Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSVARSMENN atvinnulífsins og bankanna greinir á við Seðlabank- ann um hvort tímabært sé að lækka vexti strax. Þeir benda á að merki séu komin fram um samdrátt í efnahagslífinu og segja að fyrirtæki séu að slig- ast undan háum vöxt- um. Greinileg merki séu um samdrátt og ekki seinna vænna að lækka vexti til að stemma stigu við hrinu gjaldþrota ein- staklinga og fyrirtækja. Í vefriti fjármála- ráðuneytis, fjr.is í gær kemur fram að fjár- málaráðuneytið sé þeirrar skoðunar að tímabært sé að huga að lækkun vaxta. Ýmsar hagstærðir gefi til kynna að sam- dráttar sé farið að gæta í skatt- tekjum og veltusköttum og styðji töl- ur fyrir maí, júní og júlí þessa skoðun. „Þannig má segja að allar helstu vísbendingar um þróun efna- hagsmála styðji þá skoðun að veru- lega hafi dregið úr umsvifum í efna- hagslífinu að undanförnu og að fremur séu horfur á samdrætti en þenslu á næstunni,“ segir í vefriti fjármálaráðuneytisins í gær. Erfitt að meta áhrif vaxtabreytinga Gylfi Magnússon, dósent við Há- skóla Íslands, segir að sjónarmið Seðlabankans um að lækka ekki vexti sé eðlilegt enda gefi hagtölur ekki til- efni til lækkunar vaxta að svo stöddu. Gylfi segir jafnframt að það séu í raun margar ástæður fyrir því nú að það sé verðbólguþrýstingur í hag- kerfinu. Hluti af skýringunni er áhrif gengislækkunar á innflutningsverð- lag og kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga. Þetta séu tvær helstu ástæður fyrir verðbólguþrýst- ingi nú. „Vextir eru eitt af þeim tækj- um sem hið opinbera getur notar til að stýra efnahagslífinu. Þeir virka í grófum dráttum á þann veg að þegar vextir eru mjög háir fara fyrirtæki og einstaklingar síður út í fjárfestingar og auka umsvif sín. Þegar vext- ir eru háir geta fyrir- tæki jafnvel lent í erf- iðleikum með að halda uppi þeim umsvifum sem þau hafa verið með áður,“ segir Gylfi. „Þetta dregur smám saman úr heildareftir- spurn í hagkerfinu og róar það. Það er hug- myndin á bak við það að háir vextir dragi úr verðbólgu. Annað skiptir auðvitað máli og það er náið sam- band á milli vaxta og gengis þannig að ef vextir eru háir dregur það að öðru jöfnu fjármagn inn í landið og veldur því að það verð- ur spurn eftir íslenskum krónum sem styrkir gengi krónunar. Tafir á virkni vaxta Ef vextir eru lækkaðir er hætta á því að gengið lækki og þar með að verðlag hækki á sama tíma þó að ekki væri nema vegna þess að innfluttar vörur hækki í verði.“ „Seðlabankinn væri í nokkuð annarri stöðu hefði gengið verið stöðugt, þá væri vænt- anlega talsvert minni þrýstingur á verðlag. Það er síðan annað mál að gengið var of hátt og hlaut að lækka.“ Aðspurður hvort það sé hugsanlegt til skamms tíma að vextir hafi engin áhrif á verðbólgu segir Gylfi að það sé erfitt að meta það hvað vaxtatækið virki hratt og að háir vextir geti jafn- vel ýtt undir verðbólgu að því leyti að fyrirtæki reyni að ýta hækkandi vaxtakostnaði út í verðlag. Þetta geti ýtt undir keðjuverkun hækkandi verðlags þar sem eins fyrirtækis af- urðir séu annars aðföng og þannig hækki allt koll af kolli. Hægja þurfi á þessari hringrás og vextirnir séu eitt tæki til þess þegar til lengri tíma er litið. „Það er lítt umdeilt að það verði aðeins að standa á bremsunni til að verðbólgan aukist ekki en það eru einnig aðrir þættir sem skipta miklu máli eins og ríkisfjármál í þessu sam- bandi. Skortur á aðhaldi hjá ríki og sveitarfélögum Það eru margar ástæður fyrir því að vextir eru háir á Íslandi,“ segir Gylfi og ein af þeim er sú að ríkisfjár- málum, þ.e. ríkisútgjöldum og skött- um, hefur ekki verið beitt til að róa hagkerfið. Aðspurður hvort það sé einhver von um að vextir hér á landi verði sambærilegri við það sem ger- ist í Evrópu eða Bandaríkjunum seg- ir Gylfi að hluti af skýringunni sé sá að íslenska krónan sé lítill og veikur gjaldmiðill sem útlendingar vilji ekki eiga mikið af. Þá hafi aldrei byggst upp hefð fyrir því að spara á Íslandi. Menn lærðu af reynslunni af að spara á verðbólguárunum og það sé enn ákveðin tortryggni í garð þess að leggja til hliðar. Enn eimi eftir af þeirri hugsun að lán sé eins konar happdrættisvinningur. Meðan menn hugsa þannig þurfa vextir að vera harkalega háir til hafa umtalsverð áhrif á neyslu og eftirspurn. Að- spurður hvort vaxtastig hafi þá ein- hver áhrif segir Gylfi að svo sé. Til dæmis sé farið að þrengja að fjár- málastofnunum þannig að þær geti lítið lánað. „Mörg fyrirtæki kunni því að standa frammi fyrir því að það sé ekki spurning um hve háa vexti þau þurfa að greiða heldur að þau hrein- lega fái ekki fyrirgreiðslu. Þá eru menn settir upp við vegg og þving- aðir til að draga saman seglin. Þetta er mjög sársaukafull leið til að berj- ast við verðbólgu,“ segir Gylfi. „Lausafjárskortur bankanna get- ur haft alvarleg áhrif á fyrirtækin, þau taki til við að spara á öllum svið- um og það valdi keðjuverkun. Fyr- irtæki geti jafnvel ekki greitt reikn- inga, þá lendi viðskiptavinir í vand- ræðum og svo framvegis. Erfitt sé að leysa þetta vandamál á meðan vextir séu svo háir. Fjármálastofnanir lendi í því að velja og hafna þeim viðskipta- vinum sem þeir veiti fyrirgreiðslu, þannig sé þetta óþægilegstaða fyrir bankanna. Fjármálastofnunum sé því stillt upp við vegg þegar við- skiptavini vantar meira fjármagn en bankanir hafi ekki svigrúm til að bregðast við þörfum allra.“ Gylfi bætir því við að þessi staða eigi þó ekki við um öll fyrirtæki. Út- flutningsfyrirtæki séu mörg í nokkuð annarri stöðu hvað þetta varðar, þau eru síður næm fyrir peningamála- stefnu Seðlabankans. Þeirra tekjur séu í erlendri mynt og þau eigi auð- veldara með að leita eftir erlendu lánsfé. Samkeppnisstaða þeirra sé nú mun betri en í fyrra og þegar talað sé um hvort hagkerfið stefni í samdrátt þurfi ekki annað en að líta til sam- keppnisstöðu útflutningsatvinnuveg- anna til að sjá að hagkerfið sé ekki komið að fótum fram. Ekki hægt að búa við svo háa vexti til langs tíma Aðspurður hvort hann sé sammála því mati Seðlabankans að ekki sé tímabært að lækka vexti segir Gylfi að hann treysti sér ekki tli að mæla með að lækka vexti á þessum tíma- punkti. „Ég tel þó að það sé ekki hægt að búa við þessa háu vexti til langframa og ég er viss um að Seðla- bankinn er sammála því mati. Það kemur niður á hagvexti og framleiðni þegar til lengdar lætur. Íslenska hag- kerfið og fyrirtæki hér þurfa að búa við svipuð skilyrði og önnur fyrirtæki í Vestur-Evrópu hvað fjármögnun varðar. Þessi tímapunktur núna þeg- ar verðbólgan er þetta há er þó ekki réttur til að sleppa hendinni af bremsunni.“ Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að Seðlabankinn sé ekki að vinna með tímanlegar upplýsingar um þróun efnahagslífs og segir Gylfi að það sé ávallt spurning hvort seðla- bankar almennt geti tímasett ákvarð- anir sínar rétt og þetta vandamál tengist öllum hagstjórnartækjum. Í fyrsta lagi tekur nokkurn tíma að átta sig á því hvað er að gerast, ákveða viðbrögðin og síðan taki tölu- verðan tíma fyrir hagstjórnartækin að hafa þau áhrif sem til var ætlast. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans taki þó til dæmis styttri tíma að virka heldur enn til dæmis breytingar á ríkisútgjöldum og sköttum. Seðla- bankinn verður eðli málsins sam- kvæmt að taka mið af þeim stærðum sem liggja fyrir. Auðvitað byggi menn einnig á spám fram í tímann en þær eru auðvitað bara spár en ekki staðreyndir. Verði til dæmis tekin ákvörðun um byggingu álvera sé allt eins líklegt að Seðlabankinn standi jafnvel enn fastar á háu vaxtastigi til þess að varna því að þenslan verði of mikil. Samanburður við aðgerðir bandaríska seðlabankans hefur verið nokkuð í umræðunni en bankinn hef- ur lækkað vexti hratt á undanförnum mánuðum. Gylfi segir að samanburð- ur við Bandaríkin sé raunhæfari en oft áður, bæði löndin séu að koma út úr löngu hagvaxtarskeiði. Hins vegar sé þetta ekki samanburðarhæft að því leyti að það sé ekki sérstakur verðbólguþrýstingur í Bandaríkjun- um eins og hér og ekki mikil teikn á lofti um slíkt. Hagvöxtur sé lítill og atvinnuleysi að aukast, hér á landi sé hins vegar einungis um 1% atvinnu- leysi og 8% verðbólga og enn tals- verður halli á viðskiptum við útlönd. Þetta séu ekki merki um að örva þurfi hagkerfið heldur þvert á móti að hagkerfið keyri aðeins hraðar en það ráði við. Laun hafi einnig aukist umfram framleiðniaukningu hér í meira mæli en í Bandaríkjunum og það hefur þensluhvetjandi áhrif segir Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands. Vaxtalækkun á næsta leiti? Aðhaldssöm peningamálastefna Seðlabankans og tímasetningar vaxtalækkunar hafa vakið upp líflegar umræður. Tómas Orri Ragnarsson heyrði í Má Guðmundssyni, yfirhagfræðingi Seðla- banka, og Gylfa Magnússyni, dósent við Háskóla Íslands. Gylfi Magnússon            !! " #      !!               !  "    !  "      ! Heimild/Þjóðhagsstofnun MÁR Guðmundsson, yfirhagfræðingur Seðla- bankans, segir að í litlu, opnu hagkerfi eins og Íslandi séu nánustu ákvörðunarþættir verð- bólgu launabreytingar umfram framleiðniaukningu og geng- isþróun. Már segir að gengið hafi mun meiri áhrif á verðbólgu hér vegna þess hve Ísland er lít- ið hagkerfi og hafi hátt hlutfall inn- og útflutnings. Áhrif geng- isbreytinga hafi því meiri áhrif hér en í stærri hagkerfum. Bent hefur verið á að vaxtastig hafi ekki eins mikil áhrif á ákvarðanir um fjárfestingar hérlendis og erlendis. Að- spurður hvaða áhrif vextir hafi á fjárfestingar innlendra aðila segir Már að áhrif vaxtabreyt- ingar á heildareftirspurn, það er fjárfestingar og einkaneyslu til samans, hafi verið skoðuð af bankanum og svo virðist sem sambandið hérlendis sé ekki í megindráttum ósvipað og er erlendis. Hækk- un vaxta dregur úr eftirspurn eftir ákveðinn tíma sem síðan hafi áhrif til lækkunar á verð- bólgu. En það sé misjafnt hvernig áhrifin komi fram á milli landa og þar getur spilað inn í um- fang skuldsetningar, vægi breytilegra eða fastra vaxta, verðtrygging, fyrirkomulag hús- næðisfjármögnunar og vægi hlutabréfamark- aða. Spurður um tímatöf á vaxtalækkunum segir Már að tíminn sem taki fyrir vaxta- lækkanir að bíta sé misjafn. Áhrif- in á gengi og önnur eignaverð geta komið fram nær samstundis en áhrifin á eftirspurn og verðbólgu koma yfirleitt að mestu fram á 6– 18 mánuðum og að fullu á um tveimur árum. Þetta hafa rann- sóknir bæði hérlendis og erlendis staðfest. Aðspurður hvort Seðlabankinn hyggist lækka vexti segir Már að bankinn spái því að verðbólga muni lækka á næstunni. Þær vænt- ingar og spáin byggist hins vegar á því að peningamálastefnan verði áfram aðhaldssöm og hagkerfið kólni. „Við teljum ekki tímabært þegar allt er skoðað á þessum tímapunkti að lækka vexti,“ segir Már og bæt- ir við að þetta sé auðvitað alltaf til stöðugs endurmats og í þessu efni horfum við aðallega fram í tímann. „Framtíðin er hins vegar óviss og sem dæmi um það höfum við frá síðasta hausti verið að heyra umræðu um að nú sé hagkerfið að steypast. Í upphafi ársins voru ýmsir á því að allt væri á hraðri niðurleið. Nið- urstaðan er hins vegar sú að hagvöxtur á fyrri hluta ársins fór varla niður fyrir jafnvæg- isvöxt enda vinnumarkaður enn mjög spennt- ur. Það getur vel verið að framundan sé sam- dráttur og við reiknum reyndar frekar með því að svo verði. Hann er jafnvel að einhverju leyti óhjákvæmilegur eftir langt skeið mikillar ofþenslu. Ég held að það séu ekki mörg dæmi um lönd sem hafa komið út úr svona skeiði án einhvers samdráttar, segir Már. Það sem Seðlabankinn gerir er að reyna að ná fram verðbólgumarkmiði sínu sem er að verðbólga verði um 2,5% í síðasta lagi fyrir árslok 2003. Nú er verðbólgan langt fyrir ofan það og verð- bólguvæntingarnar einnig, segir Már. Þegar vissan um að markmiðið er að nást verður meiri en hún er núna er ljóst að svigrúmið til vaxtalækkana eykst, þetta er því að hluta spurningin um tímasetningu, segir Már. Seðla- bankinn horfi til langs tíma á meðan aðrir horfi kannski til skemmri tíma, jafnvel ekki lengur en til hálfs árs eða svo. Auðvitað skilur maður það að þeir sem eru komnir í erfiðleika vilji lægri vexti og auðvitað viti bankinn að há- ir vextir hafi áhrif á hag fyrirtækja. Bankinn vill að sjálfsögðu lækka vexti þegar það er óhætt, okkar mat er hins vegar það að ekki sé óhætt að lækka vexti nú,“ segir Már. Aðspurður hvort ekki sé erfitt að horfa á verðhækkanir af hálfu ríkis og sveitarfélaga nú segir Már að svo sé en að þær séu að hluta afleiðing af kostnaðarhækkunum og þenslu undanfarið. „Það er ekki gott fyrir verðbólgu til lengdar ef afleiðingin af því að halda aftur af opinberum gjaldskrám er hallarekstur. Til að halda niðri gjaldskám hins opinbera til lengdar þarf því að koma til hagræðing og niðurskurður,“ segir Már. Aðspurður hvort vaxtastefna Seðlabanka hafi ekki lítil áhrif á stærri fyrirtæki sem fjár- magni sig að stórum hluta erlendis segir Már að vissulega hafi það til dæmis verið þannig í fyrra að erlendar lántökur drógu úr aðhaldi peningastefnunnar þótt þær hafi ekki tekið það úr sambandi. Nú sé hins vegar staðan önn- ur og aðilum er ljósari sú áhætta sem fylgir er- lendum lántökum. Vaxtastefna Seðlabankans virkar því betur, annars væru kvartanir ekki svona miklar nú, segir Már og bendir á þver- sögnina í því að menn segi annas vegar að inn- lendir vextir bíti ekki en hins vegar kvarti þeir hástöfum yfir háum vöxtum sem fólk og fyrir- tæki séu að sligast undir. Már segir að lokum aðspurður hvað hann myndi gera ef hann væri forstjóri fyrirtækis að hann sé enginn sérfræð- ingur í rekstri þeirra. Hins vegar myndi hann líklega í ljósi aðstæðna halda að sér höndum í fjárfestingu, leita leiða til hagræðingar í rekstri og greiða niður skuldir. Í dag er það ein besta fjárfestingin,“ segir Már Guðmunds- son, yfirhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson Gengið hefur meiri áhrif á verðbólgu tomasorri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.