Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÆPAR sex mínútur líða að með- altali milli brota, samkvæmt mála- skrá lögreglu en þetta kemur fram í ársskýrslu embættis ríkislög- reglustjóra fyrir árið 2000. Guð- mundur Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn segir að meðalfjöldi brota á hvern starfandi lögreglumann hafi verið 138 á síðasta ári og séu þá ótalin öll önnur verkefni lögreglu, bæði þau sem séu færð í málaskrá og önnur sem aðeins séu færð í dagbók. Í ársskýrslunni er ítarleg töl- fræðileg samantekt um afbrot á árinu 2000 og segir Guðmundur að samantektin sé mun ítarlegri held- ur en í fyrri skýrslum. Hann nefnir að ástæðan sé sú áhersla sem rík- islögreglustjóri hafi lagt á fækkun afbrota og sé þetta í rauninni framlag hans til að auðvelda lög- reglustjórum yfirsýn. „Við skoðum fjölda brota miðað við síðustu ár og tökum út helstu brotaflokka. Síðan lítum við á hvað það líður langt á milli fjölda brota. Það er áhugavert að sjá hvað þetta gerist á löngu tímabili. Til dæmis líða 73 dagar á milli manndrápa, en hins vegar verður að taka það inn í reikningin að þau voru óvanalega mörg á síðasta ári eða fimm, en tvö á árinu þar áður. Tíðnin er 1,79 á hverja 100 þúsund íbúa,“ segir hann og bendir á að tíðni manndrápa sé 0,18 á hverja 10 þúsund íbúa. Hann segir að í samantektinni sé bæði miðað við 10 þúsund og 100 þúsund íbúa, í alþjóðlegum sam- anburði sé alltaf miðað við 100 þúsund íbúa en það gefi ekki raun- hæfa mynd hér í fámenninu á Ís- landi. „Ef við erum að skilgreina og auðvelda lögreglustjórunum að nota þessar tölur á sínu svæði þar sem eru kannski fimm hundruð íbúar, þá er ef til vill ekki raun- hæft að miða við hundraðþúsund, þannig að við færum okkur niður í tíu þúsund.“ Ofbeldi gagnvart lögreglu skráð tvisvar í viku Að Guðmundar sögn eru til- kynntar alvarlegar líkamsmeiðing- ar á rúmlega sex sólarhringa fresti og rán með nær ellefu daga millibili. Ofbeldi gagnvart lögreglu er skráð tvisvar í hverri viku að meðaltali. Innbrot eru tilkynnt á fjórðu hverri klukkustund og þjófnaður á hverri klukkustund. Vélknúin ökutæki eru tilkynnt stolin að meðaltali einu sinni á sól- arhring, alla daga ársins. Guðmundur bendir á að þessar tölur gefi þó aðeins grófa mynd, þ.e. tímabil sem spanni sólarhringa séu ekki greind niður í klukku- stundir og tímabil sem nái yfir klukkustundir séu að sama skapi ekki greind á smærri tímakvarða. „Einnig tökum við út og gerum samanburð á síðustu tveimur ár- um, 1999 og 2000. Þá skiljum við umferðarbrotin frá vegna þess að umferðarbrotin eru svo stór hluti af heildarbrotum. Ef þau eru að- skilin og við tökum eingöngu hegningarlagabrot, þá sjáum við að í fyrra voru 42,2 % brota auðg- unarbrot og 10,7 % eru áfengis- brot svo dæmi séu tekin. Þetta er mjög svipað á milli ára,“ segir Guðmundur. Að hans sögneru helstu brotaflokkarnir skilgreindir í skýrslunni. „Ef við tökum til dæmis auðgunarbrotin þá geta þau falið í sér ýmislegt, það eru innbrot, þjófnaðir og það geta verið rán. Það getur verið áhugavert að bera saman brotin og horfa á hvaða brot geta tengst.“ 73 dagar líða á milli manndrápa Nákvæm samantekt á afbrotum í ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra UPPHITUN gatna og gönguleiða stendur nú yfir á nokkrum stöðum í borginni, en ákvörðun um að fjölga þeim var tekin af borgaryfirvöldum í fyrra. Í gærmorgun stóðu yfir fram- kvæmdir við afrein á Kringlumýrar- braut og mynduðust langar biðraðir í morgunumferðinni vegna þessa. Sig- urður Skarphéðinsson gatnamála- stjóri segir að við því hafi mátt búast, þarna sé venjulega mikil umferð auk þess sem meira álag er á Kringlu- mýrarbraut um þessar mundir en gengur og gerist vegna fram- kvæmda á Reykjanesbraut og Breið- holtsbraut. Þar sem afreinin sem liggur upp á Bústaðaveg var lokuð vegna fram- kvæmdanna þurftu vegfarendur að nota gatnamótin við Kringlumýrar- braut, sem er erfitt vegna þess að ekki eru beygjuljós í vinstri beygj- unni þar. Að sögn Sigurðar hófst verkið á miðvikudag og er áætlað að því ljúki næstkomandi mánudag. Vegna umferðarteppunnar sem skapaðist í gærmorgun beinir lög- reglan í Reykjavík þeim tilmælum til fólks sem venjulega ekur Kringlu- mýrarbrautina á leið til vinnu að það leggi fyrr af stað en venjulega meðan framkvæmdir standa yfir. Lögregl- an bendir einnig íbúum austurhluta Kópavogs, Garðabæjar og austur- hluta Hafnarfjarðar á að nýta megi betur Reykjanesbrautina og Sæ- brautina á leið inn í miðborgina til að dreifa umferðinni á mesta álagstíma. Aðspurður segir gatnamálastjóri að framkvæmdir vegna upphitunar eigi sér bæði stað í eldri hverfum og nýjum hverfum. Þær miðist einkum við staði þar sem er mikil umferð fólks sem þarf á slíku að halda, svo sem hreyfihamlaðir og aldraðir. Auk framkvæmda við Kringlumýrar- braut er nú unnið að því að leggja hitalagnir við hluta Eyrarlands, gönguleiðir við Grund og á fleiri stöðum en í nýjum hverfum er fyrst og fremst unnið að upphitun gatna í Grafarholti. Framkvæmdir vegna upphitunar gatna og gönguleiða Umferðarteppa á Kringlumýrarbraut Morgunblaðið/Þorkell Í gær var unnið að því að leggja hitalögn undir afreinina frá Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi. Hitalögnin mun eflaust koma í góðar þarfir í hálkunni í vetur. Athygli vekur að á skilti sem getur að líta við Kringlumýrarbraut og upplýsir vegfarendur um fram- kvæmdirnar er orðið rampi notað í stað íslenska orðsins afrein. Að sögn Sigurðar á orðið rampi rætur að rekja til orðsins ramp sem notað er hjá enskumælandi þjóðum og rampe sem notað er í Skandinavíu. „Ég veit ekki hvort fólk skilur þetta orð almennt, mönnum hefur sjálfsagt ekki þótt ástæða til að þýða þetta í upphafi. Sjálfsagt er þó mun heppilegra að nota íslenska orðið afrein, sem er miklu fallegra orð, til að lýsa þessu.“ Rampi eða afrein? GUÐMUNDUR Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur sent Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra erindi þar sem hann kærir úrskurð Skipulags- stofnunar varðandi Kárahnjúka- virkjun á þeim forsendum að stofn- unina skorti bæði lagalega stöðu og faglega sérþekkingu til að hafna virkjuninni á grundvelli arðsemis- þátta. Jafnframt leggur Guðmundur fram kröfu um að ráðherra leyfi virkjunina með því skilyrði að sýnt þyki að rekstur hennar verði hag- kvæmur miðað við 6% arðsemis- kröfu. Hann segir útreikninga sýna að virkjunin geti orðið hagkvæm og vísar m.a. í eigin útreikninga þar sem fram kemur að virkjun yfir- skyggi alla aðra nýtingu á svæðinu hvað tekjur varði. Máli sínu til rökstuðnings segir Guðmundur m.a. að hvorki lög né reglugerð um Skipulagsstofnun geri ráð fyrir því að hún fjalli um efna- hagslega þætti. „Svo virðist sem löggjafinn ætlist til þess að endan- legar ákvarðanir í miklum efnahags- málum þjóðarinnar, eins og stór- virkjunum, séu teknar á Alþingi. Enda virðist Skipulagsstofnun ekki hafa mikla sérþekkingu á efnahags- málum innan sinna vébanda.“ Guðmundur vísar þar til þess sem hann nefnir misskilning stofnunar- innar á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, þar sem Skipulagsstofnun snúi við áliti Hagfræðistofnunar í úr- skurði sínum þótt umsögn Hag- fræðistofnunar sé að flestu leyti já- kvæð gagnvart virkjun. „Skipulagsstofnun virðist tína út það sem kallað er „örfáir hnökrar“ og lætur eins og það sé meginmál í skýrslu Hagfræðistofnunar,“ segir Guðmundur í erindi sínu. Þá bendir Guðmundur á, verði ekki fallist á að Skipulagsstofnun hafi farið út fyrir verksvið sitt, að úrskurður stofnunarinnar byggist fyrst og fremst á því að ekki liggi nægjanlegar upplýsingar fyrir um hagkvæmni virkjunar. „Þar með er útilokað fyrir stofn- unina, samkvæmt hennar eigin áliti, að skera úr um það hvort efnahags- legt hagræði vegi upp á móti hugs- anlegum umhverfisspjöllum. Þar með hefði hún átt að velja hinn kost- inn sem í boði er samkvæmt lög- unum (nr. 106/2000, 11. gr.), að leyfa virkjun með eða án skilyrða, til dæmis með skilyrðum um hag- kvæmni. Að leggjast gegn virkjun- inni að óathuguðu máli í þessum efnum, ber vott um óvönduð vinnu- brögð og fljótfærni, sem lögin gera ráð fyrir að hæstvirtur ráðherra geti leiðrétt,“ segir Guðmundur. Lektor við HÍ kærir úrskurð Skipu- lagsstofnunar til umhverfisráðherra Stofnuninni ekki ætlað að meta efna- hagslegar forsendur ÓVENJU mikið hefur borið á inn- brotum í Reykjavík undanfarna daga. Um síðustu helgi var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um 20 innbrot og á þriðjudag og miðvikudag bárust sam- tals 30 tilkynningar. Í langflestum til- fellum er um innbrot í bíla að ræða. Þeir sem brjótast inn í bíla eru yfir- leitt að sækjast eftir hljómflutnings- tækjum, s.s. geislaspilurum en taka einnig með sér þau verðmæti sem skilin hafa verið eftir í bílunum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru þessi innbrot í langflestum til- fellum gerð til að fjármagna fíkni- efnaneyslu. Innbrotsþjófarnir skipta gjarnan á þýfi og fíkniefnunum. Afföll í verði eru þá jafnan mikil. Það sem af er þessu ári hefur lög- verið tilkynnt um 142 innbrot í Reykjavík. Á sama tíma í fyrra voru þau 121 en voru 129 í lok ágúst 1999. Það sem af er þessu ári hafa 179 þjófnaðir verið tilkynntir til lögregl- unnar en þeir voru 308 á sama tíma í fyrra. Skýringin á þessum mun er fyrst og fremst sú að í júní tók lög- reglan upp nýjar vinnureglur í sam- vinnu við símafyrirtækin. Nú eru far- símar ekki skráðir sem stolnir fyrr en það kemur í ljós að þeir eru notaðir aftur eftir að þeim var stolið. Mikið um innbrot í bíla í Reykjavík Þýfið fjármagnar fíkniefnaneyslu SMÁBÁTUR brann í Arnar- stapahöfn á Snæfellsnesi í fyrrakvöld og annar bátur skemmdist í eldinum. Um var að ræða Otur GK 212 sem er plastbátur skráður í Sandgerði. Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp en heima- maður, sem varð var við reykj- arlykt, kom að bátnum í ljósum logum um klukkan 23. Hann kallaði menn sér til aðstoðar og ýttu þeir bátnum út og dældu á hann vatni. Slökkvilið Ólafsvík- ur kom skömmu síðar og lauk við slökkvistarfið. Báturinn er mjög illa farinn. Að sögn Björns Arnaldsson- ar hafnarvarðar var vél bátsins í gangi. Ekki er ljóst hvers vegna eldurinn kom upp. Björn sagði að báturinn við hliðina hefði skemmst og ekki hefði mátt muna miklu að verr færi því höfnin var þéttsetin bátum. Bátur brann við Arnarstapa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.