Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÚRMJÓLK, brauð og ávext-
ir voru á boðstólum á hádeg-
isverðarfundi sem haldinn
var á Holtsgötu 7 í gær. Um-
ræðuefnið á fundinum var
ekki peningar, eins og tíðkast
á fundum sem þessum, held-
ur önnur verðmæti sem flest-
ir eru sammála um að séu
öllu mikilvægari; börnin okk-
ar. Var þeirri spurningu
varpað fram hvort foreldrar
geri of mikið fyrir börnin sín.
Það var leik- og listaskól-
inn Listakot sem stóð fyrir
umræðufundinum en fund-
arstjóri var Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson dagskrárgerð-
armaður. Aðrir þátttakendur
í pallborðsumræðunum voru
Guðný Halldórsdóttir leik-
stjóri, Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður, Jón
Ólafsson tónlistarmaður og
Sigurjón Kjartansson dag-
skrárgerðarmaður.
Þátttakendur virtust sam-
mála um að mikill hraði væri
á börnum í dag og að oft væri
skipulögð dagskrá fyrir þau
frá morgni til kvölds. Eftir
skóla væri rokið af stað í tón-
listartíma, íþróttir og aðrar
tómstundir sem gætu skapað
mikið álag bæði fyrir börnin
og foreldrana.
Guðný gerði uppeldis-
aðferðir sinnar kynslóðar að
umtalsefni og sagði áherslur
í uppeldinu hafa verið rang-
ar. Þetta ætti við um fjölda
atriða, svo sem mataræði,
hraða, sjónvarpsgláp, tölvu-
notkun og fleira. „Ég held að
við höfum ekki varað okkur á
því hvað það eru margar
hættur á leiðinni og erum
kannski að uppskera það
núna,“ sagði hún. Hún gagn-
rýndi ennfremur hversu lít-
inn tíma foreldrar gefa börn-
um sínum og taldi slæmt að
börn væru jafn lengi á dag-
vistarstofnunum og raun
bæri vitni.
Guðrún benti á að oft væru
foreldrar uppteknir við að
gera eitthvað fyrir börnin sín
frekar en að gera eitthvað
með þeim. Hún sagði erfitt
fyrir foreldra að standa á
móti kröfum samfélagsins
um alls kyns hluti sem börnin
yrðu að eignast eða fá að
gera.
„Ég held að við séum svo
hrædd um að þau fari halloka
í lífinu ef við gefum þeim
ekki allt og þau standi ekki
jafnfætis sínum jafnöldrum,“
sagði hún og bætti því við að
það skorti samstöðu meðal
foreldra um hitt og þetta,
eins og t.d. útivistartíma.
Sigurjón sagðist helst taka
mið af eigin uppeldi við upp-
eldi sinna barna. Þannig væri
t.d. hægt að læra af þeim mis-
tökum sem kynslóðin á undan
gerði. Hins vegar væri ekki
hægt að líkja saman þjóð-
félaginu í dag og því þjóð-
félagi sem hann ólst upp í.
Jón sagði mikilvægt að
vera samkvæmur sjálfum sér
í uppeldi barnanna og hafa
reglu og skipulag á hlut-
unum. Hann tók undir að of-
uráhersla væri lögð á tóm-
stundir utan skóla. „Það er
svo mikill hraði á öllu þannig
að börnin verða að vera að
læra t.d. á eitthvert hljóðfæri
í staðinn fyrir að fá bara að
vera að lesa, eða vera í kíló
eða gera ekki neitt. Það er
eins og það sé verið að und-
irbúa alla til þess að komast í
Grease!“
Hann segist reyndar vera
mjög þakklátur fyrir að hafa
verið settur í píanótíma á sín-
um tíma og að það sé allt í
lagi að leyfa börnunum að
prófa þessa hluti. „En það má
ekki gera það að einhverri
kröfu þannig að þau séu allt-
af að,“ sagði hann.
Pallborðsumræður í Listakoti: „Gerum við of mikið fyrir börnin okkar?“
Fá allt nema
tíma með
foreldrunum
Morgunblaðið/Þorkell
Við pallborðið sjást frá vinstri Jón Ólafsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Guðný Halldórs-
dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigurjón Kjartansson. Hópur barna af leikskólanum sátu
meðal áheyrenda en ekki höfðu allir jafnmikinn áhuga á umræðunum.
Vesturbær
UNDIRBÚNINGUR og
framkvæmdir við Sölvhóls-
götu sem miðast við nýtt deili-
skipulag gætu hafist á þessu
ári, að sögn Ólafs Davíðsson-
ar, ráðuneytisstjóra í forsæt-
isráðuneytinu. Hins vegar eru
engar framkvæmdaáætlanir
til hvað Lindargötu snertir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, fagnar því að
framhlið gamla Hæstaréttar
fái að standa áfram sam-
kvæmt deiliskipulaginu en
Guðný Gerður Gunnarsdóttir,
borgarminjavörður, segir að
Árbæjarsafn muni væntan-
lega leggjast gegn niðurrifi á
íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar.
Á fundi skipulags- og bygg-
inganefndar Reykjavíkur-
borgar sl. miðvikudag var
samþykkt að vísa tillögu Ark-
þings að deiliskipulagi á
Stjórnarráðsreit til borgar-
ráðs. Í deiliskipulaginu er
gert ráð fyrir að meginstarf-
semin á svæðinu verði undir
stjórnsýslu ríkisins. Nú þegar
eru rúmlega 90% lóða á svæð-
inu í eigu ríkisins, rúmlega 5%
eru í eigu einstaklinga og 4%
lóða eru í eigu borgarinnar.
Í skipulaginu er lagt til að
húsum við Sölvhólsgötu og
Lindargötu verði breytt, þau
verði rifin eða fjarlægð. Meðal
annars er lagt er til að bíl-
skúrar við Sölvhólsgötu 11 og
skemmur við Sölvhólsgötu 13
verði fjarlægðar. Þarna er um
að ræða gamla Landssíma-
húsið, en svo gæti farið að það
yrði rifið í heild sinni og nýtt
byggt í staðinn, ef það reynist
hagkvæmara.
Þá er m.a. lagt til að fram-
hlið gamla Hæstaréttar við
Lindargötu 5 verði varðveitt í
sinni núverandi mynd en aðrir
hlutar hússins verði fjarlægð-
ir. Jafnframt er lagt til að hús
við Lindargötu 7, Íþróttahús
Jóns Þorsteinssonar, verði
rifið og að hús við Lindargötu
13 verði fjarlægt.
Ólafur segir ekki ljóst hve-
nær framkvæmdir muni hefj-
ast við Sölvhólsgötu en það
fari eftir því hvort hús við
Sölvhólsgötu 11 og 13 verði
rifin eða endurnýjuð. „Það er
meiri aðdragandi að nýbygg-
ingu en endurgerð en þó má
gera ráð fyrir að undirbúning-
ur og svo framkvæmdir muni
fara í gang síðar á þessu ári.“
Ólafur segir að búið sé að
gera úttektir á því hvort hag-
kvæmara sé að rífa Sölvhóls-
götu 11 og 13. „Það er verið að
skoða síðustu þættina í því en
ég geri ráð fyrir að það verði
fljótlega ákveðið hvað verður
gert.“
Spurður um framkvæmdir
við Lindargötu sagði Ólafur
engar framkvæmdaáætlanir
til hvað Lindargötu varðar.
Mótmæli vegna
Lindargötu
Það er ljóst að nokkur styrr
mun standa vegna fyrirhug-
aðra framkvæmda við Lindar-
götu. Torfusamtökin hafa
lagst gegn því að hús við
Lindargötu 7 verði rifið, þ.e.
gamla íþróttahúsið, sem er
bygging frá upphafstímum
fúnkisstefnunnar og hefur
varðveist nær óbreytt frá
fyrstu tíð. Þá leggjast sam-
tökin gegn því að hús númer
13 verði rifið. Lagst er gegn
niðurrifi húsanna vegna
menningarsögulegs gildis
þeirra og mikilvægi þeirra í
götumynd Lindargötu.
Árbæjarsafn leggst einnig
gegn því að hús við Lindar-
götu 13 verði rifið þar sem það
myndar heillega götumynd
timburhúsa á mótum Lindar-
götu og Smiðjustígs, en húsið
var reist árið 1898. Þá hefur
húsfriðunarnefnd lagst gegn
niðurrifi Lindargötu 7.
Ólafur Sigurðsson, arkitekt
hjá Arkþingi, segir að húsið
við Lindargötu 13 sé ónýtt.
„Þetta er gamalt timburhús
og það hefur verið byggt
steinhús utan í það. Það hefur
ekki verið búið í þessu húsi,
nema útigangsfólk, í fjölda-
mörg ár. Leiðslur í húsinu
sprungu þarna áður en vatn
og rafmagn var tekið af hús-
inu.“
Ólafur segir að Arkþing
leggi til að byggt verði hús
sömu gerðar án steinbygging-
ar við húsið. „Þannig væri
hægt að halda eftir götu-
myndinni,“ segir hann.
Í tillögunum er lagt til að
framhlið gamla húss Hæsta-
réttar verði varðveitt í sinni
núverandi mynd. Ólafur segir
það þekkt erlendis að fram-
hliðar húsa séu látnar standa.
„Jafnvel eru úthliðar húsa
látnar standa allan hringinn
og svo er rifið innan úr. Það er
fest burðarvirki á alla útvegg-
ina og svo byggt innan í það
aftur og þá eru útveggirnir
komnir með stuðning.“
Eftir að samþykkja nið-
urrif eða breytingar
Guðný Gerður, borgar-
minjavörður, segir að ekki
hafi farið fram ástandskönn-
un á Lindargötu 13 á vegum
Árbæjarsafns. „Húsið er mik-
ilvægur hluti af götumyndinni
og því leggjumst við gegn nið-
urrifi þess.“
Varðandi Lindargötu 5,
gamla hús Hæstaréttar, og
Lindargötu 7, gamla íþrótta-
húsið, segir hún að niðurrif á
þeim hafi í rauninni ekki verið
samþykkt þó svo að gert sé
ráð fyrir því í deiliskipulaginu
að þau verði rifin.
„Það kom beiðni til skipu-
lags- og bygginganefndar um
niðurrif á Hæstarétti 1997 og
þá lögðust Árbæjarsafn og
byggingarlistadeild Lista-
safns Reykjavíkur gegn því.
Þar kom jafnframt fram að
það yrði viðunandi ef fram-
hliðin yrði varðveitt. Þó þarf
að skoða þetta betur þegar til-
lögur liggja fyrir. Hins vegar
hefur aldrei komið fram
beiðni um niðurrif á gamla
íþróttahúsinu. Við höfum hins
vegar metið það svo að gamla
íþróttahúsið hafi ótvírætt
varðveislugildi. Við munum
því væntanlega leggjast gegn
því að það verði rifið.“
Aðalatriðið að
framhliðin standi
Ingibjörg Sólrún, borgar-
stjóri, segir það aðalatriðið að
framhlið gamla Hæstaréttar
fái að standa áfram. „Ég var
mjög ósátt við að það yrði lát-
ið víkja og hefði talið það mik-
inn skaða. Þetta er fyrsta sér-
byggða dómshúsið yfir
Hæstarétt og er merkilegt í
sögulegu samhengi. Þó geta
menn sýnt húsinu fullan sóma
og látið það standa en mér
finnst aðalatriðið að framhlið-
in fái að standa.“
Spurð um gamla íþrótta-
húsið segist Ingibjörg ekki
hafa jafn afgerandi skoðanir á
því eins og Hæstaréttarhús-
inu. „Um er að ræða ákveðna
málamiðlun að gamli Hæsti-
réttur fái að standa en hitt
víki þar sem óskin var að þau
færu bæði. Menn eru því
kannski að mætast á miðri
leið en svo má ávallt deila um
hvort menn eigi að gera það.“
Undirbúningur og framkvæmdir við Sölvhólsgötu á Stjórnarráðsreit gætu hafist á þessu ári
Óánægja með
niðurrif húsa
við Lindargötu
Miðborg
Morgunblaðið/Arnaldur
Í deiliskipulaginu er m.a. lagt til að framhlið gamla Hæstaréttar við Lindargötu 5 verði
varðveitt í sinni núverandi mynd en aðrir hlutar hússins verði fjarlægðir.
EIGENDUR sumarbústaða
við Lækjarbotna í landi Kópa-
vogs, hafa mótmælt þeirri
ákvörðun Kópavogsbæjar að
leyfa grjótnám í Lækjarbotn-
um. Að sögn Bjarna Árnason-
ar eins eigendanna er grjótið
tekið úr sérkennilegum ísald-
arklöppum sem setja svip sinn
á umhverfið og þykir grjót-
námið skjóta skökku við þar
sem Lækjarbotnar hafi verið
kynntir sem skógræktar- og
útivistarsvæði Kópavogs.
„Fyrir nokkrum árum var
gefið út leyfi til að taka burt
eitthvað af grýti til að nota í
nýtt hús Hæstaréttar en nú
eru liðin nokkur ár og þarna
er orðin námavinnsla,“ segir
Bjarni.
Eigendur sumarbústað-
anna benda á að þeir hafi í
mörg ár lagt sig fram við að
græða Lækjarbotna en svæð-
ið hafi áður verið illa farið.
Auk þess hafi unglingavinna
Kópavogs og Skógræktar-
félag Kópavogs tekið til hendi
í Selhólum og nágrenni.
„Nú er Kópavogsbær nýbú-
inn að gefa út leyfi til grjót-
náms þarna og það olli okkur
miklum vonbrigðum. Okkur
finnst þetta leyfi fjarstæðu-
kennt,“ segir Bjarni.
Ekki náðist í bæjarverk-
fræðing Kópavogs vegna
málsins.
Grjótnámi
mótmælt
Kópavogur