstæðingar fóstur- eyðinga voru einnig ánægðir. „For- setinn stóð sig vel í kvöld,“ sagði James Dobson, forseti samtakanna Áhersla á fjölskylduna. Mörg bandarísk dagblöð lýstu því yfir í gær að ákvörðun forsetans hefði verið góð. Sagði blaðið USA Today, eitt útbreiddasta dagblaðið í landinu, að ákvörðun forsetans hefði verið „skynsamleg“. Sömu afstöðu tók Dallas Morning News, sem gefið er út í Texas, heimaríki forsetans. Chicago Tribune sagði forsetann hafa tekið skref í rétta átt. The New York Times sagði aftur á móti að takmarkanir þær sem settar hefðu verið við rannsóknum væru svo strangar að þær kynnu í raun að jafngilda banni. Blendin viðbrögð við ákvörðun Bush forseta AP John Ball, sem greindist með Parkinsonsveiki árið 1983, fylgist með George W. Bush Bandaríkjaforseta í sjón- varpsávarpi tilkynna ákvörðun sína um opinbera fjárveitingu til stofnfrumurannsókna. London, New York, Washington. AP, AFP. Sú ákvörðun George W. Bush Bandaríkja- forseta, að ríkið kosti einungis rannsóknir á stofnfrumubirgðum sem fyrir liggja á rannsókn- arstofum, virðist hvorki hafa uppfyllt allar vonir evrópskra fylgjenda stofnfrumurannsókna né andstæðinga þeirra. UM 100 manns hafa verið handteknir í Bandaríkjunum vegna rannsóknar á stærsta barnakláms- hring, sem um getur. Var for- sprakki hans dæmdur í lífs- tíðarfangelsi sl. mánudag og eiginkona hans í 14 ára fangelsi. Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum og beindist þá að fyrirtæki í Texas, Landslide Productions, sem var í eigu hjónanna Thom- as og Janice Reedy. Reyndist það vera miðstöð mikils barna- klámshrings en sjálfum klám- síðunum var stjórnað frá Rúss- landi og Indónesíu. Í ljós kom, að tekjur fyrirtækisins voru allt að 140 millj. ísl. kr. á mán- uði en þær voru áskriftargjald 250.000 manna víða um heim. Þau Reedy-hjónin héldu eftir 40% teknanna en sendu 60% til samstarfsmanna erlendis. Myndefnið var meðal annars kynferðisleg misnotkun á börnum, allt niður í fjögurra ára aldur. Það varðar við lög að hafa undir höndum barnaklám og hefur bandaríska lögreglan þegar haft uppi á mörgum þeirra, sem voru áskrifendur að klámsíðunum. Ólöglegir innflytjendur handteknir SPÆNSKA lögreglan handtók í fyrrinótt 289 manns, sem reyndu að komast í land á Spáni með ólöglegum hætti. Var meirihluti fólksins í fjórum gúmmíbátum en 55 í vélbáti. Rak hann raunar fyrir veðri og vindum þegar að var komið vegna vélarbilunar. Flest var fólkið frá Marokkó og verður það allt flutt aftur til síns heima. Ekki hafa áður jafn margir ólöglegir innflytjendur reynt að taka land á Suður- Spáni á þessu ári. Ábyrgðust guðlega ávöxtun FYRRVERANDI bókhaldari í kristnum sértrúarsöfnuði í Bandaríkjunum var í gær dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir sinn þátt í að svíkja milljarða króna út úr auðtrúa fólki. Hafa þá alls fimm leiðtogar safnað- arins verið dæmdir en þeir buðust til að ávaxta annarra manna fé og ábyrgðust, að Guð almáttugur myndi tvöfalda það á skömmum tíma. Fimm létust í sprengingu FIMM menn létu lífið er lítil flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp skammt frá borginni Braga í Norður-Portúgal í gær. Um 40 slökkviliðsmenn og áhafnir tveggja þyrlna börðust í gær í við skógarelda, sem kviknuðu við spreng- inguna. STUTT Ævilangt fangelsi fyrir barnaklám Reedy-hjón á leið úr réttarsal. SVÍÞJÓÐ gæti gerzt aðili að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og tekið upp evruna fyrir árið 2005 að því er haft er eftir Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóð- ar, í blaðaviðtali í gær. Jafnaðar- mannaflokkur Perssons er fylgj- andi því að Svíar taki upp evruna en hann vill láta kjósendur um að taka lokaákvörðun um það í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem ekki er reiknað með að verði efnt til fyrr en eftir næstu þingkosningar í september 2002. „Snemma á næsta kjörtímabili munum við gera mat á stöðunni. Í kjölfar þess munum við taka ákvörð- un um þjóðaratkvæðagreiðslu,“ tjáði Persson dagblaðinu Finanstidningen. Þetta mat sem Persson nefnir mun að hans sögn miða að því að komast að því hvort Svíþjóð uppfylli öll skil- yrði fyrir inngöngu í EMU, sem Jafn- aðarmannaflokk- urinn hefur sett, en þau snúa aðal- lega að því að hag- sveiflan og launaþróun í Sví- þjóð séu í takt við það sem sé í gangi í evru-löndunum og að ríkisfjármálin standi vel. Pers- son sagði að gangi það vel að skipta gjaldmiðlum evru-landanna tólf út fyrir evruna eftir næstu áramót muni það hafa mikil áhrif á niðurstöðu væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð. Í skoðanakönnun í júní sl. voru um 43% aðspurðra Svía mótfallnir EMU- aðild, 31% fylgjandi og 26% óákveðn- ir. Svíar í EMU fyrir 2005? Stokkhólmi. AP. ÞRJÁTÍU og átta óbreyttir borgar- ar voru drepnir í fyrradag í Aceh- héraði í Indónesíu en þar hefur verið mjög ófriðlegt um langa hríð og of- beldisverk tíð. Kenna stjórnarherinn og skæruliðar, sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins, hvorir öðrum um. Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, kynnti í gær nýja ríkis- stjórn og hefur henni verið vel tekið. Talsmaður Indónesíuhers sagði í gær, að fólkinu, 38 manns, þar á meðal þriggja ára gömlum dreng, hefði verið stillt upp og það síðan skotið á pálmaolíuplantekrunni þar sem það vann. Sagði hann, að skæru- liðarnir hefðu setið um fólkið er það sótti launin sín og líklega myrt það vegna þess, að það vildi ekki láta þau af hendi. Einn foringi skæruliða sagði, að þessu hefði verið öfugt far- ið. Stjórnarhermenn hefðu skotið fólkið vegna þess, að það vildi ekki eða gat ekki sagt til skæruliðanna. Atvinnumenn í helstu embættum Ný ríkisstjórn í Indónesíu sór embættiseið sinn í gær og eru vonir bundnar við, að henni takist að greiða nokkuð úr efnahagsóreiðunni í landinu. Eru öll helstu ráðherra- embættin í höndum manna, sem hafa reynslu úr atvinnu- og fjármálalíf- inu, en stjórnmálamenn fengu þau veigaminni. Megawati forseti skor- aði á landa sína, sem eru 210 millj- ónir að tölu, að styðja hina nýju stjórn í glímu hennar við efnahags- kreppuna. Við embættistökuna var lögð á það áhersla, að komið yrði í veg fyrir, að indónesíska ríkið klofn- aði vegna sjálfstæðiskrafna héraða eins og Aceh og Irian Jaya. Tugir óbreyttra borgara líflátnir Banda, Jakarta. AFP. Ófriðurinn í Aceh-héraði í Indónesíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.