Morgunblaðið - 31.08.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 31.08.2001, Síða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í nýjustu skáldsögu banda- ríska rithöfundarins Johns Irvings, The Fourth Hand (Fjórða höndin), sem kom út fyrr í sumar, segir frá sjónvarps- fréttamanninum Patrick Wall- ingford, sem verður fyrir því óláni (svo ekki sé nú dýpra tekið í ár- inni) að missa aðra höndina í ljónskjaft. Þetta er saga um yf- irborðsmennsku og sýnd- armennsku, og þann mikla mun sem er á þessu tvennu. (Og þetta er auðvitað líka saga um margt annað.) Patrick sjónvarpsfréttamaður er beinlínis að upplagi fremur grunnur gæi – en engu að síður af- skaplega góð- ur gæi. Því að þrátt fyrir yf- irborðs- mennskuna er ekki í honum nein sýndarmennska. Hann er sannur í sinni yfirborðsmennsku. En þótt hann sé, að því er virðist, lítið annað en yfirborðið, þá hefur hann engu að síður það sem til þarf til að vera góð manneskja. Þannig má líka segja að The Fourth Hand sé saga um það hvernig Patrick sjónvarps- fréttamaður finnur dýpt og merk- ingu í lífinu. En um leið er Irving að gagn- rýna sýndarmennskuna í frétta- flutningi bandarískra sjónvarps- stöðva. Að því leyti er þetta alveg dæmigerð Irving-saga: Saman við fyndinn og grípandi söguþráð fer þjóðfélagsgagnrýni. Það sem kemur Patrick áfram í sjónvarpsfréttamennskunni er fyrst og fremst útlitið. Og konur vilja sofa hjá honum. Og konur vilja alveg endilega eignast börn með honum. Þetta gerir að verk- um að Patrick þarf lítið að hafa fyrir því að ná athygli – hún kem- ur til hans. (Fregnir herma að verið sé að undirbúa kvikmynd eftir sögunni, og heyrst hefur að George Clooney verði í hlutverki Patricks sjónvarpsfréttamanns.) Þannig má segja að Patrick sjónvarpsfréttamaður verði fórn- arlamb eigin yfirborðs – útlits síns – og skilja má The Fourth Hand sem sögu af baráttu hans við að finna dýpt í sjálfum sér. Og um leið og hann byrjar baráttuna við eigin yfirborðsmennsku byrj- ar hann baráttu gegn sýnd- armennskunni í sjónvarpsfrétt- unum. Að missa höndina í ljónskjaft gerir Patrick sjónvarpsfrétta- mann samstundis heimsfrægan, en í rauninni hefur það ekki af- gerandi áhrif á líf hans. Frægð hefur jú bara með yfirborðið að gera, og yfirborðið var þegar orð- ið heimavöllur Patricks, þannig að frægðin breytti litlu. Það sem fyrst þokar Patrick út á nýjar slóðir er grámyglulegur, róttæk- ur femínisti á sextugsaldri, sem heitir því dramatíska nafni Evelyn Arbuthnot. Hún Arbuthnot er á sinn hátt alveg jafnyfirborðskennd og Pat- rick sjónvarpsfréttamaður, en með þveröfugum formerkjum. Hún hjúpar sig grámyglunni og gefur þannig í skyn að hún sé ekkert nema það sem undir býr. En þegar á reynir er hún eig- inlega mun fordómafyllri en Patrick yfirborðsmaður – hún bara hefur aðra fordóma – og eins og allar aðrar konur langar hana óstjórnlega til að sofa hjá Patrick. En líkt og Patrick er hún Arbuthnot gæðablóð, þótt hún sé kannski í grynnra lagi. (Í persónunni Arbuthnot má að sumu leyti heyra enduróm af þeirri gagnrýni sem Irving beindi gegn sýndarmennsku femínism- ans í skáldsögunni The World Ac- cording to Garp.) Sjónvarpsstöðin sem Patrick vinnur hjá er ein af þessum stöðv- um sem sendir út fréttir allan sól- arhringinn. En það má draga stórlega í efa að í rauninni séu það „fréttir“ sem stöðin sendir út. Fregnir af furðulegum atburðum, fáránlegum slysum og hvers kon- ar afskræmingu eru sérsvið þess- arar stöðvar – enda er hún upp- nefnd „hörmungastöðin“. Það er í þessu sem sýnd- armennska sjónvarpsfréttanna er fólgin – að draga fram fáránlegar, samhengislausar undantekningar og segja að þær séu það sem er fréttnæmt í heiminum. Það sem meira er, markmiðið er í rauninni ekki það að segja frá því sem er að gerast í heiminum, heldur er markmiðið að fá sem flest fólk til að horfa, og þar með að fá sem flesta til að auglýsa, og þar með að ná sem mestum hagnaði, og þar með að gera fjárfestana og hluthafana sem ánægðasta. Það er auðvitað ekkert rangt við þetta í sjálfu sér. Þetta er ósköp einfaldlega eðlilegur fyr- irtækisrekstur. En það sem er óeðlilegt er að um leið og þetta er hinn raunverulegi drifkraftur sjónvarpsfréttanna er látið líta út fyrir að drifkrafturinn sé annar – það er að segja að flytja fréttir af því sem er markvert að gerast í heiminum. Það er þessi sýnd- armennska sem gagnrýni Irvings beinist að. Að menn séu að sýnast vera að gera annað en þeir eru að gera. Eins og að ofan er nefnt er The Fourth Hand blanda af grípandi sögu og félagslegri ádeilu, og að því leyti mjög dæmigerð skáld- saga frá hendi Irvings. En sagan er líka að þessu leyti óvenjuleg nútímaskáldsaga – eins og reynd- ar flestar skáldsögur Irvings eru. (Hann hefur sjálfur sagt að hann sé eiginlega nítjándu aldar höf- undur í stíl Dickens.) Það er einkum tvennt sem ger- ir að verkum að sögur Irvings eru öðru vísi en flestar þær sögur sem nú eru skrifaðar. Í fyrsta lagi, að þótt mikið pláss fari í per- sónusköpun eru bækur hans ekki innhverfar sálarkrufningar. Í öðru lagi: Þótt í sögum Irvings sé jafnan að finna félagslega ádeilu er það sjaldnast háðsádeila. Það er yfirleitt ekkert háð (íronía) í sögum Irvings – bara húmor. Þær eru blátt áfram; kannski mætti segja að þær séu mest á yf- irborðinu – dálítið eins og Patrick sjónvarpsfréttamaður. Yfirborðs- mennska „Allir sem þekktu hann voru sannfærðir um að hann væri náungi sem með tím- anum yrði sáttur við að vera einhentur. Auk þess var hann sjónvarpsfréttamað- ur. Er ekki ein hönd nóg í því starfi?“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is John Irving: The Fourth Hand. Mikill öðlingur og mannvinur er horfinn sjónum okkar bræðranna í Oddfellowstúkunni nr. 5, „Þórsteini“ I.O.O.F. Elskulegri, hjálpfúsari og áreiðanlegri vin og bróður en hann er vart hægt að hugsa sér. Hann var Oddfellow eins og þeir gerast bestir og naut óskertrar virðingar okkar allra. Þó að þessi bróðir okkar hafi ávallt látið lítið á sér bera setti hann í hóg- værð sinni mark sitt á samtíð sína í ýmsu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka öflugur baráttumaður fyrir margvíslegum umbóta- og mannúðarmálum auk þess að vera brautryðjandi í baráttumálum stétt- ar sinnar. Sigurður Hilmar var nýorðinn 87 ára er hann lést. Hann fæddist í Kaupmannahöfn í ágúst 1914, örfá- um dögum eftir að fyrri heimsstyrj- öldin hófst. Hann var elstur fimm systkina, fjögurra bræðra og einnar systur sem var yngst og lifir hún bræður sína. Foreldrarnir, þau Ingi- björg S. Sigurðardóttir frá Haust- húsum í Eyjahreppi og Ólafur Ein- arsson vélfræðingur, frá Ána- naustum í Reykjavík, höfðu búið í Danmörku frá 1911 og voru þar við nám og vinnu þar til þau fluttust aft- ur heim til Íslands árið 1922. Sigurður hóf nám í Landakots- skóla strax eftir heimkomuna en lauk barnaskólaprófinu frá Miðbæjarskól- anum vorið 1928. Löngu síðar settist hann í Ungmennaskólann í Reykja- vík (síðar Gagnfræðaskólinn í Reykjavík) og tók gagnfræðapróf vorið 1939. Með því lauk eiginlegri skólagöngu hans en menntunarhung- ur hans var mikið og sótti hann fjölda námskeiða í ýmsum greinum langt fram eftir ævinni. Eftir barnaskólann stóð hugur Sig- urðar helst til náms í vélsmíði en tæki- færin til að koma nemum í iðnnám á þessum árum – í upphafi kreppunnar miklu – voru mjög af skornum skammti, nema þá helst í gegnum „klíku“, eins og það var kallað. Á ung- lingsárunum stundaði Sigurður margs konar íhlaupavinnu, þegar hana var að fá, m.a. í vegavinnu, sem „kúskur“, við handámokstur á hest- vagna, við skurðgröft með haka og skóflu ein að vopni, eyrarvinnu í Reykjavík við uppskipun á fiski úr togurum og uppskipun úr kola- og saltskipum en kol og salt voru þunga- flutningar þessa tímabils og voru flutt til landsins í miklu magni, kolin til upphitunar hýbýla í bæjum landsins og til reksturs kaupskipa- og fiski- skipaflotans og saltið sem aðalhjálp- arefnið til framleiðslu dýrmætustu framleiðsluvara landsins, saltfisksins og saltsíldarinnar. Áhugi Sigurðar hafði strax á unga aldri beinst að vélfræði og öðrum tæknilegum efnum og hélst svo með- an líf og heilsa entust og las sér til um allt sem hann festi hönd á í þeim efn- um. Hann þótti strax glúrinn í með- ferð véla og flókinna tóla og tækja og var aðeins á milli tektar og tvítugs er faðir hans treysti honum fyrir stjórn SIGURÐUR HILMAR ÓLAFSSON ✝ Sigurður HilmarÓlafsson fæddist í Kaupmannahöfn 9. ágúst 1914. Hann andaðist 20. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, fædd í Hítarnesi, Kolbeins- staðahreppi, en oft- ast kennd við Haust- hús í Eyjahreppi í Snæf.- og Hnappa- dalssýslu, og Ólafur Einarsson, vélfræð- ingur, fæddur í Ána- naustum í Reykjavík. Sigurður átti þrjá bræður, þá Árna, Brynj- ólf Björgvin og Einar Bjarna, sem allir eru látnir, og eina systur, Fríðu Björgu. Sigurður Hilmar bjó í Reykja- vík og var ókvæntur og barnlaus. Bálför Sigurðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. trillubáts sem Ólafur rak á þessum árum til flutninga á mjólk (og farþegum) úr Viðey til Reykjavíkur og á fólki í skemmtisiglingum um Sundin blá, út í Engey og Viðey, og í kringum erlend skemmtiferða- skip sem heimsóttu landið að sumarlagi. Á þessum báti fylgdi Sig- urður líka hinum fræknu sundköppum millistríðsáranna í af- rekssundum þeirra, frá Engey og/eða Viðey að Steinbryggjunni gömlu í Reykjavík- urhöfn. Þetta voru árvissir viðburðir og töldust til fræknustu íþróttaaf- reka þessa tímabils og drógu að sér fjölda áhorfenda. Þá unnu þeir feðg- ar við að flytja farþega um borð í sjó- flugvélar Flugfélags Íslands (eldra), Súluna og Veiðibjölluna. Eitt af því sem Sigurður var hvað hreyknastur af var aðstoð sú sem hann og faðir hans veittu leiðangri 24 ítalskra flug- véla undir stjórn Balbos hershöfð- ingja, flugmálaráðherra Ítalíu, er þeir áttu viðdvöl hér í Vatnagörðum í júlí 1933 á leið sinni til Chicago. Árið 1929 hóf Sigurður störf hjá Kjötbúð Hjalta Lýðssonar en Hjalti var kunnur kjötkaupmaður í Reykja- vík í þann tíð og rak nokkrar versl- anir í Reykjavík allt fram yfir miðbik nýliðinnar aldar. Sigurður byrjaði þarna sem sendill en vann sig fljótt upp í störf sem kjötiðnaðar- og af- greiðslumaður. Á haustdögum 1936 hætti Sigurður störfum hjá Hjalta Lýðssyni og fór til Kaupmannahafn- ar. Þar sótti hann tvö námskeið í kjötvinnslu hjá Teknologisk Institut í Höfn og í framhaldi af þeim réð hann sig til frekari starfsþjálfunar hjá stórfyrirtækinu Larsen & Skoren- borg, Födevarer en Gros og nam kjötframleiðslutæknina hjá fag- mönnum þess fyrirtækis fram á mitt ár 1937 er hann sneri heim. Honum bauðst starf hjá Pöntunarfélagi verkamanna, sem stuttu síðar varð að Kaupfélagi Reykjavíkur og ná- grennis, öðru nafni KRON, en hætti þar eftir þriggja ára strit vegna mik- illar óánægju með aðbúnaðinn sem honum var skaffaður og var ekki í neinu samræmi við þaðsem hann hafði kynnst ytra og vildi byggja upp hér. Sigurður lá ekki á þekkingu sinni og miðlaði þeirri tækni, sem hann hafði aflað sér meðal starfsbræðra sinna í Reykjavík, um pylsugerð, rétta sundurhlutun og frágang kjöt- skrokka, úrbeiningu kjöts, reykingu þess og framleiðslu á alls kyns áleggsvörum. Á þessum árum hjá KRON lagði Sigurður mikið á sig til að koma fagfélagi kjötiðnaðarmanna á legg en hafði ekki erindi sem erfiði í það skiptið. Honum tókst á hinn bóg- inn að koma í framkvæmd hugmynd sinni að frysta blóð til sláturgerðar sem gerði kjötiðnaðarmönnum kleift að hafa nýtt slátur á boðstólum allt árið um kring í stað þess að hafa að- eins getað boðið það í sláturtíðinni. Næstu starfsvettvangar Sigurðar voru vélaverslun G.J. Fossberg þar sem hann var við afgreiðslustörf í átta ár og, í önnur átta ár, hjá Loft- leiðum h.f. þar sem hann sá um lag- erhald Loftleiða á varahlutum og matvælum. Þegar hér er komið sögu, um 1952, gengur Sigurður til félags við föður sinn sem hafði með höndum einka- umboð og sölu á dieselvélum frá skoska vélaframleiðandanum Kelvin Diesel. Þessar vélar voru mikið not- aðar í íslenska bátaflotanum í ára- tugi, fyrir og eftir miðja nýliðna öld, bæði sem aðal- og hjálparvélar. Fyr- irtæki þeirra feðga, sem Sigurður yf- irtók alfarið við andlát föður síns árið 1960, sinnti jafnframt varahlutasölu og vélaviðgerðum. Til að geta veitt sem besta og fagmannlegasta þjón- ustu á þessu sviði sótti Sigurður um- fangsmikið þriggja mánaða nám- skeið hjá Kelvin í Glasgow. Sigurður var vel liðinn af viðskiptavinum sín- um og þekktur fyrir lipurð í þjónustu og afburðaþekkingu sína á sviði dís- ilvéla. Eins og áður er sagt var Sigurður ötull félagsmálamaður og áhugasvið hans margvísleg og félögin, sem hann var meðlimur í, voru æði fjöl- breytileg en höfðu það sameiginlegt að hann var meðal stofnenda þeirra allra, að einu undanskildu, og var gerður að heiðursfélaga í tveimur þeirra. Hann var meðal stofnenda Svif- flugfélags Íslands í ágúst 1936 og varð handhafi skírteinis svifflug- manns. Sigurður var formaður fram- kvæmdanefndar – þrælaráðs – Svif- flugfélagsins í nokkur ár og lagði gjörva hönd á allar framkvæmdir uppi á Sandskeiði í árdaga starfsem- innar þar. Á áttræðisafmæli sínu gerði Sigurður sér lítið fyrir og stýrði svifflugu sinni inn í uppstreymið við Vífilfellið, „uppáhaldsstað hans foldu ofar“ eins og hann kallaði það. Geri aðrir betur! Vegna áskorana manna, sem unnu við kjötiðnað, tók Sigurður að sér að stofna Félag ísl. kjötiðnaðarmanna í febrúar 1947, þó svo hann ynni ekki lengur í greininni, og sýnir það gjörla það traust sem félagar hans báru til hans. Sigurður var formaður fyrstu fjögur árin en eftir það vildi hann ekki stjórna ferðinni, þar sem hann starfaði á öðrum vettvangi, en lét til leiðast að vera ritari félagsins áfram. Sigurður og stjórn hans komu því til leiðar að mörg námskeið voru haldin fyrir kjötiðnaðarmenn og slátrara á þessum árum og fengu því áorkað að kjötiðnaðurinn hlaut viðurkenningu sem sérstök iðngrein. Á aðalfundi félagsins 1962 var Sigurður kosinn fyrsti heiðursfélagi þess. Sigurður var einn af stofnendum Gigtarfélags Íslands um 1980 og reyndist því félagi ötull félagi og var iðinn við innréttingu húss félagsins að Ármúla 5 og að búa það húsgögn- um auk þess sem hann var óþreyt- andi við að afla því tekna til kaupa á tækjum og búnaði til lækninga þessa hvimleiða sjúkdóms. Félagar G.Í. kunnu að meta óeigingjörn og mikil störf hans og gerðu hann að heiðurs- stjórnarmanni félagsins. Þá er síðast að telja Félag ísl. hug- vitsmanna sem Sigurður var einnig einn stofnenda að. Eins og áður sagði var Sigurður strax í æsku laginn við vélar og tól. Hann var í eðli sínu mjög forvitinn, í þeim skilningi að kanna allt til hlítar og finna lausnir, hann var hugvitsmaður! Í sameiningu fundu þeir feðgar, Ólafur og Sigurður, upp endurbót á skipsstýri (einkaleyfi nr. 474). Stýri þetta nefndist „vængjastýri“ og kom sér sérstaklega vel þegar síldveiðar hófust með hringnót og kraftblökk því við þær veiðar var nauðsynlegt að skipið léti vel að stjórn og næði kröppum beygjum. Stýri feðganna varð til þess, að full not urðu að hinni nýju veiðitækni og síldaraflinn jókst mikið. Stýrið varð líka til þess að þeir bátar, sem það notuðu, náðu meiri hraða á út- og heimstímum, eða allt að einni sjó- mílu/klst., en með gamla stýrinu og án þess að til aukinnar eldsneytis- notkunar kæmi. Sigurður átti enn eina hugmynd, sem vert er að minnast á, en það er hinn svokallaði „fannafeykir“. Af svifflugsreynslu sinni hafði Sigurður kynnst kröftum upp- og niður- streymis loftmassanna. Hann hafði líka tekið eftir því að snjóskaflar myndast oftast hlémegin við fyrir- stöður eða hindranir og fór að velta fyrir sér hvernig unnt væri að koma í veg fyrir myndun snjóskaflanna, sér- staklega á götum borga og bæja og á þjóðvegum landsins og leitt gætu til sparnaðar í snjómokstri ríkis og sveitarfélaga. Upp úr þessum vanga- veltum hannaði Sigurður svo fanna- feykinn sinn sem settur var upp sam- síða veginum annars vegar og breytti hann, vegna „airodynamískrar“ lög- unar sinnar, ferð skafrenningsins og kom í veg fyrir myndun skafls á veg- inum. Allir Reykvíkingar, sem nú eru um sjötugt og eldri, minnast hraðbátsins „SpaðaÁSsins“ sem þaut með ógn- arhraða um Reykjavíkurhöfn og út á Sundin sumurin 1938 til 1940, tók 3 farþega og skrensinn kostaði „að- eins“ 50 aura. Þetta var hraðskreið- asta fley á Íslandi í þann tíð. Á-ið og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.