Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 9
Glæsilegur haustfatnaður
Yfirhafnir, dragtir, buxur
og peysur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Sígild verslu
n
Enn fáeinir stólar eftir
á sprengitilboðinu
Einnig tilboð á nýjum
spænskum sófasettum
Verð kr 150.000
á horni Laugavegs og
Klapparstígs,sími 552 2515
Lagersala á Bíldshöfða 14
Skór frá kr. 500
Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19,
laugardaga milli kl. 12 og 16.
oroblu@sokkar.iswww.sokkar.is
Útsölulok
Opið virka daga frá kl. 10—18
laugardaga frá kl. 11—15
Suðurlandsbraut 52 Bláu húsin við Faxafen sími 568 3919
Smáskór
Ný sending
fyrir alla aldurshópa
Austurveri
Háaleitisbraut 68
sími 568 4240
Flottar
Bolir, pils, skór, sokkabuxur,
hárskraut, o.m.fl.
jass- og ballettvörur
Laugavegi 56, sími 552 2201
www.englabornin.com
fr
an
ch
is
e,
H
ve
rf
is
gö
tu
6,
10
1
Re
yk
ja
ví
k
,
sí
m
i5
62
28
62
Haustlínan
2001
er komin
TÖLVUPÓSTI frá umhverfis-
verndarsinnum víða að úr heim-
inum hefur rignt yfir hinar ýmsu
stofnanir og fjölmiðla í landinu í
nokkurn tíma og fela bréfin í sér
áskorun um að hætta við fyrirhug-
aðar framkvæmdir vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Textinn er að
mestu sá sami í bréfunum og um
uppruna þeirra bréfa sem nú eru
hve mest í umferð segir Árni
Finnsson, formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands, að maður að
nafni David Colin hafi samið þau.
David þessi sé umhverfisverndar-
maður er búi í Berlín.
„Hann fékk einhverja vitneskju
um Kárahnjúkamálið, ég veit ekki
hvernig en vitneskjan er ekki frá
okkur komin,“ segir Árni og bendir
á að David hafi beðið um að láta
póst sem bærist til umhverfisráð-
herra, Skipulagsstofnunar og
Landsvirkjunar fara til eins fjöl-
miðils að minnsta kosti þannig að
það sé einhver í fjölmiðlaheiminum
sem viti af því að það sé áhugi á
málinu erlendis.
Ekki ólíklegt að frekari tölvu-
póstsaðgerðir séu fram undan
Árni telur það ekki ólíklegt að
fólkið sem standi að þessum pósti
eigi eftir að fara út í einhverjar
frekari tölvupóstsaðgerðir. „Ég
geri ráð fyrir að skýringin sé sú að
almenningur hafi mikinn áhuga á
umhverfismálum, en geti í raun lít-
ið lagt þeim lið. Hins vegar hefur
fólk tölvuna fyrir framan sig í
vinnunni og sendir gjarnan eitt
bréf til að mótmæla. Ég held til
dæmis að það sé til fullt af fólki
sem er tilbúið til að senda Norsk
Hydro áskorun um að hætta þátt-
töku í þessu. Ég veit ekki hvort
byrjað sé að senda Norsk Hydro
en ég geri fastlega ráð fyrir að
David Colin muni standa fyrir því,“
segir hann.
Að Árna sögn sendi hann í síð-
ustu viku öllum, sem höfðu sent
Náttúruverndarsamtökunum póst,
upplýsingar um hvar væri hægt að
lesa enska þýðingu á niðurstöðum
úr úrskurði Skipulagsstofnunar, en
samtökin stóðu fyrir enskri þýð-
ingu á úrskurðinum.
„Það hefur verið skrifað heilmik-
ið um þetta í erlendum fjölmiðlum
og ég myndi ætla að það verði
meira eftir því sem líður á haustið.
Þetta er kannski ekki stórt málefni
í útlöndum, en þetta er samt mál-
efni sem vekur athygli í vissum
blöðum,“ segir hann og bendir á að
í úrskurði Skipulagsstofnunar komi
fram að um 47 athugasemdir hafi
borist frá útlöndum vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda.
Hefur borist til
umhverfisráðuneytisins
frá því í nóvember
Að sögn Einars Sveinbjörnsson-
ar, aðstoðarmanns umhverfisráð-
herra, fór fyrst að bera á tölvu-
pósti vegna Kárahnjúkamálsins til
ráðuneytisins í nóvember í fyrra og
hefur hann borist jafnt og þétt allt
árið. „Bréfin skipta nokkrum
hundruðum og þetta er alltaf sami
staðlaði textinn,“ segir hann og
bendir á að bréfin komi víðs vegar
að úr heiminum.
Aðspurður hvað verði um póst-
inn segir hann að engu sé hent
heldur séu bréfin varðveitt eins og
allt annað sem berist ráðuneytinu.
Engu hafi verið svarað enda séu
þetta einungis áskoranir. Hann
segir að skjölin séu færð undir
ákveðið málsnúmer og geymd
ásamt upplýsingum um sendand-
ann. „Þetta er bara þessi hefð-
bundna skjalavarsla. Öll erindi sem
berast hingað inn fá málsnúmer,
en svona bréf falla undir eitt
málsnúmer og skipta orðið
hundruðum. Það er ekkert ónæði
af þessum sendingum,“ segir Ein-
ar.
Hann segist ekki vita hvort það
sé mikill áhugi á málefnum Kára-
hnjúka erlendis, hins vegar séu
ýmsar upplýsingar um málið til
dæmis inni á heimasíðu Alþjóða
náttúruverndarsjóðsins (WWF). Á
forsíðu samtakanna hafi meðal
annars á tímabili legið fyrir áskor-
un um að senda póst til íslenskra
stjórnvalda.
Tölvupósti rignir yfir íslenskar stofnanir og fjölmiðla
frá umhverfisverndarsinnum vegna Kárahnjúka
Áskoranir berast gegn
fyrirhugaðri virkjun
skór í miklu
úrvali
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14.
Skóbúðin