Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S NÝ röðun og uppbygging launakerfis grunnskólakennara tók gildi 1. ágúst samkvæmt kjarasamningi grunn- skólakennara og launanefndar sveit- arfélaga sl. vetur. Jafnframt samdist um umfangsmiklar breytingar á skólastarfi sem ganga í gildi við upp- haf komandi skólaárs. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunn- skólakennara, segir að misbrestur hafi orðið á að kennarar fengju rétt laun í samræmi við þessar breytingar um síðustu mánaðamót. Ekkert greitt úr launaflokka- potti í 60% skóla í Reykjavík ,,Þetta er kannski eitthvað sem við mátti búast og ég er sannfærð um að flestir vildu gera allt sem í þeirra valdi stóð til að borguð yrðu rétt laun. Hins vegar var ekki alls staðar búið að ganga frá greiðslum úr launaflokka- potti sem skólastjórar úthluta úr eftir tilteknum reglum. Þar vantar ein- hverja launaflokka hjá langflestum kennurum. Verið er að lagfæra þetta núna og vonandi verða flestir komnir með rétt laun 1. september. Sam- kvæmt upplýsingum Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkurborgar var ekk- ert borgað úr þessum potti í 60% skóla í Reykjavík,“ segir hún. Skv. ákvæðum kjarasamningsins um svo- nefndan ,,launaflokkapott“ fá skóla- stjórar fjármuni, sem samsvara þremur launaflokkahækkunum á hvern kennara, og eiga að útdeila þeim til kennara með tilliti til starfs- sviðs, ábyrgðar, álags, sérhæfingar og persónulegrar færni kennarans. Guðrún Ebba segir kennara hafa sýnt mikla biðlund og skilning á þessu þar sem verið væri að hrinda þessum breytingum í framkvæmd í fyrsta skipti. ,,En í framtíðinni á þetta að liggja alveg ljóst fyrir að vori,“ segir hún. Grunnskólar hefja ekki allir störf á sama degi Kjarasamningurinn felur einnig í sér fjölgun skóladaga nemenda um tíu og undirbúningsdaga kennara um tvo á komandi skólaári. Þá verður skólum heimilt að taka upp vetrar- leyfi nemenda og sveigjanlegt upphaf og lok skólastarfs með samþykki fræðsluyfirvalda hlutaðeigandi sveit- arfélags. Guðrún Ebba segir mjög mismunandi hvernig fjölgun skóla- daga sé útfærð eftir sveitarfélögum og grunnskólar landsins byrji því ekki allir á sama degi, eins og verið hefur. Mögulegt er að kalla kennara til starfa 15. ágúst og nemendur hinn 20. en Guðrún Ebba sagðist þó ekki hafa heyrt að neinn skóli ætlaði að byrja svo snemma. Grunnskólarnir í borginni byrja al- mennt 24. þessa mánaðar, sem er viku fyrr en á síðasta skólaári, en þá var skólasetning 1. september. Að sögn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, for- stöðumanns þróunarsviðs Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, eru þó smá frávik frá þessu þar sem Klébergs- skóli á Kjalarnesi verður með skóla- setningu tveimur dögum fyrr, eða hinn 22. ágúst. Árbæjarskóli verður settur 27. ágúst sem má rekja til byggingarframkvæmda við skólann. Miklar breytingar á skólastarfi og launakerfi í grunnskólum í upphafi skólaárs Misbrestur á að kennarar fengju úthlutað úr launapotti SEX fyrirtæki sendu inn tilboð í ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hlutabréfum í Lands- banka Íslands hf., en tilboðin voru opnuð síðdegis í gær. Þetta eru fyr- irtækin KPMG Corporate Finance í Danmörku, PricewaterhouseCoop- ers (PWC) í London og Reykjavík, ING BARINGS Limited, The Nort- hern Partnership Limited, HSBC investment bank og Deloitte og Touche. Verkefnið, sem fyrirtækin bjóða í, felst í að semja skilmála samkvæmt þeim óskum sem verkkaupi, það er íslenska ríkið, hefur um fyrirkomu- lag sölunnar. Einnig að auglýsa for- val, taka við erindum í kjölfar þess, gera tillögu um hverjir eigi að taka þátt í lokuðu útboði, semja skilmála og vinnureglur vegna lokaðs útboðs, veita ráðgjöf um lágmarksverð, taka við tilboðum, yfirfara þau og gera tillögur um hvaða tilboði skuli tekið. Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að nú verði farið yfir tilboðin og að föstudaginn 17. ágúst verði til- kynnt að hvaða tilboði verður geng- ið. Hann segist ekki geta sagt á hvaða verðbili tilboðin eru, eða hvað áætlað er að þessi hluti söluferlisins kosti. Hreinn segir tilboð fyrirtækj- anna vera mjög mismunandi. „Sum- ir bjóða fasta fjárhæð í þetta, en aðrir vilja hafa þetta árangurstengt. Þetta er mjög mismunandi en nú þurfum við bara að vega þetta og meta,“ segir Hreinn. Ánægður með þátttökuna Hreinn segist vera mjög ánægður með hversu mörg fyrirtæki buðu í þetta verkefni. „Þetta eru allt mjög virt og góð fyrirtæki. Þetta eru ein- göngu erlend fyrirtæki og það er eðlilegt því að við erum ekki síst að leita eftir erlendum samstarfsaðila. Innlendu fyrirtækin eru flest ef ekki öll samkeppnisaðilar bankans, þannig að það er heppilegra að fá fyrirtæki sem er ekki í beinni sam- keppni við Landsbankann til að sinna þessu verkefni,“ segir Hreinn. Það fyrirtæki sem verður valið mun taka þátt í undirbúningi söl- unnar með framkvæmdanefnd um einkavæðingu í samstarfi við Lands- bankann og er stefnt að því að salan fari fram fyrir næstu áramót. Sex fyrirtæki buðu í ráðgjöf vegna sölu Landsbankans MAGNÚS Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, telur líklegt að við út- gáfu framkvæmdaleyfis fyrir Kárahnjúkavirkjun verði að fylgja endanlegum úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum framkvæmd- arinnar. Magnús segir að verið sé að skoða þetta álitaefni í ráðuneyt- inu en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu í máli Aðal- heiðar Jóhannsdóttur, lögfræð- ings og sérfræðings í umhverf- isrétti, telur hún réttaróvissu vera uppi vegna galla á ákvæði laganna um mat á umhverfis- áhrifum sem fjallar um úrskurði Skipulagsstofnunar. Aðalheiður telur að breyta þurfi lögunum svo raunveruleg ábyrgð á því, hvort fallist sé á framkvæmd eða lagst gegn henni, sé ótví- rætt hjá leyfisveitanda fram- kvæmda. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra fyrir 5. september og er úr- skurður ráðherra fullnaðarúr- skurður á stjórnsýslustigi. „Þó við séum ekki komin að endanlegri niðurstöðu í málinu, því það er að okkar dómi ekki al- veg einfalt, þá sýnist okkur ým- islegt frekar benda til þess að endanlegur úrskurður um mat á umhverfisáhrifum sé ekki bara leiðbeinandi heldur sé hann endanlegur úrskurður,“ segir Magnús við Morgunblaðið í dag. Ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyti Líklegast að fylgja þurfi úr- skurði ráðherra  Líklegt/6 LJÓSMYNDARI Morgunblaðsins rakst nýverið á þennan unga öku- þór í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í Austurstrætinu. Aron Bessi heitir ungi maðurinn sem var á rúntinum. Ekki fylgdi þó sögunni hvert ferðinni var heitið á fína gula jeppanum. Morgunblaðið/Golli Ungur ökuþór á jeppa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.