Morgunblaðið - 31.08.2001, Page 24

Morgunblaðið - 31.08.2001, Page 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun   Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir -fasteignamiðlun  Höfum til leigu fyrrverandi skrifstofur LOGOS lögmanns- þjónustu, sem er vandað skrifstofuhúsnæði, alls 880 fm, sem skiptist í 525 fm á 2. hæð og 355 fm á 3. hæð, sem geta leigst saman eða hvor hæð fyrir sig. Laust í september nk. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Borgartún 24 - Skrifstofur LOGOS ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN sími 533 4200 FULLTRÚAR Nýlistasafnsins og Menningarsjóðs Íslandsbanka undir- rituðu í gær samstarfssamning sem felur í sér fjögurra milljóna króna ár- legan fjárstuðning bankans við Ný- listasafnið til næstu þriggja ára. Með þeim hætti vill bankinn styðja safnið við að efla framsækna íslenska mynd- list en jafnframt við að kynna strauma og stefnur og koma lista- verkaeign safnsins á framfæri við al- menning. Ósk Vilhjálmsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins, undirritaði samninginn ásamt Vali Valssyni, bankastjóra og formanni stjórnar menningarsjóðsins, í útibúi bankans á Kirkjusandi. Við sama tækifæri var opnuð sýning á tíu verkum úr safn- eign Nýlistasafnsins í útibúum Ís- landsbanka. Ný sýningarstefna Í samtali við Morgunblaðið sagði Ósk Vilhjálmsdóttir samstarfið marka mikil tímamót fyrir starfsemi Nýlistasafnsins. „Undanfarið hefur stjórn safnsins unnið að því að móta metnaðarfulla sýningarstefnu þar sem gert er ráð fyrir að efla starfsem- ina, m.a. með stórum sýningum sem safnið á frumkvæði að, auk þess að skapa hér vettvang fyrir fjölbreytta listastarfsemi og umræðu. Íslands- banki gengur inn í þessa sýningar- stefnu og er samstarfssamningurinn gerður með þeim skilyrðum að þeirri stefnu sé haldið. Bankinn hefur hins vegar engin áhrif á ákvarðanir og framkvæmd að öðru leyti.“ Ósk bætir því við að samningurinn sé að mörgu leyti táknrænn fyrir breytta tíma í samskiptum listheims- ins og viðskiptalífsins á Íslandi. „Samvinna af þessu tagi er mjög já- kvæð að mínu mati. Samningurinn gerir okkur kleift að hrinda í fram- kvæmd þeim hugmyndum sem við höfum mótað um starfsemi safnsins. Einn þáttur í þeirri framtíðarsýn er að kynna og miðla listinni til breiðari hóps en áður. Sýningin í Íslands- banka er til dæmis skref í þá átt að færa listina út til almennings.“ Ósk segir að lokum að tími hafi verið kom- inn til að Nýlistasafnið yxi úr grasi frá þeirri sjálfboðavinnustofnun sem hún hefur verið frá upphafi. „Við munum þó eftir sem áður leggja áherslu á að hlúa að grasrótinni, framsækni og til- raunum í listsköpun,“ segir Ósk. Viðamesti samningurinn Samstarfssamningurinn er sá viða- mesti sem Menningarsjóður Íslands- banka hefur gert til þessa, að sögn Vals Valssonar, formanns stjórnar sjóðsins. Hann segir stjórnina hafa tekið þá stefnu að sá stuðningur sem sjóðurinn veitti yrði nægilega mynd- arlegur og markviss til að hann skipti sköpum við að efla myndlistarlífið í landinu. Þegar Valur er spurður um tildrög þess að sjóðurinn ákvað að ganga til samstarfs við Nýlistasafnið segir hann það ætíð hafa verið markmið sjóðsins að eiga frumkvæði að sam- starfi í áhugaverðum verkefnum. „Nýlistasafnið hefur um árabil verið vettvangur nýrra strauma og til- rauna, þar sem stöðugt endurmat hefur verið í öndvegi. Erlendir straumar hafa átt þangað greiða leið og blandast þar íslenskum viðhorfum til að skapa myndlist fyrir íslenskar aðstæður. Það að safnið er alþjóðlegt með fastar rætur í íslensku samfélagi samræmist jafnframt vel starfsemi Íslandsbanka og þeirri hugsun sem við viljum sjálf temja okkur í fram- sæknu fyrirtæki.“ Menningarsjóður Íslandsbanka og Nýlistasafnið gera með sér samstarfssamning til þriggja ára „Tímamót fyrir starfsemi Ný- listasafnsins“ Valur Valsson, bankastjóri og formaður stjórnar Menningarsjóðs Íslandsbanka, og Ósk Vilhjálmsdóttir, formað- ur stjórnar Nýlistasafnsins, skrifa undir samstarfssamninginn í húsakynnum bankans á Kirkjusandi í gærdag. LEIKFÉLAG Reykjavíkur kynnti væntanlega verkefnaskrá sína á blaðamannafundi í Borgarleikhús- inu í gær og kennir þar margra grasa af nýjum íslenskum og er- lendum toga. Fyrsta frumsýning vetrarins verður Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar og leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Meðal leikenda eru Gísli Örn Garðarsson (Umbi), Árni Tryggva- son (Jón Prímus) Sigrún Edda Björnsdóttir (Úa) og Edda Heiðrún Backman (Fína Jónsen). Tónlist er eftir hljómsveitina Quarashi, bún- ingar gerir Elín Edda Árnadóttir og leikmynd Árni Páll Jóhannsson. Blíðfinnur eftir Þorvald Þor- steinsson í leikgerð og leikstjórn Hörpu Arnardóttur verður frum- sýnt 14. október á Stóra sviðinu. Blíðfinn leikur Gunnar Hansson og aðrir leikendur eru Ásta Sig- hvats Ólafsdóttir, Árni Pétur Guð- jónsson, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Jón Hjart- arson og Guðrún Ásmundsdóttir. Tónlist semur Hilmar Örn Hilm- arsson, leikmynd og búninga gera Snorri Freyr Hilmarsson og María Ólafsdóttir. Fjandmaður fólksins eftir Hen- rik Ibsen birtist á Stóra sviðinu í nóvember. Leikgerðin er eftir Arthur Miller í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sig- urðsson og Halldóra Geirharðsdótt- ir fara með aðalhlutverkin. Búninga gerir Filippía I. Elísdóttir og leik- myndina Vytautas Narbutas. Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, Boðorðin 9, verður frum- sýnt á Stóra sviði í lok desember í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Höfundur leikmyndar er Snorri Freyr Hilmarsson. Í mars verður frumsýnd ný leik- gerð Hilmars Jónssonar og Guð- rúnar Vilmundardóttur eftir skáld- sögu Lauru Esquivel, Kryddlegin hjörtu. Höfundur leikmyndar verð- ur Finnur Arnar Arnarson. Nýja sviðið opnað í október Nýtt svið verður tekið í notkun í október með frumsýningu á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri er Peter Engkvist. Þar fara Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erl- ingsson með hlutverk flækinganna Tónlist semur Sten Sandell, bún- inga gerir Stefanía Adolfsdóttir og leikmyndina Stígur Steinþórsson. Í janúar er fyrirhuguð önnur frumsýning á Nýja sviðinu – á danska leikritinu Fyrst þarf nú að fæðast eftir Line Knutzon (f. 1965). Þýðandi er Þórarinn Eldjárn og leikstjóri Benedikt Erlingsson. Knutzon hefur unnið sér sess sem eitt frumlegasta leikskáld Dan- merkur. Leikarar eru Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius. Þriðja frumsýningin á Nýja svið- inu er And Björk of course…, nýtt leikrit Þorvaldar Þorsteinssonar í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Þar segir frá hjónunum Indriða og Huldu sem reyna að skapa sér þægilegan heim til að lifa í, þrátt fyrir að Indriði sé alræmdur af- brotamaður og Hulda virðist vera látin. Leikfélagið fer í samstarf við Leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands undir vorið með sýningu á Eftirlitsmanninum eftir Nikolaj Gogol (1809–1852). Leikarar verða nemendur Listaháskólans og leik- arar LR. Leikmynd gerir Gretar Reynisson og leikstjóri verður Guð- jón Pedersen. Af öðrum fyrirhuguðum sam- starfsverkefnum má nefna Dauða- dansinn eftir August Strindberg (1849–1912), sem Strindberg-hóp- urinn stendur að. Leikarar verða Erlingur Gíslason, Helga Jónsdótt- ir og Sigurður Karlsson. Þýðandi er Jón Viðar Jónsson og leikstjóri Inga Bjarnason. Frumsýning á Litla sviði í október 2001. Í tengslum við sýninguna verða flutt- ir leiklestrar á þremur öðrum verk- um Strindbergs: Föðurnum, Frök- en Júlíu og Kröfuhöfum. Öll verkin eru flutt í nýrri þýðingu Jóns Við- ars Jónssonar. Þá ætla LR og leikhópurinn Þíbilja að eiga samstarf um sýn- ingu á Gestinum eftir Eric-Emm- anuel Schmitt, er samdi leikritið Abel Snorko býr ekki hér. Leikarar verða Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guðrún Jóns- dóttir og Kristján Franklín Magn- ús. Þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson, leikmyndina gerir Stíg- ur Steinþórsson og leikstjóri er Þór Tulinius. Frá fyrra leikári verða tekin upp fjögur leikrit, Með vífið í lúkunum, Öndvegiskonur, Kontrabassinn og Píkusögur. Síðasta vetur var staðið fyrir málfundum um ýmis málefni í for- sal Borgarleikhússins. Í vetur verð- ur þessum rabbkvöldum fundið fastara form. Þriðjudagskvöld verða tileinkuð margvíslegum mál- efnum um menningu og samfélag og á miðvikudagskvöldum verður boðið upp á uppákomur af ýmsu tagi, tónlist, leiklist, upplestur og fleira. Einnig verður ýmislegt gert fyrir börnin í samvinnu við skóla- yfirvöld á höfuðborgarsvæðinu. Loks er þess að geta að Borg- arleikhúsið er með ýmiss konar til- boð um miða og áskriftarkort. Nýj- ung er að börnum 12 ára yngri býðst ókeypis í leikhús með for- eldrum sínum á sýningar aðrar en söngleiki og barna- og unglinga- leikrit. Ný, fersk og kryddlegin leikrit í vetur Morgunblaðið/Arnaldur Leikarar og listrænir stjórnendur við Borgarleikhúsið veturinn 2001 til 2002.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.