Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 1
197. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 31. ÁGÚST 2001
NIKOLAY Soltys, maðurinn, sem
ætlað er að hafi myrt eiginkonu sína
og fimm aðra ættingja, var handtek-
inn í gær eftir að bróðir hans sagði til
hans, en hans hafði verið leitað í tíu
daga. Soltys var á heimili móður sinn-
ar þegar tugir lögreglumanna réðust
þar inn og fannst hann undir skrif-
borði. Hann var berfættur og illa
klæddur og höfðu lögreglumennirnir
á orði að hann hefði eins getað verið
að fela sig úti á akri, svo illa til fara
var hann. Soltys veitti ekki neina mót-
spyrnu þegar lögreglumennirnir tóku
hann höndum. Bróðir hans, sem var í
heimsókn hjá móður þeirra, sá Soltys
bregða fyrir og flúði með móðurina og
fjóra aðra fjölskyldumeðlimi á brott.
Hann hringdi svo í neyðarlínuna og
tilkynnti lögreglunni um ferðir bróð-
ur síns. Það er því ljóst að enginn ætt-
ingjanna hélt hlífiskildi yfir Soltys.
Á bréfmiða sem fannst í bíl Soltys
sagðist hann hafa myrt fólkið vegna
þess að það hefði tjáð sig um mál sem
honum fannst að ættu ekki að fara
hátt. Bíllinn fannst við pappakassa
sem geymdi lík sonar Soltys.
Sacramento
Morðing-
inn hand-
tekinn
Citrus Heights, Kalifornía. AP.
ÞRÍR féllu og tugir særðust í óvenju
hörðum bardögum í Ísrael í gær.
Tveir Palestínumenn féllu og 30
særðust í skotbardögum við ísr-
aelska hermenn í bænum Hebron og
á fleiri stöðum á Vesturbakkanum og
Gaza. Þá var ísraelskur hermaður
skotinn til bana af grímuklæddum
manni í bænum Naalin þar sem hann
sat á veitingastað. Hæst setti með-
limur Lýðræðissinnuðu frelsishreyf-
ingar Palestínumanna (DFLP) á
Vesturbakkanum, Khayis Abu Leila,
slapp lifandi þegar Ísraelsher gerði
eldflaugaárás á heimili hans seint í
gærkvöld. DFLP hefur lýst ábyrgð á
hendur sér vegna árásar á herbúðir
Ísraelshers á laugardag. Meðan á
þessu stóð var ástandið tiltölulega
rólegt í bænum Beit Jalla, en utan-
ríkisráðherra Ísraels, Shimon Peres,
og leiðtogi palestínsku heimastjórn-
arinnar, Yasser Arafat, náðu í fyrra-
dag samkomulagi um að ísraelskir
hermenn yfirgæfu bæinn. Peres hef-
ur barist fyrir því að endanlegu
vopnahléi verði komið á í þrepum, og
að hafist verði handa á þeim svæðum
þar sem áhrif Arafats eru mest.
Byssum beint að
starfsmönnum SÞ
Bílalest á vegum Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) sem var á leið um Gaza-
svæðið var stöðvuð af ísraelskum
skriðdrekum nærri bænum Rafah.
Peter Hansen, yfirmaður hjálpar-
stofnunar SÞ, gekk í átt að hermönn-
unum og vildi ræða við yfirmann
þeirra. Einn hermaðurinn kallaði þá
til hans: „Snúðu umsvifalaust við eða
við munum skjóta.“ Fallbyssu skrið-
drekans var svo snúið að Hansen og
fleiri skriðdrekar óku að bílalestinni.
Eftir nokkurt þóf fengu Hansen og
félagar að halda för sinni áfram.
Hansen sagði við fréttamenn sem
ferðast með honum að tilgangur
hersins væri að hræða sig.
Ísraelskir hermenn við landamær-
in að Líbanon voru við öllu búnir í
gær, enda var óttast að Hezbollah-
skæruliðar gerðu harðar árásir á
búðir Ísraelshers á svæðinu. Skæru-
liðarnir skutu nokkrum sinnum að
ísraelskum herflugvélum sem flugu
yfir S-Líbanon í gær, en þegar blaðið
fór í prentun hafði ekkert markvert
gerst á jörðu niðri.
Um miðjan septembermánuð
verður arftaki Mustafa Zibri, sem
féll í eldflaugaárás Ísraelshers á
mánudag, kjörinn netkosningu. Sjö-
tíu og sjö meðlimir miðstjórnar Þjóð-
frelsishreyfingarinnar (PF) kjósa.
Óvenju harðir bardagar
Beit Jalla, Jerúsalem, Rafah. AP, AFP.
Ísraelskir hermenn beindu byss-
um sínum að starfsmanni SÞ
Í NÝJU tilbrigði við svokallað
„raunveruleikasjónvarp“ hefur
tyrknesk sjónvarpsstöð nú hafið
útsendingar á framhaldsþætti, þar
sem tvenn millistéttarhjón í Istan-
búl keppast um að sýna hvort þau
geti lifað af opinberum lágmarks-
taxtalaunum sem svara til 84
Bandaríkjadala eða 8.300 ís-
lenzkra króna á mánuði.
Engin Ozden, einn keppend-
anna, leggur það á sig að ganga í
fjóra klukkutíma á dag úr sjón-
varpsstúdíóinu til vinnu sinnar til
þess að spara strætisvagnafar-
gjaldið, sem er 500.000 tyrkneskar
lírur, andvirði 35 króna.
Keppinautar hans, Hikmet og
Suzan Kocaibrahimoglu, borða
hrökkbrauð og sitja undir ljósa-
staur á kvöldin til að spara raf-
magn. Þau hafa hvort um sig lést
um 9 kg frá því þáttaröðin hófst
um mánaðamótin síðustu. Suzan
Kocaibrahimoglu hefur ekki unnt
sér þess að nota svitalyktareyði
allan mánuðinn.
„Það er útilokað að lifa af þess-
um peningum,“ segir hún. „Þetta
eru eins konar pyntingar.“
En þátturinn lýsir þeim raun-
veruleika sem hundruð þúsunda
tyrkneskra fjölskyldna takast á við
dag hvern – að reyna að láta enda
ná saman af launum sem rýrna
stöðugt vegna gengissigs lírunnar.
Keppni í fátækt
Istanbúl. AP.
GENGI evrunnar, sameiginlegrar
myntar 12 aðildarríkja Evrópusam-
bandsins (ESB), styrktist örlítið eft-
ir að seðlabanki Evrópu (ECB)
lækkaði vexti í annað skipti á þessu
ári. Gengi evrunnar gagnvart
Bandaríkjadal hækkaði úr 0,9090 í
0,9129 eftir að ECB tilkynnti um
0,25% vaxtalækkun bankans, en
vextir eru nú 4,25%. Fjárfestar
hresstust einnig við þau ummæli for-
stjóra bankans, Wim Duisenbergs,
að vaxtalækkunin hefði verið mögu-
leg vegna minnkandi hættu á verð-
bólgu, en viðurkenndi einnig að yf-
irmenn ECB hefðu vanmetið
vandræði þau er bandarískt efna-
hagslíf á við að etja. Sagði hann að
sterkari evra myndi minnka verð-
bólguhættuna enn frekar og spáði
hann því að stöðugleiki í verðlagi
væri ekki langt undan. Fjármálasér-
fræðingar sögðust vonsviknir yfir
því að Duisenberg skyldi ekki ræða
um langtímaáætlanir bankans en
sögðust búast við því að bankinn
lækkaði vexti enn frekar tæki efna-
hagslíf svæðisins ekki við sér á
næstu mánuðum.
Horfur ekki góðar
Hagfræðingar benda á að horfur í
efnahagsmálum í Evrópusamband-
inu séu ennþá heldur dökkar og að
ekki megi búast við of miklum ár-
angri af vaxtalækkun gærdagsins.
„Menn bjuggust við lækkun og þess
vegna verða áhrif hennar ekki eins
mikil og ella,“ sagði hagfræðingur
við Deutsche Bank í Frankfurt.
Fyrr í þessum mánuði viður-
kenndi bankinn að spá hans um 2–
2,5% hagvöxt á Evrusvæðinu væri
fullbjartsýn og að horfur væru mun
dekkri. Duisenberg neitaði þó að tjá
sig um þetta mál á fréttamannafundi
í gær.
Vaxtastjórnun er helsta tæki
seðlabanka heimsins til að hafa áhrif
á efnahagslíf viðkomandi svæða.
Með því að hækka vexti á út- og inn-
lánum hvetja bankarnir til þess að
fólk leggi fé sitt til hliðar og taki síð-
ur lán og er það gert til að slá á verð-
bólgu. Lækki bankar vexti hvetja
þeir almenning til að taka lán og nota
fé til fjárfestingar og neyslu og er
það gert til að glæða efnahaginn lífi.
Verðbólga á evru-svæðinu virðist
vera í rénun, en hún náði hámarki í
maímánuði þegar hún mældist 3,4%.
Helstu ástæður verðbólgunnar voru
hækkandi verð á orku og matvælum,
en hækkandi gengi á evrunni gagn-
vart Bandaríkjadal ætti að leiða til
lækkunar á eldsneytisverði á evru-
svæðinu. Gengi evrunnar hefur
hækkað um meira en tíu prósent síð-
an í júlí og spá margir sérfræðingar
því að sú þróun muni halda áfram.
Duisenberg sagðist í gær vera mjög
ánægður með gengi evrunnar.
Fjármálasérfræðingar um vaxtalækkun Evrópubankans
Spá frekari
lækkun
Frankfurt, London. AP, AFP.
AP
Wim Duisenberg hleypti í gær af stokkunum kynningarherferð fyrir
nýja evrumynt sem fer í almenna dreifingu um næstu áramót.
LÍTIL stúlka á A-Tímor bíður
ásamt foreldrum sínum fyrir utan
kjörstað í bænum Manatuto, um 40
km austan við höfuðborgina Dili. Í
gær fóru fram fyrstu lýðræðislegu
kosningarnar í landinu, en kosið er
til stjórnlagaþings sem fær það
hlutverk að semja stjórnarskrá fyr-
ir ríkið.
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa
farið með stjórn landsins frá árinu
1999, eða eftir að íbúar þess ákváðu
í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja
sig úr lögum við Indónesíu og
stofna sjálfstætt ríki. Í kjölfar at-
kvæðagreiðslunnar 1999 fylgdu
miklar óeirðir þegar stuðnings-
menn Indónesíustjórnar gengu ber-
serksgang og réðust á fólk og fast-
eignir. Umboð SÞ rennur út 31.
janúar 2002 og er vonast til þess að
þá muni innfæddir geta tekið við
stjórnartaumunum.
Reuters
Kosningar
á A-Tímor