Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TAKIÐ EFTIR! TAKIÐ EFTIR! Lýsingahönnuður frá LÚMEX verður í verslun okkar þriðjudaginn 14. ágúst. Hann veitir faglega ráðgjöf varðandi lýsingahönnun og val á lampabúnaði fyrir heimili og fyrirtæki. Pantið viðtalstíma eða lítið við. Njarðarnes 1 (Norðan við Toyota) 603 Akureyri STEFNT er að því að hefja kjúk- lingaslátrun hjá Íslandsfugli í Dal- víkurbyggð í næstu viku og koma fyrstu afurðum fyrirtækisins á markað í kjölfarið. Auðbjörn Krist- insson framkvæmdastjóri sagði að þrátt fyrir sviptingar á þessum markaði fyrir sunnan héldu menn sínu striki og þessa dagana er unnið að lokafrágangi á kjötvinnslu og sláturhúsi félagsins. Yfir 30 manns eru nú á launaskrá hjá fyrirtækinu. „Manni sýnist nú að fyrir neyt- endur sé ekki verra að einhverjir fleiri aðilar komi að þessu borði, svona miðað við það sem er að ger- ast fyrir sunnan,“ sagði Auðbjörn. Eins og fram hefur komið hefur Reykjagarður ákveðið að flytja kjúklingaslátrun og pökkun sína frá Hellu í kjúklingastöð Ferskra kjúk- linga í Mosfellsbæ og jafnframt er verið að skoða sameiningu fyrir- tækjanna. Ferskir kjúklingar eru dótturfyrirtæki Móa en Búnaðar- bankinn er stærsti eigandi Reykja- garðs. Peningar þjóðarinnar notaðir í fákeppni „Það virðist vera einhver hræðsla í þessum aðilum gagnvart okkur og því eru þeir að reyna að sameinast til að geta tekið betur á móti okkur. Og þegar fjármálastofnun eins og Búnaðarbankinn er farin að ganga fram í málinu hlýtur almenningur að hugsa sig um, enda er þar verið að nota peninga þjóðarinnar í fá- keppni. Janframt er með þessu ver- ið að færa störf af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Það er ekki laust við að maður velti fyrir sér hvers konar þjóðfélag þetta sé sem við búum í. Hvort við séum í sömu stöðu og var fyrir austan járntjald fyrir 20 árum, eða hvort þetta sé ís- lenskur raunvöruleiki í dag.“ Auðbjörn sagði að erfiðlega hefði gengið að reka þetta stóra og dýra sláturhús Ferskra kjúklinga í Mos- fellsbæ. „Til þess að sláturhúsið geti staðið undir sér þarf öll framleiðsla á þessu svæði að fara þar í gegn. Með fákeppni á að reyna að halda uppi verðinu, til þess að borga þessa heimskulegu fjárfestingu niður og um það snýst málið.“ Framleiða um 14 tonn af kjöti á viku Starfsemi Íslandsfugls er á þrem- ur stöðum í Dalvíkurbyggð, varp- stöðin á Árskógsströnd, útungun, sláturhús og kjötvinnsla á Dalvík og eldishús á Ytra-Holti. Ráðgert er að framleiða 700 tonn af kjúklingum fyrsta árið eða um 14 tonn af kjöti á viku. „Ef okkur geng- ur vel og markaðurinn tekur við okkur eins og við vonum er þetta aðeins byrjunin og við munun þá stefna að því að auka framleiðsl- una.“ Framkvæmdastjóri Íslandsfugls segir kjúklingaslátrun hefjast í næstu viku Ekki verra fyrir neytendur að fleiri komi að þessu borði Morgunblaðið/Kristján Í varpstöð Íslandsfugls á Árskógsströnd. VEÐRIÐ lék við Akureyringa í gær og á slíkum stundum leggst fólk fáklætt út undir vegg og læt- ur sólina skína á kroppinn, hvort sem er heima við hús eða í sund- laugum bæjarins. Þá hefur sund- laugargarðurinn aðdráttarafl og þar var hópur ungs fólks við leik. Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu með hlýnandi veðri og því má búast við að fjöldi fólks verði á ferðinni í Eyjafirði, enda ým- islegt spennandi í boði. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík, handverkshátíðina Handverk 2001 á Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit og listviðburði í Gilinu á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Það var fjör í sundlaugargarðinum í veðurblíðunni í gær. Spennandi helgi framundan RANNVEIG Helgadóttir opn- ar myndlistarsýningu í Ket- ilhúsinu, neðri hæð, í dag laug- ardaginn 11. ágúst kl. 16.00 og mun sýningin standa til 26. ágúst. Rannveig Helgadóttir er fædd árið 1971 og stundaði nám á myndlistabraut Menntaskólans á Akureyri þaðan sem hún útskrifaðist 1992. Síðan lauk hún námi í fagurlistadeild Myndlistaskól- ans á Akureyri 1995 og námi í listhönnunardeild sama skóla árið 1998. Frá 1999 til 2000 stundaði hún nám í kennslu- fræðum til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Síðasta einkasýning hennar var í Turku Academy í Finnlandi sl. vetur. Á sýningunni verða ný verk unnin með blandaðri tækni. Viðfangsefnið er mandala sem er reglubundin formgerð unn- in út frá möndli og myndar munstur. Orðið mandala kem- ur úr sanskrít og merkir „heil- agur hringur“ eða hringur ei- lífðarinnar. Allir eru hjartanlega vel- komnir á sýningu Rannveigar og aðgangur er ókeypis. „Heilagar mandöl- ur“ í Ket- ilhúsinu AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagur 12. ágúst, kvöld- messa með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Félagar úr Kór Akur- eyrarkirkju. Inga Eydal syng- ur einsöng. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Komum í kirkj- una, syngjum saman og njótum helgihalds og samveru á sum- arkvöldi. Þriðjudagur 14. ágúst, morgunsöngur kl. 9. Fimmtudagur 16. ágúst, kyrrð- ar- og fyrirbænastund kl. 12. Bænaefnum má koma til prest- anna. Eftir stundina er unnt að kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheimili. GLERÁRKIRKJA: Kyrrðar- og helgistund sunnudaginn 12. ágúst kl. 21.00. Sr. Hannes Örn Blandon þjónar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00. Vakningasam- koma sunnudaginn 12. ágúst kl. 20.00. Hjónin Rut Rósin- kransdóttir og Andrés Guð- bjartsson stofnendur Hósanna- hópsins munu segja frá starfi sínu. Fjölbreytt lofgjörðartón- list og fyrirbænaþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjustarf STÆRSTA iðnaðarfyrirtækið í Ólafsfirði, Tréver ehf., hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu. Að sögn Önnu Rósu Vigfúsdóttur hjá Tré- veri er verkefnastaða fyrirtækis- ins það slæm að eigendurnir telja ekki lengur grundvöll fyrir rekstri þess að óbreyttu. Ekkert hefur verið um stór verkefni eins t.d. einbýlishús síð- ustu árin, en Tréver hefur byggt langflest hús í Ólafsfirði eftir 1960. Að jafnaði hafa um 15 manns verið í vinnu hjá Tréveri og oft fleiri en 20 á sumrin. „Starfsmennirnir hafa mislang- an uppsagnarfrest og munu þeir vinna hann. Framtíð fyrirtækisins verður tekin til rækilegrar endur- skoðunar í haust,“ sagði Anna Rósa. Tréver hefur verið að selja tæki undanfarna mánuði, vörubíla, steypubíla og gröfur. Öllu starfsfólki Trévers sagt upp Ólafsfjörður ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar myndlistarsýningu í Deiglunni, „Frá þræði til heildar“ í dag, laugardaginn 11. ágúst, kl. 16.00. Þórey hefur dvalið lang- tímum í Noregi, síðast sem uppeldis- og sálfræðiráðgjafi í Vestfold. Í Noregi hefur hún haldið fjórar einkasýningar og síðasta sýningin var í Kaup- mannahöfn á síðasta ári. Þetta verður 9. einkasýning Þóreyjar. Þórey rak „Gallerí allrahanda“ í áratug og list- kaffihúsið á Hjalteyri. Á sýn- ingunni í Deiglunni verður lögð áhersla á þráðinn sem listmiðil. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00–18.00, lokað mánu- daga. Sýningin stendur til 26. ágúst. Þórey sýnir í Deiglunni SÖNGVAKA verður í Minjasafns- kirkjunni á Akureyri mánudags- kvöldið 13. ágúst kl. 21.00. Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson munu fikra sig áfram í tali og tónum eftir ís- lenskri tónlistarsögu, taka dæmi af tvísöng, rímum, veraldlegum þjóð- lögum, danskvæðum og trúarlegum söngvum. Þau ljúka síðan dag- skránni á söngvum frá nítjándu og tuttugustu öld. Söngvökur eru hefðbundinn þátt- ur í sumarstarfsemi Minjasafnsins á Akureyri. Söngvaka í Minjasafns- kirkju KAFFISALA verður í sumarbúð- um KFUM og KFUK við Hólavatn sunnudaginn 12. ágúst og hefst hún kl. 14.30 og stendur til kl. 18. Í sumar hafa 5 hópar drengja og stúlkna verið á Hólavatni undir stjórn Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, Hannesar Guðrúnarsonar og sr. Hildar Sigurðardóttur. Venja er að starfinu ljúki með kaffisölu sem er mikilvægur þáttur þess. Kaffisalan er liður í fjáröflun sumarbúðanna og gefur hún fólki tækifæri til að koma að Hólavatni, skoða sumar- búðirnar sem eru í fallegu um- hverfi, hittast og spjalla. Í um 20 ár hefur verið skipulega unnið að skógrækt í landi sum- arbúðanna og þar voru gróðursett um 1.500 lerkitré í sumar. Kaffisalan hefur oft verið mjög vel sótt og greinilegt er að margir líta á það sem fastan þátt að aka Eyjafjörðinn á sunnudagseftirmið- degi í ágúst og fá sér kaffi á Hóla- vatni. Kaffisala á Hólavatni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.