Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 11
HERMANN Guðjónsson, forstjóri
Siglingastofnunar Íslands, segir að
um 100 manns hafi atvinnuréttindi til
köfunar hér við land og því réttindi til
að kenna köfun. Þetta stangast á við
það sem kemur fram í nefndaráliti
sjóslysanefndar sem birt var í blaðinu
í gær og var hluti af áliti nefndarinnar
á köfunarslysi í Kleifarvatni í fyrra.
Í áliti sjóslysanefndar segir orð-
rétt: „Kennsla í köfun verður að telj-
ast til atvinnustarfsemi og falla því
ótvírætt undir þann kafla laga um
köfun í atvinnuskyni. Samkvæmt
óyggjandi upplýsingum frá Siglinga-
stofnun Íslands hefur enginn maður á
Íslandi réttindi til að kenna öðrum að
kafa samkvæmt íslenskum lögum.“
Hermann sagði í viðtali við Morgun-
blaðið í gær að Siglingastofnun hefði
ekki gefið slíkar upplýsingar til sjó-
slysanefndar og þær væri hvergi að
finna í bréfaskiptum stofnunarinnar
við nefndina. Þá bendir hann á að
Siglingastofnun hafi ekki fengið drög
að skýrslu sjóslysanefndar til um-
sagnar þrátt fyrir ákvæði laga þar að
lútandi.
Virðast ekki taka tillit
til nýrrar reglugerðar
Í áliti sínu sagði sjóslysanefnd að
lögum og reglum um köfun væri stór-
lega áfátt. Þá væru lög um köfun frá
1996 ófullnægjandi þar sem Siglinga-
stofnun Íslands hefði ekki treyst sér
til að framfylgja eftirlitsstarfi sínu
með kennslu og útgáfu skírteina.
Hermann segir að svo virðist sem
að í áliti sjóslysanefndar sé ekki tekið
tillit til nýrrar reglugerðar um köfun
sem tók gildi þann 10. júlí sl. Sú reglu-
gerð hafi að geyma ítarleg ákvæði um
rétt til kennslu áhugaköfunar, náms-
skrá, prófanefnd, viðurkenningu á
námi o.fl.
Varðandi ákvæði reglugerðarinnar
um réttindi köfunarkennara segir
Hermann að þau séu lítið breytt frá
fyrri reglum. Nú jafnt sem fyrr sé
gerð krafa um það að þeir sem kenna
köfun, hvort sem það er atvinnuköfun
eða áhugaköfun, verði að hafa réttindi
sem atvinnukafarar. Að líkindum séu
um 100 með gild atvinnukafaraskír-
teini og þá sé m.a. að finna hjá fyr-
irtækjum atvinnukafara, Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins og Landhelgis-
gæslunni.
„Þetta eru þeir sem hafa sótt um og
fengið viðurkenningu stofnunarinnar.
Aðrir hafa ekki sótt um. Í dag hefur
því enginn annar leyfi til kennslu í
köfun,“ segir Hermann.
Sjóslysanefnd hélt því fram að Sigl-
ingastofnun hefði ekki treyst sér til að
framfylgja eftirlitsstarfi sínu með
kennslu og útgáfu skírteina til þeirra
sem sannarlega kunna til verka við
köfun. Hermann kannast ekki við að
stofnunin hafi skorast undan því að
sinna lögbundnu eftirliti sínu og hefur
hvergi gefið yfirlýsingu um annað.
Vitað er að allnokkrir aðilar hafa
kennt áhugamannaköfun hér á landi
undanfarin ár. Eftir því sem
Morgunblaðið kemst næst er sjald-
gæft að þessir menn hafi atvinnurétt-
indi sem kafarar, þó e.t.v. séu um það
dæmi. Í samtölum Morgunblaðsins
við nokkra þeirra í gær sögðust þeir
hins vegar hafa alþjóðleg próf í köf-
unarkennslu, flestir frá PADI sam-
tökunum.
Aðspurður hvort þessir aðilar
hefðu sótt um leyfi til köfunarkennslu
segir Hermann að svo sé ekki, a.m.k.
ekki eftir að nýja reglugerðin tók
gildi.
Samkvæmt gömlu reglugerðinni
þurftu þeir þess ekki en þeir urðu
engu að síður að hafa gilt atvinnukaf-
araskírteini. Hermann segir að ef-
laust hefði eftirlit Siglingastofnunar
mátt vera betra og í kjölfar nýrra
reglna verði gengið harðar eftir því að
þeim verði fylgt.
Stofnunin hafi haft eftirlit með
þeim aðilum sem hafi sótt um og feng-
ið leyfi til köfunarkennslu og útgáfu
skírteina en hafi að öðru leyti lítið bol-
magn til eftirlits „úti á mörkinni“.
„Það er líka spurning hversu langt
eftirlit á að ganga. Ábyrgð einstak-
lingsins er alltaf mikil og kannski er
hugsunin þarna fyrst og fremst að
tryggja að menntunin og þjálfunin sé
í lagi. Það verður að vega og meta
hversu langt ríkið á að ganga í eft-
irliti. Það er stefna ríkisins að draga
sem mest úr opinberu eftirliti,“ segir
Hermann. Fáir myndu vilja að kalla
þyrfti Siglingastofnun til í hvert skipti
sem kafað er hér við land.
Aðeins gerð krafa um atvinnu-
kafarapróf hér á landi
Meðal þeirra köfunarkennara sem
Morgunblaðið ræddi við er Matthías
Bjarnason, köfunarkennari og eig-
andi Köfunarskólans. Hann segir að
lög og reglur um áhugamannaköfun
hér við land séu meingölluð. Þá sé lítið
sem ekkert eftirlit með kennslu í
áhugaköfun.
Matthías segir að ýmir aðilar hafi
kennt köfun hér við land undanfarin
10-15 ár. Fæstir hafi aflað sér rétt-
inda sem atvinnukafarar heldur hafi
kennararéttindi frá viðurkenndum
erlendum samtökum. Þau stærstu
nefnast PADI og NAUI. Þessi sam-
tök geri strangar kröfur til þeirra
sem sækjast eftir kennararéttindum
og fylgst sé með starfi kennaranna
eftir að þeir ljúka námi.
Matthías kveðst vera einn fárra Ís-
lendinga sem hafi bæði aflað sér al-
þjóðlegra kennararéttinda og at-
vinnuréttinda sem kafari. Hann
fullyrðir að kennaranámið sé mun
viðameira. Auk þess taki það á því
hvernig eigi að kenna köfun. Það geri
nám í atvinnuköfun hins vegar ekki.
Matthías hefur þó ekki endurnýjað
réttindi sín sem atvinnukafari og hef-
ur því í raun ekki réttindi sem köf-
unarkennari samkvæmt íslenskum
lögum.
Hann segir að hvergi í nágranna-
löndunum sé þess krafist að menn séu
atvinnukafarar til þess að fá að kenna
köfun heldur sé farið fram á alþjóðleg
skírteini, m.a. frá PADI. Þar viður-
kenni menn þá staðreynd að fátt sé
sameiginlegt með atvinnuköfun og
áhugamannaköfun. Hann bendir á að
slys við áhugaköfun á Íslandi séu fátíð
sé miðað við að fjöldi slíkra kafana við
landið sé um 3000-5000 á ári. Þetta
bendi til þess að kennsla í áhuga-
mannaköfun sé vel af hendi leyst.
Hvergi tekið mark á skírteinum
Tómas Knútsson eigandi Sportköf-
unarskóla Íslands viðurkenndi fús-
lega í samtali við Morgunblaðið í gær
að hafa ekki atvinnukafararéttindi
þrátt fyrir að hann hafi kennt áhuga-
köfun um alllangt skeið. Hann hefur
hins vegar aflað sér kennsluréttinda
hjá PADI.
Hann bendir á að Félag framhalds-
skólanema hafi fengið það viðurkennt
hjá menntamálaráðherra að læri
nemendur áhugamannaköfun þá gildi
það sem einingar í valfagi í fram-
haldsskólum. Þessi kennsla í köfun sé
þó kolólögleg samkvæmt laganna
hljóðann.
Hann bætir við að gefi íslenskur at-
vinnukafari út skírteini um köfunar-
réttindi án þess að hann hafi lokið
PADI, eða sambærilegu prófi, þá yrði
hvergi tekið mark á slíku skírteini er-
lendis.
„Ég vil að allir hagsmunaaðilar
setjist niður og finni farveg til þess að
allir geti starfað í sátt og samlyndi og
stuðlað þannig að réttri þróun í öllum
þeim sjó- og vatnaíþróttum sem
stundaðar eru hér við land.“
Héðinn Ólafsson, formaður Sport-
kafarafélags Íslands, segir til lítils að
krefjast þess að kennarar í áhugaköf-
un séu atvinnukafarar. Hann hefur
reyndar sjálfur nýlokið kennaraprófi
hjá PADI.
Hann segir að verði gerð krafa um
atvinnukafarapróf muni kennsla í
áhugaköfun svo gott sem falla niður.
„Ef við kennum ekki köfun, hver á þá
að gera það,“ spyr Héðinn.
„Ef köfun verður ekki kennd á Ís-
landi, þá held ég að menn fari sjálfir
og kaupi sér búnað og prófi sjálfir. Þá
held ég að við séum í verri sporum,“
segir hann.
Atvinnukafarar hafa rétt-
indi til að kenna köfun
Forstjóri Siglingastofnunar segir ekki rétt
hjá sjóslysanefnd að enginn hafi réttindi til
að kenna köfun hér við land. Hins vegar er
gerð krafa um að menn hafi atvinnukafara-
réttindi. Kennarar í áhugamannaköfun
segja að fæstir þeirra sem kenni áhuga-
mannaköfun hafi slík réttindi en lítið eftirlit
sé haft með slíku af hálfu stjórnvalda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kafarar í gjánni Silfru sem liggur inn í Þingvallavatn.
ÓSKAR Bjartmarz, formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur, er svart-
sýnn á að mannfæðarvandi lögregl-
unnar í Reykjavík leysist um
áramótin, nema til skamms tíma.
Fulltrúar stjórnar lögreglufélagsins
funduðu í gær með Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra í tilefni af
umræðu um fækkun lögreglumanna
um allt að 25.
„Við sjáum ekki fram á að hlut-
irnir lagist neitt um áramótin, nema
til skamms tíma, nema til komi aukn-
ar fjárveitingar til lögreglunnar á
næstu fjárlögum,“ sagði Óskar.
„Vegna fækkunarinnar mun álagið
aukast á þá lögreglumenn sem eftir
eru.“ Óskar segir einnig hafa komið
sér á óvart þau orð dómsmálaráð-
herra um að í vinnslu væri samstarf
milli Lögregluskóla ríkisins og Lög-
reglunnar í Reykjavík um viðbótar-
mannskap á álagstímum enda væru
nokkur ár síðan yfirvöld lögreglu-
skólans hefðu tekið fyrir helgar-
vinnu lögreglunema. Óskar sagði
Sólveigu Pétursdóttur hafa tjáð sér
að þetta mál væri í skoðun milli lög-
reglunnar og lögregluskólans.
Sólveig sagði á fundinum að fjár-
hagsleg staða embættis lögreglu-
stjórans í Reykjavík væri meðal þess
sem væri til skoðunar hjá ráðuneyti
sínu. „Við ræddum vanda lögregl-
unnar og m.a. kom fram að hugs-
anlega yrði tímabundið álag á sumar
deildir lögreglunnar,“ sagði Sólveig.
„En eins og ég hef áður sagt verður
lögreglan væntanlega að haga störf-
um sínum í samræmi við þann fjölda
lögreglumanna sem hún hefur
hverju sinni. Ég á hins vegar ekki
von á öðru en að lögreglumönnum
verði fjölgað aftur um næstu áramót.
Þá verður einnig lögð mikil áhersla á
að fjölga nemum við Lögregluskóla
ríkisins því það hefur verið skortur á
fagmenntuðum lögreglumönnum.“
Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur
Svartsýnn á lausn um áramót
ÞRÁÐLAUST staðarnet er nú
komið í flestar byggingar Há-
skóla Íslands og verða allar
byggingar skólans í framtíð-
inni tengdar slíku neti. Dagný
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Stúdentaráðs, segir að enn
sem komið er sé staðarnetið
aðeins í ákveðnum kennslu-
stofum, en uppsetning þess
hófst í fyrra.
Dagný segir að fartölvueign
meðal nemenda hafi færst
mikið í aukana að undanförnu
og segir hún það mikið tilkom-
ið vegna þráðlausa staðarnets-
ins. „Tölvuverin okkar anna
ekki á sjöunda þúsund stúd-
entum og fólk hefur verið orðið
þreytt á að bíða eftir að kom-
ast í tölvu. Margir kennarar
eru líka farnir að nota Netið
við kennslu, þá geta nemendur
setið inni í kennslustofunni og
séð hvað kennarinn er búinn
að setja á Netið,“ segir hún.
Dagný segir að það sé nokk-
uð mismunandi eftir deildum
hversu fartölvuvæddir nem-
endur séu. Sjálf er hún í heim-
spekideild og segir hún að
minna beri á fartölvum þar, en
í viðskipta- og hagfræðideild,
raunvísindadeildum og félags-
vísindadeild. Dagný bendir á
að fartölvueign hafi einnig
færst í aukana í framhalds-
skólum og þegar sá hópur fari
að skila sér í Háskólann verði
orðið mjög algengt að nemend-
ur eigi fartölvu.
Skapar aðhald að hafa
tvö fyrirtæki
Stúdentaráð hefur gert
samning við Griffil og Nýherja
um sértilboð á fartölvum til
nemenda. „Við vorum einnig
með tvö fyrirtæki í fyrra og
það gafst mjög vel, af annað
fyrirtækið hreyfir sig, gerir
hitt það líka. Það skapar
ákveðið aðhald,“ segir Dagný.
Samningurinn felur í sér að
Griffill og Nýherji hafa einka-
rétt á að auglýsa í Stúdenta-
blaðinu og öðrum miðlum
Stúdentaráðs, auk þess sem
tilboðin eru sérstaklega kynnt
í tölvupósti til nemenda.
„Tilgangurinn með þessu er
að leita eftir þessum tilboðum,
það hefur sitt að segja fyrir
stúdenta að vita að Stúdenta-
ráð hefur útvegað þessi tilboð.
Nemendur treysta því þá að
þetta séu góðar tölvur og við
teljum þetta mjög mikilvægt í
þessari fartölvuvæðingu Há-
skólans,“ segir Dagný.
Valgeir Pétursson, inn-
kaupastjóri Griffils, segir að
þessi samningur sé mjög mik-
ilvægur þar sem Háskólinn
hafi til þessa verið lokaður
markaður. „Samningurinn
stækkar okkar viðskiptahóp
verulega,“ segir Valgeir. Hann
segir að margir stúdentar hafi
keypt fartölvu frá því samn-
ingurinn var undirritaður á
mánudag, þrátt fyrir að
kennsla við Háskólann sé ekki
enn hafin.
Valgeir segir að salan und-
anfarna viku á fartölvum hafi
verið tíu sinnum meiri en sömu
viku í fyrra. Í ár hafi 46 vélar
verið seldar, en í sömu viku í
fyrra fjórar og að bróðurhlut-
inn af sölunni fari til háskóla-
nema.
Þráðlaust
staðarnet
í flestar
bygging-
ar HÍ
Stúdentaráð
gerir samning við
Griffil og Nýherja