Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 43 ✝ Sigríður Hall-dórsdóttir frá Orrahóli fæddist 12. september 1906 í Magnússkógum í Hvammssveit í Dala- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Guðmunds- son bóndi þar, f. 3. okt. 1875, d. 13. júlí 1962, og Ingibjörg Sigríður Jensdóttir, f. 19. okt. 1876, d. 11. ág. 1957. Sigríður var sjötta í röð fjór- tán barna foreldra sinna. Systkini hennar eru: Elísa- bet, f. 13. sept. 1900, d. 10. mars 1967; Kristín, f. 7. des. 1901, d. 19. febr. 1995; Sigríður, f. 1903, d. 1903; Magnús, f. 7. júní 1904, d. 24. nóv. 1992; Guðmundur, f. 16. ág. 1905, d. 4. maí 1993; Sigurjens, f. 17. sept. 1908, d. 28. apr. 1998; Sal- björg, f. 16. apr. 1910; Snorri, f. 31. þau Láru Ósk, f. 23. ágúst 1983, Sigurð Trausta, f. 6. jan. 1990, og Stefán Óla, f. 20. júlí 1998, maki Ingu Birnu er Egill Reynisson; Inga Lára, f. 10. nóv. 1941, maki Sævar Straumland og eiga þau tvo syni; Hans Orra, f. 22. jan. 1980, og Sævar Inga, f. 5. mars 1982; Börk- ur, f. 31. maí 1945; Sigurður Björg- vin, f. 3. mars 1951, maki Bára Sig- urðardóttir og eiga þau þrjú börn, Þuríði Jóneyju, f. 24. júlí 1974, Sig- rúnu Hönnu, f. 13. mars 1978, og Kristján Hans, f. 11. jan. 1984. Sigríður ólst upp í foreldrahús- um í Magnússkógum. Hún stund- aði nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi og síðan sérnám í vefn- aði. Einnig sótti hún garðyrkju- námskeið. Sigríður var húsmóðir á Orrahóli frá 1937 til 1991. Hún kenndi vefnað við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli í nokkur ár. Einn- ig óf hún ábreiður, rekkjuvoðir o.fl. heima hjá sér. Sigríður söng mikið í kórum, lék á orgel og var organisti við Staðarfellskirkju í mörg ár. Hún var lengi ritari kven- félagsins Hvatar. Útför Sigríðar fer fram frá Stað- arfellskirkju á Fellsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13. júlí 1911, d. 18. nóv. 1983; Guðbjörn Viggó, f. 2. júlí 1913, d. 9. maí 1915; Jensína, f. 19. sept. 1915, d. 9. apríl 2001; Jóhanna Hall- dóra, f. 19. mars 1917, d. 29. des. 1998; Bjarni, f. 16. nóv. 1918, d. 5. maí 1919, og Skúli, f. 16. nóv. 1918, d. 10. maí 1919. Fósturbróðir Sigríðar er Alfons Oddsson, f. 5. nóv. 1905. Sigríður giftist 21. apríl 1937 Hans Krist- jáni Matthíassyni, bónda á Orra- hóli, f. 30. jan. 1901, d. 3. des. 1987. Börn þeirra eru: Matthías Páll, f. 20. mars 1938; Lára Sigurveig, f. 1. júlí 1939, maki Trausti Valgeir Bjarnason og eiga þau tvær dætur, Sigríði, f. 6. júlí 1961, og Ingu Birnu, f. 5. maí 1975, maki Sigríðar er Ásgrímur Kristjánsson og eiga Mig langar að leiðarlokum að þakka móður minni fyrir allt sem við áttum saman. Það eru margar mynd- ir sem koma fram frá fyrstu tíð þegar við systkinin fengum að fara niður að Staðarfelli, bæði til kirkju og eins í Húsmæðraskólann á handavinnusýn- ingar og annað sem þar var og svo á böllin á haustin hjá kvenfélaginu fyrsta vetrardag sem var árviss við- burður. Heimilið var ákaflega snyrtilegt og hver hlutur á sínum stað, allt hreint og fágað. Ég dáðist oft að því hvað móður minni tókst að halda þessu gamla húsi vel við. Enda sagði maður sem kom víða og þekkti vel til að þótt músin hefði leitað hefði hún ekki fundið mola undir eldavélinni. Mamma var mikið fyrir söng og var í kór frá unga aldri. Hún spilaði á org- el, bæði heima og í Staðarfellskirkju. Í kirkjuna mætti hún alltaf í upphlut, klæddi sig að mestu heima, svo var farið á hesti niðureftir. Hún var síðan fljót að klára búninginn þegar til kirkju var komið. Þetta þætti erfitt nú til dags. Ef einhver kom heima var alltaf spilað og sungið ef tækifæri var til. Síðast fékk mamma að syngja með Þorrakórnum sínum er hann kom hingað til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og skemmti í Breiðfirðingabúð. Oft voru drengir heima, þrír auk Björgvins, og mamma var dugleg að fara með þá í reiðtúr og fjallgöngur upp frá Orrahóli yfir á Tunguhlíðar- brún, út allt fjall, út á múla og niður að Stóru-Tungu. Samt var hún alltaf slæm í fæti en það var bara farið. Eftir að heilsan bilaði og mamma gat ekki verið heima á Orrahóli var hún fyrst hjá mér en fór síðan á Grund. Þar fékk hún mjög góða umönnun og tók virkan þátt í heim- ilislífinu. Hún eignaðist góða vini meðal heimilismanna og starfsfólks. Ég vil þakka fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk á Grund. Mínir drengir minnast ömmu sinn- ar með ánægju þegar hún var hjá mér. Það var fundið upp á ýmsu af beggja hálfu til að hafa gaman af sem yljar í minningunni. Ég vil láta fylgja hér með þetta ljóð eftir Jón frá Ljárskógum sem við sungum oft saman alla tíð. Þegar við höfðum lítið að tala um á Grund þá sungum við þetta og fleiri lög okkur til ánægju. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Ég þakka móður minni allt sem hún var mér og okkur. Guð geymi hana. Inga og fjölskylda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hún amma var myndarhúsmóðir og hélt sínu heimili vel, jafnvel þó svo að hún væri komin vel á efri ár. Allt var alltaf svo hreint og strokið og baksturinn alveg stórkostlegur. Hún hafði alveg sérstakt lag á að gera allar kökur svo góðar að maður gat ekki staðist þær, jafnvel þær sem maður borðaði annars ekki. Við systurnar eyddum ófáum stundum í eldhúsinu hjá ömmu á Orrahóli, enda var stutt milli bæja. Það var spjallað, hlegið, spilað á spil, nartað í kökurnar hennar og borðað súpugutl yfir útvarpssögunni í út- varpinu. Svo var farið út að spássera, eins og hún kallaði það, og var þá stiklað á steinum yfir gilið og það var eins og amma svifi yfir það, svo létti- lega að það var ómögulegt að leika það eftir, enda þurfti hún oft að taka mig á hestbak yfir. Síðan var gengið út í skóg, málin rædd og sungið, enda kom maður endurnærður til baka. Síðdegis var vaninn að færa sig upp í stofu og þá settist amma við orgelið sitt og spilaði og söng fyrir okkur. Amma var mjög söngelsk og söng bæði með kirkjukórnum og Þorra- kórnum hér í sveit og svo hvenær sem gest bar að garði. Það var skrítið þegar amma flutti svo til Reykjavíkur, allt í einu var svo langt að fara til hennar og samveru- stundunum fækkaði til muna í nokkur ár. En þegar ég fór í skóla í bænum var þráðurinn tekinn upp að nýju og var vaninn að fara í heimsókn til hennar á Grund á sunnudögum. Þar undi hún sér vel, var alltaf svo kát og glöð þegar mann bar að garði, enda í góðum félagsskap og starfsfólkið yndislegt. Nú er hún farin áfram og tími til kominn að kveðja og það er ekki auð- velt. En í hjarta mínu lifir minning um þessa yndislegu og lífsglöðu konu, sem gaf mér ómetanlegt veganesti út í lífið. Guð varðveiti þig á himnum og við hér á jörðu, elsku amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Sigrún. SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Þorvarður Sig-urðsson frá Teigaseli fæddist í Fremraseli í Tungu 10. 9. 1942. Hann lést 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteins- son, f. 10. 9. 1907, og kona hans Margrét Ingibjörg Stefáns- dóttir, f. 1. 5. 1912. Eftirlifandi eigin- kona Þorvarðar er Guðrún Helga Guð- mundsdóttir, f. 19. 9. 1943 á Austurhól í Nesjum. Foreldrar hennar eru Guðmundur Guðbjartsson, f. 20. 6. 1909, og kona hans Jóhanna Ingi- björg Guðmundsdóttir, f. 8. 8. 1912. Börn Þorvarðar og Guðrún- ar Helgu eru: Sig- urður Grétar, f. 9. 10. 1971, kona Guð- rún Margrét Stein- arsdóttir, barn Jó- fríður Margrét; Guðmundur Ingi, f. 9. 10. 1971, d. 9. 8. 1992; Helga Guð- björg, f. 28. 11. 1972, maður Gunnar Páll Halldórsson, börn Guðbjartur Freyr, Guðrún Ósk og Sverrir Ketill; Alda Berglind, f. 26. 5. 1974, maður Lárus Óskarsson, barn Dagbjört Rós; Tryggvína, f. 28. 6. 1979; Þórhall- ur Guðjón, f. 24. 1. 1985. Útför Þorvarðar fór fram frá Bjarnaneskirkju 31. júlí. Það fór ekki hjá því, þegar mér barst sú frétt að Varði frá Teigaseli væri allur, að ég hrykki dálítið við. Sá hópur sem stundaði nám í barna- skólanum á Skjöldólfsstöðum á sjötta áratugnum var ekki stór og samskipti okkar voru náin og lang- vinn. Við bjuggum í heimavist, fyrst í yngri deild frá því skóli hófst að haustinu og fram að jólum og seinna, þegar við höfðum náð ellefu ára aldri, færðumst við í eldri deild sem mætti í skólann einn dag í janú- ar að afloknum fengitíma og dvöld- um á staðnum til vors. Ekki var um það að ræða að fara heim um helgar nema í einstaka undantekningartil- vikum. Á Skjöldólfsstöðum kynntist ég Varða. Við vorum samtíða eitt haust í yngri deild og tvo vetur frá jólum til vors. Það er einkennilegt til þess að hugsa að síðan skuli vera liðin nærri hálf öld. Enn standa mér fyrir hugskotssjónum leikir okkar, stund- um gassafengnir og glannalegir, stundum ungæðislegir og ekki skyn- samlegir, en yfirleitt alltaf skemmti- legir. Við Varði fórum stundum í gönguferðir og skoðuðum náttúr- una, ekki síst á vorin. Varði hafði gaman af slíkum ferðum. Hann kunni öðrum betur að gleðjast ein- læglega yfir því sem fyrir augu bar. Og eina eftirminnilega svaðilför fór- um við Varði við þriðja mann. Sú för verður ekki tíunduð hér nánar en þar reyndi á Varða sem var okkar stærstur og sterkastur. Og hann stóð fyrir sínu. Varði lauk sínu skyldunámi og fór svo að vinna það sem til féll, hingað og þangað um Héraðið. Um tíma var hann fjármaður hjá foreldrum mín- um sem þá voru orðin fullorðin. Þau minntust hans oft síðar. Hann var léttur í skapi og góðgjarn, þægileg- ur í umgengni og hafði gaman af sögum, gat bæði sagt frá og hlustað. Seinna barst Varði til Hornafjarð- ar þar sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni og settist að. Þau hjón eignuðust sex börn. Ungan son misstu þau af slysförum. Hin börnin eru flest farin að heiman, komin út á vinnumarkaðinn og búin að stofna sín eigin heimili. Í mörg ár hafði ég hugsað mér að koma við hjá Varða á heimili hans á Hornafirði og hitta aftur þennan skólafélaga minn úr barnaskólanum, þennan geðgóða og friðsama félaga minn úr gönguferðum æskunnar. Þess vegna hrökk ég við þegar ég frétti að Varði væri farinn. Tíminn gefur ekki eftir um eitt augnablik. Ég sendi fjölskyldu Varða sam- úðarkveðjur og þakka góðum dreng góða viðkynningu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. ÞORVARÐUR SIGURÐSSON    3                          '  !&  (()# )## !C,  ()# &C  ,= %""#  #), ) ),(# ))%#5"  ,+)#( = ")# %""#  ' 7 ))%#5" %""#  ' #6  .6 ))%#5" %""# :  # A%   8  (   8                                 ? : 2 ' )# +)(#E ),= # ")#()  ",   %""# 5 : ")#  #,%   %""#  (# # (#  5    ,,I 68 5 ,= %""# +)#    (  8  Elsku amma. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ALMA EGGERTSDÓTTIR ✝ Alma HermínaEggertsdóttir fæddist í Keflavík 15. mars 1905. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 30. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 8. ágúst. ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Bestu þakkir fyrir allar samverustundirn- ar. Guð geymi þig. Þín, Hrefna. Elsku langamma, mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Þó að við hefðum ekki mik- ið samband núna síðustu ár skipað- irðu stóran sess í uppvexti mínum. Þú varst alltaf svo dugleg að heim- sækja okkur norður á Sauðárkrók og meira að segja einnig til Danmerkur. Og þegar við bjuggum í Danmörku sendirðu mér alltaf slátur og kæfu því að það var uppáhaldið mitt. Þú varst alltaf svo glöð og hláturmild og áttuð þið mamma og amma það til að fá óstöðvandi hláturskast af minnsta tilefni. Eftir að við fluttum norður komstu oft til að hjálpa mömmu við slátur- gerð og ýmislegt annað, þá dvaldirðu gjarnan hjá okkur í einhvern tíma. Elsku langamma, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Megi Guð blessa þig og minningu þína. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Lind Einarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.