Morgunblaðið - 31.08.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 31.08.2001, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 43 HEIMSMEISTARAMÓTINU í marble er nú lokið í Royan, Frakk- landi. Kristján Ólafur Hauksson Íslandsmeistari keppti fyrir Ís- lands hönd og lenti hann í 7. sæti. Marble er franskur kúluleikur sem felst í því að skjóta lítilli gler- kúlu með fingrunum eftir tilbúinni sandbraut. Í brautinni eru ýmsar erfiðar þrautir, s.s. brekkur, brýr, göng o.fl. Sá sem fyrstur klárar allar þrautirnar og kemst á braut- arenda vinnur keppnina. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu keppninnar, http://www.worldmarbles.com. Íslandsmeistaramótið í marble fór fram í júní sl. í Fjölskyldugarð- inum í Laugardalnum og vann Kristján það mót. Í verðlaun fékk hann m.a. fría ferð á heimsmeist- aramótið í Royan. Kristján Ólafur Jónsson í þann mund að klára fyrstu þrautina. Lenti í 7. sæti á heimsmeist- aramóti NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hyggjast kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um Kárahnjúka- virkjun til staðfestingar. Þá krefjast þau þess að umhverfisráðherra víki sæti í kærumálinu vegna vanhæfis til meðferðar málsins. Samtökin rökstyðja kröfur sínar með athugasemdum sem þau sendu með bréfi til Skipulagsstofnunar í júní s.l. Meginkrafan er sú að úr- skurður Skipulagsstofnunar verði staðfestur. Enn fremur gera sam- tökin kröfu um að þeim verði gefinn kostur á að tjá sig um kærur og fylgi- gögn sem kunna að berast umhverf- isráðuneytinu. Náttúruverndarsam- tökin áskilji sér rétt til að koma að frekari kröfum, rökstuðningi og gögnum að fengnum umbeðnum kærum og fylgigögnum. Með þessu móti hyggist samtökin tryggja rétt- arstöðu sína vegna væntanlegrar kæru Landsvirkjunar og fleiri aðila. Kæra til stað- festingar Náttúruverndarsamtök Íslands um úrskurð Skipulagsstofnunar ÚTIVIST fer n.k. laugardag í tvær dagsferðir í Borgarfjörð. Annars vegar er um að ræða 8. ferð í fjalla- syrpu Útivistar þar sem ekið er á Kaldadal og gengið á grágrýtis- dyngjuna Ok. Hins vegar skoðunar- ferð þar sem farið er að hraunhell- inum Víðgelmi, einum stærsta hraunhelli í heimi. Þá verður m.a. farið að Húsafelli, Hraunfossum og víðar. Brottför er frá BSÍ kl. 8. Verð er 2.900 kr. f. félaga og 3.200 kr. fyrir aðra og hellaskoðunin kostar 800 kr. Dagsferðir í Borgarfjörð ♦ ♦ ♦ ÍÞRÓTTIR Merking breyttist Í yfirlýsingu Friðriks Þórs Guð- mundssonar, Jóns Ólafs Skarphéð- inssonar og Hilmars F. Foss misrit- aðist eitt orð þannig að merking setningarinnar breyttist. Í máls- grein blaðsins stóð: „Allar líkur eru á að rannsóknar- nefnd flugslysa hafi ekki hlustað á þessar upptökur nema á slys- stundu...“ Þarna sagði í sendum texta: „Allar líkur eru á að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi ekki hlustað á þessar upptökur nema að slysstundu...“ – þ.e. hætt hlustun eftir kall flugmanns flugvél- arinnar TF-GTI um að flugvélin hefði ofrisið og því hafi rannsókn- arnefndin ekki hlustað lengur á upptökurnar en að þeirri stundu. Setning féll niður Í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag um fjarnám í náms- og starfsráðgjöf datt síðari hluti einnar setningar niður og fyrri hluti annarrar setningar út þannig að samhengi tapast og ekki kemur fram hverjir fjármagna námið. Rétt er setningin „Í þetta fyrsta sinn hófu 19 nemar nám í náms- og starfsráðgjöf og stefna þeir ýmist að því að sinna námsráðgjöf í skól- um eða starfsráðgjöf á vinnumiðl- unum. Námið er fjármagnað af Vinnumálastofnun og menntamála- ráðuneyti. Hárgreiðslusýning Í frétt sem birtist í Morgun- blaðinu í gær um sýningu á hár- greiðslu frá gömlum tíma var ekki rétt sagt frá hverjir eru í samvinnu með skipuleggjendum sýningarinn- ar. Það eru Grindavíkurbær, Spari- sjóður Grindavíkur, Hitaveita Suð- urnesja og fleiri. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.