Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 39 inn sé aðeins landamæri – að Anna lifi þótt á öðru sviði sé. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bænir um huggun fylgja til Reynis og dætranna og annarra sem syrgja Önnu. Ólöf S. Anna Margrét Magnúsdóttir kom afar óvænt inn í líf okkar, vina Reyn- is Axelssonar. Svo sérkennilega vildi til að flestir af nánustu vinum hans hér á landi voru erlendis veturinn og vorið 1988, og þegar menn tóku að tínast heim um sumarið var allt breytt um hagi vors kæra pipar- sveins, og hann kominn með unn- ustu. Fæstir áttu á slíku von, því piparsveinsstandið virtist eiga svo dæmalaust vel við Reyni, með iðkan hinna fögru lista og djúpu fræða, kryddað góðum vindlum. Hans lífs- braut hafði virst vera endanlega skilgreind. En Anna Margrét breytti sem sagt þessu öllu. Og þegar við kynnt- umst henni áttuðum við okkur á því, að það var engin hversdagskona sem Reynir hafði fallið fyrir, nema hvað! Anna var fluggreind, tónlist- armaður að atvinnu, hálærð í fræð- unum og mikilhæfur hljóðfæraleik- ari – fyrst á píanó, síðan á sembal, og loks sem organisti við Kristskirkju síðustu tvö árin. Einnig kenndi hún árum saman við Tónlistarskólann. Þannig var jafnræði með þeim Reyni að andlegu atgervi auk þess sem bæði voru ástríðufullir tónlist- arunnendur og kunnáttumenn á því sviði. En jafnframt voru þau afar ólík, Anna ör og kát þegar sá gállinn var á henni, en Reynir jafnlyndur og þolinmóður, öruggur sem klettur. Anna og Reynir giftu sig í Skál- holtskirkju sumarið 1989, í yndis- legu veðri – að minnsta kosti í end- urminningunni – og fyrr en varði eignuðust þau tvær dætur, Birtu og Maríu. Þótt ekki væru híbýlin stór, við það að springa utan af flygli og sembal, bókum, hljómplötum og blómum, ríkti hamingja í ranni þess- arar litlu fjölskyldu. En enginn má sköpum renna og áður en varði tóku við erfið ár þar sem Anna stríddi við þungan sjúkdóm. Þegar það él stytti loks upp og sólin skein á heiði á ný, ventu þau Anna sínu kvæði í kross, keyptu sér hús á Álafossi sem þau gerðu úr yndislegt heimili, og allt lék í lyndi. Við heimsóttum þau ein- mitt einn sunnudagseftirmiðdag fyr- ir rúmum mánuði, og framtíðin var svo dæmalaust björt og allir ánægð- ir með lífið og tilveruna. En örlaga- höndin lætur ekki að sér hæða. Skyndilega er Anna horfin, en Reynir og dæturnar sitja eftir harmi slegin. Óumræðileg sorg er að þeim kveðin, því þau hafa misst mikið – svo óvænt og óverðskuldað. En Anna lifði ekki til einskis: hún gaf Reyni tólf einstök ár og tvær ynd- islegar dætur, og öllum þeim sem hana þekktu sjóð dýrmætra endur- minninga. Helga Þórarinsdóttir og Sigurður Steinþórsson. Eigrandi um óraskóg af myrtum, í mein- vænu ljósi, lauf er hrörnað sem hey og draumsóley drjúpir þar höfði, öldur ýfa ekki vötn og þöglir lækirnir þruma, blómabökkunum á, við birtu sem slungin er þoku, sölnar nú liljan syrgð er var sveina og kon- unga heiti. (Þýð. Þorsteinn Gylfason.) Með trega og söknuði kveð ég þig, elskulega vinkona mín – í sígrænum myrtuskógi þar sem dillandi, fjör- legur hlátur þinn mun aldrei hljóðna. Elsku Reyni, Birtu og Maju og öðrum ástvinum Önnu votta ég mína dýpstu samúð. Megi minning henn- ar og fjársjóður lifa og varðveitast með okkur öllum sem hana þekkt- um. Sif Ragnhildardóttir.  Fleiri minningargreinar um Önnu Margréti Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, mikið hljóta þeir að hafa elskað Breka minn því hann er tekinn frá mér fjögurra ára gamall. Það var ekki annað hægt, útgeislun hans var slík að það var umtalað. Hann þurfti ekki nema smástund með fólki til að heilla það, öllum þótti vænt um hann. Það sást greinilega í Svíþjóð á staðnum þar sem þessi hörmulegi atburður átti sér stað. Þar höfðu hundruð barna í nágrenninu látið dótið sitt, bréf, teikningar, blóm og fleira til minningar um þennan litla strák. Síðasta skiptið sem hann kvaddi mig til að fara til Svíþjóðar 8. júlí sagði hann: „Ekki gráta, ég kem eftir tíu daga, ég elska þig pabbi, Breki saknar pabba síns rosa mikið.“ Hon- um fannst mjög gaman að fara niður á lögreglustöð og setjast á mótorhjól- ið, heyra í sírenum og sjá ljósin. Fara í húsdýragarðinn og bíó, – alltaf að gera eitthvað. Hann var ótrúlega skýr og klár, mundi allt sem þú sagðir honum og spurði um allt sem hann sá. Hvers vegna hann? spyr ég mig. Þetta var bara fjögurra ára strákur og lífsgleðin skein af honum, það var svo margt sem hann vildi gera og prufa. Þetta er ekki sanngjarnt, hann átti svo mikið eftir og margt sem hann átti eftir að gera í lífinu. Það eru engin orð til sem lýsa þeirri sorg sem hefur gagntekið líf mitt síðustu tvær vikur. Við áttum þó saman tvo mán- uði í sumar sem ég þakka guði fyrir. Helgin á Þingvöllum var yndisleg og allar þær stundir sem við áttum sam- an. Mundu það sem ég sagði við þig, ástin mín, pabbi verður alltaf hjá þér. Þú getur alltaf leitað til mín. Ég veit að ég mun hitta þig aftur, og við mun- um geta leikið við þig ég, Eiður og Anna Margrét. Ef það er einhver staður fyrir þig, litli engillinn minn, er það hjá Guði. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Elska þig að eilífu, litli kall. Pabbi. Elsku Breki, Guð geymi þig, við elskum þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. Vaka minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Dóra amma, dætur og barnabörn. Litli bróðir minn er dáinn. Hann var mitt uppáhald, og ég hans. Breki kom til mín þrisvar frá Svíþjóð og alltaf vorum við saman. Ég gleymi aldrei afmælinu hans nú í febrúar, þar var öll fjöldskyldan. Mér þótti mjög leiðinlegt þegar Breki flutti til Svíþjóðar, en rosalega gaman þegar hann kom í heimsókn. Honum þótti mjög gaman þegar ég las fyrir hann áður en hann fór að sofa. Ég var mjög mikið með honum og ég man hvað hann var stoltur af BREKI EIRÍKSSON ✝ Breki Eiríkssonfæddist í Reykja- vík 5. febrúar 1997. Hann lést í umferð- arslysi í Partille í Svíþjóð 13. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Freyja Andrea Davidsson og Eiríkur Ragnars- son. Stjúpfaðir hans er Reynir Davíð Þórðarson. Hálf- bróðir Breka sam- feðra er Eiður, f. 1.11. 1991. Hálfbróð- ir Breka sammæðra er Jan Gunnar Reynisson, f. 15.1. 2000. Útför Breka fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mér stóra bróður. Þó sérstaklega þegar ég sagði honum frá því hvað ég var duglegur í fótboltanum að skora. Við lékum okkur í fót- bolta alla daga og fórum með pabba í bíó. Ég mun sakna þín, litli bróðir, þú varst besti bróðir sem til er í heiminum. Ég elska þig. Þinn stóri bróðir Eiður. Elsku hjartans Breki minn. Í dag stöndum við frammi fyrir því að kveðja þig til hinstu kveðju hér á Ís- landi. Elsku drengurinn minn, þú komst í þennan heim eins og engill og hefur ætíð verið sem slíkur og nú kveður þú okkur sem engill. Dvöl þín hér hjá okkur var í alla staði yndisleg en allt of stutt. Þinn persónuleiki, brosið, röddin og allt töfraði alla sem nálægt þér voru. Það var eins og að vera í himna- ríki að vera með þér, alltaf glaður, brosandi og kærleikurinn streymdi frá þér. Rödd þín var sú fegursta barnarödd sem ég hef heyrt, svo tær, svo hlý. Það er ekki langt síðan þú rétt rúmlega fjögurra ára að aldri tjáðir ömmu þinni allt um ástina, kærleikann og söknuð. Enginn karl- maður hefur náð að töfra mig eins og þú gerðir í vor með þessum orðum: „Ég elska þig amma mín.“ Ég var oft búin að láta hugann reika fram í tímann og hlakkaði til að fá að fylgjast með þér vaxa upp. Draumar mínir eru orðnir að engu en ég veit að ég mun oft rifja upp þessar dásamlegu stundir sem við áttum saman Núna veit ég, elsku drengur- inn minn, að þér var ætlað eitthvert stærra hlutverk í þessari óskiljanlegu veröld okkar, þú varst einfaldlega of góður fyrir okkar jarðneska heim. Breki, ungur að árum varstu kom- inn með þín áhugamál. Sérstaklega er mér ofarlega í huga áhugi þinn á undurfögru söngröddinni hennar Diddúar og þá sérstaklega jólalögun- um hennar en þú vildir gjarna hlusta á þau áður en þú fórst að sofa. Ekki varstu beinlínis gamall þegar þú vald- ir sérstakt lag úr nótnabókunum hennar Siggu frænku þinnar, settist við píanóið og fórst að spila eftir nót- unum hugljúfa tóna eins og þú hefðir ekki gert annað. Þá fannst þér afar gaman að mála með vatnslitunum þínum, sólin, hafið, fiskarnir og fugl- arnir voru í uppáhaldi þar. Breki minn, ég þakka guði fyrir að hafa gefið mér þær dýrmætu stundir sem við áttum saman og þær hafa verið gleðulegustu stundirnar í mínu lífi, þær mun ég varðveita vel í hjarta mínu til æviloka. Elsku drengurinn minn, þú veist að amma kemur til þín en ég veit líka að þú ert hérna hjá okkur. Hvíl þú í friði. Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ (23. Davíðssálmur) Þín amma Ella. Þakka þérfyrir allt það sem þú kenndir afa gamla eða „morfar“ eins og þú kallaðir mig oft. Þakka þér fyr- ir að hafa minnt mig á allt það fallega í lífinu sem ég var búinn að gleyma eða kynntist í fyrsta skipti með þér og hafði aldrei látið mig dreyma um. Ég veit nú, Breki minn, að þú varst engill á þessari jörðu, hjarta þitt svo fullt af kærleika og blíðu en kröfurn- ar engar. Hjarta mitt er þrungið söknuði og þú verður þar ætíð en eins og þú varst vanur að segja „Vi ses igen“. Þinn afi. Jan, Svíþjóð. Elsku litli frændi minn, ég trúi ekki hvað heimurinn getur verið grimmur og ósanngjarn að taka þig svona í burtu! Af hverju þig? Þú varst svo ungur með alla framtíðina fyrir þér. Ég sakna þín svo mikið. Við söknum þín öll svo mikið. Ég saknaði þín nú svo mikið þegar þú bjóst í Svíþjóð en núna ertu alveg farinn. Ég trúi þessu ekki! Ég var svo fegin að fá að vera med þér í sumar og ég þakka svo inni- lega fyrir þær stundir. Þú varst svo góður og hjartahlýr að það skein frá þér langar leiðir. Og svo varstu svo gullfallegur og með svo fallega rödd að þú fékkst alltaf þá athygli sem þú vildir. Þú lést alltaf alla brosa í kring- um þig og allir voru alltaf svo glaðir. Ég veit bara ekki um betra barn en þig. Svo þótti mér alltaf svo gaman hvernig þú komst hlaupandi í fangið á mér stundum og kysstir mig, mér þótti svo vænt um það, mig langaði helst aldrei að sleppa þér. Svo í hvert skipti sem þú sagðir eitthvað langaði mig alltaf til að faðma þig. Og svo man ég sérstaklega eftir því þegar þú sagðir: „Sigga, ég elska þig rosalega mikið.“ Mér þótti svo vænt um að heyra þig segja þetta og þú varst svo mikið krútt þegar þú sagðir þetta. Ég elska þig líka rosalega mikið! Ég man hvað við mamma undruðumst hvað þú gast tjáð þig og hvað þú varst ein- lægur. Ég var svo hreykin af að vera frænka þín og eiga hluta í þér. Ég man þessa mánuði sem mamma þín gekk með þig og hvað ég var frekar mikið með henni og var svo spennt að fá þig í heiminn og svo man ég svo vel eftir þeirri nótt sem það var hringt og sagt að þú værir fæddur. Ég spurði strax hvort það væri strákur eða stelpa og ég var svo ánægð að ég gat ekkert sofið þá nótt. Ég hugsaði ein- mitt þá og strengdi þess heit að ég skyldi alltaf muna þessa dagsetningu, 5. febrúar, og ég stóð við það því aldr- ei hefur þurft að minna mig á afmæl- isdaginn þinn og ég mun alltaf muna hann. Ég man hvað mig langaði að keyra strax upp á sjúkrahús en svo sá ég þig loksins daginn eftir og þú varst svo lítill og svo fallegur og ég hef sagt við marga að þú sért fallegasta barn sem ég hef augum litið! Já, það er leiðinlegt hvað heimur- inn getur verið grimmur og ósann- gjarn. En þú varst engill sendur af himn- um ofan og ert trúlega bara þar sem þú átt heima núna og hefur örugglega verið ætlað stórt hlutverk þarna uppi. Ég þakka fyrir allar þær dýrmætu stundir sem ég fékk að vera með þér og þú munt ávallt vera í hjarta mínu. Guð blessi minningu Breka Eiríks- sonar. Þín frænka Sigríður Birna. Elsku Breki, við söknum þín mikið. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okk- ar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. Dóra Guðlaug Svavarsdóttir, Alexis, Selma Sigmarsdóttir, Gígja, Iraklis og Kostas. Elsku Breki, þú varst ljósgeislinn í lífi föður þíns. Það var heiður að fá að kynnast þér. Þú munt ávallt eiga þér stað í hjarta mínu. Minningarnar frá sumrinu og afmælinu þínu í haust munu ávallt lifa. Guð geymi þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni (Hallgr. Pét.) Anna Margrét Óskarsdóttir. Mig langar til að minnast í nokkr- um fátæklegum orðum Breka vinar okkar mæðgina. Upp í hugann koma myndir af litlum listamanni með liti og blöð í bakpoka hvert sem hann fór til að geta teiknað þegar innblástur- inn kom yfir hann. Ég vil votta And- reu vinkonu minni og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð mína og þakka fyrir allar góðu samverustundirnar frá liðnu sumri. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Vera og Alexander. Aldrei hvarflaði það að mér þegar við vorum nokkrar vinkonur ófrískar á sama tíma að eitt af þessum börnum ætti ekki eftir að vera með okkur þangað til við yrðum gamlar. Elsku Andrea mín, að fá þær frétt- ir að hann Breki þinn væri dáinn var svo fjarri raunveruleikanum að það tók mig tvo daga að átta mig á því. Ég beið eftir því að fá símhringingu um að þetta væri hræðilegur misskiln- ingur en raunin varð önnur. Þó að það sé langur tími liðinn frá því að ég sá hann síðast, þá man ég svo vel hvað hann var rólegur, góður og alltaf svo glaðlyndur, hann var sannkallaður engill á allan hátt. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska og við vitum að hann er í góðum höndum. Elsku Andrea, Eiki, Reynir og fjöl- skyldur ykkar, ég samhryggist ykkur af öllu hjarta í þessari sorg og missi sem þið þurfið að líða. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Ásta B. Valdimars. Betra hjarta, hreinni sál heldur en þína er vandi að finna, fögur áttu eftirmál innst í brjósti vina þinna. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt Guð, sem meiri er í öllum heimi. (G. Guðmundsson) Ekki var Breki hár loftinu en hann hafði stóran persónuleika og sterka útgeislun. Hann var alltaf glaður, lærdómsfús og sjálfstæður. Hvers manns hug- ljúfi. Þannig minnumst við hans. Þegar við kvöddum fjölskylduna áður en hún flutti til Svíþjóðar grun- aði okkur ekki að við værum að kveðja hann í hinsta sinn. Þó hann hafi búið erlendis í nær tvö ár er minningin skýr. Það duldist engum að þar fór ein- stakt barn. Hann veitti okkur sem þekktum hann mikla gleði og sú minning er dýrmæt gjöf. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmædur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku Andrea og fjölskylda, fátt annað kemur okkur að haldi en bænin og fallegar minningar á þessum erf- iðu tímum. Biðjum við því góðan Guð að gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Við sendum öllum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Elísa Sóley og Andrea Þórey Magnúsdætur, Sigrún Halla Ásgeirsdóttir, Arna Rún Guð- mundsdóttir og fjölskyldur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.