Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 47 NÚNA um liðna helgi lagði ég leið mína upp í Borgarfjörð. Ég ók svo- kallaða „Uxahryggjaleið“, þ.e.a.s. um Þingvöll, upp hjá Meyjarsæti, yfir Tröllháls, beygði svo inn á Uxahryggi við Kaldadalsafleggjara og svo niður í Lundarreykjadal. Tilefni þessa bréfkorns míns er að í báða enda þessarar leiðar hafa verið sett upp skilti þar sem tilkynnt er um lokun leiðarinnar hluta laugardagsins 1. september næstkomandi vegna rallkeppni. Þessi vegur hefur til fjölda ára ver- ið lítið annað en „ruðningur“ og oft lítt skemmtilegur yfirferðar. En nú bar svo við, á síðasta ári, að gerðar voru verulegar lagfæringar á umræddri leið. Og var, ef ég man rétt, eytt í veg- inn tæpum 40 milljónum! Þessar vegabætur voru að mínu mati full- komlaga tímabærar því talsverð um- ferð er um þessa leið á sumrin. Og sjálfur fer ég hana nokkuð oft á hverju ári. Þessi leið hefur til margra ára verið vinsæl „rallleið“ enda vegurinn verið grófur, hlykkjóttur og allur hinn versti yfirferðar. Og því lítill skaði af slíkum keppnum. Allt síðastliðið sumar var þessi leið dýrðleg að aka, vegurinn nánast rennisléttur og mjúkur yfirferðar. Enda búið að byggja hann, að stórum hluta, upp að nýju og bera ofan í hann allan „harpað“ efni. En Adam var ekki lengi í Paradís! Strax síðasta sumar var fyrsta „rall- inu“ hleypt á veginn. Ég ók þessa leið tveimur vikum fyrir „rallið“ og svo viku eftir það. Og það verður að segjast eins og það er að það tjón sem þetta eina rall hafði valdið var eiginlega ólýsanlegt. Nýi og fíni ofaníburðurinn, sem lagð- ur hafði verið á allan veginn fyrr um sumarið, hafði sópast af veginum á stórum köflum í „tonnavís“. Um fátt annað hefur verið rætt og ritað síðustu vikur en sóun og/eða misnotkun á almannafé. Um þetta hefur mest verið rætt í tengslum við ákveðna menn eða ákveðnar fram- kvæmdir á vegum opinberra aðila. En einnig hafa atburðir síðustu vikna vakið upp almenna umræðu um með- ferð á almannafé. Þær leiðir sem eru mönnum tiltæk- ar til þess að sóa fé skattborgaranna eru að sjálfsögðu ótalmargar og það er meira að segja ekki nauðsynlegt að brjóta lög til þess. Það er augljóslega ekki ólöglegt að heimila „rall“ á viðkvæmum vegi sem nýbúið er að eyða tugum milljóna í að laga, en það er í mínum huga ekkert annað en gróf sóun á almmannafé! Ég vil því skora á þá sem hafa með málið að gera, sem eru að sjálfsögðu Vegagerðin og sýslumenn þeirra um- dæma sem vegurinn fer um, að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á um- ræddri leið með því að heimila ekki fyrirhugaða keppni á þessari leið. ÞRÖSTUR SVERRISSON, Herjólfsgötu 16, 220 Hafnarfjörður. Sóun á almannafé? Frá Þresti Sverrissyni: MIG langar til að leggja nokkur orð í belg í umfjöllunina um sterk verkja- lyf. Mér finnst umræðan afar einhliða og neikvæð og minnir mig mest á það sem ég hef séð á Discovery eða lesið á Netinu. Það er sums staðar orðið þannig í Bandaríkjunum að fólk þorir varla að eiga asperín heima hjá sér. Það er munur á því að vilja vera í vímu og því að losna við illbærilegan sársauka. Er til eitthvað verkjastill- andi eða vímugefandi lyf sem fíklar reyna ekki að sprauta í sig eða nota á annan hátt en læknar ætlast til? Eiga allir aðrir, sárþjáðir og jafnvel deyj- andi, að líða fyrir þessa (Guði sé lof tiltölulega) fáu einstaklinga sem mis- nota allt? Ég skrifa þetta undir fullu nafni því ég skammast mín ekkert fyrir að hafa notað morfin, sem mér var gefið undir stjórn ágætislæknis, sérlærð- um í verkjameðferð, vegna mjög sársaukafulls sjúkdóms sem nú hefur tekist að vinna á a.m.k. í bili. Ég við- urkenni að það tók mig eina til tvær vikur að losna við óþægindi, sem fylgdu þegar ég hætti alveg að taka lyfið, en ég væri annaðhvort undir grænni torfu eða á lokaðri geðdeild ef ég hefði ekki átt þess kost að komast í meðhöndlun hjá verkjateymi Land- spítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut og vil ég þá fyrstan nefna þann ágæta mann Sigurð Árnason krabbameinslækni og hans yndislega samstarfsfólk. Ég var í 15 ár í algjöru víti verkja og vanlíðunar og myndi ekki vilja óska versta óvini mínum (ég á nú vonandi enga óvini!) að ganga í gegnum það sem ég varð að þola. Sjálf held ég að fólk óttist sársauka meira en dauða undir lokin og mér finnst skelfileg tilhugsun fyrir fár- veika og þjáða ef hætt verður að flytja inn, framleiða eða nota lyf sem virkilega gera gagn og þolast vel. Munum að neytendur morfíns eru fæstir fíklar. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Hraunbæ 17, 110 Reykjavík. Sárþjáðir sjúklingar eða morfínistar Frá Sigríði Gunnarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.