Morgunblaðið - 31.08.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 31.08.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Árvekni um börn og unglinga Í dag verður haldin ráð-stefna á vegum Ár-vekni sem er átaks- verkefni um slysavarnir barna og unglinga. Ráð- stefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 9 árdegis með ávarpi Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra. Einn fyrirlesara er Ólafur Gísli Jónsson barnalæknir sem er for- maður stjórnar Árvekni. Hann var spurður hvað væri efst á baugi á ráð- stefnunni? „Ætlunin er að fara yfir starfsemi Árvekni undan- farin þrjú ár. Fjalla um stöðu slysavarna barna og unglinga og framtíðarsýn.“ – Hvert var tilefni stofn- unar Árvekni? „Ríkisstjórn Íslands ákvað í október 1997 að tillögu Ingibjarg- ar Pálmadóttur þáverandi heil- brigðisráðherra að hrinda af stað þriggja ára átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga. Að- dragandinn voru tíð slys á börnum á þeim tíma sem leiddi til sam- vinnu Þórhildar Líndal umboðs- manns barna, Herdísar Storgaard, barnaslysavarnafulltrúa Slysa- varnarfélags Íslands, og lækna á barnadeildinni í Fossvogi. Við hitt- umst nokkrum sinnum og ræddum aðgerðir og í framhaldi af því voru tillögur okkar um átaksverkefni kynntar ráðherra í júlí 1997. Stjórn verkefnisins var skipuð árið 1998 og eru í henni fulltrúar sex ráðuneyta og fulltrúi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Herdís Storgaard var ráðin framkvæmda- stjóri Árvekni síðla árs 1998.“ – Hver hefur orðið reynslan af þessu átaksverkefni? „Okkur eru ætluð margvísleg verkefni, m.a. að samhæfa aðgerð- ir þeirra sem vinna að slysavörn- um og skilgreina brýnustu verk- efni og stuðla að bættri skráningu barna- og unglingaslysa. Af þessu hefur verið unnið en auk þess höf- um við á skrifstofu Árvekni veitt fólki sem hringir ráðgjöf og tekið við ábendingum um slysagildrur og tilkynningum um slys. Auk þess er orðið algengara að ýmsir aðilar hringi á skrifstofuna til þess að leita upplýsinga um lög og reglur varðandi slysavarnir. Starfsemi skrifstofunnar hefur stöðugt verið að aukast og við finnum fyrir mik- illi þörf fyrir þjónustu af þessu tagi.“ – Hefur slysum á börnum og unglingum fækkað á þessum þremur árum? „Við getum ekki fullyrt um það. Við teljum að skráningu slysa á börnum og unglingum sé ábóta- vant en bindum miklar vonir við Slysaskrá Íslands sem nú er verið að hrinda af stað á vegum slysa- varnarráðs og Landlæknisemb- ættisins. Ein af meginforsendum árangurs í slysavörnum er góð skráning.“ – Hvers konar slys eru algeng- ust hér meðal barna og unglinga? „Það er breytilegt eftir aldri barnanna. Í yngsta aldurshópnum eru slys í heimahúsum hvað algengust og þau geta verið af ýmsum toga. Eftir því sem börnin eldast verða slys í umferð, skólum, íþróttum og þess háttar al- gengari. Það er talið að nálægt 20 þúsund börn slasist árlega á Ís- landi en þá eru öll slys talin, bæði meiri og minni háttar.“ – Er þetta hlutfallslega hærra en t.d. í nágrannalöndum okkar? „Þær athuganir sem gerðar hafa verið sýna að slys á börnum hafa verið algengari á Íslandi en í ná- grannalöndunum. Við hjá Árvekni teljum að þessu sé hægt að snúa við með markvissum aðgerðum. Það þarf að vinna að þessu víða í samfélaginu. Vinna þarf stöðugt að slysavörnum og vonandi nýtist sú reynsla sem fengist hefur með áframhaldandi starfi.“ – Hverjir halda fyrirlestra auk þín á ráðstefnunni? „Brynjólfur Mogensen, sviðs- stjóri bráðasviðs Landspítala – há- skólasjúkrahúss talar um tíðni slysa á börnum hér á landi og slysaskráningu. Sigurður Helga- son upplýsingafulltrúi Umferðar- ráðs fjallar um umferðaröryggi barna á Íslandi. Sigurður Guð- mundsson landlæknir fjallar um kostnað samfélagsins vegna slysa. Jón Björnsson, fyrrverandi for- stöðumaður þróunarsviðs Reykja- víkurborgar, mun spjalla um slysa- varnir almennt. Michael Hayes frá London ræðir um slysavarnir og öryggismiðstöðvar fyrir börn – reynslu Englendinga af slysavörn- um barna. Ráðstefnunni lýkur með fyrirspurnum og umræðum.“ – Er nægilegu fjármagni veitt til fræðslu og annars starfs varðandi slysavarnir á Íslandi? „Við hjá Árvekni teljum að fjár- veitingar til slysavarna mættu aukast. Erlendar at- huganir hafa gefið skýrt til kynna að fjárveiting- ar til slysavarna skili sér margfalt til baka. Vandamálið er að sparnaður þjóðfélags- ins er lítt sýnilegur – nema þá helst ef skráning slysa er mjög góð.“ – Hvað með framtíðarsýnina? „Við teljum að starf svipað því sem Árvekni hefur unnið þurfi að halda áfram. Við teljum að það hafi þegar skilað árangri en sum við- fangsefni eru þess eðlis að það þarf mjög langan tíma til að fá fram breytingar til hins betra. Ólafur Gísli Jónsson  Ólafur Gísli Jónsson fæddist 25. janúar 1956 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og lauk læknaprófi frá Há- skóla Íslands 1980. Hann stund- aði framhaldsnám í barnalækn- ingum við barnaspítalann í St. Louis í Missouri og nám í blóð- sjúkdómum og krabbameins- lækningum barna við barnaspít- alann í Dallas í Texas. Árið 1990 hóf hann störf á barnadeild Landakotsspítala og 1995 við barnadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Hann starfar nú sem sér- fræðingur við barnaspítala Hringsins auk þess að reka eigin stofu. Ólafur er kvæntur Þór- höllu Eggertsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau þrjá syni. Fjárveitingar til slysavarna koma marg- falt til baka Framtíðarsýn í slysavörnum AFKOMA tryggingafélaganna batnaði verulega á fyrstu sex mán- uðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er einkum rakið til lægri tjónatíðni og hækkunar ið- gjalda í ágúst í fyrra. Í fyrra var rekstrarafkoma Tryggingamiðstöðvarinnar í lög- boðnum ökutækjatryggingum nei- kvæð um rúmar 123 milljónir kr. en félagið skilaði 171 milljónar kr. hagnaði af greininni fyrstu sex mánuði þessa árs. Af öðrum öku- tækjatryggingum, þar sem kaskó- tryggingar vega þyngst, var afkom- an neikvæð um tæpar 18 milljónir fyrstu sex mánuðina í fyrra en hagnaðurinn er rúmar 67 milljónir fyrstu sex mánuði þessa árs. Slysatjónum fækkað um 20% og munatjónum um 12% Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að fyrstu sex mánuði ársins hafi til- kynntum slysatjónum í ökutækja- tryggingum hjá TM fækkað um 20% en munatjónum um 12%. Sömuleiðis hafi iðgjöld hækkað í ágúst á síðasta ári. Gunnar bendir á að afkoman í fyrra hafi verið afar slæm og verulegt tap hafi verið á greininni þegar ákvörðun var tekin um hækkun iðgjalda. „Miðað við okkar útreikninga hefði þurft meiri hækkun miðað við tjónaþungann eins og hann hafði verið á síðasta ári. Síðan hefur þró- unin snúist við en það er enn alls ekki tímabært að okkar mati að endurskoða iðgjöldin nú. Við viljum sjá hvort þessi þróun er af var- anlegum toga eða hvort hér er um tímabundin áhrif að ræða vegna góðrar færðar sl. vetur. Einnig vona ég að forvarnarstarf sé að skila okkur áleiðis en eflaust eru þarna samverkandi þættir sem skila betri afkomu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að iðgjaldalækkun- in 1996, þegar erlendir vátryggj- endur komu hér inn á markaðinn, hafi ekki átt sér neinar trygginga- legar forsendur. Það skýri að hluta til þær miklu hækkanir sem urðu á iðgjöldum 1999 og 2000 að iðgjöldin höfðu verið lækkuð án þess að for- sendur væru fyrir því. Enda hafi öll tryggingafélögin tapað verulegum fjármunum á ökutækjatryggingum á þessum tíma. Hann segir þó fjarri lagi að iðgjöld hafi verið hækkuð til þess að vinna upp tapið vegna rangra ákvarðana 1996. „Iðgjöldin voru hækkuð til þess að koma greininni í eðlilegt rekstrarform í dag,“ segir Gunnar. Grundvöllur til endurskoðunar haldi þróunin áfram Sömu sögu er að segja af Sjóvá- Almennum þar sem mikil breyting hefur orðið til batnaðar í afkomu af ökutækjatryggingum. Fyrstu sex mánuðina í fyrra var 816 milljóna kr. tap á lögboðnum ökutækja- tryggingum og 1,5 milljón kr. á öðr- um ökutækjatryggingum. Fyrstu sex mánuði þessa árs er hagnaður af lögboðnum ökutækjatryggingum 197 milljónir kr. og 198 milljónir kr. af öðrum ökutækjatryggingum. Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að yrði framhald á þessari þróun, þ.e. fækkun slysa, yrði kominn grund- völlur til þess að endurskoða ið- gjöldin. Fyrstu sex mánuði ársins hafi bein fækkun í tjónum í lög- boðnum ökutækjatjónum verið 19%. Slysum á fólki hafi fjölgað um 2% miðað við sama tíma árið 2000 en munatjónum fækkað um 21%. Bætur sem Sjóvá-Almennar greiddu fyrstu sex mánuði ársins vegna ökutækjatrygginga hækkuðu um 6% miðað við sama tíma í fyrra. „Skýringin er fyrst og fremst sú að slys, sem fjölgar um 2%, valda 16% hækkun á greiddum bótum en munatjón, sem fækkaði um 21%, valda 7% lækkun á greiddum bót- um. Það er því fyrst og fremst í munatjónum sem við erum að sjá bata. Skýringin er sú að tíðin var óvenjugóð fyrstu mánuði þessa árs,“ segir Ólafur. Greiddar og áætlaðar bætur hjá Sjóvá-Almennum vegna slysa- og munatjóna fyrstu sex mánuðina eru 1.175 milljónir kr. en á sama tíma í fyrra var þessi upphæð 1.100 millj- ónir kr. Iðgjöldin hafa á hinn bóginn hækkað og þaðan kemur mestur afkomubatinn. Iðgjöld í lögboðnum ábyrgðartryggingum hækkuðu um 33%, en iðgjöld hækk- uðu, eins og kunnugt er í ágúst á síðasta ári. Iðgjöld í öðrum öku- tækjatryggingum, en þar vega kaskótryggingar mest, jukust um 17% á fyrri hluta ársins. Trygging- artökum í lögboðinni ökutækja- tryggingu fjölgaði ekki hjá Sjóvá- Almennum á tímabilinu en trygg- ingartökum í kaskótryggingu fjölgaði. Ólafur segir að blikur séu þó á lofti því dregið hafi úr þeim bata sem orðið hafi í greininni. „Fyrstu þrjá mánuði ársins var fækkun tjóna 30% en þegar komið er fram í júní er hlutfallið komið niður í 19% og 17% í júlí. Ef þetta sækir í sama horf breytist allt viðmið,“ segir Ólafur. Ekki er aðgangur að sundurlið- uðum upplýsingum um ökutækja- tryggingar hjá Vátryggingafélagi Íslands. Þó er ljóst að tap varð á ökutækjatryggingum í fyrra en fyrstu sex mánuði þessa árs er hagnaður af lögboðnum ökutækja- tryggingum 401.164 milljónir kr. og 89,4 milljónir kr. af öðrum öku- tækjatryggingum. Lag til að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að ljóst sé að afkoman hjá öllum tryggingafélögunum sé mjög góð. „Þar kemur helst til að fyrirtækin eru að stórauka hagnað sinn af ökutækjatryggingum. Í eðli- legu rekstrarumhverfi þar sem samkeppni er næg myndu neytend- ur vera farnir að njóta þessa mikla hagnaðar í formi lægri iðgjalda. Því miður bólar ekki á því hér en það er ljóst að það er lag til að lækka iðgjöld verulega,“ segir Runólfur. Tapi verið snúið í mikinn hagnað Morgunblaðið/Júlíus Verulega dró úr tjóni á ökutækjum í byrjun árs og á það þátt í betri afkomu í ökutækjatryggingum. gugu@mbl.is Hagnaður tryggingafélaganna þriggja af ökutækjatryggingum fyrri hluta árs nam á annan milljarð en mikill halli var á þeim á sama tíma í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við forsvarsmenn félaganna og FÍB. FÍB vill að iðgjöld ökutækjatrygginga lækki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.