Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 20
ÚR VERINU 20 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG fagna því að sú ákvörðun skuli hafa verið tekin að afnema lönd- unarbann skipa, sem stunda veiðar á karfa og grálúðu við Austur- Grænland, á Íslandi. Ég hef reynd- ar alla tíð furðað mig á því aft- urhaldi sem fólst í því að banna landanir þessara skipa með lögum og er alveg hissa á því að LÍÚ skuli mótmæla þessu leyfi,“ segir Finn- bogi Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Hussmann & Hahn og DFFU í Þýzkalandi. Finnbogi segir að skip DFFU muni örugglega nýta sér þá þjón- ustu við skipin sem í boði sé á Ís- landi, löndun og allt sem henni fylgi. Skip DFFU eru með kvóta við Austur-Grænland og hafa að mestu landað afla þaðan í Færeyjum. Ný- lega landaði eitt skipa þess 700 tonnum af grálúðu, en það tekur meðal annars um 1,2 milljónir lítra af olíu fyrir hverja veiðiferð. „Við höfum fengið góða þjónustu í Færeyjum, en vitum að Íslend- ingar geta gert betur. DFFU er með 2.900 tonna grálúðukvóta við Austur-Grænland og við viljum gjarnan landa þeim afla á Íslandi. Það styrkir líka þau fyrirtæki á Ís- landi, sem veita þessa þjónustu að fleiri skip fái að koma inn til lönd- unar og það er að mínu mati kostur fyrir íslenzka útgerðarmenn,“ segir Finnbogi. Finnbogi hafnar þeirri fullyrð- ingu LÍÚ, að leyfi til löndunar muni auka sókn í karfa og grálúðu. Hann segir að í gildi sé ákveðinn kvóti og hann sé tekinn hvort sem aflanum sé landað á Íslandi eða annars stað- ar, enda sé tiltölulega lítill kostn- aðarauki af því að sigla til Færeyja. „Þessi skip skilja eftir mikla pen- inga þar sem landað er, í allt um 60 milljónir króna fyrir olíu, flutninga, kost, viðgerðir, áhafnaskipti og svo framvegis við hverja löndun og það er alveg óþarfi að sjá andskotann í öllum hornum þótt útlendingar séu á ferð. Íslendingar eiga mikið undir samstarfi við útlendinga og hafa mjög góðan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins. Það er út í hött að vera að amast við skipum þaðan,“ segir Finnbogi Baldvinsson. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri DFFU Fagna afnámi löndunarbanns ÞORBJÖRN Fiskanes auglýsir nú fimm báta til sölu og hefur áður selt aðra fimm eftir sameiningu fyrirtækjanna Þorbjörns og Fiska- ness í Grindavík og Valdimars í Vogum. meðal þessara báta er Ólafur GK, sem kom nýlega ný- smíðaður frá Kína. Að lokinni sölu þessara báta mun Þornbjörn Fiskanes gera út 11 skip og báta. Hinir bátarnir, sem eru auglýstir til sölu, eru Ágúst Guðmundsson, Gaukur, Hafberg og Austurborg. Eirikur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar Fiska- ness, segir að fyrir utan Ólaf séu þetta allt bátar, sem búið hafi verið að leggja, en það hafi verið ákveðið fyrir löngu að selja Ólaf. „Helzta skýringin á sölu þessara báta er að frá því ákveðið var að sameina þessi fyrirtæki, hafa horf- ið frá okkur á þriðja þúsund tonn af þorski vegna niðurskurðar afla- heimilda, en auk þess er einfald- lega verið að hagræða eftir sam- eininguna. Dæmið liti allt öðruvísi út ef ekkert hefði verið skert og jafnvel aukið eins og maður var að vonast til. Því er því miður ekki að heilsa. Svo er maður hræddur um grá- lúðustofninn, því ákvörðun sjávar- útvegsráðherra um að leyfa löndun skipa, sem veiða við Austur-Græn- land, auðveldar skipum frá Evr- ópubandalaginu og öðrum veiðar við Grænland. Það er óskiljanleg ákvörðun, því hún stofnar grálúðu- stofninum í hættu,“ segir Eiríkur. Fækka skipum um helming Þorbjörn Fiskanes í Grindavík ÚTVEGSMANNAFÉLAG Suður- nesja mótmælir harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að svipta útgerðir aflamarksbáta afla- hlutdeild í ýsu, steinbít og ufsa og færa útgerðum krókabáta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félag- inu en þar segir enn fremur: Þessi flutningur frá aflamarksskipum á Suðurnesjum í ofangreindum teg- undum er um 600 tonn og er ekki bætandi á allar þær veiðiheimildir í þorski sem farið hafa sömu leið undanfarin ár. Suðurnes eiga undir högg að sækja í fiskveiðum og hafa misst gífurlegar aflahlutdeildir frá sér. Útgerð aflamarksskipa á Suð- urnesjum má því ekki við frekari geðþóttaskerðingum stjórnvalda.“ Eiríkur Tómasson, formaður Út- vegsmannafélags Suðurnesja, segir að greinilegt sé að aflaheimildir hafi streymt frá Suðurnesjum. Benda megi á Sandgerði, Keflavík og Njarðvík. Grindavík sé í raun eina undantekningin á Suðurnesj- um en þaðan hafi aflaheimildir ekki farið. Hann segir að það sé mikið rætt um það að kvótinn sé að fara eitthvað og oftast látið í það skína að hann sé að fara suður, en hann fari ekkert suður. Hann sé að fara eitthvað annað og byggðakvóti geri ekkert annað en taka kvóta frá ein- hverjum öðrum byggðum. „Menn eru einfaldlega mjög óhressir með að enn sé verið að taka af þeim. Þetta er einfaldlega undirstaðan, það sem menn lifa á hér eins og í sjávarplássunum ann- ars staðar. Nú er lægsta úthlutun í ýsu og ufsa og það þýðir að 600 tonn fara frá okkur. Værum við að tala um meðaltalið færi tvöfalt meira frá okkur,“ segir Eiríkur Tómasson. 600 tonn frá Suðurnesjum Útvegsmannafélag Suðurnesja VIÐSKIPTI HAGNAÐUR SÍF-samstæðunnar á fyrri hluta árs nam 180 millj- ónum króna en 575 milljóna króna tap varð af rekstrinum á sama tíma í fyrra. Afkoman batnaði því um 755 milljónir króna á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBIDTA, nam 797 milljónum króna en var 159 millj- ónir króna á sama tímabili árið áð- ur. Aukningin nemur 638 milljón- um króna. Veltufé samstæðunnar frá rekstri nam 379 milljónum króna, sem er nokkuð umfram áætlanir, en veltufé var neikvætt um 154 milljónir í fyrra. Rekstrartekjur félagsins jukust um rúm 13% frá sama tíma í fyrra, en meðal tekna, segir í tilkynningu frá félaginu, er bókfærður 122 milljóna króna söluhagnaður vegna sölu á ms. Hvítanesi. Þá eru 139 milljóna króna jákvæð áhrif á afkomu vegna breytinga á reikningsskilum samstæðunnar. Rekstrargjöld jukust um tæp 11% en annar rekstrarkostnaður er í tilkynningu sagður hafa lækk- að um 8%, þrátt fyrir að með- algengi tímabilsins hafi hækkað um tæp 17% í evrum og um 25% í Bandaríkjadollurum. Með mark- vissum aðgerðum hafi náðst veru- legur árangur í lækkun á rekstr- arkostnaði samstæðunnar um leið og tekist hafi að tryggja betur al- mennan stöðugleika í starfsemi fyrirtækisins. Eigið fé SÍF nam rúmum fjórum milljörðum króna í lok júní sl. og hefur aukist um tæp 14% frá ára- mótum, þegar ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Eiginfjárhlut- fallið jókst úr 15,74% frá áramót- um í 16,40% um mitt ár. Gunnar Örn Kristjánsson for- stjóri SÍF segist mjög sáttur við afkomuna og sér í lagi í ljósi þess að rekstur á öðrum ársfjórðungi sé félaginu jafnan hvað erfiðastur. „Það varð mikill umsnúningur frá í fyrra og það er að koma í ljós sem menn höfðu vonað að samrun- inn mundi skila sér í mun betri af- komu. Þetta sést glögglega á kostnaðinum, rekstrarkostnaðinum sérstaklega. Auk þess er EBITDA-hagnaður meiri en fyrir allt árið í fyrra.“ Gunnar segir horfurnar góðar fyrir árið í heild. „Það er reynsla okkar að afkoman hefur verið betri á seinni hluta árs, þá sér- staklega á síðasta ársfjórðungi. Ytra umhverfi er líka í jafnvægi og tiltölulega hagstætt fyrir SÍF því langstærstur hluti starfseminnar er erlendis. Við erum því nokkuð bjartsýnir á árið og gerum ráð fyr- ir að hagnaður muni enn vaxa á seinni hluta ársins.“ Hagnaður SÍF 180 m.kr.          $   " #$ %  & ' ( ) % %      %&  "  "#$%&" '$#%( ))  '( * *!  '(   *#$+$        ( + $ ,'  -+ & -+   -+  )* + (,+ !-  ,#) "'-#. ,%-(. ,-#+          *,$,"$                  .$ $- .$  -/ %  !"#$%&'&#$()&"#* #$+,&- !(.'/' ,$   -+  '  ,$0 % % 1 0 %2( *  !/0&#$%&'&#()11 #$   ) % %  3 $0     ")$+%) "&$&+"  *+' "(* %  "+ ,#   *  *!    1 !  1 1    2  2  REKSTUR Baugs hf. skilaði 373 milljóna króna hagnaði á fyrri árs- helmingi og er það ríflega 28% aukn- ing frá sama tímabili árið 2000. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, dróst hins veg- ar saman um rúm 4%, nam nú 803 milljónum króna en 839 milljónum í fyrra. Er það undir væntingum félagsins, að því er segir í tilkynn- ingu, og er ástæðan rakin til hækk- unar kostnaðarliða annars vegar og lægri álagningar hins vegar. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 14 milljörðum króna, er það tæplega 14 % aukning milli ára en aukning í sölu er sögð jöfn á milli matvöru og sérvöru. Meðal annarra tekna er færður 150 milljóna króna söluhagnaður sem er sambærilegur við fyrra ár. Rekstrargjöld jukust um 15% og námu rúmum 13 milljörðum. Aukn- ing almenns kostnaðar, um tæp 23%, er að mestu rakin til undirbúnings- kostnaðar vegna nýrra verkefna, m.a. í Smáralind og til kostnaðar vegna kaupa félagsins á eignarhlut- um í fyrirtækjunum Arcadia og Bills Dollar Stores. Framlegð félagsins minnkaði um 0,5% frá síðasta ári og 0,8% miðað við áætlun. Áætlaður tekjumissir af þessum sökum er um 111 milljónir króna og er hann að mestu rakinn til gengislækkunar íslensku krónunn- ar. Eignir Baugs jukust um 86% frá áramótum. Fastafjármunir fóru úr 8 milljörðum króna um áramót í 22 milljarða um mitt ár en fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 485 milljónum króna og voru að stærstum hluta vegna Smáralind- ar og nýrra verslana í Svíþjóð. Fimmtungs eignarhlutur sem Baug- ur keypti í Arcadia er bókfærður á tímabilinu á 11,7 milljarða króna og 55% eignarhlutur í Bonus Stores á 2,9 milljarða króna. Ástæða lækkun- ar veltufjárhlutfalls úr 1,24 um ára- mót í 0,75 um mitt ár er sögð skamm- tímalán, vegna fjárfestingar í Arcadia, sem verið er að breyta í langtímalán. Að teknu tilliti til þess hefði veltufjárhlutfallið verið 1,26 um mitt árið, samkvæmt tilkynningu. Eigið fé félagsins jókst úr rúmum 5 milljörðum króna um áramót í rúma 11 milljarða í lok júní. Hlutafé Baugs var aukið um 463 milljónir króna að nafnverði á tímabilinu vegna kaupa á eignarhlutnum í Ar- cadia. Gert er ráð fyrir að hagnaður Baugs af árinu í heild verði yfir 1,1 milljarður króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði um 2 milljarðar króna. Reiknað er með að mikill kostnaður leggist á félagið í september vegna Smáralindar og Bills Dollar Stores en verulega muni draga úr slíkum kostnaði á síðasta ársfjórðungi. Heildarfjárfestingar vegna nýrra verslana á árinu í heild og þá fyrst og fremst vegna Smáralindar eru tald- ar munu nema um 700 milljónum króna. Hagnaður Baugs 373 milljónir króna         .$ $- .$  -/ % 3)(1&&4 !/0&#,!#$()&'$1 ,$   -+  '   !/0&#$#&3 .0.3 &'#(1&$(3-' 4   % % (  !/0&#$%&'&#()11 #$   ) % %  3 $0     $   " #$ %  & ' (      ( + $ & -+   -+  ,*$))* ,*$,)# &#* '#+ ,)* "#' *"+ %*# ,,, '+  !" ,($"*, ,,$*(" ')" *)-&. #-(% * * "   1    1 1  ',! *! !*"   5    2           5 2 2            6&3%1'! 7'..+8!'&#)&8! 7'..+8!'&#)&8!              7'..+8!'&#)&8! *,$#+$ *,$,"$ 6&3%1'!   6&3%1'!      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.