Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 14

Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TAKIÐ EFTIR! TAKIÐ EFTIR! Lýsingahönnuður frá LÚMEX verður í verslun okkar þriðjudaginn 14. ágúst. Hann veitir faglega ráðgjöf varðandi lýsingahönnun og val á lampabúnaði fyrir heimili og fyrirtæki. Pantið viðtalstíma eða lítið við. Njarðarnes 1 (Norðan við Toyota) 603 Akureyri STEFNT er að því að hefja kjúk- lingaslátrun hjá Íslandsfugli í Dal- víkurbyggð í næstu viku og koma fyrstu afurðum fyrirtækisins á markað í kjölfarið. Auðbjörn Krist- insson framkvæmdastjóri sagði að þrátt fyrir sviptingar á þessum markaði fyrir sunnan héldu menn sínu striki og þessa dagana er unnið að lokafrágangi á kjötvinnslu og sláturhúsi félagsins. Yfir 30 manns eru nú á launaskrá hjá fyrirtækinu. „Manni sýnist nú að fyrir neyt- endur sé ekki verra að einhverjir fleiri aðilar komi að þessu borði, svona miðað við það sem er að ger- ast fyrir sunnan,“ sagði Auðbjörn. Eins og fram hefur komið hefur Reykjagarður ákveðið að flytja kjúklingaslátrun og pökkun sína frá Hellu í kjúklingastöð Ferskra kjúk- linga í Mosfellsbæ og jafnframt er verið að skoða sameiningu fyrir- tækjanna. Ferskir kjúklingar eru dótturfyrirtæki Móa en Búnaðar- bankinn er stærsti eigandi Reykja- garðs. Peningar þjóðarinnar notaðir í fákeppni „Það virðist vera einhver hræðsla í þessum aðilum gagnvart okkur og því eru þeir að reyna að sameinast til að geta tekið betur á móti okkur. Og þegar fjármálastofnun eins og Búnaðarbankinn er farin að ganga fram í málinu hlýtur almenningur að hugsa sig um, enda er þar verið að nota peninga þjóðarinnar í fá- keppni. Janframt er með þessu ver- ið að færa störf af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Það er ekki laust við að maður velti fyrir sér hvers konar þjóðfélag þetta sé sem við búum í. Hvort við séum í sömu stöðu og var fyrir austan járntjald fyrir 20 árum, eða hvort þetta sé ís- lenskur raunvöruleiki í dag.“ Auðbjörn sagði að erfiðlega hefði gengið að reka þetta stóra og dýra sláturhús Ferskra kjúklinga í Mos- fellsbæ. „Til þess að sláturhúsið geti staðið undir sér þarf öll framleiðsla á þessu svæði að fara þar í gegn. Með fákeppni á að reyna að halda uppi verðinu, til þess að borga þessa heimskulegu fjárfestingu niður og um það snýst málið.“ Framleiða um 14 tonn af kjöti á viku Starfsemi Íslandsfugls er á þrem- ur stöðum í Dalvíkurbyggð, varp- stöðin á Árskógsströnd, útungun, sláturhús og kjötvinnsla á Dalvík og eldishús á Ytra-Holti. Ráðgert er að framleiða 700 tonn af kjúklingum fyrsta árið eða um 14 tonn af kjöti á viku. „Ef okkur geng- ur vel og markaðurinn tekur við okkur eins og við vonum er þetta aðeins byrjunin og við munun þá stefna að því að auka framleiðsl- una.“ Framkvæmdastjóri Íslandsfugls segir kjúklingaslátrun hefjast í næstu viku Ekki verra fyrir neytendur að fleiri komi að þessu borði Morgunblaðið/Kristján Í varpstöð Íslandsfugls á Árskógsströnd. VEÐRIÐ lék við Akureyringa í gær og á slíkum stundum leggst fólk fáklætt út undir vegg og læt- ur sólina skína á kroppinn, hvort sem er heima við hús eða í sund- laugum bæjarins. Þá hefur sund- laugargarðurinn aðdráttarafl og þar var hópur ungs fólks við leik. Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu með hlýnandi veðri og því má búast við að fjöldi fólks verði á ferðinni í Eyjafirði, enda ým- islegt spennandi í boði. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík, handverkshátíðina Handverk 2001 á Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit og listviðburði í Gilinu á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Það var fjör í sundlaugargarðinum í veðurblíðunni í gær. Spennandi helgi framundan RANNVEIG Helgadóttir opn- ar myndlistarsýningu í Ket- ilhúsinu, neðri hæð, í dag laug- ardaginn 11. ágúst kl. 16.00 og mun sýningin standa til 26. ágúst. Rannveig Helgadóttir er fædd árið 1971 og stundaði nám á myndlistabraut Menntaskólans á Akureyri þaðan sem hún útskrifaðist 1992. Síðan lauk hún námi í fagurlistadeild Myndlistaskól- ans á Akureyri 1995 og námi í listhönnunardeild sama skóla árið 1998. Frá 1999 til 2000 stundaði hún nám í kennslu- fræðum til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Síðasta einkasýning hennar var í Turku Academy í Finnlandi sl. vetur. Á sýningunni verða ný verk unnin með blandaðri tækni. Viðfangsefnið er mandala sem er reglubundin formgerð unn- in út frá möndli og myndar munstur. Orðið mandala kem- ur úr sanskrít og merkir „heil- agur hringur“ eða hringur ei- lífðarinnar. Allir eru hjartanlega vel- komnir á sýningu Rannveigar og aðgangur er ókeypis. „Heilagar mandöl- ur“ í Ket- ilhúsinu AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagur 12. ágúst, kvöld- messa með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Félagar úr Kór Akur- eyrarkirkju. Inga Eydal syng- ur einsöng. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Komum í kirkj- una, syngjum saman og njótum helgihalds og samveru á sum- arkvöldi. Þriðjudagur 14. ágúst, morgunsöngur kl. 9. Fimmtudagur 16. ágúst, kyrrð- ar- og fyrirbænastund kl. 12. Bænaefnum má koma til prest- anna. Eftir stundina er unnt að kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheimili. GLERÁRKIRKJA: Kyrrðar- og helgistund sunnudaginn 12. ágúst kl. 21.00. Sr. Hannes Örn Blandon þjónar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00. Vakningasam- koma sunnudaginn 12. ágúst kl. 20.00. Hjónin Rut Rósin- kransdóttir og Andrés Guð- bjartsson stofnendur Hósanna- hópsins munu segja frá starfi sínu. Fjölbreytt lofgjörðartón- list og fyrirbænaþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjustarf STÆRSTA iðnaðarfyrirtækið í Ólafsfirði, Tréver ehf., hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu. Að sögn Önnu Rósu Vigfúsdóttur hjá Tré- veri er verkefnastaða fyrirtækis- ins það slæm að eigendurnir telja ekki lengur grundvöll fyrir rekstri þess að óbreyttu. Ekkert hefur verið um stór verkefni eins t.d. einbýlishús síð- ustu árin, en Tréver hefur byggt langflest hús í Ólafsfirði eftir 1960. Að jafnaði hafa um 15 manns verið í vinnu hjá Tréveri og oft fleiri en 20 á sumrin. „Starfsmennirnir hafa mislang- an uppsagnarfrest og munu þeir vinna hann. Framtíð fyrirtækisins verður tekin til rækilegrar endur- skoðunar í haust,“ sagði Anna Rósa. Tréver hefur verið að selja tæki undanfarna mánuði, vörubíla, steypubíla og gröfur. Öllu starfsfólki Trévers sagt upp Ólafsfjörður ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar myndlistarsýningu í Deiglunni, „Frá þræði til heildar“ í dag, laugardaginn 11. ágúst, kl. 16.00. Þórey hefur dvalið lang- tímum í Noregi, síðast sem uppeldis- og sálfræðiráðgjafi í Vestfold. Í Noregi hefur hún haldið fjórar einkasýningar og síðasta sýningin var í Kaup- mannahöfn á síðasta ári. Þetta verður 9. einkasýning Þóreyjar. Þórey rak „Gallerí allrahanda“ í áratug og list- kaffihúsið á Hjalteyri. Á sýn- ingunni í Deiglunni verður lögð áhersla á þráðinn sem listmiðil. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00–18.00, lokað mánu- daga. Sýningin stendur til 26. ágúst. Þórey sýnir í Deiglunni SÖNGVAKA verður í Minjasafns- kirkjunni á Akureyri mánudags- kvöldið 13. ágúst kl. 21.00. Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson munu fikra sig áfram í tali og tónum eftir ís- lenskri tónlistarsögu, taka dæmi af tvísöng, rímum, veraldlegum þjóð- lögum, danskvæðum og trúarlegum söngvum. Þau ljúka síðan dag- skránni á söngvum frá nítjándu og tuttugustu öld. Söngvökur eru hefðbundinn þátt- ur í sumarstarfsemi Minjasafnsins á Akureyri. Söngvaka í Minjasafns- kirkju KAFFISALA verður í sumarbúð- um KFUM og KFUK við Hólavatn sunnudaginn 12. ágúst og hefst hún kl. 14.30 og stendur til kl. 18. Í sumar hafa 5 hópar drengja og stúlkna verið á Hólavatni undir stjórn Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, Hannesar Guðrúnarsonar og sr. Hildar Sigurðardóttur. Venja er að starfinu ljúki með kaffisölu sem er mikilvægur þáttur þess. Kaffisalan er liður í fjáröflun sumarbúðanna og gefur hún fólki tækifæri til að koma að Hólavatni, skoða sumar- búðirnar sem eru í fallegu um- hverfi, hittast og spjalla. Í um 20 ár hefur verið skipulega unnið að skógrækt í landi sum- arbúðanna og þar voru gróðursett um 1.500 lerkitré í sumar. Kaffisalan hefur oft verið mjög vel sótt og greinilegt er að margir líta á það sem fastan þátt að aka Eyjafjörðinn á sunnudagseftirmið- degi í ágúst og fá sér kaffi á Hóla- vatni. Kaffisala á Hólavatni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.