Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 11 FLUGNANET, filmur, spil, plást- ur, kavíar, ostur og smokkar eru meðal þess sem fæst í Fjallafangi, sem er án efa ein óvenjulegasta verslun landsins. Skötuhjúin Smári Kristinsson og hin rússneska Nína Ivanova reka verslunina og hafa gert bráðum í áratug. Þau segja að margir segi að búðin sé algjör lífs- björg þar sem ferðamennirnir telji að á ferðamannastað eins og Land- mannalaugum hljóti að vera versl- un. „Áður voru skálaverðirnir stundum að gefa ferðamönnum síðustu brauðsneiðina sína,“ segir Smári. Þau segja að langlokur og tann- burstar séu vinsælustu vörurnar, en að kaffið sé ansi vinsælt líka. „Það er helst að fólk kvarti undan því að kaffið sé of ódýrt,“ segir Nína en kaffibolli með ábót kostar 100 krónur. „Það er ekki hægt að fá ódýrara kaffi, nema kannski í Búnaðarbankanum,“ segir Smári og glottir. Þegar þau eru spurð hversu mikið þau hafi upp úr krafsinu segja þau rekstur versl- unarinnar vera hálfgerða sjálf- boðavinnu og að hann snúist ekki um peninga. Inni í herbílnum, sem notaður er fyrir verslunina, er hægt að hvíla lúin bein, drekka kaffi og glugga í blöð. „Þetta er hámenningarlegt kaffihús,“ segir Smári en þau fá Morgunblaðið sent á hverjum degi og segir hann að erlendu ferða- mennirnir hafi mestan áhuga á að fylgjast með veðurfréttunum og gengi erlendra gjaldmiðla. Einnig fá þau sendar mjólkurvörur og ferskt brauð frá Hellu með rútunni á hverjum degi. Síðan eru þau með ferska bleikju á boðstólum. Forréttindi að búa í Landmannalaugum „Þetta byrjaði allt sem grisj- unarævintýri,“ segir Smári þegar hann er spurður hvernig stóð á því að þau fóru út í þennan versl- unarrekstur. Veiðifélagið í Holta- og Landsveit fékk Smára til að grisja vötn á svæðinu sem eru svo krökk af fiski að ekki er nóg áta í þeim og því fá fiskarnir ekki nægt rými til að vaxa. „Við viljum veiða litla fiska til þess að gefa þeim stærri kost á að vaxa og dafna þannig að hægt verði að veiða þá síðar,“ segir Smári. Fyrsta árið var allur aflinn sendur til Hollands og Tékklands en síðan fór dreif- ingarfyrirtækið á hausinn þannig að versluninni Fjallafangi var komið á fót. „Nú koma útlöndin til okkar,“ segir Smári brosandi. Á hverjum degi veiða þau um 15–20 kíló af fiski og er afli sumarsins um 1,2 tonn. Þetta er þó síðasta árið sem þau verða með ferskan fisk á boð- stólum, því grisjunarverkefninu er að ljúka. Þau segjast ætla að halda áfram með verslunarreksturinn á næsta ári, en sjá svo til hvert fram- haldið verður. Verslunin er starfrækt í júlí- og ágústmánuði. Þau gista við Eski- hlíðarvatn, í heimasmíðuðu hjól- hýsi á bílgrind þar sem er svefn- aðastaða fyrir sex manns og eldhús. „Við erum forréttindafólk. Við getum verið hér í Land- mannalaugum allt sumarið meðan flestir geta aðeins stoppað stutt við og svo búum við í húsi þegar hinir hírast í tjöldum,“ segir Smári. Langlokur og tannburst- ar vinsælustu vörurnar Morgunblaðið/Nína Björk Nína og Smári bakvið búðarborðið ásamt dönskum aðstoðarmanni. Eins og sjá má fæst hjá þeim allt milli himins og jarðar. GUÐMUNDUR Karl Snæbjörns- son, formaður Félags heimilis- lækna í Skandinavíu, segir tölur sem nefndar hafa verið í fjölmiðl- um um skort á heimilislæknum og fjölda heimilislæknalausra á höf- uðborgarsvæðinu rangar. Hann segir þau ummæli héraðslæknis Reykjavíkur og forstöðumanns Heilsugæslu Reykjavíkur að rúm- lega 5.000 manns séu án heim- ilslæknis byggjast á úreltum tölum og að nær sé að tala um að hátt í 30 þúsund manns séu án heim- ilislæknis á höfuðborgarsvæðinu og 18 þúsund í Reykjavík. Guðmundur Karl, sem er ný- fluttur frá Svíþjóð, hefur sótt um til tryggingaráðs að fá að opna og reka stofu með fjórum til sjö heim- ilislæknum sem fyrst og fremst yrði hugsuð sem bráðamóttaka fyrir þá sem ekki eru með heim- ilislækni. Hann segir að héraðs- læknir sé meðal þeirra aðila sem skylt sé að gefa umsögn um ástand heimilislækninga og hve marga heimilislækna vanti þegar læknar leita eftir að fá að opna stofu. Guð- mundur Karl segir hins vegar að hann sé sá eini sem hafi beðið um þessar upplýsingar hjá Trygginga- stofnun síðastliðin ár og því ljóst að menn hafi ekki haft fyrir því að leita sér grunnupplýsinga. Úrelt fyrirkomulag að skipta heilsugæslustöðvum eftir hverfum Í tölunum sem Guðmundur Karl fékk hjá Tryggingastofnun er fjölda einstaklinga með og án heimilislæknis raðað eftir póst- númerum. Hann bendir á að sam- kvæmt tölunum séu rúmlega 1.670 einstaklingar í Voga- og Heima- hverfi án heimilislæknis ef miðað er við einn heimilislækni á hverja 1.500 og því vanti einn lækni á svæðið. Eigi að síður standi til að reisa þar heilsugæslustöð með sjö læknum fyrir 10 þúsund manns. „Þetta segir okkur að það hefur ekki verið gerð nein grunnkönnun á því hvar vantar lækna. Það hefur komið fram að tölurnar séu óljósar og að það sé rangt hjá heimilis- læknum að það séu 20–30 þúsund manns án heimislæknis,“ segir Guðmundur. Hann stendur hins vegar fast á því að þessar tölur séu réttar. Guðmundur Karl segir að heilsugæslustöðvar hafi verið skipulagðar eftir hverfum, sem sé úrelt fyrirkomulag. Hann tekur dæmi samkvæmt tölunum. Í Árbæ eru 4.800 íbúar með heimilislækni en við stöðina eru alls skráðir um 8.670 sjúklingar samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun. Í Efra- Breiðholti eru rúmlega 3.860 íbúar skráðir á heilsugæslustöðina í hverfinu en 9.200 sjúklingar eru skráðir þar alls. Guðmundur Karl segir ástæðurnar fyrir háu hlut- falli íbúa utan hverfis á sömu heilsugæslustöð augljósar. Fólk flytjist búferlum en haldi gjarnan tryggð við heimilislækni sinn. Þetta fyrirkomulag sé hentugra og viðurkennt innan læknastéttarinn- ar. Að auki skipti margir við sjálf- stætt starfandi heimilislækna, einkum í Reykjavík, eða rúmlega 32 þúsund manns. Guðmundur Karl segir rúmlega 18 þúsund Reykvíkinga án heim- ilislæknis en á höfuðborgarsvæð- inu öllu séu þeir gróflega áætlað hátt í 30 þúsund. Hann segir að í ljósi skorts á heimilislæknum blasi við að núverandi fyrirkomulag fæli unga lækna frá því að leggja fyrir sig heimilislækningar. Heimilis- læknar vilji að þeim sé gefið aukið svigrúm til jafns við aðra lækna og þeir fái að reka eigin stofur. Mörg dæmi séu um að heimilislæknar séu að flýja í aðrar sérgreinar. Þá segist hann þekkja dæmi þess að ungir íslenskir læknar í Skandin- avíu hyggist ekki snúa heim aftur að námi loknu vegna erfiðrar stöðu heimilislækna á Íslandi. 18 þúsund án heimil- islæknis í Reykjavík          ! "#$! %! ! " !! &!! '(& $ )  "*+ ,(& $ - !! $ . - !! $ . /012  3   3 3 3  3            Formaður Félags heimilislækna í Skandinavíu gagnrýnir stefnu stjórnvalda í uppbyggingu heilsugæslustöðva feni og kostaði þar 339 kr. Brynjar sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa hringt í Sölufélag garðyrkju- manna í kjölfar fréttarinnar. Þar hefði hann fengið þau svör að inn- kaupsverðið myndi lækka ein- hvern tímann á næstu tveimur vik- um en ekki um hversu mikið. Brynjar sagði að innkaupsverð á papriku hefði haldist mjög hátt í allt sumar en að venjulega lækkaði það eitthvað í ágúst. BRYNJAR Helgi Ingólfsson, inn- kaupastjóri Nýkaups í Kringlunni, segir hátt innkaupsverð á papriku meginástæðuna fyrir háu sölu- verði. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag að samkvæmt verðkönn- un sem gerð var í sex verslunum á þriðjudag reyndist hæsta verð á grænni papriku vera í Nýkaupi og í versluninni Nóatúni í Nóatúni, eða 699 kr. kílóið. Í könnuninni reynd- ist kílóverðið lægst í Bónus í Faxa- Innkaupastjóri Nýkaups Verð á papriku lækk- ar um miðjan ágúst RANNSÓKNARNEFND flug- slysa hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu varðandi flugslysið í Skerjafirði: „Þótt Rannsóknarnefnd flug- slysa (RNF) sé óljúft að fjalla op- inberlega um rannsóknaratriði skýrslu sinnar um flugslysið í Skerjafirði hinn 7. ágúst 2000, m.a. þar sem opinberri rannsókn (lög- reglurannsókn) á flugslysinu er enn ólokið, vill RNF þó leiðrétta eft- irfarandi atriði sem komið hafa fram í umfjöllun ýmissa fjölmiðla að undanförnu: Umsögn Flugmálastjórnar Flugmálastjórn fékk samkvæmt lögum drög að lokaskýrslu RNF til umsagnar sem aðili máls. Í þeim til- vikum þar sem minnsti vafi var á túlkun reglna varðandi útgáfu lofthæfiskírteinisins, fékk Flug- málastjórn að njóta vafans í loka- skýrslunni enda á RNF ekki, sbr. 14. gr. laga nr. 59/1996 um rann- sókn flugslysa, að fella úrskurði sem fela í sér skiptingu sakar og ábyrgðar. Engu að síður skal bent á að RNF tók á viðkomandi atriðum með tillögum sínum í öryggisátt í lokaskýrslu sinni, sbr. tillögu nr. 4.2 sem er svohljóðandi: „Rannsóknarnefnd flugslysa leggur til við Flugmálastjórn, að verklagsreglur flugöryggissviðs Flugmálastjórnar er varða skrán- ingu notaðra loftfara til atvinnu- flugs verði endurskoðaðar. Annað- hvort verði þess krafist að innflytjandinn útvegi útflutnings- lofthæfiskírteini (CofA for Export) frá flugmálastjórn útflutningsríkis- ins, eða Flugmálastjórn Íslands framkvæmi sjálf skoðun á loft- farinu sem uppfyllir kröfur til út- gáfu slíks skírteinis.“ RNF dró þá ályktun af athuga- semdum Flugmálastjórnar, að flug- vélin TF-GTI hafi haft gilt lofthæfiskírteini. Í lokaskýrslu sinni benti RNF á ýmis atriði sem höfðu skv. gildandi lögum um loft- ferðir veruleg áhrif á lofthæfi flug- vélarinnar, án þess að kveðið væri upp úr um lofthæfi hennar þegar slysið varð. Væntanlega mun sú op- inbera rannsókn sem beinist að slysinu sjálfu og enn er ólokið taka á þessum atriðum. Tekið skal fram að þær tillögur sem RNF gerði í öryggisátt voru ekki sendar aðilum máls til um- sagnar, eins og Flugmálastjórn raunar krafðist og eins og gefið hef- ur verið í skyn að RNF hafi gert. Efnisatriði lokaskýrslu RNF RNF tók þá ákvörðun að fella út í lokaskýrslu sinni ýmis atriði í áður sendum drögum til umsagnar, sem ekki vörðuðu flugslysið sjálft eða hefðu áhrif á niðurstöður rannsókn- arinnar og gátu gefið tilefni til til- lagna í öryggisátt. Varðandi atriði er varða það að lifa af flugslys (Survival aspects), samanber viðauka við ICAO Annex 13, gr. 1.15, takmarkast hefðbundin skýrslugerð rannsóknarnefnda flugslysa við eftirfarandi: „Stutt lýsing á leit, tæmingu loft- farsins af fólki og björgun, stað- setningu áhafnar og farþega með tilliti til meiðsla sem urðu, bilun burðarhluta svo sem sæta og fest- inga öryggisbelta.“ Skipulag og stjórnun björgunar- starfa, svo og læknismeðferð slas- aðra, eru því utan þess vettvangs sem RNF kemur að í skýrslum sín- um, enda í verkahring annarra. Staðan í dag Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram sem breyta niðurstöðu RNF um orsakir eða líklegar or- sakir slyssins eða sem leitt gætu til nýrra tillagna í öryggisátt. Það er enn fremur mat RNF að þær til- lögur sem gerðar voru í öryggisátt hafi tekið á þeim atriðum sem fram kom að var ábótavant og að tillög- urnar muni stuðla að auknu flug- öryggi í landinu. Tekið skal fram að RNF mun taka á móti þeim tveimur Bretum sem ráðnir munu hafa verið af einkaaðilum til að rannsaka flug- slysið í Skerjafirði. Nefndin mun engu að síður standa vörð um þann trúnað sem henni ber samkvæmt lögum að rækja og ríkja verður bæði um samskipti hennar og aðila máls í flugslysum og varðandi feng- in sérfræðiálit, þannig að fyrir- byggjandi rannsókn flugslysa á Ís- landi verði ekki stefnt í voða. Umræddir tveir Bretar eru hins vegar ekki á vegum Cranfield Uni- versity, samkvæmt upplýsingum frá þeim sjálfum, öfugt við það sem haldið hefur verið fram í ýmsum fjölmiðlum. RNF vill að lokum vísa til föð- urhúsanna dylgjum og órökstudd- um fullyrðingum sem hafðar hafa verið uppi í ýmsum fjölmiðlum um RNF, starfshætti hennar og rann- sóknina á flugslysinu í Skerjafirði og virðast hafa þann tilgang einan að sá fræjum tortryggni í garð RNF. Þá vill nefndin hvetja áhugasama til þess að kynna sér skýrslu nefnd- arinnar sem birt er á heimasíðu RNF, slóðin er http://www.aaib- is.com. Rannsóknarnefnd flugslysa, Kristján Guðjónsson, Skúli Jón Sigurðarson, Steinar Steinarsson, Sveinn Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson.“ Yfirlýsing frá RNF varðandi flug- slysið í Skerjafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.