Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ath! Tónleikar með Bubba Morthens nk Spútnik leikur í kvöld og laugardagskvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900 KVIKMYNDIN The FastAnd The Furious er20.000 hestafla bensín-skrímsli sem trekkir áhorfandann á slíkan máta að eftir bíó vill hann drífa sig heim og láta loksins verða af því að mála eldhús- ið, læra á trommur eða laga til í bíl- skúrnum. Hraðinn er mikill frá upp- hafi til enda. Og eftir skemmtilega lífshættulegan eltingarleik og gíf- urlega hraðskreiða lokasenu neyð- ast tvær aðalpersónur myndarinnar loksins til að taka ákvörðun um hvort skiptir þá meira máli – vin- áttan eða lögin. Poul Walker leikur unga og hungraða leynilögreglu (Brian O’Conner) í þrálátri leit að ökuþór- um sem stunda það að ræna vöru- flutningatrukka öllum verðmætum. Alríkislögreglan og önnur yfirvöld eru staðráðin í að stöðva gengið, koma í veg fyrir stríð, áður en trukkabílstjórarnir taka lögin í sín- ar hendur. Dominic Toretto, sem leikin er af Vin Diesel, er hverfishetjan, virtasti kappaksturstöffari strætanna, leið- togi og fyrirmynd allra þeirra sem þátttakendur eru í götukappakst- urs-„kúltúrnum“. Brian og Dominic verða miklir vinir og eyða dögum sínum undir húddi ökutækja sinna en að næturlagi keppa þeir við aðra bílaeigendur á götum Los Angeles- borgar, löggæslu til mikillar gremju. En eru Dominic og gengi hans þeir sem Brian leitar? Veit Dominic að Brian er lögga? The Fast and the Furious skilar því sem hún þarf og ætlar að skila. Sætar kynæsandi stelpur, hraði og lífs- hætta. Kannski má líkja henni við tölvuleik á breiðtjaldi sem límir höf- uð leikmannsins aftur, án stýri- pinna. Eltingarleikir og áhættuspenna gengur fullkomlega upp og bílaat- riðin eru með þeim flottari og æsi- legri sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Að finna réttu bílana var erfið áskorun fyrir leikstjóra myndarinn- ar. Rob Cohen útskýrir: „Bílarnir urðu að hafa rétta útlitið, rétta kraftinn, og síðast en ekki síst réttu gredduna. Þessi eldflaugatækni í japönskum sportbílum er nýtt fyr- irbæri hér í Bandaríkjunum. „Vöðvabílarnir“ okkar byggjast á vélum með 8 strokkum en þessir innfluttu japönsku sportbílar byggj- ast á tölvustýrðum innspýtingum. Bílarnir eru í rauninni í stóru auka- hlutverki. Þetta eru ökutæki 21. aldarinnar. Krakkar geta tekið Hondu-skrjóð móður sinnar og breytt honum í hraðskreiðan kapp- akstursbíl. Á nýju máli eru þessir bílar kallaðir „hrísgrjónaflaugar“ sem ýjar að uppruna þeirra – Asíu. Oft eru þeir innfluttir til Ameríku í pörtum og síðan settir saman af áhugasömum eigendum sínum sem bæta við allskyns aukahlutum til þess að bæta útlit og auka kraft vél- arinnar.“ Aðalleikarinn Vin Diesel hefur sjálfur ástríðu fyrir hrað- skreiðum ökutækjum og fagnaði tækifærinu að fá að leika Dominic Toretto. „Bílar og hraði hafa alltaf heillað mig. Á háskólaárum mínum átti ég GSX-R sem við vinirnir ókum til skiptis á ógnarhraða um stræti New York-borgar. Ég var yngri og vit- lausari á þeim tíma, ástfanginn af frelsinu sem hraði færði mér. En ég hef róast...í dag er ég meiri jeppa- kall.“ Mótleikari Diesels, Poul Walker, tók bíladelluna og flutti inn 7 milljóna króna bíl frá Japan eftir að tökum lauk en Diesel segist blessunarlega hafa sloppið við þá bakteríu. „Ég hafði engan tíma til að hrær- ast neitt frekar í þessum heimi þar sem mín beið strax hlutverk í ann- arri mynd. Ég neyddist til að losa mig algjörlega við Dominic og skapa þann næsta fyrir Diablo.“ Kvikmyndin Diablo er svo væntan- leg í kvikmyndahús í mars. Þreifar sig áfram í hlutverki vondu kallanna Nafnið Vin Diesel þekkja ekki margir í dag en honum er þó spáð miklum vinsældum í Hollywood. Aðdáendahópur hans fer ört vax- andi og einir 40 netklúbbar eru ein- göngu tileinkaðir honum. Sagt er að hann sé á hraðri leið að leysa af hólmi eldri hasarmyndahetjur, s.s. Schwartzenegger og Stallone, og breyta í leiðinni gömlu formúlunni af hetju sem drepur 100 vopnaða hermenn með túttu- eða teygju- byssu einni saman. Viðræður standa einnig yfir um að Diesel leiki á móti Arnold í Terminator 3. Hinn 34 ára gamli leikari er nú þegar kominn upp í 10 milljón dollara markið á mynd en það fékk hann borgað fyrir njósnatryllinn „XXX“, mynd sem er einnig í leikstjórn Rob Cohens. Rich Wilkes (Airheads) skrifar handrit þeirrar myndar en tökur á henni hefjast undir lok þessa árs og er hún ætluð í kvikmyndahús um mitt sumar 2002. Diesel á lukku og láni sínu Steven Spielberg að þakka. Eftir að hafa séð stuttmyndina Multi-Facial (sem Diesel skrifaði og leikstýrði sjálfur) bætti Spielberg hlutverki fyrir hann í seinniheimsstyrjaldarstórmynd sína, Saving Private Ryan. Eftir það fóru hjólin að snúast. Næst landaði hann aðalhlutverki í mynd- inni Pitch Black og síðan hefur leið- in legið beint upp. Í The Fast and the Furious, rétt eins og í Pitch Black, leikur Vin Diesel vonda karl- inn en samt standa áhorfendurnir með honum. Er það sérstök tækni eða einföld tilviljun? „Ég hef verið að þreifa mig áfram í hlutverkum vondu karlanna og hef reynt að teygja það hugtak eins langt og ég mögulega get. Persónulega hef ég engan áhuga á að horfa á „hvít- flibba“-hetjur í bíómyndum, þessa týpísku hetju sem lítur alltaf vel út og gerir allt rétt. Þannig persónur vekja engar tilfinningar með okkur. Ef fólk á að tengja sig við viðkom- andi persónu verða hlutverkinu að vera gefnir einhverjir kvillar.“ Einkalífið fyrir sjálfan sig Diesel hóf tökur nú í ágúst á kvikmyndinni Knockaround Guys. Í henni leikur hann bófa af Kúbu- ættum á móti Dennis Hopper. En í daglegu lífi reynir hann að fara leynt og leyndardómslega með eigið þjóðerni. „Ég hef verið heppinn að fá að leika allar þessar mismunandi per- sónur. Ég hef t.d. leikið gyðing með stjörnu Davíðs húðflúraða yfir allan handlegginn. Ég vil ekki verða að einhverri erkimanngerðarklisju og reyni því að halda sumum hlutum fyrir sjálfan mig.“ En skyldi það vera erfitt að standa jafnfætis og vera sannur, nú þegar frægð og frami eykst með hverjum deginum? „Ég virði fræga leikara sem hafa ekki fallið á eigin velgengni eða tamið sér stjörnustæla út í eitt. Ein- hvers staðar las ég að Harrison Ford hafi sagt: „Ef ég tala of mikið um einkalíf mitt, og þú ferð að sjá mig í bíó, þá munt þú hugsa um skilnaðinn minn eða eitthvað álíka. Ekki myndina sem þú ert að horfa á mig í.“ Ég vil forðast að tala um einkalífið eins mikið og ég get. Þetta er, og á að vera, allt um vinn- una, verkefnið,“ segir hann stað- fastur að lokum. „Í dag er ég meiri jeppakall“ Blaðamaður minnist þess að fljúga út úr bíó eftir Súperman, boxa sig í gegnum mann- þröngina eftir Rocky og þora ekki í bað eftir að hafa séð myndina Jaws. Á leiðinni í viðtal við leikarann Vin Diesel úr myndinni The Fast And The Furious átti Hálfdan Ped- ersen erfitt með að virða umferðarreglur. Vin Diesel hnyklar vöðvana og stúlkurnar skríkja. Vin Diesel og Paul Walker í hlutverkum sínum. Viðtal við Vin Diesel, aðalleikara The Fast and the Furious
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.