Morgunblaðið - 31.08.2001, Side 36

Morgunblaðið - 31.08.2001, Side 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnar FreyrVestfjörð fædd- ist í Bolungarvík 6. október 1983. Hann lést af slysförum sunnudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gunnar Bjarki Vest- fjörð frá Laugabóli í Ísafjarðardjúpi, f. 25.4. 1963, d. 8.3. 1989, og Sesselja Vil- borg Arnarsdóttir, f. 1.9. 1964. Gunnar Bjarki var sonur Rögnu Aðalsteins- dóttur, bónda á Laugabóli, og Magnúsar Jóhannessonar frá Skarði. Sesselja Vilborg er dóttir Elísu Vilborgar Berthelsen í Hvítadal í Dalasýslu og Arnars Skúlasonar í Bolungarvík. Fóst- urfaðir Ragnars er Halldór Már Þórisson, sonur Þóris Sigur- björnssonar og Sigrúnar Maríu Gísladóttur í Reykjavík. Systkin Ragnars eru Sindri Vestfjörð, f. 25.3. 1988, Þórir Garibaldi Hall- dórsson, f. 1.1. 1995, og Elísa Vil- borg Halldórsdóttir, f. 1.1. 1995. Tengdasystkin Ragnars eru Andri Már Halldórsson. f. 17.9. 1985, býr í Kópavogi, og Birg- itta Björk Halldórs- dóttir, f. 18.10. 1989, býr í Svíþjóð. Ragnar ólst upp í Bolungarvík til 12 ára aldurs, en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur í júní 1995. Að loknum grunnskóla fór hann til náms að Laugum í Þingeyjarsýslu vet- urinn 1999–2000 og fór síðan vet- urinn 2000–2001 í Menntaskól- ann á Ísafirði og stundaði nám í rafiðn. Þann vetur bjó hann hjá afa sínum og hans fjölskyldu í Bolungarvík. Eftir að grunnskóla lauk vann hann á sumrin hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. (Frosti hf.) í Súðavík. Útför Ragnars fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Súða- vík. Þegar grasið er grænast og sólin skín skærast er erfitt að láta sér detta í hug að maður eigi von á dán- arfregn einhvers sem er hjartfólginn manni. En svona er lífið samt hart. Snemma morguns 19. ágúst barst mér sú harmafregn að Ragnar Vest- fjörð sonarsonur minn hefði látist í hörmulegu bílslysi í Súðavík, aðeins 17 ára gamall. Allt lífið var fram- undan og við hann voru miklar vonir bundnar. Ég á erfitt með að hugsa mér lífið án Ragnars, hann var eft- irmynd pabba síns Bjarka í svo mörgu en við vorum mjög lík og samrýnd. Enda kom það til tals að deila lífinu saman á Laugabóli ásamt Boggu, Sindra og Ragnari. En það dregur fljótt ský fyrir sólu, Bjarki minn fórst í snjóflóði á Óshlíð 8. mars ’89, réttum mánuði áður en hann hugðist flytja heim. Þá stóð Bogga mín ein með drengina sína, Sindra tæplega eins árs gamlan og Ragnar fimm og hálfs árs. Það voru erfiðir tímar og langt á milli okkar. Ég veit að Ragnar beið þess aldrei bætur að missa pabba sinn, þeirra á milli var mjög náið sam- band. Ragnar reyndi eins og hann gat að muna hann enda spurði hann mikið um hann og reyndi að fram- kalla mynd hans fram í hugann. Hann sagði einu sinni við mig: „Ég held að ég sé að gleyma hvernig hann var.“ Þegar Ragnar var átta ára kemur annar maður inn í líf þeirra bræðra, seinni maður Vil- borgar. Því held ég að börn eigi oft erfitt með að taka. Tólf ára gamall missir hann föðursystur sína, Bellu, og Petreu litlu, en með þeim var mjög kært. Þau kynntust heima í sveitinni sinni, en þær fórust í snjó- flóðinu í Súðavík. Það ár flyst fjöl- skylda Ragnars til Súðavíkur rétt við snjóflóðasvæðið. Ég verð að segja að þetta eru grimm örlög fyrir börn og jafnvel þótt fullorðnir ættu í hlut. Ég veit að þeim leið báðum illa við þessa breytingu, að skilja við frændur og vini í Bolungarvík, koma á nýjan stað þar sem þeir þekktu engan, með sár á ungum hjörtum. Ragnar að fara í nýjan skóla og lenda þar í misjöfnum aðstæðum. Þetta er meira en mörg börn þola en eru ekki spurð um. Ragnar var mjög auðsærður en trygglyndur. Sam- bandið við mig slitnaði nánast alveg, það var mér óbærilegt og Ragnari líka. En því varð ekki breytt, því miður. Ragnar minn var ljúfur, heiðar- legur og elskulegur drengur, hann átti sína vini en var ekki allra og átti ekki langt að sækja það. Hann fór í skóla á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þar var honum vel tekið. Honum gekk námið þar vel og þar fékk hann góð meðmæli. Eitt sinn hringdi hann til mín og sagðist vera kominn í her- bergi sem héti Laugaból, það þótti honum vænt um. Síðastliðinn vetur var Ragnar í Menntaskólanum á Ísa- firði. Þar vegnaði honum vel og ætl- unin var að vera þar aftur næsta vet- ur. Mér óaði við því þegar þeir frændur Guðbergur og hann þurftu að keyra Óshlíðina tvisvar á dag til að sækja skólann, ég var þess minn- ug að þar lést pabbi hans. Hann kaus að búa hjá frændfólki sínu í Bolungarvík. Þar naut Ragnar mikils kærleika og ástríkis. Það var honum nauðsynlegt. Afi hans og Lilja kona hans og börn þeirra voru honum ómetanlegir vinir. Hann tal- aði um að vera þar aftur í vetur. Í Súðavík vildi hann ekki vera, þar leið honum illa, hann var einstæðingur með þungt farg á sínu hjarta. Ragn- ar talaði oft við mig um systkini sín, það var auðheyrt að honum þótti vænt um þau og bar hag þeirra fyrir brjósti. Það var mikill kærleikur milli Hel- enu dóttur Smára og hans en þau voru bræðrabörn. Þau voru trúnað- arvinir og töluðu mikið saman og skrifuðust á, hún létti oft á hans særða hjarta. Ragnari datt margt í hug í sam- bandi við pabba sinn. Einu sinni bað hann mig að finna stólinn sem pabbi hans sat á síðasta kvöldið, en það tókst ekki. Margt fullorðið fólk skil- ur ekki sorg barna nema hafa upp- lifað hana sjálft. Einu sinni kom Rebekka systir mín í heimsókn þeg- ar Ragnar var tíu ára. Þá var hann búinn að smíða kross og koma hon- um fyrir hjá stórum steini. Rebekka spurði: Hvað táknar þetta? Þetta er kross fyrir pabba minn, hér á hann að vera. Af hverju er hann blár? spyr Rebekka. Af því hann var karlmað- ur. Ragnar, þótt ungur væri, vildi hafa legstað pabba síns á Laugabóli enda held ég að þeir feðgar hafi átt sælustu stundirnar saman þar. Þá var fjölskyldan saman og margt skemmtilegt að gerast. Ómetanlegar voru honum ferðirnar um Laugar- dalinn á lítilli Deutz-dráttarvél. Honum leið vel að vera einn með sjálfum sér. Ragnari þótti vænt um Laugaból og sveitina sína. Þar voru hans rætur. Fjórum dögum áður en Ragnar kvaddi þennan heim talaði hann við mig og sagði að sér liði vel og ég fengi bráðum að sjá hann. Hann vildi alltaf vita hvernig heyskapur gengi heima og hvernig Smára föðurbróð- ur hans gengi í byggingunum. Hann bar mikla virðingu fyrir föðurbróður sínum. Hann treysti á hann. Því mið- ur átti Ragnar ekki bíl. Þá væru hlutirnir kannski öðruvísi í dag. Brauðstritið og lífsgæðakapphlaupið er mikið og nánast enginn tími fyrir börnin. En nú er þetta allt liðið og við skrúfum ekki til baka þótt fegin vildum. Ragnar minn elskulegur kemur ekki aftur. En ég geymi blíða brosið hans, fallega svipmótið hans og hlýju faðmlögin hans þegar hann kvaddi mig hvert sinn er ég hitti hann. Nú er hann kominn til pabba síns og annarra ástvina. Það hefur verið tekið vel á móti honum. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pét.) Elsku Sindri minn, þið hafið öll misst mikið. Ég á engin huggunar- orð, en öllum sem þótti vænt um Ragnar bið ég Guðs blessunar í nútíð og framtíð. Ég bið fyrir ykkur öllum. Ragna amma á Laugabóli. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Ragnar. Föðurmissir er þungur kross að bera fyrir fimm ára dreng og markar hann og mótar fyr- ir lífstíð. En að ævi þín yrði svo stutt og endaði svo sviplega grunaði tæp- lega nokkurn mann. Í þeirri djúpu sorg sem nístir þitt fólk svo grimmi- lega, þar sem það stendur enn einu sinni helsært andspænis dauðanum, viljum við biðja almættið að sýna þeim dýpstu miskunn sína. Okkur finnst að búið sé að leggja meira á þitt fólk en flestir geta staðið undir. En þó svo að harmleikur þíns fólks sé okkur ofarlega í huga á þessari stund þá gleymum við ekki þeim gleðistundum sem við höfum átt með þér og þinni fjölskyldu. Það stendur okkur ofarlega í minni er við sáum ykkur bræðurna í fyrsta skipti á sól- ríkum sumardegi. Sindri kom strax hlaupandi til okkar hrópandi „amma og afi“ eins og að hann hefði alltaf þekkt okkur en þú stóðst álengdar og fylgdist með. Komst svo hægum en öruggum skrefum og heilsaðir okkur á þinn hátt. Þú komst á þínum forsendum, án alls þrýstings eða krafna, en upp frá þessum fyrsta fundi okkar kallaðir þú okkur ávallt ömmu og afa rétt eins og litli bróðir. Við sáum það líka fljótlega hve blíð- ur og nærgætinn þú varst við systk- ini þín, hafðir gaman af því að hafa þau í kringum þig. Ef hallaði á ein- hvern stóðst þú alltaf eins og klettur með þeim sem minna máttu sín og það vita þeir sem þig þekktu að það var heldur betur liðstyrkur í slíkum pilti. Margt fleira gætum rifjað upp um myndarlega efnispiltinn sem átti svo margt ógert en orð verða svo ógn- arsmá og merking þeirra svo dauf á slíkri sorgarstund. Þegar litið er til baka er ekki svo langt frá okkar fyrsta fundi og nú svo allt of fljótt er komið að skilnaðarstund. Elsku Ragnar, þá ertu kominn til föður þíns sem þú þráðir svo heitt og veltum því vissulega fyrir okkur hvort löngu sé búið að gefa í þessu lífsins spili. Við þökkum fyrir allt of stutt kynni og biðjum fyrir þér og þínu fólki, bæði þeim sem þú kveður nú og einnig þeim sem þú ert geng- inn til. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þess óska amma þín og afi. Elsku Bogga, Halldór, Sindri, El- ísa, Þórir, Andri, Birgitta og aðrir aðstandendur. Megi Guðs styrka hönd leiða ykkur til bjartari daga. Sigrún M. Gísladóttir, Þórir Sigurbjörnsson, Grétar H. Þórisson og fjölsk., Helga B. Þórisdóttir og fjölsk. Það var snemma um morgun sem mér barst andlátsfregn frænda míns Ragnars og ég gat þá og get varla enn trúað því að þetta hafi gerst. En slys gera ekki boð á undan sér eins og margur hefur þurft að reyna. Ég á margar góðar minningar sem ég mun ætíð varðveita. Í sveitinni hjá Rögnu ömmu dvaldi Ragnar stundum og var þá RAGNAR FREYR VESTFJÖRÐ GUNNARSSON +   %/     6   6    / %      /   /      =7  0> &  &( )!  %  &  ' '     + ,7,% 7, */    $ 5%!$%  " 5(" # 03$ $%  1%$%  1%2; 1%"  0 5%" ? 4 $%   6" 6( +            6         /     /     3 * 1)   05   ( )!      &      +/ 0 7, */  2; 3$ " #  $%   3$ " '$$' $%      6" 6( $ %        3 * > = #'* &-  8@ #00 ! !    &      (            8& 9 /  6    !   $%  A#0 3$ " ' $4 " 3$ 4 3$ " 1%-  $%  ;3$ " " 6( *" ! )  :&   &  3 *    2"##    /   "2    ;<<=>0373?:03>07<.)@A::=3  %% (    &    &      <7' ) )77   & B           3 *    " ,  2""# 9  8 / ;   /   6  C%$%  ''( C%$%  '   C%" 3 &%0$%   $% C%"   " $%      6" 6( $ %        #' >'  04"   - &  #" : #"   !      B          ) &&      2 ,   24##  !#  1%$%   !& $ (# &" *" !$%  #  # &" 1%%# &$%  # " !& $" " 6(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.