Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 26
LISTIR/KVIKMYNDIR 26 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝNINGAR PLANET OF THE APES Háskólabíó, Bíóhöllin, Kringlubíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó. BLOW DRY Stjörnubíó. Shrek Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And- erson, Vicky Jenson: Handrit: Ted Elliott, ofl. Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus ævin- týramynd um hressari teknimyndafígúrur en menn eiga almennt að venjast. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bíóhöllin, Laugarásbíó, Kringlubíó. Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tragi- kómedía frá lauslátum tímum kommúna, blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri Gautaborg. Leikur, handrit, leikstjórn í óvenju góðum höndum.  Háskólabíó. Blinkende lygter Dönsk. 2000. Leikstjórn og handrit: Anders Thomas Jensen. Aðalleikendur: Sören Pil- mark, Mads Mikkelsen, Nikolaj Lin Kaas. Vel gerð, á köflum vel leikin og skrifuð en grautarleg, oft óþægileg, dönsk ofbeldis- grínmynd um fjóra smákrimma á flótta und- an færeyskum óbótamanni og sjálfum sér.  Laugarásbíó. Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharon Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni, rómantískri gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í tit- ilhlutverkinu.  Bíóhöllin, Háskólabíó. The Fast and the Furious Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Bob Cohen. Handrit: Del Monte. Aðalleikendur: Vin Diesel, Paul Walker, Jordana Brewster. Kappakstursmynd sem heldur manni við efnið og verður á endanum sæmilegasta sumarafþreying.  Háskólabíó, Laugarásbíó, Bíóborgin, Bíó- höllin, Kringlubíó, Nýja bíó, Akureyri, Nýja bíó, Keflavík. Jurassic Park III Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Peter Buchman, ofl. Aðalleikarar: Sam Neill, Villiam H. Macy, Téa Leoni. Fantagóð della sem slær hátt uppí fyrstu myndina að gæðum. Fátt nýtt en allt er fag- mannlega gert, spennan góð og leikararnir fínir.  Laugarásbíó, Bíóhöllin. Rush Hour 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Jeff Nathanson. Aðalleikendur: Jackie Chan, Chris Tucker, John Lone. Þeir ná vel saman, bardagajaxlinn og vélbyssu- kjafturinn, annað skiptir ekki máli í grín- og spennumynd þar sem þeir endasendast frá Hong Kong til Vegas.  Laugarásbíó, Regnboginn. Virgin Suicide Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Sofia Coppola. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Josh Hartnett, James Woods, Kat- hleen Turner. Ljóðrænar og tregafullar æskuminningar um drauma sem breyttust í martröð. Vel leikin og gerð en skortir herslu- muninn á flestum sviðum.  Háskólabíó. Cats & Dogs Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut- erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon. Einföld saga og spennandi fyrir krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa leikstýrt. Háskólabíó, Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíó- borgin, Nýja Bíó Akureyri, Nýja Bíó Kefla- vík. Kiss of the Dragon Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Nahon. Handrit: Luc Besson. Aðalleikendur: Jet Li, Bridget Fonda. Klisjukennd og einfeldnings- leg um spillta varðstjórann, þöglu hetjuna og hjartagóðu hóruna. Bardagaatriðin eru fín, Jet Li flottur en myndin mætti hafa eitt- hvað fleira að bera en það. Bíóborgin, Bíóhöllin, Kringlubíó. Animal Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Luke Greenfield. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. McGinley Laugarásbíó, Regnboginn. Antitrust Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Pet- er Howell. Aðalleikendur: Ryan Phillippe, Tim Robbins, Claire Forlani. Það eru áhuga- verðir punktar í handriti, en hún er því mið- ur bæði leiðinleg og illa leikin. Bíóborgin. Brother Japönsk. 2001. Handrit og leikstjórn: Tak- eshi Kitano. Aðalhlutverk: Takeshi Kitano, Omar Epps.Yfirgengileg gangstermynd sem sækir sitthvað úr Scarface, en er hálfgert furðuverk. Bíóborgin. Evolution Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Ivan Reitman. Handrit: Abraham Vincente Nicholas. Aðal- leikendur: David Duchovny, Juliane Moore, Orlando Jones. Loftsteinn hrapar á Jörðina og getur af sér furðuskepnur í mislukkaðri gamanmynd Stjörnubíó. Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsdale. Af- skaplega langdregin og leiðinleg mynd sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki um neitt. Bíóhöllin. Tomb Raider Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Simon West. Handrit: Martin Hudsucker. Aðalleikendur: Angelina Jolie, Jon Voight, Iain Glen, Noah Taylor. Bústinn barmur og bardagaatriði eru í aðalhlutverki í þessari mynd, sem byggð er á samnefndum tölvuleik. Ófrumlegur vitleys- isgangur en Jolie er alvöru töffari. Laugarásbíó. Dr Dolittle 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit Steve Carr. Aðalleikendur Eddie Murphy. Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Kristen Wilson. Agalega slök mynd um dýralækninn vin- sæla. Sagan er of einföld og óáhugaverð og húmorinn lélegur og ósmekklegur. Eddie Murphy má fara að hugsa sinn gang.  Regnboginn. Scary Movie 2 Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Keenan Ivory Wayans. Aðalhlutverk Keenan Ivory, Damon og Marlon Wayans. Útþynntum bröndurum fyrri myndarinnar gengur illa að toga upp munnvikin og enginn er söguþráð- urinn til að fylgjast með. Nú er illt í efni. ½ Regnboginn. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir GEIMFARI lendir á undarlegri plánetu og kemst að því að apar ráða ríkjum, tala mannamál og elta uppi mannskepnur og nota fyrir þræla eða í vísindarannsóknir. Þannig var söguþráðurinn í frægri vísindaskáldsögu Pierre Boulle, Apalánetunni, sem gerð var bíómynd eftir árið 1968 með Charlton Heston í aðalhlutverki. Myndin hefur nú verið endurgerð eða „endursköpuð“ og er frumsýnd í dag í sjö kvik- myndahúsum á Íslandi. Með aðalhlutverkin fara Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bon- ham Carter, Michael Clarke Dunc- an, Kris Kristofferson, Estella Warren, Paul Giamatti og David Warner. Leikstjóri er Tim Burton. „Ég hafði engan áhuga á því að endurgera fyrri myndina eða gera framhald hennar,“ er haft eftir Bur- ton. „En ég vildi fara aftur inn í þennan heim engu að síður. Fyrsta myndin hafði mikil og sterk áhrif á mig eins og svo marga aðra. Hún er eins og undarleg goðsögn sem fylgir þér alla tíð. Hugmyndin um að end- urskapa þá goðsögn fannst mér heillandi.“ Og áfram heldur hann: „Frum- myndin er alveg sér á parti og við reynum að sýna henni virðingu. Við vonum að við getum notast við það besta úr henni og í leiðinni kynna til sögunnar nýjar persónur og aðrar hliðar á sögunni, missa ekki sjónar af kjarna sögunnar en búa til nýjan heim.“ Burton fékk Mark Wahlberg til þess að fara með aðalhlutverkið en leikarinn er kunnur úr myndum eins og The Perfect Storm og Boogie Nights. „Ég hafði ekki einu sinni les- ið handritið þegar ég samþykkti að leika í myndinni,“ er haft eftir Mark sem segir að það hafi nægt honum að vita að Tim Burton ætlaði að gera myndina. „Ég hitti Tim svo í ein- hverjar fimm mínútur og sagði hon- um að ég væri tilbúinn að gera hvað sem er fyrir hann.“ Breska leikkonan Helena Bonham Carter leikur apynjuna Ari. „Burton hringdi í mig og sagði: Ekki taka þessu sem móðgun en þú varst sú fyrsta sem mér datt í hug í hlutverk apynju í Apalánetunni. Ég tók það alls ekki illa upp en ég varð að spyrja hann hvers vegna honum datt ég í hug og hann sagði að hann hefði það á tilfinningunni að ég vildi takast á við eitthvað nýtt og ólíkt öllu öðru sem ég hafði gert áður. Hann hitti naglann á höfuðið.“ Leikarar: Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham Carter, Michael Clarke Duncan, Kris Kristofferson, Estella Warren, Paul Giamatti og David Warner. Leikstjóri: Tim Burton (Batman, Beetle- juice, Edward Scissorhands, Ed Wood, Sleepy Hollow). Atriði úr Apaplánetunni sem Tim Burton leikstýrir. Aftur til plánetunnar Regnboginn, Laugarásbíó, Sagabíó, Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Kefla- vík og Borgarbíó Akureyri frumsýna Apaplánetuna eftir Tim Burton. KEPPNIR ýmiskonar hafa löngum verið vinsælt umfjöllunarefni bíó- mynda. Í bresku gamanmyndinni Blow Dry, er keppnin nokkuð óvenjuleg, þar sem keppendur berj- ast um Englandsmeistaratitilinn í hárgreiðslu. Rakarar geta verið illvígir skratt- ar undir oft vinalegu yfirborði. Svo er farið um ýmsa þá sem taka þátt í þessu stórmóti, sem fram fer í bænum Keghley. Phil (Alan Rick- man), var eitt sinn færasti hár- greiðslumeistari landsins og vann allar keppnir sem hann tók þátt í. Nú er öldin önnur. Eftir að Shelley (Nat- asha Richardson), kona hans, yfirgaf hann og tók saman við Söndru (Rachel Griffiths), fyrir nokkrum ár- um, hefur allt gengið á afturfótun- um. Þær stöllurnar mæta til leiks, einnig Ray (Bill Nighy), gamall and- stæðingur Phils, módelið er dóttir hans, Christina (Rachel Leigh Cook). Flestir hinna keppendanna eiga í hinum ólíkustu vandamálum. Þegar keppnin er komin á skrið lifna gömul deilumál við og ýfingarnar og hnútukastið eru í algleymingi undir snyrtilegu yfirborðinu. Loftið er lævi blandið og keppendur beita öllum brögðum til að sigra. Það er greini- lega meira í húfi hjá þeim flestum en verðlaunagripurinn, Silfurskærin. Höfundur handritsins er enginn annar en Simon Beufoy, sá sem skrifaði The Full Monty, vinsælustu mynd Breta, fyrr og síðar. Eins og sjá má er leikhópurinn prýddur nokkrum af þekktustu nöfnunum í breskum leiklistarheimi auk Josh Hartnett og Rachel Leigh Cook, Bandaríkjamannanna ungu og efni- legu sem prýða hópinn að auki. Leikarar: Alan Rickman, Natasha Rich- ardson, Rachel Griffiths, Rachel Leigh Cook, Josh Hartnett. Leikstjóri: Paddy Breathnack (I Went Down). Hárgreiðslumeist- arar í hár saman Atriði úr bresku myndinni Blow Dry, sem frumsýnd er í dag. Stjörnubíó frumsýnir Blow Dry, með Al- an Rickman, Natöshu Richardson og Josh Hartnett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.