Morgunblaðið - 11.08.2001, Side 54

Morgunblaðið - 11.08.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 530 30 30 Lúdó og Stefán Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld Hinn árlegi stórdansleikur á B r o a d w a y í k v ö l d RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Forsala miða alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 • Fax 533 1110 Miðasa la í a l l an dag á B roadway og v i ð dy rna r í kvö ld . MÆRINGARNIR MILLJÓNA O G S Ö N G V A R A R N I R P á l l Ó s k a r, R a g g i B j a r n a , S t e p h a n H i l m a r z o g B j a r n i A r a Húsið opnað klukkan 23:00. Miðaverð aðeins kr. 1.800. St af ræ na H ug m yn da sm ið ja n / 2 81 0 WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Í kvöld lau 11. ágúst kl. 20 - AUKASÝNING, ÖRFÁ SÆTI LAUS MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST KL. 20.00 LAUGARDAGINN 01. SEPTEMBER KL. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Sigurður Sævarsson REQUIEM — SÁLUMESSA Sýnt í Dráttarbrautinni við smábáta- höfnina í Keflavík (þvottastöð SBK) 2. sýning 11. ágúst kl. 20.00 3. sýning 12. ágúst kl. 20.00 Aðeins þessar 2 sýningar. Listrænn stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Miðasala í síma 690 0558. Skólaskór 25% af sláttur á Löngum laugard egi Litir: Grátt, blátt og rautt. Domus Medica, Egilsgötu 3 ÓKRÝNDIR konungar hins svokall- aða dauðarokkstímabils, þegar mað- urinn með ljáinn tók sér gítar í hönd og sveif yfir vötnum hér á landi á ögn vinalegri máta en hann gerði á tím- um svarta dauða, er án efa hljóm- sveitin Strigaskór nr. 42. Hljómsveit- in var uppi nánast allt tímabilið, var stofnuð í lok níunda áratugarins en lagðist í dvala árið ’95, eða á svip- uðum tíma og dauðinn dró sængina yfir höfuðið. Þeir náðu þó að gefa út eina breið- skífu, Blót, sem hlýtur að teljast ein metnaðarfyllsta rokkplata íslenskrar tónlistarsögu. Ný plata á leiðinni Þau gleðitíðindi eru svo farin að renna sér manna á milli þessa dag- ana að Strigaskórnir séu að vakna upp úr dvalanum og við það að hefja göngu á ný. „Já, við byrjuðum að æfa fyrir ári. Með miklum hléum samt. Við erum búnir að vera eignast börn og svona,“ segir Hlynur Aðils Vilmarsson gítar- leikari og aðal lagahöf- undur sveitarinnar og snöggbreytir þannig orð- róminum í staðreynd. „Við erum að taka upp plötu,“ bætir Kjartan Ró- bertsson bassaleikari við, blaðamanni til mikillar undrunar og ánægju. „Við erum bún- ir að taka upp alla grunna og allt svo- leiðis, við eigum bara eftir að bæta nokkrum hlutum inn í og hljóðblanda hana.“ „Við erum í rauninni að koma aftur til þess að gera þessa plötu. Síðan gæti þetta þess vegna verið búið,“ segir Hlynur. „Við ætlum bara að skoða stöðuna í framhaldinu. Við byrjuðum fyrst að æfa aftur fyrir tónleika sem átti að halda í minningu Fróða Finnssonar. Þeir duttu upp fyrir, en þá ákváðum við bara að drífa í þessu fyrst við vor- um byrjaðir að æfa.“ Hvað verður að finna á plötunni? „Þetta eru þau átta lög sem við sömdum og spiluðum í Baal, leikriti sem leikfélag MR, Herranótt, setti upp árið ’95 auk tveggja nýrra laga. Þetta er mun pönkaðra efni en við gáfum út á Blóti. Það stóð alltaf til að gefa þetta út en svo hætti hljómsveit- in óvart,“ segir Hlynur og blaðamað- ur verður eitt stór spurningarmerki í framan. „Þetta voru bara mistök. Ég og Ari ætluðum út í nám en það endaði bara með þriggja mánaða sukkferð,“ segir Kjartan og þeir félagar skella upp úr. Tónleikar á mánudag Eina breiðskífa Strigaskósins til þessa, Blót, er nánast ófáanleg, en eins og allir alvöru drekar situr Hlynur á fjársjóði í helli sínum. „Ég á kassa af diskum heima, mað- ur ætti kannski að fara með hann í búðirnar?“ spyr Hlynur og brosir að lokum. Þeir sem hafa ráfað um stræti borgarinnar Strigaskólausir síðustu 7 ár ættu að taka upp gleði sína á ný við þau tíðindi að hljómsveitin hyggst leika á sínum fyrstu tónleikum í mörg ár á mánudagskvöldið. Tón- leikarnir verða á Gauk á Stöng og þar verða einungis leikin lög af væntan- legri plötu. Liðsmenn segja það þó vel koma til greina í náinni framtíð að halda tónleika tileinkaða Blóti. Hljómsveitin Klink sér um upphitun, miðaverð er 700 kr. og það er 18 ára aldurstakmark. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ást og friður í augliti dauðans, Strigaskórnir í dag (f.v.) Kjart- an, Ari, Hlynur og Gunnar. Strigaskórnir enn óslitnir biggi@mbl.is Ein magnað- asta dauða- rokksveit landsins snýr aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.