Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ottó Geir Þor-valdsson bóndi í Víðimýrarseli og Viðvík í Skagafirði fæddist á Sauðár- króki 18. febrúar 1922. Hann lést 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvalds- son og Helga Jó- hannesdótttir á Sauðárkróki. Systk- ini Ottós eru: Jó- hannes, f. 9. jan. 1920, d. 14. mars 1939; Rannveig Ingi- björg, f. 1. jan. 1921; Guðrún, f. 25. nóv. 1923; Helga, f. 1. júlí 1925, d. 3. jan. 1927; Helga Ragn- heiður, f. 19. feb. 1927; Sigríður, f. 22. des. 1929, maki Kristinn Magnús Baldursson, f. 8. feb. 1924. Hinn 9. sept. 1952 kvæntist Ottó Jóhönnu Erlu Axelsdóttur, f. 6. okt. 1926 á Leirá í Borgarfirði, d. 17. mars 1975. Móðir hennar var Kolfinna Jóhannesdóttir og fósturfaðir Þórður Jónsson frá Krossnesi í Borgar- firði. Börn Ottós og Jóhönnu eru: Þorvald- ur, f. 15. apríl 1952, maki Kolbrún Jóns- dóttir, f. 21. sept. 1955, og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn. Jóhannes, f. 11. jan. 1954, maki Mar- grét Sveinbjörnsdótt- ir, f. 14. mars 1960, og eiga þau fimm börn og þrjú barnabörn. Kol- finna, f. 23. mars 1956, maki Guðmundur Jón Halldórsson, f. 27. júní 1954, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Helga, f. 11. des. 1958, maki Haraldur Sigurðsson, f. 24. apríl 1955, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Guðrún, f. 18. sept. 1962, maki Sigurbjörn Árnason, f. 17. jan. 1957, og eiga þau fjögur börn. Kári, f. 18. nóv. 1963, maki Guðríður Björk Magnúsdóttir, f. 23. feb. 1966, og eiga þau þrjú börn. Útför Ottós fer fram frá Viðvík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur þú, ástkæri afi minn, kvatt þennan heim og haldið af stað í þína hinstu ferð. Nú trúi ég að þú sért kominn til ömmu og þér líði vel. Þegar þú lást á spítalanum seinast þegar ég kom þá hreyfðirðu puttana eins og það væri einhver að halda í höndina á þér og trúi ég að það hafi verið amma. Þú vast alltaf svo hress og skemmtilegur, sama hvernig á stóð. Ég mun alltaf minnast þess þegar við löbbuðum saman út á tún að skoða hestana. Þá völdum við Geisla minn. Ég man líka þegar ég var lítil í sveitinni og þú sast með mig og söngst og blístraðir. Þér fannst alltaf svo gaman að tala skrítið við mig því ég hló alltaf svo mikið. Þú varst alltaf svo stoltur af mér, sama hvað ég gerði. Það var alltaf svo gaman að gleðja þig því það þurfti svo lítið til. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuði í hjarta. Blessuð sé minning þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sigríður Heiða. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar okkar yndislegu samveru- stundir og minnast þín með fáeinum orðum. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég flaug ein norður í sveitina til þín, Gunnu, Kára og Lappa. Alltaf var jafn gaman að koma í sveitina sumar eftir sumar, og mikið var maður öfundaður af skólafélögunum fyrir að eiga afa í sveit. Afi var hesta- maður mikill og ekkert var eins skemmtilegt og að fara í reiðtúr með honum. Hann þekkti hverja þúfu og hvern hól og orti ljóð og vísur jafn- óðum og hann sagði manni sögur. Gaman var að gleðja afa þegar við krakkarnir fórum niður í skógrækt og tíndum ber út á skyrið sem var í miklu uppáhaldi hjá afa. Elsku afi minn, ég mun sakna þín og veit innst inni að nú ert þú sáttur og kominn til ömmu. Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Erla. Mig langar að kveðja vin minn Ottó Geir Þorvaldsson með nokkrum línum. Leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum 16 árum þegar ég var að leita mér að gæðingi fyrir fjórðungsmótið í Reykjavík 1985. Mér var bent á að tala við Ottó Geir, sem tók mér afar vel þannig að úr varð góður vinskap- ur sem hélst alla tíð. Ottó Geir var ákaflega skemmtilegur maður, söng- elskur og kastaði fram vísum á góð- um stundum. Hann var trúr vinum sínum og var gott að leita ráða hjá honum. Hann var mikið fyrir íþróttir og heilbrigt líferni og á sínum yngri árum keppti hann fyrir sitt félag í frjálsum íþróttum. Í seinni tíð átti hrossaræktin hug hans allan, hann lifði fyrir hana, enda mikill dýravin- ur. Hann var mikill félags- og jafn- aðarmaður og gjafmildi hans og heiðarleiki rómuð. Að lokum vil ég senda fjölskyldu hans mínar innilegu samúðarkveðjur um leið og ég kveð góðan dreng. Ragnar Jón Skúlason. Það var vorið 1981 að ég ákvað að fara ráðskona í sveit með tvö yngri börnin þá þriggja og fimm ára. Ég hringdi eftir nokkrum auglýsingum og er kom að Ottó bónda í Viðvík var ég ekki lengi að ákveða mig eftir fyrsta símtalið við hann er hann sagði með sinni alkunnu hreinskilni og glaðværð: „Hlaðið er stórt og gott að snúa við á því.“ Sem sagt ef mér félli ekki vistin þá væri auðvelt að snúa til baka. En það kom ekki til, þarna steig ég heillaspor. Í Viðvík eignaðist ég trygga og góða vini og hef upp frá því litið á Ottó bónda og hans börn sem mína fjölskyldu. Ottó var þá búinn að vera ekkjumaður í nokkur ár og bjuggu tvö yngstu börnin, Gunna og Kári, þá átján og nítján ára enn þá heima. Þetta voru miklir indælis unglingar og tóku þau okkur einkar vel. Gunna hafði þá hugsað um heimilið af sínum frá- bæra myndarskap og ég dáðist að hversu gott samband var á milli feðginanna, en hún fór að vinna á Sauðárkróki og kom heim um helgar eftir að við komum. Hennar staða var því vandfyllt á heimilinu og margt gat ég af Gunnu lært þótt eldri væri. Í Viðvík áttum við, ég og börnin, góðar stundir þau tvö sumur er við dvöldum þar. Það var ómet- anlegt að verða þess heiðurs aðnjót- andi að fá að kynnast Ottó bónda, heilsteyptari og tryggari vin var vart unnt að hugsa sér. Jákvæði hans og natni við menn og skepnur var ein- stakt, barngóður var hann, glettinn og gamansamur, og átti hann einkar auðvelt með að setja saman vísur og nokkrar góðar fékk maður við ýmis tækifæri. Margar ánægjulegar „kvöldvökurnar“ áttum við með góð- vini Ottós, Ingólfi Kristjánssyni, miklum öðlings- og heiðursmanni, en hann dvaldi oft í Viðvík með hesta sína. Þá var margt spjallað enda voru vinirnir hvor öðrum fróðari. Ekki var heldur amalegt að fara með þeim í reiðtúra en þeir þekktu hesta og kennileiti eins og fingur sína. Báð- ir komu þeir síðar í heimsóknir á heimili mitt í Hvítárdal og dvöldu þá gjarnan í nokkra daga í senn okkur hjónum til mikillar gleði og ánægju og svo Ottó einn eftir að Ingólfur, vinur hans, sem hann saknaði mikið, féll frá. Ottó var ekki heill heilsu síðari ár- in en hið góða lundarfar hans og skapferli létti honum lífið. Ég vil þakka honum fyrir ógleymanlega viðkynningu og trygglyndi við mig og fjölskyldu mína. Við vottum börn- um hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Þorbjörg. Dauðinn er ávallt óvæntur er hann knýr dyra þótt líf okkar allra stefni til hans. Ottó Geir Þorvaldsson, móð- urbróðir minn, lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudagsmorguninn 5. ágúst sl. 79 ára að aldri. Hann hafði um nokkurra ára skeið kennt lasleika sem hann náði ekki að hrista af sér nema í fáar vikur eða mánuði í senn. Ottó Geir geymdi margbrotinn mann, lundin var ávall létt og stutt í söng, kátínu og gleði, en um leið var hann alvörugefinn og fastur fyrir. Það heyrðist í honum á mannamót- um, enda lá honum hátt rómur, hestamaður var hann af sannkallaðri guðsnáð, hjálparhella nágrönnum sínum, gestum og gangandi. En fyrst og fremst var hann ástríkur fjöl- skyldumaður og bóndi, hann unni heitt Jóhönnu Erlu heitinni konu sinni og börnum og barnabörnum. Ég kynntist Ottó, frænda mínum, vorið 1958 er ég var sendur í sveit til hans og Jóhönnu Erlu fimm ára gamall að Víðimýrarseli í Seylu- hreppi í Skagafirði. Þar er minnis- varðinn um Stephan G. Stephansson og mynd af skáldinu prýddi stofu- vegginn á bænum. Víðimýrarsel var nýbýli úr jörð- inni Víðimýri og stendur bærinn hátt í austanverðu Vatnsskarðinu og sér þaðan yfir Skagafjörðinn nær allan. Sólsetur er hvergi fegurra í mínum huga en séð frá Víðimýrarseli er sól- in sígur bakvið Drangey. Og nú er sólin Ottós hnigin til viðar. Við urð- um strax vinir þar á hlaðinu í Víði- mýrarseli þótt þrjátíu ár væru á milli okkar. Það var bjart yfir honum og stafaði frá honum hlýju og mér fannst ég vera eldri og mannalegri en ég var. Aldrei man ég eftir öðru en að hann talaði við mig sem fullorð- inn mann og ræddi við mig um vanda líðandi stundar, áform sín og drauma, hvort heldur var í smáu eða stóru, hvort setja ætti á þetta folald- ið eða hitt eða ráðast í kaup á nýrri vél til búverkanna eða stærri og betri jörð. Þannig var Ottó. Ég dvaldi tíu sumur hjá þeim hjónum og leit á þau sem mína aðra foreldra og bestu vini. Í Víðimýrarseli ræktuðu þau hjón- in garðinn sinn af elju og komu undir sig fótunum. Þegar ég kom þar fyrst og næstu sjö eða átta árin var allur heyskapur stundaður með vélum sem hestum var beitt fyrir. Þessir sömu hestar kepptu svo á Vallabökk- um í gæðingakeppni eða tölti eða 250 metra stökki og höfðu stundum verð- laun. Oft var slegið stykki með þeim að morgni keppnisdags eða rakað í garða. Hestar voru líka farartækið þegar bregða þurfti sér á milli bæja. Ottó var meðalmaður á hæð, þrek- inn um brjóst og herðar og sverir handleggirnir. Handtakið þétt. Hann var rammur að afli, kvikur í hreyfingum og laginn verkmaður í hverju sem hann tók sér fyrir hend- ur. Mér virtist hann kunna allt og mér þótti það þá reyndar sjálfsagt og eðlilegt, en vekur umhugsun er frá líður hversu hagur hann var og ódeigur. Hann smíðaði skeifur, járn- aði fyrir sig og aðra, smíðaði ný blöð í ljáinn á hestasláttuvélinni ef þau brotnuðu, bjó til beisli, tauma, belti og gjarðir úr nautshúðum, splæsti víra og kaðla, smíðaði heyvagn og heyýtu sem hestum var beitt fyrir, slátraði til heimilsins, steypti upp hús – allt eins og ekkert væri eðli- legra, ekkert mál. Og þegar drátt- arvél var fyrst keypt að bænum kom einnig í ljós að hann kunni ýmislegt fyrir sér í meðferð og viðgerðum vélknúinna ökutækja. Hann raf- væddi líka bæinn og gegndi olíumót- orinn sem knúði rafalinn einnig því hlutverki að knýja blásara sem kældi heyið í hlöðunni. Og smám saman vélvæddist búskapurinn. Hann var einstaklega natinn við skepnurnar sem allar voru ávarpaðar með nafni. Einkum er mér minnisstætt hvernig hann gerði við sprungna og skemmda hófa á hestum sem taldir voru ólæknandi. Menn komu til hans með sára eða hófskemmda hesta oft um langan veg úr öðrum landsfjórð- ungum og ég man ekki eftir öðru en að allir næðu þeir fullum bata. Stundum tók meðferðin vikur og mánuði ef hófar voru illa farnir. Og eitt sinn gerði hann að fótbroti á aft- urfæti hests sem síðar var notaður í rúman áratug til kappreiða á hesta- mótum og dráttar á bænum. Ottó var sannkallað náttúrubarn, hann unni náttúrunni, möguleikum hennar og fegurð í öllum sínum myndum, land- inu, jörðinni, jurtunum, dýrunum. Hann lifði náttúruna, andaði henni að sér, ekki sem bláeygur áhorfandi, heldur sem hluti af henni, þátttak- andi í gangverki hennar. Hann lifði lífinu lifandi, talaði við dýrin eins og menn og þau við hann sínu máli því þau skildu það sem hann sagði. Ólm- ir stóðhestar urðu sem gæfir heim- alningar þegar hann var annars veg- ar. Eitt sinn komum við Systa kona mín til hans er hann var kominn í Viðvík þar sem hann stóð úti fyrir hesthúsinu með tvo landsfræga stóð- hesta sér við hlið og var að leiða þá inn í húsið. Báðir voru hestarnir óbeislaðir og gæfir og hlýddu öllu sem hann sagði við þá. Hrossin komu hlaupandi til hans er hann gekk út í hagann og hann talaði við þau í sí- fellu eða blístraði lagstúf. Rólegur og yfirvegaður. Og hann hafði einstakt lag á því að lempa þá sem voru smeykir við að setjast í hnakkinn til að stíga á bak og flengríða um víðan völl. Allir voru öruggir þegar hann var nálægur. Ottó var vinmargur og vinsæll. Fólk víðsvegar af landinu eignaðist hesta frá honum og margir héldu við hann sambandi eftir það. En alltaf átti hann hest sem var ein- ungis fyrir hann. Stundum hafði hann keypt hann eftir að hafa séð úr fjarska sem folald í haga eða sem trippi í rétt. Hann hafði einstaklega næmt auga fyrir góðum hestum og hvaða folald eða trippi yrði gæðing- ur. Og hann náði alltaf að laða fram bestu kostina í hverjum hesti. Ef ein- hver hefur verið hestamaður í þess orðs fyllstu merkingu, þá var það Ottó. Í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar, kvæðamaður og hagyrtur ef hann vildi við hafa, söngmaður góður og hafði á yngri árum sungið í kórum. Stutt var líka í sönginn og kveðandann er hann sat á vélum við bústörfin. Ottó Geir var þriðji í röð sjö systk- ina, fimm systra og tveggja bræðra. Ein systirin, Helga, dó rúmlega eins árs gömul, og bróðirinn Jóhannes lést um aldur fram aðeins 19 ára gamall. Föður sinn missti Ottó er hann var átta ára gamall. Hann lauk námi við Unglingaskólann á Sauðár- króki og eftir það tók við sú vinna er til féll til stuðnings barnmörgu heim- ilinu, sjómennska, verkamannavinna og sveitastörf hjá frændfólki á Stóra- Vatnsskarði. Ottó tók meirapróf á bíl og var leigubílstjóri í Reykjavík um tíma, rútubílstjóri og mjólkurbíl- stjóri í Skagafirði. Sem unglingur og ungur maður spretti hann stundum úr spori í 100 metra hlaupi á íþrótta- mótum og þótti efnilegur. En hann mátti ekki vera að því að æfa, heldur hljóp undan stýrinu á bílnum þegar færi gafst. Um 1950 starfaði Ottó sem bústjóri á Kirkjubæ á Rangár- völlum á búi Eggerts Jónssonar frá Nautabúi. Þar kynntist hann verð- andi eiginkonu sinni Jóhönnu Erlu Axelsdóttur, eða Erlu eins og hún var jafnan kölluð, sem fædd var á Leirá í Borgarfirði 6. október 1926. Faðir hennar, Axel Leidecker, var danskur ríkisborgari þýskur í föður- ætt og móðirin Kolfinna Jóhannes- dóttir. Jóhanna Erla var alin upp hjá móður sinni og fósturföður, Þórði Jónssyni, fyrst á Hvítsstöðum og síð- ar í Krossnesi í Álftaneshreppi. Ottó og Erla voru gefin saman í hjóna- band 9. september 1952 í Korn- brekku, en þá starfaði Ottó hjá Sand- græðslunni í Gunnarsholti. Þau voru þar í eitt ár og annað á Þingeyrum í Þingi. En hugur beggja stóð til sjálf- stæðs búskapar. Árið 1954 keyptu þau jörðina Víði- mýrarsel og hófu þar búskap nánast með tvær hendur tómar, en fáein góð hross. Ottó var á heimaslóðum skammt frá Stóra-Vatnsskarði. Byggja þurfti upp öll hús frá grunni, rækta bústofn og tún. Bjartsýni, gleði og áræði einkenndi allt þeirra starf. Ástríða beggja var hesta- mennska og vart leið sá dagur að ekki væri lagt á. Hrossakynið varð blanda úr Skagafirði, Húnavatns- sýslu og af Mýrunum í Borgarfirði. Margur gæðingurinn óx þar úr grasi og jafnan voru tiltækir reiðhestar á bænum ekki færri en 20. Þau bjuggu í Víðimýrarseli í 18 ár, en árið 1971 keyptu þau jörðina Viðvík í Viðvík- ursveit og fluttust þangað vorið 1972 og býr yngsti sonur þeirra þar nú. Skömmu eftir að þau fluttust í Viðvík veiktist Erla og lést hún 17. mars 1975 langt um aldur fram. Ottó tókst á við það áfall af kjarki og æðruleysi og trausti á Guð sinn. Börn þeirra eru sex og býr yngsti sonurinn í Við- vík. Nú er Ottó horfinn af vettvangi dagsins. Við áttum samtal í síma fyr- ir um fjórum vikum þar sem hann dvaldi í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hin síðari misserin var greinilega töluvert af honum dregið, lífsneist- inn ekki jafn skær og fyrrum, enda held ég að honum hafi verið orðið ljóst að hverju dró. Öll áttum við systkinin því láni að fagna að dvelja lengur eða skemur hjá Ottó og Erlu og erum ævinlega þakklát fyrir það. Ottó axlaði ungur ábyrgð á sjálfum sér og öðrum og lífshlaupið reyndist honum í senn gæfuríkt og andstætt, einkum missir Erlu skömmu eftir að þau fluttu í Viðvík. En eins og andi hennar lifði í brjósti hans og okkar sem henni kynntumst, þá lifir minn- ingin um góðan dreng, bjartan og glaðan um ókomna tíð með þeim sem þekktu hann. Það var okkur Systu mikil gæfa að fá að njóta vináttu hans og samveru. Við vottum eftirlif- andi systkinum, börnum, tengda- börnum og öllum afkomendum Ottós okkar dýpstu samúð við fráfall hans. Þórður Kristinsson. Bóndinn minn er dáinn. Ég kom til hans Ottós í sveit vorið 1954 en þá var ég á sjötta ári. Pabbi hafði sagt mér frá þessum manni úr Skagafirði sem var skyldur honum nokkuð fram í ættir. Báðir voru þeir afkomendur skagfirskra frá Skíða- stöðum á Skaga. Ottó hafði nokkru fyrir 1950 leitað til pabba um vinnu en hann var þá frystihússtjóri í Innri-Njarðvík hjá Eggerti Jónssyni frá Nautabúi. Eggert var einnig eigandi jarðarinn- OTTÓ GEIR ÞORVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.