Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTKOMANDI mánudag heldur Fídel Kastró, forseti Kúbu, upp á 75 ára afmælið. Kastró hefur verið einræðisherra á Kúbu samfleytt í 42 ár og í forsetatíð hans hafa 10 menn gegnt embætti forseta Bandaríkjanna. Séreinkenni einræðisherrans, grænn ein- kennisbúningur, græn húfa og gránandi al- skegg, hafa gert hann að einum auðþekkt- asta manni heims. Óvinir Kastrós hafa haldið því fram í meira en áratug að hann eigi við heilsubrest að stríða og hafa reynt að koma af stað upp- lognum orðrómi um að forsetinn þjáist af hjartabilun, krabbameini í blöðruhálskirtli og Parkinsonsveiki. Kastró segist þó sjálfur vera við hestaheilsu. Hann er sagður stunda æfingar reglulega, forðast vindla og drekka áfengi í hófi. Forsetinn hefur tilnefnt bróður sinn, varn- armálaráðherrann Raúl Kastró, sem vænt- anlegan arftaka. Raúl er talinn meiri harð- línumaður en Kastró sjálfur en er sagður tilbúinn til að gera meiri tilraunir með breyt- ingar á efnahagskerfi Kúbu en bróðir hans. Svo lengi sem þær breytingar eru innan hins sósíalíska ramma. Þrátt fyrir að Raúl þyki ekki búa yfir jafn miklum persónutöfrum og Fídel nýtur hann mikils fylgis innan hersins. Farinn að láta á sjá Fíedel Kastró varð fyrir því áfalli í júní á þessu ári að hníga niður er hann hélt ræðu í beinni sjónvarpsútsendingu á Havana. At- vikið vakti mikla athygli fjölmiðla og skyndi- lega fór heimurinn að ímynda sér Kúbu án Kastrós. Aðstoðarmenn forsetans sögðu yf- irliðið hafa stafað af of mikilli áreynslu og hann sendi óvinum sínum sjálfur þau skila- boð að það enn væri of snemmt að fagna. Þrátt fyrir það var það mál manna að Kastró hefði verið fölari og sveittari en venjulega er hann fór hinn 27. júlí sl. fyrir göngu sem Kúbverjar fara ár hvert til að halda upp á afmæli byltingarinnar. Hann virtist auk þess haltra lítið eitt. Kastró getur þó enn haldið ræður klukku- stundum saman þótt hann þurfi nú á minn- isblöðum að halda. Þá heldur hann enn at- hygli hrifinna hlustenda með bröndurum, fordæmingum, skömmum og lofi. Í upphafi ræðuflutningsins virðist Kastró oft gamall og hrumur en kraftur færist í ræðurnar er á líður og hann lyftir fingri á loft til að leggja áherslu á orð sín. Í ræðum sínum þylur hann iðulega upp tölur um háa fæðingartíðni og fjölda lækna á íbúa til að sýna fram á vel- gengni byltingarinnar. Og ræður hans enda oftar en ekki á því að hann hrópar: „Föð- urlandsást eða dauði! Sósíalismi eða dauði! Við munum sigra!“ Kastró leiddi fyrst uppreisn á Kúbu árið 1953 og aðra árið 1956. Báðar enduðu þær með hörmungum. Eftir síðari uppreisnina lét þáverandi einræðisherra, Fulgencio Bat- ista, útvarpa því að Kastró væri látinn. En Batista flúði land eftir þriðju uppreisnina sem Kastró leiddi á nýársdag árið 1959. Viku síðar gengu Kastró og liðsmenn hans sig- urreifir inn í Havana. „Bauð Bandaríkjunum birginn og lifði fall Sovétríkjanna“ „Þegar Kastró lítur yfir farinn veg hlýtur hann að líta á það sem afrek að hafa komist yfir allar þær hindranir sem örlögin hafa bú- ið honum,“ sagði Wayne Smith, sem var starfsmaður í sendiráði Bandaríkjanna í Ha- vana á sjötta áratugnum, í viðtali við frétta- stofu AP. „Hann var upphafsmaður bylting- arinnar, hann bauð Bandaríkjunum birginn og hann lifði fall Sovétríkjanna,“ sagði hann. Paradís verkamannsins gekk þó ekki upp á Kúbu frekar en í öðrum kommúnistaríkj- um. Áætlunarbúskapur leiddi til langvinns skorts og matarskömmtunar. Það var þagg- að niður í andófsmönnum og fjölmiðlum var stjórnað. Meðan Sovétríkin voru við lýði hafði Kúba næga uppsprettu matar og eldsneytis. Þá sendu Kúbverjar lækna til Suður-Ameríku og herlið til Afríku. En þegar að því kom að Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 hætti Kúba stuðningi við erlendan stríðsrekstur og Kastró sneri sér að því að vinna bug á verulegri efnahagskreppu heima fyrir. Efna- hagslegur bati hefur þó verið hægur og erf- iður og hefur viðskiptabann Bandaríkja- manna tafið þar fyrir. Draumar um jafnréttisstefnu hafa þurft að víkja fyrir raunveruleika hins almenna Kúbverja, en margir Kúbverjar eru um afkomu sína háðir aðgengi að Bandaríkjadollar í gegnum ferða- mannaiðnaðinn eða ættingja í útlegð. Rík- isstjórn Bush Bandaríkjaforseta hefur lýst því yfir að hún muni ekki slaka á viðskipta- banninu á Kúbu fyrr en þar verða haldnar frjálsar kosningar og pólitískum föngum sleppt. En þeir eru í hundraðatali í kúb- verskum fangelsum að því er mannréttinda- samtök segja. Íbúar Kúbu fylkja sér þó enn um leiðtoga sinn eins og kom berlega í ljós í máli Elians Gonzales, sjö ára drengs sem var bjargað undan strönd Flórída árið 1999. Baráttuna fyrir því að drengurinn yrði sendur aftur heim til Kúbu leiddu ríkisreknir fjölmiðlar og kallaði Kastró þá „byltingarherdeild í broddi fylkingar“. Nú heyr Kastró það sem hann kallar „hugmyndafræðilega baráttu“, mótmæli gegn stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Kúbu. Og um hverja helgi heldur Raúl Kastró fjöldafundi til að mótmæla stefnu Bandaríkjanna. Afmælisbarnið ætlar á næstu dögum að ferðast til Venesúela til fundar við Hugo Chavez, forseta landsins. Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, sagði þó líklegt að Kastró biði með ferðina þar til hann hefði lokið við að blása á kertin á afmælistertunni sinni. Fídel Kastró vígreifur á 75 ára afmælinu AP Fídel Kastró, forseti Kúbu, lyftir hér fingri orðum sínum til áherslu, er hann flytur eina af sínum löngu ræðum í Kuala Lumpur fyrr í sumar. Havana. AP. BANDARÍSKAR og brezkar her- þotur gerðu sprengjuárásir á þrjár stöðvar Írakshers í Suður-Írak í gær. Voru árásirnar svar við síaukn- um tilraunum Íraka til að beita loft- varnavopnum til að skjóta niður flugvélar bandamanna á eftirlitsflugi yfir flugbannssvæðinu svokallaða. Þetta voru öflugustu árásir sem efnt hefur verið til á skotmörk í Írak frá því í febrúarmánuði. Samkvæmt upplýsingum tals- manns bandaríska varnarmálaráðu- neytisins tóku um 20 bandarískar og brezkar árásarþotur og 30 stuðn- ingsflugvélar þátt í árásinni. Banda- rísku vélarnar héldu að sögn annars talsmanns upp í árásina frá flugmóð- urskipinu USS Enterprise, sem statt er í Persaflóa, og frá herflugvöllum á svæðinu. Svo virtist sem sumar stuðningsvélarnar hefðu verið send- ar frá herstöðvum í Sádi-Arabíu. Fjarskiptamiðstöð, skotpallur og radarstöð hæfð Hæfð voru fjarskiptamiðstöð Írakshers, loftvarnaflaugaskotpallur og langdræg radarstöð, en öll þessi skotmörk eru liðir í loftvarnakerfi Íraks, að sögn Pentagon-talsmanns- ins Steves Campbells. Talsmenn Hvíta hússins sögðu árásina „reglubundna“ en þó um- fangsmeiri en venjulega. „Þessi árás var hóflegt svar til að vernda flugmenn okkar og flugvélar gegn aðgerðum Íraka sem gerast æ alvarlegri,“ sagði Tom Lantos, þing- maður demókrata sem á sæti í utan- ríkismáladeild fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Það er því miður svo að hvorki er Saddam Hussein á förum né getum við það,“ sagði hann. Sprengjuárásir á írask- ar loftvarnastöðvar Svar við ögrunum Íraka Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.