Morgunblaðið - 31.08.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 31.08.2001, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í OKKAR hreina og tæra landi eru framleiddar matvörur sem eiga sér fáa líka. Stór hluti kemur frá land- búnaði, s.s. grænmeti og garðávext- ir, mjólkurvörur og margskonar kjöt. Landbúnaðurinn hér á landi er lítið þekktur fyrir að nota eiturefni gegn skordýrum og öðrum meindýr- um, mengað vatn eða vaxtarhormón. En eru matvælin „lífræn“? Öll fram- leiðslan á uppruna sinn í náttúrunni þar sem við nýtum eiginleika og upp- skeru hennar okkur til nytja og mat- ar, en þar með er ekki sagt að hún sé „lífræn“. Þegar rætt er um lífrænt ræktuð matvæli er verið að tala um matvæli sem uppfyllt hafa ákveðnar reglur um framleiðsluhætti. Sérstakar al- þjóðareglur IFOAM gilda um slíka framleiðslu og hafa flest lönd tekið þær upp og staðfært. Lífrænir bú- skaparhættir byggjast fyrst og fremst á því að nota takmörkuð að- föng en horfa á býlið sem eina heild og byggja upp hringrás næringar- efna innan búsins eða innan ákveð- inna svæða. Þannig er ekki keypt inn eða notaður tilbúinn áburður, tak- mörkuð notkun innflutts kjarnfóð- urs, skordýra- og meindýraeiturs og litið gaumgæfilega á aðbúnað dýr- anna, m.t.t. hversu rúmt er um þau, hversu mikla hreyfingu þau fá, hvernig birtan er í húsunum o.fl. Þessir framleiðsluhættir leiða yfir- leitt af sér minni uppskeru af hverju túni og minni afurðir af grip en að sama skapi meiri vinnu fyrir bónd- ann. Dýravelferð og umhverfisvernd er því sett framar öllu öðru á búinu og það staðfest með árlegu eftirliti. Hér á landi eru til reglur um líf- ræna framleiðsluhætti sem tugir bænda framleiða eftir. Ekki er nóg með að framleiðsla búsins sé vottuð heldur allt ferlið frá moldu til matar. Afurðastöðvar og heildsölur eru því einnig vottaðar. Í verslunum, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu, má sjá þessar vörur. Takmarkað fram- boð er af þeim, en þær vörur sem eru lífrænt vottaðar eru t.d. mjólk, AB- mjólk, lambakjöt, margskonar grænmeti og kryddjurtir, kartöflur, brauð, smyrsl og nuddolíur o.fl. Nautakjöt ætti einnig að vera á markaðnum, en hér á landi á að vera hægt að velja kjöt af mismunandi ræktunarkynjum, s.s. íslenskum, Galloway, Limosin og Aberdeen angus. Kjötgæðin og eiginleikar þess eru mjög mismunandi og er fram- leiðslumagnið takmarkað. Fyrir ut- an lífrænu framleiðsuna hér á landi má finna fjölda tegunda sem vottað- ar eru eftir alþjóðlegu stöðlunum, og má þar nefna ýmsan barnamat, hrá- efni í bakstur og margt fleira. Allar vörur sem framleiddar eru undir merkjum lífrænna framleiðsluhátta eru sérstaklega merktar frá eftirlits- aðila, því er nauðsynlegt að kynna sér merkingarnar og átta sig á hvar þær eru til sölu. Einnig má benda á að veitingastaðir eru farnir að bjóða upp á tilreidda rétti úr lífrænum af- urðum, þó aðeins í Reykjavík! Hvað var í matinn í gær? Og hvað verður í matinn næsta föstudags- kvöld? Verði íslenskt hráefni á boð- stólum vertu viss um að það sé eins íslenskt og hægt er. Ferðu yfir það í huganum eða ræðið þið saman um það hvernig hver einstök eining á disknum er framleidd, hvað er vitað um upprunann og framleiðsluferlið? Eða skiptir það engu máli? ÁSDÍS HELGA BJARNADÓTTIR, Hvanneyri. Eru lífræn mat- væli framleidd hér á landi? Frá Ásdísi Helgu Bjarnadóttur: Í ÁR er G. Verdis minnst á 100. ártíð hans sem eins mesta óperutónskálds sögunnar. Sunnudagskvöldið 12. ágúst sl. urðu 44 Íslendingar, sem taka þátt í ferðinni „Listatöfrar Ítal- íu“ vitni að einstökum listviðburði í Arenunni í Veróna, þar sem nærri 30.000 manns hlýddu á óperuna Aida eftir Verdi. Hrifningin var í hámarki, og er það mál óperuunnenda í hópn- um, að slíka fullkomnun í sviðsetn- ingu hafi þeir aldrei séð fyrr. Heild- aráhrifin af flutningnum voru svo mögnuð að fólk stóð bókstaflega á öndinni. Stórtenórinn okkar, Kristján Jó- hannsson, opnar fyrstu senuna med hinni frægu aríu „Celeste Aida“, sem er einhver erfiðasta byrjun sem um getur í óperu. Röddin var frekar þung í upphafi, en tónvísi Kristjáns er óskeikul, frammistaða hans fag- leg, og röddin léttist og skírðist eftir því sem á leið flutninginn. Allir flytj- endur voru í hæsta gæðaflokki. Hríf- andi tær rödd Mariu Dragoni í hlut- verki Aidu smaug út í hvern krók og kima, og ekki var dramatísk rödd Bruna Baglione síðri sem Amneris. Svífandi léttleiki ballettatriðanna voru frábært mótvægi við drama- tíska framvindu söngatriðanna. Gleði viðstaddra yfir einstökum flutningi var slík, að þátttakendur í ferðinni tóku svo til orða að nú hefðu þeir fengið andvirði hennar eftir tvo daga af 16, sem ferðin stendur, enda liggur leiðin til allra helstu lista- borga Ítalíu. Fólk er í sjöunda himni og sendir bestu kveðjur heim. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs. Lofleg frammistaða Kristjáns Jóhannssonar Frá Ingólfi Guðbrandssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.